Morgunblaðið - 27.02.1972, Side 18

Morgunblaðið - 27.02.1972, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBROAR 1972 Elton John & Bernie Taubin — Lennon og McCartney 8. áratug- arins. Fyrir 5 árum sat vonsvikinn hljóðfœrEileikari heima í stofu hjá mömmu sinni. Hann var hættur að leika með hljómsveit- inni, sem hann hafði leikið með i 3 ár, Bluesology. Hljómsveit- in var algjörlega óþekkt, en vann sér inn peninga með þvi að spila undir hjá ýmsum söngv urum brezkrar skemmtiskrif- stofu, t.d. Long John Baldry. í þessari hljómsveit hafði hann leikið á orgel, og hafði hætt vegna þess að honum var ekki leyft að syngja í hljómsveitirini. Þessi ungi maður hét Reg Dwight. Hann fletti í einu af hinum fjölmörgu tónlistarblöð um, sem hann var áskrifandi að, og sá auglýsingu, þar sem umboðsmaður óskaði eftir að komast í samband við lagahöf- unda. Reg hafði þá aðeins sam- ið tvö lög, en hann svaraði aug- lýsingurini. Sama blað barst einnig út í sveit, þar sem ungur maður, Bernie Taubin, rak augurí í sömu auglýsingu. Bernie var skáld. Hann hafði verið að hnoða saman ljóðum i mörg ár, en hann var feiminn og átti fáa aðdáendur aðra en móður sína. Bemie skrifaði bréf til umboðs- mannsins, þar sem hann sagðist semja texta við lög, og vildi gjaman komast í samband við lagahöfund. Svo fékk hann eftir þanka, og henti bréfinu í rusla körfuna í staðinn yrir póstkass- ann. En mamma hans veiddi bréfið upp úr ruslakörfunni og sendi það umboðsmanninum. Stuttu síðar hittust Reg og Bernie í fyrsta skipti á skrif- stofu Dick James Records, skrif stofu mannsins, sem gaf út lög ftiflfinnn, þegar enginn annar var fáanlegur til þess, og getur nú þess vegna starfað sjálfstætt og lifað af eignum sinum. Bernie kom með bunka aí Ijóðum, en Reg kom án nokkurra verka. Þeir voru teknir á samning. í heilt ár unnu þeir fyrir sultar- laun við að semja lög fyrir hina og þessa eftir pöntun, en ekk- ert varð úr vinsældum laganna. Þá var ráðinn til fyrirtækis- Ins maður, sem hafði áður starf- að fyrir EMI, og um leið og hann heyrði verk tvímenning- anna sagði hann þeim að þau væru rusl. Hann sagði þeim að fara heim og semja eitthvað af viti, ekki fyrír aðra, heldur fyr- Ir sjálfa sig. í fyrstu tóku Reg og Bemie tillögunni illa, en loks sáu þeir, að þetta voru góð ráð og fóru eftir þeim. Það var venja ýmissa lista- manna að skipta um nafn og taka sér nafn sem hljómaði bet- ur en skímarnafn þeirra og ættamafn. Þetta gerði Reg Dwight, og getur vist enginn láð honum það. Nafnið, sem hann valdi sér, var Elton John. Þeir félagar gerðu fyrstu breiðskifu sína, EMTY SKY, niðri í kjallara stúdáósins, í þvi sem Elton hefur kallað minnsta stúdió í heimi, og þótt það stæði sitereo á slíðrinu, var ekki hægt að heyra neitt stereo af skif- unni. Útgefandinn hélt kostnað Inum í lágmarki, það kostaði um 80.000.00 krónur islenzkar að gera skífuna. EMTY SKY seldist þó svo vel I Bretlandi, að John/Taupin var falið að gera nýja breið- tícífu, og í þetta skipti var ekki horft í kostnaðinn. Útkoman var ELTON JOHN, sem seldist i um 10.000 eintökum á Bretlandi fyrstu tvo mánuðina. Frægðar- ferill Elton John var hafinn. Ekki var bisnesinn þó betri en það, að Reg var farinn að hugsa um að gefa sjálfstæðið upp á bátinn og ganga í hljóm- sveit Jeff Beck, þegar skemmti- kraftaskrifstofan Nems bauð honum að spila í Troubador i Los Angeles og fleiri stöðum i Baniarlkjunum. Troubador sam svarar Speak Easy í London, þangað koma hljómlistarmenn og fylgifiskar þeirra, fóík, sem hefur heyrt svo margí gott, að það nennir ekki að kiappa fyrir meðalmennskunni. Eru áheyrendur þessir taldir þeir erfiðustu og „köldustu", sem hljómsveitarmenn geta feng ið. í fyrsta skipti, sem Elton John lék þar, lauk hljómleik- um hans með því að allir voru risnir á fætur og klöppuðu og hömuðust og heimtuðu f'leiri lög. Bandarísku blöðin voru full af lofsyrðum um Eiton John næstu daga og innan mánaðar hafði breiðskífan ELTON JOHN selzt í 100.000 