Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 —- —, .' ... ......—'LJ-— með misjöfnum árangri, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vís- indaleg þekking á þessu sviði virðist enn vera á fruimstigi. 1 (guðspjöllum ritndngarinnar er þVI miður ekki að finna nein bein ummæli Jesú Krists um or- sakir styrjalda. Samt er þar að finna ummæli, sem eftir honum eru höfð, sem óbeint varpa ljósi á þetta málefni og eru svohljóð- andi: „Hver sem hatar bróð nr sinn er manndrápari". Og enn. „Eins og maðurinn sáir mun hann upp skera“. Og enn og aftur: „Sá, sem vegur með sverði, mun falla fyrir sverði“. Styrjaldir leiða til manndrápa i stórum stffil, og samkvæmt fram- anfrágreindum orðum Krists má ályQcta sem svo, að þær stafi af eðlislægu mannhatri fjölda manna. Að seinni tilvitnununum vík ég síðar. En þá vaknar sú spurn ing: Hvað veldur þvi, að fjöldi manna hatast við meðbræður sína? sem er því einikennilegra vegna þess, að velvilji í garð meðbræðranna, er einn- ig eölislæg hvöt öllum mönnum. En við nánari atbugun þessa virðist mér einmitt koma í ljós, að hér er frumorsakarinnar að leita. Rétt er að gera sér ljóst, að illvilji og hatur meðal ein- staklinga veldur naumast styrj- öldum, nema um mjög valda miikla einistakiinga sé að ræða. Þegar hins vegar er um illvilja og hatur að ræða milli ifjölmennra mannhópa, þjóða eða þjóðabandalaga, sem aðhyl- ast andstæðar skoðanir eða hug- myndafræðilegar áróðurskenn- ingar, (idelógiur) er öðru máli að gegna. Allt hatur og ilivilji á rætur sínar í geðrænu ásig- komulagi manna og er því eðlis- tegt. Skal þetta nú rakið nánar. Flestir, sem hafa lagt sig eftir að skilja sálarlíf venjulegra að sér að láta skrá eftir sér frá sögn um þennan atburð, en af því hefir víst ekki orðið, því miður. Á bls. 150 segir þú frá síðustu ferð okkar Látramanna á Barð- ið. Sú ferð var farin 30. mai 1941. Þar segir þú, að við höfum verið fámennir til fararinnar og ekki átt varalið til uppdráttar á brún. Ekki veit ég, hvernig þú færð slíkar niðurstöður, því þá var hér mikið manna val, eins og oft áður. Við vorum sem sagt ekki fáliðaðri en það, að við lét um annan flokk manna vera við eggjatöku uppi á bjargbrún meðan við vorum á Barðinu. En það skipti ekki máli, við sem á Barðið fórum, ætluðum alls ekki að láta draga okkur upp, þótt við hefðum mannskapinn, heldur nota blolkkina, sem ég held að fáir hafi heyrt annað en faðir minn, Jón Magnússon — sem þú segir um á öðrum stað 5 frásögn þinni: „Ekki stór né aðsópsmiikill" — hafi fyrstur manna komið fyrir utan í Barð- inu, og þá fyrstur notað, en það þurfti aðgæzlu við að komast í hana. En blokkin, sem var úr tré með járnfati, var horfin, þeg ar við komum þarna, svo Haf- liði renndi sér niður í lás og varð ekki mikið um. Þess skal getið til gamans, að þessi ágæti mannskapur, sem var þá á Látrum, hafði þá gert sér gamans dagana á undan, að heimsækja suma þá staði, sem mannsfótur hafði ekki snert í áratugi, eins og „Jónsheitins- stall", „Háhöldin", og síðast „Barðið“. Á bls. 161 segir þú frá þvi, þegar Guðbjartur sál. Þorgríms son fór í Háhaldaflæmið, sem þótti mjög vei gert á sínum tíma og enginn kornið þar síðan. Þar segir þú standberg úr brún í tfjöru, sem er alveg rétt, en þar undir, eða rétt innan við, strand aði Dhoon. 