Morgunblaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKODAGUR 5. APRÍL 1972 Otgcfandi hf ÁrvalcuC Rcyfcjavfk Ftam'kvæm da stjóri Ha.raldur Sveinsson, ■R'rtsitjórar Matiihías Johannessen, Eyj'ólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gonnarsson RitstjórnarfulHrúi horbijönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsíngastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðelstræti 6, sfmi 1Ó-100. Augfýsingar Aðalistrætí 6, sifmi 22-4-80 Áskriftargjald 226,00 kr á 'ménuði innanland® I fausasöTu 15,00 Ikr einta'kið KLOFNINGUR í RÍKISSTJÓRNINNI TTpp er kominn klofningur í vinstri stjórninni vegna tilboðs Bandaríkjastjórnar um lengingu flugbrautarinn- ar á Keflavíkurflugvelli. Meirihluti ríkisstjórnarinnar, ráðherrar Framsóknarflokks- ins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, hafa ákveð- ið að taka tilboðinu. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorg- un lögðu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hins vegar til, að tilboðinu yrði hafnað og létu m.a. bóka eftir sér eftir- farandi: „Við erum þeirrar skoðunar, að tími sé kominn til þess, að íslendingar hætti að sækjast eftir eða þiggja fjárframlög frá erlendum ríkjum til framkvæmda hér á landi. Þjóðartekjur íslend- inga á mann eru nú einhverj- ar þær hæstu í heimi og því eigum við sjálfir að leggja fram þá fjármuni, sem þarf til nauðsynlegra fram- kvæmda. Slík stefna er for- senda þess, að við getum í verki framkvæmt sjálfstæða utanríkisstefnu.“ Með þessari bókun hafa tveir ráðherrar í vinstri stjórninni raunverulega lýst því yfir, að hún ástundi ekki sjálfstæða utanríkisstefnu, en samt sem áður sitja þeir sem fastast og leggja þar með blessun sína yfir þetta at- hæfi. Líklega munu þess eng- in dæmi, að ráðherrar í rfk- isstjórn lýsi því yfir, að þeip líti á tiltekið mál sem „prins- ippmál“, sem þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjart- ansson vissulega gera með því að tengja flugbrautai> málið spurningunni um sjálf- stæða utanríkisstefnu, geri ágreining um málið, en segi ekki af sér. Siðgæðishug- myndir slíkra manna, mann- dómur þeirra og pólitískt hugrekki er ekki upp á marga fiska, svo að ekki sé meira sagt. Öll framkoma kommúnista- ráðherranna í þessu máli er með endemum. Á skírdag birtist í Þjóðviljanum viðtal við Magnús Kjartansson, sem var hnefahögg í andlit sam- starfsmanna hans í ríkis- stjórninni almennt *og utan- ríkisráðherra sérstaklega. í viðtali þessu, sem birtist áð- ur en um málið hafði verið fjallað í ríkisstjórninni, lýsti þessi ráðherra sig algerlega andvígan því að taka tilboði Bandaríkjastjórnar. Er ekki að efa, að þessi yfirlýsing hef- ur verið skemmtileg páska- lesning fyrir samstarfsmenn hans í ríkisstjórninni. Þá notaði Magnús Kjartansson tækifærið og ræddi ítarlega um störf ráðherranefndarinn- ar, sem sett var á stofn sl. haust til þess að fjalla um varnarmálin. Með þeirri nefnd var starfssvið utanrík- isráðherra skert verulega og hann hefur síðan notað hvert tækifæri til þess að leggja áherzlu á, að hann einn færi með stjórn utanríkismála. Magnús Kjartansson hefur hins vegar tekið af öll tví- mæli um það, að ráðherra- nefndin lifir góðu lífi og að utanríkisráðherra verður að ræða þau málefni, sem snerta varnir landsins innan hennar. Enn einu sinni hafa ráðherr- ar kommúnista lagt áherzlu á að auðmýkja utanríkisráð- herra opinberlega og verður fróðlegt að sjá hversu lengi hann tekur slíkri auðmýkingu þegjandi og hljóðalaust. Sú ákvörðun meirihluta ríkisstjórnarinnar að taka til- boði Bandaríkjastjórnar um framkvæmdir við lengingu flugbrautarinnar á Keflavík- urflugvelli er tvímælalaust rétt, enda hlýtur hún að byggjast á öryggissjón- armiðum hvað svo sem ráðherrarnir láta í veðri vaka. