Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 23
MORGLTNBLAÐŒ), SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 23 CanterviUe-draugiirinn er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.20 á miðvikudagskvöldið. Þetta er banda rísk gamanmynd frá 1943 byggð á samnefndri sögu eftir Oscar Wilde. Aðalhlutverkin eru í höndnm Charles Laughton, Robert Young og Margaret O’Brien. Enskukennsla i sjönvarpi. 15. þáttur. lti.-tO Kn fraiicais Frönskukennsla I sjónvarpi. 27. þáttur. Umsjón Vigdis Finnbogadóttir. 17.30 Rnska knattspyrnan Leikur úr 5. umferö bikarkeppn- innar. 18.15 lþróttir M.a. mynd frá leik KR og Ár- manns i körfuknattleik og önnur frá keppni I golfi milli Jack Niek- laus og Sam Snead. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Hve glöð er vor æska Brezkur gamanmyndaflokkur um ungan kennara og erfiðan bekk. 5. þáttur. Bókavarzlan Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.05 Myndasafnið M.a. myndir um kvenfatatizku i geimferðastíl, stálröraframleíðslu, sjúkrarúm, krabbameinsrannsókn- ir I Senegal og bókasafn án bóka. Umsjónarmaður Helgi Skúli Kjartansson. 21.35 San Fransiskó Bandarisk söngvamynd frá árinu 1936. Leikstjóri W. S. van Dyke. Aðalhlutverk Clark Gable. Spenc- er Tracy og Jeanette MacDonald. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Myndin gerist skömmu eftir slð- ustu aldamót og greinir frá ungri prestsdóttur, sem lært hefur söng, og leggur nú leið sína til San Fransiskó, til að leita sér atvinnu við óperuna þar. ÞaÖ gengur þó ver, en hún haföi vonaO, og loks fer hún aO syngja á íremur vafa- sömum skemmtistað. Athygli skal vakin á þvi, aö sum atriöi I siðari hluta myndarinnar eru ekki viO hæfi ungra barna. 23.25 Hagskrárlok. — Hvað veldur? Framhald af bls. 17 eitt ráð, eh það er líka óbrigð- ult: Kristur sagði: „Af ávöxtun- um skuluð þér þekkja þá“. Stundum er „stóri sannleikur- inn“ upphugsaður hœgt og bít- andi af kaldrifjuðum, meira eða minna geðbiluðum mönnum, sem haldnir eru óseðjandi valda- fíkn. Veiklundað fólk tekur oft- lega stóra sannleikanum tveim höndum. Það vill ekki leggja það á sig, að hugsa sjálfstætt og tileinkar sér því „ready made“-skoðanir sér verri manna. Það smitar síðan út frá sér, sina líka, og líður þá stundum ekki á löngu, þar til stór hópur hefir tileinkað sér kenninguna, og er þá reiðubúinn til þess að fórna miklu til útbreiðslu hennar. Þá er tilganginum náð og hinn kald rifjaði upphafsmaður hefir eign- azt valdaaðstöðu, stundum með undraverðum hraða. Þannig öðl- aðist Hitler, sem flestir telja nú að hafi verið geðbilaður, gífur- lega valdaaðstöðu á fáeinum ár- um. Viðurkenna nú allir, að sú valdasókn fæddi af sér heims- styrjöldina miklu 1939—1945. Marxisminn var og er sama eðl- is, en var lengur að ná sér á strik. Karl Marx var af þeirri tegundinni, sem hugsaði vand- lega sitt ráð, en dó vonsvikinn og var jarðaður í kyrrþey. Aðr- ir jafn kaldrifjaðir og hann tóku upp merkið, smituðu fjölda manna í mörgum löndum og náðu að lokum yfirtökum í Rússaveldi árið 1917. Þá sögu þekkja flestir, sem komnir eru til vits og ára og rek ég hana ekki hér. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning, vil ég taka fram, að mér iettur alls ekki í hug, að allir sem aðhyllast t.d. marx- isma eða aðrar hugmyndafræði- legar kenningar (ídeólógíur) séu geðbilaðir. Um geðtruflun er þá fyrst að ræða, er „kenn- ingin" er orðin þeim að svo miklum stóra sannleika, að þeir eru reiðubúnir til þess að fórna velferð meðbræðra sinna og jafn vel sjálfs sín einnig, kenning- unni til framdráttar. Þá fyrst er alvarleg hætta á ferðum, því þá eru menn orðnir að geðbiluðum smitberum, og því hættu- legir geðheilu fólki, sem umgengst þá, ef það gætir sín ekki. í ljósi þeirra staðreynda og á þeim forsendum, sem ég hefi sett fram hér að framan, virðast mér litlar líkur benda til þess, að dregið geti til heimsfriðar á jörð inni á næstunni. Svokallað- ir „friðarsinnar" geta þvi spar- að sér að standa á öskrum, eins og soltnar kýr á básum, og út- um. Þeir eru flestir ánetjaðir ein hverjum „stóra sannleika" og eru sem slíkir aðeins auðvirði- legir