Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Blaðsíða 7
Bjarki Sigurðsson fyrirliði meist- araflokks Aftureldingar í hand- knattleik var kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar fyrir árið 1999 í hófi í Hlégarði sunnudaginn 16. janúar s.I. Bjarki er verðugur fulltrúi þess- arar liðnu aldar og kemur fram sem einstakur og afar virtur fulltrúi úr íslenskum handknattleik. Þess má minnast á þessum tímamótum að fyrsti íþróttamaður Mosfellsbæjar var kjörinn Róbert Sighvatsson, einnig handboltahetja úr röðum Aftureldingar. Bjarki Sigurðsson við safn verðlaunagripa, sem hann hlaut árið 1999fyrir einstœð afrek í hand- knattleik. Verðlaunagripirnir eru 17 talsins og varðveittir í Iþróttamiðstöðinni að Varmá í Mos- fellsbœ. skamms með Aftureldingu. Hann telur tognunina litla og hún muni lagast fljótlega, ef allt sé eðlilegt. Um fram- tíðina segir hann að leyfi heilsa og geta muni hann halda áfram með frábærum leikmönnum í Aftureldingu og sterku stuðningsmannaliði. Þegar Mosfells- blaðið kveður þess fallegu fjölskyldu í Mosfellsbæ, er rétt að geta þess að Mosfellsblaðið býður Bjarka Sigurðs- syni til sjóbleikjuveiða á suður Græn- landi 22. júlí á sumri komanda. Þar gefst honum tækifæri til að glíma við aðra íþrótt en þá sem hann hefur hlot- Bjarki Sigurðsson íþróltamaður Mosfellsbæjar Fjölskyldan heima í stofu.f.v. Bjarki, Kristinn Hrannarfjögurra ára, Örn lngi níu ára og Elísa. Þau eru að byggja nýtt raðhús í Mosfellsbœ ogflytja í það innan skamms. Bjarki er einstakur maður að því Ieyti hve geðgóður hann er jafnvel á erfiðustu stundum í leikjum. Hann skiptir lítt skapi en hefur mikinn keppnisanda, lag á samherjum sínum og endalaust þrek til atlögu við and- stæðinga sína án yfirgangs enda er hann sjaldan rekinn út af. Bjarki mun vera mesti snillingurinn í íþróttum, sem Mosfellsbær hefur eignast fram að þessu. Hann vekur allsstaðar athygli fyrir hugprýði, djarfan sóknarleik og góða framkomu bæði við samherja sína sem mótherja. Mosfellsblaðið heimsótti Bjarka og Elísu eiginkonu hans hér í Mosfellsbæ daginn sem hann var kjörinn Iþrótta- maður Mosfellsbæjar. Elísa Henný Amardóttir er fædd 18.05. 1968 í Reykjavík, hún er hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Bjarki Sigurðsson er fæddur 16.11. 1967 í Reykjavík, hann er markaðs- og sölustjóri hjá B.M. flutningum, sem eru tengdir Samskipum í Reykjavík. Iþróttasaga Bjarka er sú að hann hóf handboltaferil- inn 15 ára gamall í Víking, þangað lil hann gekk til liðs við Aftureldingu 1995. - 1987 var hann fyrst kjörinn í landslið Islands og lék þá sinn fyrsta leik gegn Dön- um á Húsavík sem tapaðist með tveimur mörkum. I dag hefur hann leikið 223 lands- leiki og skorað 576 mörk. Bjarka líkaði strax afar vel að leika með Aftureld- ingu, en hann lór með fjöl- skylduna lil Noregs 1997 til 1998 og lék þann tíma hjá Drammen, lærði þar margt og þar var góður tími. Hann kom síðan aftur heim til Is- lands og varð fyrirliði meistaraflokks Aftureldingar í handknattleik, en lið hans varð margfaldur meistari árið 1999. Þegar þetta er skrifað, er þessi ein- staki handboltamaður meiddur á hægri fæti, hann tognaði á landsliðsæfingu, en ætlar að hefja æfingar innan ið heiður fyrir og mun blaðið birta myndir og lfétt Ifá þeim viðburði. 1 þessu sambandi má ekki gleyma stjóm Handknattleiksdeildar Aftur- eldingar, þar er Jóhann Guðjónsson, formaður. Jóhann hefur með einstakri alúð og gífurlegu starfi náð fram ein- staklingum umhverfis handboltann í Aftureldingu þannig að árangurinn er einstakur í sögu landsins. Jóhann er lærður mjólkurfræðingur, en starfar hjá Ingvari Helgasyni h/f sem yfir- maður á varahlutalager. Hann er giftur Guðrúnu Ingvarsdóttur, þau búa í Mosfellsbæ og eiga þrjú böm. Á myndinni hér neðst á síðunni er Jóhann fyrir miðju ásamt öðrum stjómarmönnum. Með Jóhanni á myndinni em f.v. Þorsteinn Sigvalda- son, formaður meistaraflokksráðs, Bjami Ásgeir Jónsson, varaformaður handknattleiksdeildar, Páll Ásmunds- son, stjórnarmaður og Olafur Ás- mundsson, stjórnarmaður. Fimmti maðurinn í stjóminni hjá Jóhanni var erlendis er rnyndin var tekin, hann er Öm Kæmested og er hér sett inn mynd af honum. Með þessurn mönnum sín- um hefur Jóhann virkjað ótrúlegt afl til áhrifa og góðs árangurs liðsins. Um leið hefur hann kallað fram fjár- magn til verksins og verður þá að minnast þeirra Bjama Ásgeirs og Amar, sem hafa lagt fram ásamt fleirum per- sónulegan stuðning og fjár- magn til liðsins. Ekki má enda pistil- inn án Skúla Gunn- steinssonar þjálfara og margra annarra sem hafa stutt liðið í heild og Bjarka Sigurðsson til þeirra afreka sem nú liggja fyrir. 1loslt‘llsl>la<>i<>

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.