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði komizt að samkomulagi við Bandaríkjastjórn um þessar framkvæmdir, en þeg- ar stefnuyfirlýsing stjórnar- innar var birt í sumar héldu Bandaríkjamenn að sér hönd- um, þar sem því var þá lýst yfir, að ríkisstjórnin hygðist láta varnarliðið hverfa úr landi á kjörtímabilinu. Samn- ingar fyrrverandi ríkisstjórn- ar við Bandaríkin um þetta efni byggðust að sjálfsögðu á því, að framkvæmdirnar væru nauðsynlegar vegna þeirrar varnarstarfsemi, sem fram fer á Keflavíkurflug- velli. Sú staðreynd, að Banda- ríkjastjórn er nú reiðubúin til þess að hefja þessar fram- kvæmdir, hlýtur að byggjast á því, að hún telji sig hafa rökstudda ástæðu til að ætla, að stefnubreyting hafi orðið í varnarmálunum hjá meiri- hluta ríkisstjórnarinnar og byggir hún það væntanlega á opinberum yfirlýsingum ut- anríkisráðherra og einkavið- ræðum við ráðamenn í ríkis- stjórninni en til slíkra við- ræðna hafa gefizt fjölmörg tækifæri, bæði hér á íslandi, þegar utanríkisráðherra fór á ráðherrafund NATO í Briissel og þegar samgöngu- ráðherra fór til Bandaríkj- anna fyrir nokkrum vikum, gagngert til þess að kynna sér öryggismálin. Yfirlýsing- ar vinstri stjórnarinnar um hið gagnstæða stoða ekki. Hitt liggur svo ljóst fyrir, að flugbrautarmálið hefur mjög orðið til þess að varpa ljósi á ágreininginn innan ríkis- stjórnarinnar í öryggismál- unum. Ríkisstjórnin hefur klofnað í málinu og þá ligg- ur einnig ljóst fyrir, að djúp- stæður ágreiningur er innan þeirra þingflokka, sem ríkis- stjórnina styðja. Væntanlega er allur þingflokkur Alþýðu- bandalagsins andvígur þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að taka tilboði Bandaríkja- stjórnar og ekki er ólíklegt, að innan þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna sé einnig um ágreining að ræða í málinu. „Frelsi er gjald fyrir að vera rithöfundur í Rússlandi66 Rabbað við William Heinesen í Færeyjum EFTIR ÁRNA JOHNSEN. Hús Williams Heinesen stendur of- arlega í húsaþyrpingunni í Þórshöfn I Færeyjum. Þaðan sér út á víðáttu hafsins, yfir eyjar og sund og yfir stóran hluta byggðarinnar, húsaþyrp iragarininar, sem minnir á brúðu- þorp í hinum skæru svörtu, rauðu og hvítu litum. Lítil hús, en vel við haldið og full af kviku mannlifi þess ara rólegu frændu okkar Færeyinga. Það er svolítið merkilegt að maður heyrir aldrei talað um Færeyinga sem útlendinga á Islandi, enda ef til vill ekki undarlegt þar sem þeir eru eina þjóðin utan landhelgi fslands, sem skilur íslenzku. Ég lallaði upp brekkuna að húsi skáldsins, hafði sagzt koma síðdegis á þessum sunnudegi þegar fjúkið lék sér í hviðum við fjöru og fjall, en sólin brauzt í gegmim skýjahóla af og til eins og málari, sem leikur sér með liti á léreftinu. Það er undarlegur maður, William Heinesen, nokkurs konar lif- andi þjóðsaga. Líklega hafa engir færeyskir eldri rithöfundar skrifað eins ítarlegar þjóðlifslýsinigar frá Færeyjum og hann og Héðin Brú, en enginn er eins frægur utan Færeyja og Wiliiam Heinesen, sem skrifar á dönsku. Héðin Brú og Jens Pauli Heinesen t.d. skrifa hins vegar á fær- eysku. Færeyingar eru rólegt fólk, sem flíkar ekki mikið skoðunum sínum. Það lætur ekki vaða upp í sig frem- ur en íslenzkir bændur og sjómenn, en hefur sína meinimgu í kyrrþey. Það þykir nóg að hafa hnífinn beitt- an og Ijáinn, þegar þess þarf í dag- legri önn. William Heinesen er aftur á móti beittur sjálfur, hann ristir á það sem samvizka hans býður hon- um, hann er eins og straumkvikan við eyjarnar, óútreiknanlegur, og reynir ekki einu sinni að hafa skoð- anir sínar í samræmi. Þó virðist hann vilja vera róttækur, en afneitar samt kerfinu, sem afneitar