1 þessari frásögn seg ir þú bergið vera um 200 m sem er sízt of mikið, en í öðrum frásögnum þínum frá Dhoon- strandinu segir þú sama berg vera 160—170 m sem er allt of Mtið. Frásögnin af þætti Guð- bjarts í þessari ferð er að manna, hljóta að hafa veitt því eftirtekt, að það er fátt, sem all- ur þorri manna befir jafn miklar mætur á og skoðunum þeim og sjónarmiðum, sem menn hafa að- hyllzt. Fjöldi manna elskar skoð anir sínar, ekki sízt stjórnmála- skoðanir og trúarskoðanir, svo ákaflega, að þeir eru jafnvel fús ir tl þess að fórna þeim vel- ferð sinni og sinna og ef svo ber undir jafnvel Mfinu sjálfu, og sýnist þá helduir langt gengið. Samt mætti þetta teljast lofs- vert, að no'k'kru marki, ef um góðgjamar, réttmætar og göfug- ar skoðanir væri að ræða. En þvi er nú miður, að menn hafa þúsundum og jafnvel milljönum saman fórnað velferð sinni, lífi og eignum fyrir skoðanir og sannfærimgar, sem voru og ere augljóslega rangar, einstreng ingslegar, ofstækisfullar og jafn vel auðvirðilegar. En þetta er þó sök sér. Annað er miklu verra, að ótölulega margir menn ala með sér yfirþyrmandi ástríðu til þess að innræta meðbræðr- um sínum skoðanir sínar og trú. Og ef það tekst ekki með til- tölulega vinsamlegum fortölum, þá skirrast menn ekki við að beita til þess beinu of- beldi, heilaþvotti og manndráp- um, eða líta a.m.k. á slíkar að- gerðir með velþóknun. Þetta eru ljótar staðreyndir, en því miður alltof sannar. En sem von er til leiða slíkar aðfarir sem þessar til ofsalegrar and- stöðu, og þá fer svo oftlega, að styrjöld milli hinna andstæðu aðila verður ekki umflúin. Öll saga veraidar, að svo miklu leyti, sem hún er mönnum kunn, sannar þetta svo rækilega, að um verður ekki deilt. Óteljandi einstök dæmi má nefna þessu til sönnunar. Öll saga fornaldar og allt til vorra daga vottar um það, hvernig valdasjúkir mestu rétt, að öðru leyti en því, að Guðbjartur, sem var þaul- reyndur bjargmaður, og vissi alla aðstöðu við að komast í flæmið, þvi áður var búið að sýna honum leiðina, hafði með sér snærisspotta, sem hann brá upp á steinkörtu til að auðvelda sér að taka sig upp í ftæmið og til að gefa sig niður úr því aft- ur. Og svo kastaði hann öllum fuglinum í fjöru en lét ekki að- stoðarmann sinn draga hann til sín, eins og segir í þinni frá- sögn, en það hefði verið svo til óframkvæmanlegt með svo mik ið magn, og auk þess hreinn kjánaskapur, en Guðbjartur kunni sitt verk í bjarginu sem annars staðar. Á bls. 186 segir þú frá byrgi sakamannsins á Miðmundahæð- um. Segir þar meðal annars: „Ás geir bóndi á Látrum rakst á það af tilviljun á tófugöngu fyrir mörgum árum, og hafði enginn á það rekizt í mannaminnum.