striðsæsingamenn, hvaða fagrar friðarnafnbætur, sem þeim þóknast að veita sjálfum sér. „Eins og maðurinn sáir niun hann upp skera“. Og, „Sá sem vegur með sverði um falla fyrir sverði", sagði Kristur. Styrjald ir eru því einfaldlega afleiðing- ar misgerða mannanna á liðinni tíð, og verða ekki, að svo stöddu umflúnar. Spyrja má: Hvers vegna þurfa menn nú á dögum að þola afleiðingar mis- gerða, sem menn frömdu sem uppi voru á liðinni tíð, og hvers konar réttlæti er það? Svarið er mjög einfalt: Vegna þess, að þeir sem frömdu áminnztar mis- gerðir á fyrri tíð, eru sömu mennirnir, sem nú á dögum verða að þola böl styrjalda. hella svitadropum í kröfugöng- G.J. HELLA HAL0GEN LUKTIR 2 X MEIRALJÓS (S£kiaustkf Bolhotti4 V AS A-N AMSKEIÐ FYRIR LEIKST JÓR A EINS og i fyrra, verða í ár hald- in tvö norræn námskeið fyrir unga leikstjóra, en námskeið þessi eru kennd við borgina Vasa í Finnlandi, þar sem hið fyrsta þeirra var haldið árið 1963. Fyrra námskeiðið i ár er fyrir leikiistarkennara og fer fram á norræna lýðháskólanum í Kungálv, skammt frá Gauta- borg dagana 27. maí til 3. júní n.k. Hið síðara, sem er ætlað leikstjórum, verður haldið í Helsinki 5. júní til 11. júní. Það er venjan á þessum nám- skeiðum, að tekið er fyrir til meðhöndlunar sérstakt efni hverju sinni. Námskeiðið í Kungálv hefur yfirskriftina: Röst, rörelse, drama eða rödd, hreyfing, leikur. Þátttakendur á þessu námskeiði verða 40, og hef- ur verið venján, að héðan hafa farið tveir íslenzkir þátttakend ur á Vasa-námskeiðin, og notiö til þess styrks frá mentamála- ráðuneytinu, en það hefur til þessa verið eina fjárframlag Is- lendinga til þessa námskeiða- halds. Siðara námskeiðið, þaö í Helsinki, mun f jalla um aðferðir til að auka tölu áhorfenda og einkum að ná til fólks, sem ekki hefur vanizt því að fara í leikr hús. Dagskráin þar er annars ekki ákveðin enn, en allar nán- ari upplýsingar um þessi nám- skeið bæði, gefur fulltrúi Is- lands í Vasa-nefndinni, Sveinn Einarsson leikhússtjóri, og til hans skal stila umsóknir um þátttöku. (Frét tatilkynning). — Skólabóka- safnið Framhald af bls. 13 um okkar og síðan fær kennar- inn verkefnin til yfirlestrar. Þóra Leósdóttir 9 ára: Mér finnst gaman að koma í bóka- safnið af því að mér finnst svo gaman að lesa. En svo gerum við líka fleira og núna í þe&s- um tima vorum við að gera verkefni. Hvað? Við vorum að raða höfundum bóka niður eft- ir stafrófsröð. María Anna Garðarsdóttir 8 ára: Mér finnst skemmtilegast að lesa og ég kem hingað mjög oft til þess. Hvaða bsetour? Þyktoar bækur, nei annars, bækur eins og Heiða og ég fer alitaf í bókabílinn á þriðjudög- um og fimmtudögum til þess að fá bætour. Elísabet Bjarnadóttir 9 ára: Ég kem eiginlega alltaf hingað á laugardögum og fæ lánaðar bækur heim. Dularfulli bóka- flokkurinn þykir mér mest spennandi. Jólianna Guðrún Guðjöns- dóttir 12 ára: Safnið er opið tvisvar i viku fyrir okkur og þá toem ég oftast til þess að skila bókum um leið og ég fæ nýjar i staðinn. Mér finnst mest gaman að lesa barnabækur, en núna vorum við að vinna verkefni um málshætti. Við fengum blöð með málshætti á þar sem stritoað var undir aðai orðið. Siðan flettum við upp í islenztou orðatakasafni eftúr Halldór Halldórsson og skýr- um málshættiina út skriflega. Gunnar Hannesson 12 ára: Ég fæ alltaf minar bætour lán- aðar í Borgarbókasafninu og kem þangað oft. Ég fæ mér venjulega spennandi stráka- bækur. En hérna finnst mér ágætt að vinna upp úr sérstök um bókum og svo er það lika skemmtilegt. — á.j. ! Gæða- próf Áður en CUDO-rúðan útskrifast frá verksmiðjunni gengur hún undir gæðapróf. Er samsetning glerjanna þétt? Þolir hún snögga hitabreytingu án þess að springa? (Falleinkunn: undir 30° á klst.). Fullnægir hún ströngustu kröfum verkfræðinga CUDO-eftirlitsins í Þýzkalandi? Ef svo er ekki, hjálpar hvorki bezta véldregið gler, tvöföld einangrun (gegn kulda og hávaða) eða erlend tækni. CUDO-rúðan gengur undir gæðapróf til þess að geta staðizt íslenzka veðráttu. TVÖFALT CUDOGLER; YÐAR ÖRYGGI. CUDO CUDOGLER HE SKÚLAGÖTU 26,SÍMI 20650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.