kviku skálds- ins þó að hann hafi hossað þvi á kné sér í næstu setningu á undan. Ef til vill dettur manni í hug þegar rabb- að er við skáldið að hann hafi stillt sér upp sem eyja i hafinu, en láti hugmyndirnar leika frjálsar um sig eins og vindimn. Þó er ein áttin sterkust, austanáttin. Ská'ldið á faWegt heimiili, mi'kið af málverkum eftir hann sjálfan eru á veggjum og það er eins búið á heim- ili hans og í litlum kastala. En það eru engar fallbyssur í gluggum, orð- ið ræður, William kvaðst um þessar mundir vera að skrifa bók um sitt- hvað í samtímanum, bókmenntir, list- ir og stjómmál; eigin h'Uigrenninigar, en áður hefur hann ritað tvær slik- ar bækur. „Ég skrifa mikið í einu, tek lotur, en svo koma tímabil inn á milli þar sem ég tek lífinu rólega, en nú er ég að skrifa um heimsmálin, stemmning- ar frá mínum eigin hugmyndum og um uniga fólkið. Ég hef ekki tyrft yfir þann tíma sem ég var ungur, man hann vel og mér líkar vel við unga fólkið. Mér líkar betur við það en eldra fólkið. Unga fólkið nú er að vísu lausara í sér en áður, en það er í mótsögn við eldra fólkið, sem hefur leitt óharningjuna yfir það. Kapphlaupið um völdin og iðnvæð- inguna, sem stelur hluta af náttúru- legri kviku hvers manns. Unga fólkið hefur verið misnotað siðustu 250 á'rin i stríðsrekstri og ég held að stóriðnaðurinn hafi leitt þetta ástand yfir og heimsveldasinn- ar. Ég held að herskylda, sé versta þrælahald í heiminum.“ „Hvar á skútuna set'ur þú stórveldin, Bandaríkin og Rúss- iand?“ „Mótsagnirnar eru mestar í Ameriku og þaðan kemur eitthvað sem kveikir æði oft í tundurþræði valdabaráttunnar, en ég tel að Rúss- land sé ekki komið út úr bylting- unni. Rússland er ekki tilbúið ennþá til þess að sýna sitt rétta andlit." „En hvað má þá andlitið kosta, til dæmis I frelsi fólksins, frelsi skáld- anna? Hvað má það kosta til þess að réttlæta tilveru sína?" „Byltingin hefur aðeins þörf fyrir að ná árangri sín vegna. Byltingin hefur ekki þörf fyrir frjálsa hugsun fólksins og ekki heldur fyrir skáld. Byitingin hefur aðeins þörf fyrir þennan beitta odd, sem kerfið á að vera, fyrir kerfið þegar allt kemur til alls, en ekki fólkið. En það er ekki til góðs fyrir listina. Ég var í Rússlandi á sínum tíma. Skáld eru þar vel launuð, en það kostar líka mikið að vera rússneskt skáld. Þú spurðir um Soilshemit’sym áðan. Ég þekki ekki verk hans, en rússneska skáldið á að styðja kerfið. Frelsið, það er verðið sem það verður að greiða fyrir að fá að vera rithöfund- ur og skáM, en það gerir Soils’henittsyn ekki. En ég held ekki að Rússar séu heimsvelöissinnar og vilji meira land en þeir hafa, en þeir verða að Williani Heineisen. treysta sig gegn ásókn. Það verða allir að gera.“ „Hvað finnst þér um stöðu listar- innar á Norðurlöndum?" „Á Norðurlöndum fá allir að skrifa, en það er lítið gert fyrir þá. Þó eru löndin í fremstu röð miðað við menningu og mannlíf, að því er ég tel, en þó hafa þessi lönd setið talsvert eftir á margan hátt. Iðnvæð ingin hefur skyggt nokkuð á vaxtar- brodd menningarþróunarinnar. ís- land, eins og sum önnur löndin, hef- ur setið eftir i kynningunni. Það þarf í heild að leggja meiri áherzlu á norrænan kultur, ekki byggja eins mikið og gert hefur verið á Mið- Evrópukultur, heldur draga fram norrænu hliðina og hlúa að henni. íslenzkir höfundar eru til dæmis furðulega lítið þekktir á Norðurlönd unum, þrátt fyrir það að með meiri kynningu á þeim stæði norræn menn ing á hærra stigi hjá almenningi. Það þarf líka með tilliti til unga fólksins að fá unga fólkið með til liðs við kulturinn. Það þarf að virkja sönginn, eitt af því sem hrif- ur unga fólkið og þaninig geta ef til Framliald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.