Morgunblaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1972 21 Séra Magnús Runólfsson — Minningarorð Fæddur 21. febrúar 1910. Dáinn 24. marz 1972. Ný kirkja er í smíðum í Há- bæjarsókn í Þykkvabæ. Smiðin hófst árið 1967, en hafði lrtið imiðað þar til nýr sóknarprestur kom til skjalanna haustið 1969. Hann kveikti brennandi áhuga meðal safnaðarfólks og vina, gekk fremstur í flokki, gaf sjálfur stórgjafir til kirkjunnar og hvatti aðra. Hann þekkti frá fyrri viðfangsefnum sinum og af reynslu, að sjálfboðavinna og fórn í kristilegu starfi gefur mi'kinin ávöxt og veitir rika bless'un. Þrekvirki hefur verið unnið á s.l. tveim árum, en tölu vert skortir á að kirkjan sé full gerð að innan. Stefnan er að ljúka kirkjusmíðinni á næstu tveim mánuðum, svo að unnt verði að vígja hana fyrir vor- ferminguna á þessu ári (1972). Fé er ekki fyrir hendi, að það megi takast og því var það að sóknarnefndarfundur var boðað ur að kvöldi 24. f.m. í nýju kirkjunni. Al'lir sóknarneíndar- menn voru mættir og auk þeirra sóknarpresturinn. Menn voru 'glaðir og reifir og brennandi af áhuga, en skyndilega dró ský fyrir sólu, sóknarpresturinn hné niður og var á samri stundu örendur. Menn vildu ekiki skilja það, sem gerzt hafði, en það var staðreynd, sóknar- presturinn, sr. Magnús Runólfs- son, var látinn. Fregnin barst víða sama kvöldið og djúp sorg og söknuður lagðist yfir sókn- irnar þrjár, sem svo mikið höfðu misst. Sr. Magnús Runólfsson hafði sjláll'f'ur liátið í ijiós þá ósk, að iflá að deyja skynditega og hafði sú ósk hans nú rætzt bókstaf- lega. Sr. Magnús var ekki heilsu- hraustur og siðustu árin kenndi hann hjartasjúkdóms, sem á þessu ári virtist þó ekki há hon iim. Sjálfur hafði hann orð á því að sér liði mjög vel, en máski væri rétt að hann færi bráðlega til rannsóknar. Sr. Magnús Runólfsson var fæddur í Reykjavík 21. febrú- ar 1910 og því aðeins 62 ára að aldri. Foreldrar hans voru Run ólfur Eyjólfsson, verkamaður otg G'uðfríður Guðmundlsdóttír. Tæplega eins árs var honum komið í fóstur til eims mánaðar hjá hjónunum Kristni Guð- mundssyni múrara og Guðnýju Guðmundsdóttur, sem þá bjuggu að Njálsgötu 26. Mánuð- urinn varð að árum og svo fór, að sr. Magnús rótfestist á þvi heimili við mikið ástriki og sér- staka umhyggju. Eftir að fóstur faðir sr. Magnúsar andaðist bjó hainn með fósturmóður sinni þar til hún lézt í hárri elli. Var þvi viðbrugðið hve mikla alúð sr. Magnús sýndi fósturmóður sinni og hversu mikils hann mat hana ag alt það sem hún hafði verið honum frá fyrstu bernsku. Mikl- ir kaarfeikar tókust og með fóst- ursystur hans, Áslaugu Krist- iwsdóttur. Reyndist hún honum sem sönn systir í blíðu og striðu og hjá henni átti hann athvarf og sitt annað heimili. Er mér kunnugt um, að aldrei bar skugga á einlægni þeirra í garð hvors anmars. Vinátta var mikil milli fóstur foreldra sr. Magnúsar og for- eldra minna. Því var það að við sr. Magnús kynntumst sem ung ir drengir. Áttum við saman marga ljúfa stund, bæði sem drengir, umglingar og siðar sem fullorðnir menn. Minnist ég nú margra samverustunda okkar með þakklæti, sérstaklega þá er hann sWrði elzta barnabarn mitt og s.l. vor er hann gifti son minn. Sr. Magnús Runólfsson varð stúdent frá Meinntasikálanum í Reykjavík vorið 1931. Sama ár hóf hann guðfræðinám við Há- skóla íslands og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn snemma árs 1934. Að því búnu fór hann til framhaldsnáms í trúfræði og kennimannlegri guð fræði við Safnaðarháskólann í Osló og kynnti sér síðan kristi- legt starf í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Á miöju ári 1935 var sr. Magnús ráðinn