“ Þetta er ekki rétt, að enginn hafi fundið fyrr. Halldóra Gísla dóttir, móðir Daníels Eggertsson ar og þeirra barna, sagði okkur Ásgeiri frá byrgi þessu, þegar við vorum strákar. Hafði hún komið að þvi, þegar hún var smalastiúlka, og pössuðu þá öll kennileiti, sem henni höfðu ver- ið sögð, en löngu síðar, þegar hún ætlaði að sýna sinum börn- um það, fann hún ekki, svo vandlega er það falið. Sjálfur hef ég einu sinni rekizt á það en ekki fundið aftur, og pöss- uðu þá öll kennileiti, sem Hall- dóra sagði mér. Svona hefir það verið fyrr og síðar, að einn og einn hefir rekizt á byrgi þetta. Á bls. 177 segir þú frá því, er þeir félagar Ástráður Ólafsson og Kristján Erlendsson fórust úr Látrabjargi. Þar segir þú meðal annars: „Unglingar tveir fóru í humátt á eftir mönnun- um og sáu til ferða þeirra.“ Bkki veit ég hvaðan þú færð þetta. Unglingarnir voru Ásgeir Erlendsson, sonur Er- lends á Látrum, 16 ára og fóst- ursonur hans, Lúðvík Siigurjóms son um, tvítugt. Piltarnir fóru með þeim fullorðnu ti'l eggjatök unnar. En þegar á Saxagjá kom, gerðist það, sem ekki var venju ójafnaðarmenn hagnýta sér hin- ar suindurleitu trúar- og stjórn- málaskoðanir allra tima til þess að staðfesta kúgunarvald sitt yf ir þjóðum og einstaklingum. En gætum nú að. Eftir sjálf- um Kristi eru höfð þessi orð: „Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum“. Hafi Kristur raun verulega sagt þetta, sem er raun ar ólíkt homum, þá þarf ekki að efa, að hann hefir um leið lagt ríka áherzlu á, að slík boðun kenninga hans færi fram af sannri auðmýkt, hógværð og lítil læti. Má í þessu sambandi minn- ast ummæla hans um sjálfan sig: „Því ég er hógvær og af hjarta lítillátur". En raunar má nú tylla því sjónarmiði upp, að hann hafi aldrei gefið þessi fyr- irmæli, sízt skilmálalaus, en þeim hafi bara verið skotið inn í guðspjallið af einhverjum guð- hræddum og áköfum kristni- boða. Hin hryggilega saga um hinar harðýðgislegu og jafnvel glæp- samlegu aðferðir, sem því miður oftlega var beitt til útbreiðslu kristindómsins, og einnig Islams (þ.e. Múhameðstrúar) og margra amnarra trúarbragða, verður ekki tekin til meðferðar hér, en svo ljót sem hún er þá væri það sarat nauðsynlegt, að rif ja hana upp, en verður að biða síns tíma að sinni. En réttmætt er þó hér að minnast allra hinna enda lausu og svivirðilegu trúarstyrj alda, sem háðar hafa verið um alla sögu og fram á vora daga. Þá má ekki láta hjá líða, að minnast á þá mörgu ofbeldis- seggi, sem með ýmsum hug- myndafræðilegum fyrirslætti töldu sig kjörna til þess, að brjóta undir sig heimsbyggðina: Konunga konunganna í Mes- ópotamíu, Alexander mikla, Cesar og arftaka hans og spor- legt, að þeir ful'lorðnu ákváðu að vera saman þennan dag, og drengirnir saman, og á öðrum stað í Saxagjá, en rétt áður en slysið varð, voru þeir allir komnir á sama stað, og voru að ljúka eggjatökunni. Þegar slys ið vildi til voru drengirnir fáa metra frá þeim. Á öðrum stað segir þú: „Voru þeir félagar búnir að vera langa stund að eggjatökunni og bera feng sinn á brún. En aftur fara þeir niður.“ Ekkert egg var búið að bera á brún af feng þeirra félaga, og átti ekki að berast, því hann var niðri á Látraveili og átti að takast í bát síðar. En sem sagt, slysið varð á þeim slóðum, sem drengirnir voru við eggjatök- una, og eftir að slysið varð, og moldrykinu frá hruninu svifaði frá, fóru þeir harmi og kviða slegnir, bandlaust niður þangað, sem þeir sáu Ástráð loða uppi til þess að vita hvort með hon- um leyndist líf, en svo var efcki, sneru þeir þá neðan bjargið aft- ur og heim að Látrum, þar sem þeir