eintökum í Bandarikj- unum. Elton John var orðinn „superstar". Elton John — góður sjómaður. Þau tvö ár, sem síðan eru lið- in, hefur svo mikið verið skrif- að um Elton John, að útilokað er að lesa nema brot af því á nokkrum dögum, eins og ég hef reynt undanfarið. Allir geta hlustað á hljómlist hans og Bernie og hún er leikin í út- varpsþáttum fyrir húsmæður jafnt sem jarðsvíruðustu „und- ergroundaðdáendur" og um hann skrifað í allt frá Daily Mail og Times til Rolllng Stone. Á þessum tíma hafa þeir Elt- on John, Bemie Taubin látið frá sér fara þrjár breiðskífur 17.11.70, Tumbleweed Connetc- ion og Madam Aoross the Wat- er, sem samkvæmt samhljóða dómum eru hver annarri betri. Þeir hafa farið tvisvar til Bandaríkjanna og þar sem þeir fengu áður 500 dollara á viku, fá þeir nú 4000 dollara á kvöldi. Breiðskífurnar seljast í miMjóna upplöguim. Eiton John hefur ferðazt um Evrópu, Ameriku og jafnvel Ástralíu til að halda hljómleika. (í Ástralíu var hann reyndar handtekinn fyrir að ganga í ósiðsamlegum stutt- buxum, en það er nú önnur saga). Það sem hér fer á eftir eru sundirlausir punktar um feril Eltons, eða eins og hann segir Eltons, Bernie, Paul Buckmast- er (útsetjara) og Gus Dudgeon auk hjálparmanna Elton á hljóm leikum og skifum, bassaleikar- ans Dee Murray og trommuleik- arans Niegel Olsson. Nokkrir bandariskir blaða- dómar eftir fyrstu heimsókn Elt on John þangað: „Fagnið. Rokk-tónlistin, sem hefur verið frekar tíðindalaus undanfarið, hefur eignazt nýja stjömu. Hann heitir Elton John Fyrstu hljómleikar hans í Bandarikjunum voru stórkost- legir (magnificent) á næstum allan hátt. Áheyrendur, þeirra á meðal stærsti hópur rokfchöf- unda, sem saman hefur komið í langan tima, öskruðu af hrifn- ingu. . . Þriðjudagskvöldið í Troubador var aðeins byrjunin. Hann mun verða ein af stærstu og mikilvægustu rokk-stjömun- um.“ LOS ANGEI.ES times „Einu sinni er fiskisagan sönn: Elton John er stórkosit- legur og uppfinningasamur höf- undur og hljómleikamaður!“ LOS ANGELES FREE PRESS. „Hann var meiriháttar stjarna eftir fyrstu hljómleikana. . . . framtiðin virðist ótrúlega björt fyrir John!“ Chicago SUN-TIMES. „Hann hafði varla opnað munninn, þegar það var ljóst, að hann yrði stórstjarna, (very, very big star). John, sem hefur gefið út breiðskifu á UNI, er orðinn uppgötvun underground tónlistarinnar og fær fullikomna fyllingu með aðstoð bassaleikar ans Dee Murray og trommarans Niegel Olsson. Hann er sérstak- lega áhrifamikill söngvari. Lög- in, (sem Bernie Taubin semur ljóðin við) eru athyglisverð, Elton John kyrkir orðin og fleygir þeim frá sér. óvenjuleg og mjög jákvæð gagn vart lífinu...“ ÐAILY VARIETY. „Það er ekki oft, sem einhver fær áheyrendur í Troubador til að rísa á fætur og láta hrifn- ingu sina I ljós, en það gerði Eliton John. . . tvisvar. Hann er framúrskarandi spennandi söngvari. Lög John eru svo góð, að hann má varla senda frá sér smáskífu án þess að aðrir hljóm listarmenn gefi ekki út þrjár eða fjórar útgáfur af lögunum. En það er ekki svo auðvelt að kópera hina sérstöku spennu í lögum hans eins og hann flytur þau, og það er ekki undarlegt þótt skiíur annarra með lögum hans séu ekki eins góðar og frumútgáfan. (Það má geta þess að m.a. Rod Stewart hefur haft llaig upp eftir Elton — innsk. þýðanda). . . Hann féfck alla áheyrendur til að syngja, klappa og stappa með i síðasta laginu. Áheyrendur taka yfir- leitt ekki þátt í spennunni, en hann var ómótstæðilegur... “ HOLLYWOOD REPORTER. „John og félagar hans byrj- uðu i Troubador s.l. þriðjudag og komu hóp gagnrýnenda og poppara (freaks) á lappimar. . hann gerði al'lt geggjað í Troubador, fékk æðislega dóma og gerði það svo aftur í San Francisco." BERKELY BARB. Svo mörg voru þau orð. Allir þessir dómar eru i raun og veru um sömu Mjómleikana og það fyrir tveimur árum síðan. Bn Reg heldur áfram að halda góða hljómleika, bæði hljómlistariega og hvað snertir sjómennsfcu. (í fyrsta Skipti, sem hann fór til