framkvæmda stjóri K.F.U.M. í Reykjavik, og var það til ársins 1945, er hann gjörðist aðstoðarprestur á Akra nesi. 1946 tók hann aftur við símu fyrrra starfi hjá K.F.U.M. og gegndi því til ársins 1961. Sr. Magnús var vigður í Dóm kirkjunni hinn 25. marz 1945 af sr. Bjarna Jónssyni, vigslubisk- up. Man ég vel þá heligistiund þar sem báðir, sá sem vígði og sá sem vígslu tók, voru sér með vitandi um að vígslan var heil- ög athöfn. Vígsluþeginn sýndi og æ síðan trúmennsku við það heit sem hann gat á vígsliustund, það að vera trúr orðinu í heil- agri ritningu og víkja aldrei frá boðskap hennar. Árið 1961 varð sr. Magnús prestur að Árnesi á Ströndum og þjónaði þar í 8 ár. Eftir að hann ffluttiist þaðan fór hann ár hvert í heimsókn þangað norður og var ávallt aufúsugestur. Árið 1969 gerðist sr. Magmús prestur í Þykkvabæ og þjónaði til dauðadags þrem sóknum, Há bæjar- Kálfafells- og Árbæjar- sóknum í Rangárvallasýslu. Sr. Magnús Runólfsson var einstaklega samvizkusamur mað ur, ósérhlífinn og ötull í öllum sínum störfum, skýr prédikari og ávallt stuttorður. Hvert orð af munni hans var hnitmiðað. Ritsnilli séra Magnúsar og rök- festu var einnig við brugðið og greinar hans um trúmál vitnuðu skýrt um Drottim Jesúm Krist. Hann miðlaði af trúarreynslu sinni, hvatti til afturhvarfs og var auðmjúkur og hógvær og þess vegna einstakur sálusorg ari og leiðbeinandi þeirra, sem til hans leituðu i sálarneyð og örvæntingu. Sr. Magnús var trúr fagnaðarerindinu um Jes- úm Krist bæði í orði og verki og daglegri umgengni. Sr. Magnús las mikið alls kon ar sögu- og trúfræðirit og sér- staklega var hann vel heima í ritverkum dr. Marteins Luthers, sem hanin diáði því meir sem hann las. Minni sr. Magnúsar var frábært, enda skorti hann aldrei orð eða tilvitnanir er hann tök þábt í a'imennum umræðum. Þegar rökræðurnar snerust um biWiul'eg efni raynd- ist hann afburða snjali, mark- viss og hnyttinn; gat jafnvel ver ið hvass ef honum fannst hallað réttu máli. Sr. Magnús var skáld gott og bundið mál var honum jafn auð velt á tungu sem óbundið. Um það vitna sálmar hans sem um ókominn ár munu vera vitni umi staðfestu hans við Guðs heilaga orð. — Sr. Magnús orti og ljóð um margs konar efni, félags- og æskulýðsljóð, ættjarðarljóð, létta söngva um leiki og útilíf, hvatningarsöngva o.m.m. fl. Hann átti svo auðvelt með að slá á marga strengi, sérstaklega þegar hann var samvistum við börn og unglinga. Þá ritaði sr. Magnús fjölda greina um kristileg og trúfræði- leg efni svo og þýddi hann ævi- sögur og rit. Allt sem kom úr penna hans var skýrt, vel hugs að og bar vott um þekkingu, vandvirkni og fagurt mál. Vegna þekkingar sinnar átti sr. Magnús öðrum fremur auð- velt með að leggja út af text- um og ritningarorðum biblíunn- ar. Áberandi var þó hve oft hann notaði sem uppistöðu i pré dikunum og hugleiðingum, ritn- ingarorðin í Róm, 5, 1—2, sem eru svohljóðandi: Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottim vonn Jesúm Krist, sem vér og hðfum aðgang fyrir með trúnni til þessarar náðar, sem vér stöndum i, og vér hrósum oss af von um dýrð Giuðs. Prédikanir hans um réttlætingu af trú lýstu sann- færingu hans og réttlæting af náð fyrir trúna var megin þátt- urinn einnig í öllu dagfari hans. Hann efaðist aldrei um að þessi boðskapur væri hinn eini og sanni og því vildi sr. Magnús láta þessi ritningarorð vera kjarnann. Sr. Magnús veigraði sér ekki við að verja þennan boðskap og oft lét hann penna sinn gera það opinberlega og þá af þeirri snilld, sem Guð einn getur gef- ið. Framangreind orð ber að skoða fyrst og fremst sem pers- ónulega kveðju frá æskuvini, en