sögðu þessa harmafregn, Þetta er orðið það langt mál, að ég hef þessa upptalningu ekki lengri. Ég held, að ef heimildar menn þínir hefðu haft tækifæri til að lesa þessar frásagnir með þér, áður en handritið fór í prentun, hefði þetta orðið öðru vísi. Nú, þetta kann að vísu engu að breyta fyrir þá, sem hér þekkja ekkert til, en það er góðra manna háttur að reyna að hafa það sem sannara reynist, og það veit ég að þú vilt einnig. Þá er að lokum eitt, Magnús. Hvað átt þú við með eftirfar- andi klausu í bréfi þínu til mtn, sem hljóðar svo: „Þú þágðir við í tuttugu ár, þó rangflutt væri i munni æðri sem lægri, hetjusag an um björgunina frægu við Látrabjarg." Hvað er það, Magnús, sem rangflutt hefur verið við þessa sögu og ég þagað yfir í tuttugu ár? Ég veit ekki við hvað þú átt hér, og skora því á þig að gefa mér og öðrum skýr svör við því. Með beztu kveðju. Látrum 30.1.1972. Þórður Jónsson. göngumenn, allt til nútíðarinnar, forustumenn og andstæðinga Sið bótarinnar svonefndu og alla þá stórglæpi, sem framdir voru í sambandi við hana í Evrópu og einnig hér á landi, frumkvöðla stjórnarbyltingarinnar frönsku og arftaka hennar Napóleon, og svo alla þá mörgu auðnu- leysingja, sem allt til þessa hafa um heim allan trúað því, að franska byltingin og aðrar slík- ar byltingar og ofbeldismenn þeir, sem þar eru jafnan að verki, hafi fært heiminum ein- hver áður óþekkt siðræn verð- mæti. Þá má heldur ekki gleyma Karli Marx, Lenín, Stalín og arf tökum þeirra, sem enn ráða fyr- ir Sovétrikjunum og svo er vel við hæfi, að láta Hitler reka lest ina. Fleiri er þarflaust að nefna. Vel veit ég það, að margar og misjafnar hvatir stjórnuðu valdasókn þessara yfirgangs- manna, en eitt og hið sama hafa þeir allir með tölu hagnýtt sér: ótrúlega og fnrðnlega fylgi- spekt almennings við hinar frá- leitustu og auðvirðilegustu áróð urskenningar „ (stórasannleik)", sem eru vel flestar aðeins glæp samlegur heilaspuni til orðnar i heilabúi geðbilaðra vandræða manna. Það er einmitt þessi fá- ránlega fyigispekt, sem er hin sanieiginlega fruniorsök og undirrót allra styrjalda og liern aðarátaka í veröldinni. Og menn þurfa ekki að ímynda sér, að var anlegur friður komist á í heimi hér, meðan menn almennt halda því áfram, að veita röngum, ein- strengingslegum, ofstækisfullum og úreltum áróðurskenning- um brautargengi og geðbiluðum upphafsmönnum þeirra. Auðvit- að er mér ljóst, að margir af þessum valdasjúku mönnum, sem ég hefi nefnt hér á undan, voru í sjálfu sér „mikilmenni". En það er bara sitt hvað, að vera mikilmenni eða vera ntann- kostamenn. Flest þessi „mikil- menni“ voru nefnilega geðbiluð illntenni. Allar ofstækisfullar kenningar og skoðanir eiga æv- inlega rót að rekja til geðbilun- ar af einhverju tagi. En þessi geðbilun, sem ég hefi gert að um talsefni hér, er þvi miður ákaf- lega smitandi sjúkdómur. Nú á síðari árum er mikið rætt og ritað um mengun í náttúr- unnar riki og náttúruvernd og er þar um að ræða mikilvægt málefni, og góðs að vænta, ef réttilega verður þar á rnálurn haldið. En þvi má ekki gleyma, að önnur mengun í mannheimi er stórum meiri og hættulegri en sú mengun umhverfisins, sem nú er mest á orði