Morgunblaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐtÐ. MIDVIKUDAGUR 5. APRfL 1972 I pfið HEFDI ekki trúað þessu ' að óreyndu," sagði Hinrik .Bjarnason, framkvænidastjóri ['Æskulýðsráðs, um þann þátt . páskasanikomu unsrs fólks i i Xónabae að kvöldi páskadags, er , mörg hundruð ungmenna sam- [ eiiwðust í f lutningi einnar bæn- i air. Faðir vorsins. „Ég var ekki 'þeirrar skoðunar áður en ég fór & samkomuna, að ungt fólk I nnyndl sækja hana vegna trú- \ arbyltingar, heldtir vegna þess, 'að þarna átti að frumflytja jpopptónverk eftir þekkta hljóm [listarmenn, aðgangur var ókeyp- jis og unga fólkið hafði fátt ann- að við að vera þessa kvöldstund. tEn svo þegar séra Sigurður fHaukur Guðjónsson hóf mál "sitt, þá tókst honum ekki aðeins að fá gott hljóð, heldur fékk \ Fjölsótt páskasamkoma ungs f ólks í Tónabæ hann hvert einasta ungmenni í troðfullum salnum til að fara með Faðirvorið, og voru þó liljómlistarmennirnir farnir að undirbúa flutning tónverksins, semn var næst á dagskrá. Og unga fólkið var ekki að látast, heldur fór það með Faðirvorið f f ullri alvöru." Auglýst hafði verið, að dyr Tónabæjar yrðu opnaðar kl. 20.30 um kvöldið og að samkom- an myndi hefjast k. 21.00. Þeir, sem komu að húsinu um kl. 20.30, héldu fyrst, að enn væri ekki búið að opna dyr þess, þvi að úti fyrir stóðu mörg hundr- uð manns. En þá þegar var orð- Eins og sjá má á myndiinuni, v var setin hver smuga í Tónabæ þetta kvökL ið troðfullt innan dyra Tónabæj- ar og hver smuga setin. „Starfs- mennirnir voru ekki mjög marg- ir í Tónabæ þefcta kvöld, því að búizt var við rólegu kvöldi," sagði Kolbeinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Tónabæjar. „En þeir opnuðu dyrnar í granda- leysi sínu nokkru fyrir auglýst- an tíma, enda var þá kominn nokkur hópur fólks að dyrun- um. En svo streymdi fólkið svo ört að og inn, að þeir fengu ekki við neitt ráðið og allt fyllt- ist út úr dyrum. Og ásóknin var áfram gríðarleg og menn reyndu að komast inn um allar dyr á húsinu." Talið er, að um tvð þúsund manns hafi komið að Tónabæ þetta kvöld og varð því meiri- hlutinn frá að hverfa, en tal- ið er að innan dyra hafi verið, þegar flest var, hátt í þúsund manns. Gekk erfiðlega að koma inn þvi fólki, sem tók þátt í flutningi dagskrár sawikomunn- ar, en þar var stærsti hópurinn Verzlunarskólakórinn, sem flutti lög úr poppóperunni Jesús Krist ur — Súperstjarnian. Var sá flutn- ingur fyrstí liður dagskrárinn- ar, en síðan las Pjetur Þ. Maack, guðfræðinemi, páskaguðspjallið og lagði síðan út af lagi Cat Stevens, popptónlistarmanns, „Morning has broken", sem er gamall enskur sálmur í nýrri útsetningu. Þá sungu næst ung hjón úr HvítasunnusöfnuðinuTn, Anne Marie og Garðar Sigur- geirsson, tvísöng, og síðan las Magnús Þrándur Þórðarson, versalunarskóianemi, pistil, sem hann nefndi „Rætur hamimgj- ur»nia/r". Þá talaði næstur séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson og fékk unga fólkið til að fara með Fað- irvorið. „Það er erfifct að meta þann anda og þá stemningu, sem þarna var ríkjandi," sagði sr. Sigurður Haukur, „en aug- ljóslega voru unglingarnir mjög ánægðir með tónlistina, sem þarna var flutt, og verkið var að mínuim dómi mjðg áheyri- legt og vel þess virði að kynna sér það. Hins vegar nýttist hið talaða orð ekki eins vel á sam- komunni, fyrst og fremst vegna þess, að hátalarakerfi hússins er ekki byggt með það í huga. En unglingarnir voru mjög áhuga- samir um allt, sem þarna var sagt og gert, og ég hélt sturta andakt með þeim að lokinni sam komunni og þau tóku þátt í henni af miklum áhuga." Að lokum sagði sr. Sigurður Haukur: „En mér þykir merki- legust í sambandi við þessa sam- komu sú hugarfarsbreyting, sem Verzlunarskólakórinn söng laga- syrpu úr poppóperunni Jesús Kristur — Súperstjarna og með hlutverk Maríu Magdalenu fór Jóhanna Sveindóttir, en hún hef ur vakið mikla athygli fyrir söng orðið hefur hjá fullorðnu fólki. Þegar bryddað var upp á nýj- ungum sem þessari fyrir 2—3 árum ætlaði allt að verða vit- laust og fullorðna fólkið keppt- ist við að gagmrýina þaer og taldi þær engan rétt eiga á sér. Nú er það orðið ljóst, að það er ekki hægt að sporna við þess um breytingum, en sú spurning hefur vaknað, hvert þetta muni leiða? Ég get ekki svarað því, en hitt finn ég, að unga fólkið er mjög ein'lægt í þessari leit sinni." Síðasta atriðið á dagskrá saim- komunnar var fruimflutningur tónverksins „Haligrímur hvað..." fyrir rafmagnshljóðfæri, trumb- ur og söngraddir. Verk þetta var samið við Passíusálma Hail- gríms Péturssonar, og höfund- ar og flytjendur voru Þórður Árnason, Jón Kristinn Cortes, Gylfi Kristinsson, Þorvaldiir Rafn Haraldsson og Karl Sig- hvatsson. Ákveðið hefur verið, að sögn Kolbeins Pálssonar, að endurflytja þetta verk, ásamt ýmsum öðrum atriðum, á hljóm leikum í Tónabæ, en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun utn hvenær það verður, eða hvaða önnur atriði verða þar flutt. Þess má geta, að Gylfi Krist- insson, sem var aðalsöngvari í flutningi verksins, söng einnig hlutverk Jesú Krists með Verzl- unarskólakórnum, í forföilum Pálma Gunnarssonar. Gat GylfL aðeims æft einu sinmi með kóm- um, en þótti engu að síður standa sig prýðilega í flutningi lagasyrpunnar úr óperunni, þetta kvöld. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.