Bandaríkjanna var hann al- skeggjaður og með sólgleraugu. Hann var með margs konar úni- form meðferðis, og fcom oft fram á sviðið í skósíðum frakka úr leðri og tindi af sér spjarimar þar til hann stóð uppi á nærbol og buxum að ógleymdum stíg- vélum, öllu skreyttu með silfur eða gullstjörnum. I barminum ber hann gjaman hnapp með mynd af Mikka Mús, og kvikn- ar ljós á honum öðru hverju. Hann öskrar í hljóðnemann, spil ar á píanóið sitjandi á bekk, gólfinu, standandi eða stamd- andi á höndum á þvi og fær stuðning bassaleikarans Dee Mu'rray, sem sveiflar sér eins og hann væri í Writing on The Wall og Niegel Olsson, sem sam kvæmt lýsingum virðist hafa áiika sviðsframfcomu og Sigurð ur Karlsson úr Ævintýri, og hefur auk þess tvær bassa- trommur, sem þykir mifcið til koma. Sem sagt, fimm stjörnu sjómennska. Fólk er alltaf að tala um hvað Elton John sé undir mifcilum áhrifum frá hinum eða þessum, og viðurkennir hann það fús- lega. En listinn er svo langur, að hann skiptir ekki máli. Að vera undir áhrifum frá José Feliciano og Mic Jagger sem söngvari segir ekkert annað en það að hann hefur geysilegt raddsvið (ef við viðurkennum áhrifin). Og að vera undir áhrif um bæði Jaggers og Zappa hvað sviðsframkomu snertir, getur varla talizt annað en hrós. Annars er það hljómlistar mönnum mest virði að fá viður- kenningu annarra hljómlistar- manna, sérstaklega þeirra, sem þeir hafa dáiæti á. Þess vegna var Elton upp með sér, þegar Dusty Springfield bað um að fá að syngja undir á skifurn hans; hvað hún og gerði; þvi að hann leit mjög upp til hennar. Og að Bob Dylan skyldi koma á tvenna hljómleika hans í röð var ekki minni sómi. Hljómsveit in The Band, sem er mjög vin- sæl í Bandaríkjunum, og reynd- ar víðar, flaug sérstaklega I einkaþotu sinni á eina hljóm- leika hans, og Bernie Taupin, sem aliltaf er með Elton I ferð- um, og gengur fram og aftur fyr ir aftan sviðið með hendur fyr ir aftan bak eða nagar á sér neglurnar af taugaóstyrk á hljómleikum, fór hjá sér, þegar Robbie Robinson í Band og fé- lagar hans báðu þá John/Taub- in að semja fyrir sig lag, þvi Robbie er einmitt uppálhalds textahöfundur Bernie. Hér er svo gagnrýní á næst- síðustu breiðskífu Elton John, Tumbleweed Connection úr Music Now: Síða eitt: 1) Ballad Of a Well-Known Gun. Elton og Bemie hljóta að hafa séð marga vestra undanfarið, ímynd kúrekahetjunnar næst geysivel í textanum. Mjög góð- ur gítarleikur, liklega leikinn af Caleb Quayle. Einkennandl fyrir rokk-kenndari lög Eltons, virðist hafa sterka Stones-„feel ingu“, þannig að lagið vinnur á eftir því sem á liður og ber með sér mj'ög góðar raddir. 2) Come Down In Time. Blíðara iag og hljóðlátara en virðist vanta áherzluna. Lík- lega eitt þeirra laga, sem vinnur á með tímanum. 3) Country Comfort. Þetta lag var kóperað jafnvel áður en það kom út. Það var samt mjög smekkiega sungið af Rod Stewart, líklega bezta kóp- ering á nokkru lagi Eltons og Bernie. Meðferð Eltons er mjðg ólik þvi sem var á Gasoline AUey. Rod féfck það til að hljóma eins og hann væri að syngja um Dorset, Bl.ton eins og hann væri að syngja um Idaho. 4) Son Of Your Father. Flutt af mikilli tilfinningu og með stórum kór. Aftur Stones- „feeling", sérstaklega í röddun- inni. Þetta er það Iag á skif- unni sem er helzt stílað til und- ergroundfólksins. Síða tvö: 1) Where To Now St. Peter? Skemmtilegur Wah-wah gitar gerir lagið sérstaklega eftirtekt arvert. Iþróttaraddir (Athletic vocals), sem flytja viðkvæman, spyrjandi texta. Örugglega eitt af aðaHögum sfcífúnnar. 2) Love Song. Gæti næstum því verið á skifu með Neil Young. Eina lag ið á skifunni eftir aðra en Jolhn- Taupin, eftir Lesley Duncan. Leikið yíir bakgrunn fjarrænna hljóða bama að leik. 3) Amoreena. Það eru ekki margir hljómlist armenn sem geta fýllt lag svo persónuleika sinum, en það get- ur Elton John, og þetta lag sýn- ir það. 4) Talking Old SohUera. Rólegt, kraftmikHJ lag, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.