höfð. Það er meng un hugarfarsins af völdum of- stækisfullra og óréttmætra áróð urskenninga. Sú mengun er geð- ræns eðlis. En mengun hins jarð neska mannlega líkama er einn- ig mikil, en bót í máli, að gegn hinum líkamlegu sjúkdómum hef ir verið ráðizt af mikilli atorku. Lífeðlisfræðingar og læknar eru þar í mikilvægri varðstöðu. Mik ið hefir og áunnizt á þessu sviði og mörgum alvarlegum sjúkdómum verið útrýmt. Meðal annars hefir mikilvægur árang- ur náðst, með því að leita uppi smitberana og lækna þá. Sem bet ur fer hafa allflestir menn sæmilega heilbrigðan líkama, en geta þó veikzt, ef sóttkveikjur eru látnar leika lausum hala. Einnig berjast læknar og sál- fræðingar harðri baráttu gegn geðrænum sjúkdómum af ýmsu tagi, einkum þeim, sem auö greindir eru. Enn sem komið er leika þó ofstækisfullir smitber- ar lausum hala, án þess að nokk ur tilraun sé gerð. til að lækna þá, enda kunna víst læknar og sálfræðingar þvi miður ekki nema að litlu leyti heppi- leg læknisráð þeim til lækning- ar. En þar er sama uppi á ten- ingnum og að því er varðar lik- amlega sjúkdóma, að allur þorri manna, er frá náttúrunnar hendi með sæmilega geðheilsu, en því miður ekki ónæmir fyrir ofstækisfullum smitandi áróðri, einkum ef honum er troðið upp á menn af ráðnum hug valda- sjúkra manna. Bót er þó í máli, að menn geta sjálfir, ef vilji til þess er fyrir hendi, sjálfir gert sig ónæma gegn ofstækisfullum áróðri, ef þeir standa gegn hon- um af skapfestu og viljaþreki. Næmastir fyrir þéssari geðtrufl- un eru unglingar milli ferming- ar og tvítugs, en sem betur fer batnar þeim allflestum þessi hug sýki áður en þeir ná þritugs- aldri. Samt er afar mikil- vægt fyrir unglinga, að forðast þennan sjúkdóm, því 10—12 ár er langur tími, að burðast með þennan leiðindakvilla. Fyrir kemur, að menn veikj- ast hastarlega af þessum of- stækiskvilla og getur jafn- vel stundum komið fyrir roskna menn. Lýsir geðtruflunin sér þá stundum með þvi móti, að menn fá eins konar „opinberun“, og eru eftir það fullvissir um, að þeir hafi öðlazt skilning á mik- ilvægum algildum sannleika. Þessu fylgir oftast ofsaleg sann færing samfara yfirþyrmandi til hneigingu til þess að troða hon- um upp á náungann, og er þá stundum ekki vandað til meðala í því skyni. Mér kemur ekki til hugar að halda því fram, að all- ar opinberanir séu af illum toga spunnar, en þær eru samt alltaf varasamar, einkum þegar þeim fylgir ofsaleg sannfæring þeirra, sem fyrir þeim verða, um, að þeim hafi birzt einhver al- gildi stórsannindi. En ef meta skal þá, sem hafa „stóra sann- leikann upp á vasann“, þá er til þeim, sem betur fer, að þeir Framhald á bls. 23 Útsolon í iullum gungi Karlmannaföt, terylene-frakkar, terylene- buxur, peysur, skyrtur, nærföt. — Mikill afsláttur. ANDRÉS, Aðalstræti 16, sími 24795. Notið frístundirnar Vélritunar- og hraðritunarskóli Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Úrvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtímar. Uppíýsingar og inn- ritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27 — sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Association of Canada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.