jafnframt hefur mér sem nú verandi formanni K.F.U.M verið falið að flytja sérstakar kveðj- ur frá K.F.U.M. og K.F.U.K. með eftirfarandi orðum: Þegar nú sr. Magnús Runólfs- son hefur verið kallaður heim til dýrðar Guðs, drúpum vér höfði og þökkum Guði fyrir þjón, sem reyndist trúr allt til hinztu stundar. Við minnumst hans með þakklæti og virðingu. Ég persónulega og vinirnir í K.F.U.M. og K.F.U.K. vottum fóstursystur sr. Magnúsar og börnum hennar og öðrum vanda mönnum innilegustu samúð. Biðj um við Guð að veita þeim styrk og ríka blessun. Gnðl. Þorláksson. Minningarspjöld Hábæjar kirkju í Þykkvabæ eru í dag og á morgun tLl söki í Reykja- vikurapoteki. Gjöfum til kirkj- unnar verður einnig tekið á móti á sama stað. Síðari hluta dags, þ. 23. marz talaði ég við sr. Magnús i síma hressan og glaðan, og ráðgerð- um við m.a., hvenær við mund- um hittast. Sólarhringi siðar var hann allur. Vegir Guðs eru ósannsakanlegir. Með stuttu millibili hefur Guð kallað til sín tvo góða leið- toga og höfðingja í Guðs ríki. Báðum á ég gott að gjaltía og er mikill harmur af brottför þeirra héðan. En Guð segir: ,,Ég þekki þær fyrirætí'anir, sem ég hef í hyggju með yður — fyrir ætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, segir Drottinn." Því treystum við. Margar ljúfar og góðar minn- ingar á ég frá þeim árum, er ég starfaði með sr. Magnúsi Run- ólfssyni. Við vorum talsvert nánir samstarfsmenn um nær tíu ára skeið bæði í félagsstarfi KFUM í Reykjavik og Vatna- skógi. Ótaldar eru þær stundir, er við áttum saman, bæði á fyrr nefndum stöðum, í Kaldárseli og á heimili hans. Örsjaldan ræddi hann um sjálfan sig, en varð tíðræifct um náð Guðs og miskunm hane. Sjaldah var hann tilfinningasamur eða væm- inn, en vitnaði oJtlega í Guðs orð, Biblíuna, sem var leiðarljós hans á ölium vegum hans, — eins og Davíð orðar það: Lampi fóta hans og ljós á vegi hans. Maður var hann samvizkusam ur og heilsteyptur í viðskiptum við menn. Aldrei mátti hann vamm sitit vita í nökkruim hl'ut og reyndi að æfa sig i því að draga fram góðar hliðar á andstæðing um sínum. Ég minnist þess glögglega, er hann hafði átt í eldheitum umræðum um guð- fræðileg og trúarleg efni. Eftir þær deilur sagði sr. Magnús heima hjá sér: „Við skulum reyna að fara eftir því, sem Lút- er sagði einu sinni: — Reyndu alltaf að draga fram góðu hlið- arnar á þeim, sem þú ert að tala um. Ég heyrði hann aMrei tala illa um aðra við aðra. Sr. Magnús var oft ákveðinn í skoðunum, heill og óskiptur í sannfæringu sinni. Með djörf- ung og dug tók hann undir þessa játningu: Sola fide — Sola Scriptura — Solus Christus. Trúin ein — Biblían ein — Kristur einn. Hann minnti mig stundum á Pál postuía í framset.ningu sinní. Og oft lásum við saman Nýja testa- mentið á latínu og eru mér minn isstæð þrjú vers, sem hann vildi lesa aftur og aftur. „Gratia enim estis salvati per fidem — Af náð eruð þér hóipn- ir orðnir fyrir trú," „Justus aut em ex fide vivit — hinn rétt- láti mun lifa fyrir trú" og ,.Gau dete in Domino semper — Verið ávallt glaðir í Drottni." Mörgum hæfileikum var sr. Magnús gæddur, og minnist ég þess strax sem unglingur, hvað mér þótti hann skýr i framsetn- ingu, mál hans fallegt og orða- forði hans frábær. Síðar komst ég að raun um, hvers vegna svo var. Hann ritaði stundum hvatn ingar í bréfum til mín og sagði þá meðal annars: „Lestu Islend- ingasögurnar. Ekki einu sinni, heldur aftur og aftur. Æfðu þig í að segja sem mest í sem fæst- um setningum. Taktu svo hverja setningu og reyndu að stytta hana eins mikið og þú getur, án þess að merkingin breytist." En þegar v,ið vorum, tveir einir, lásum við ekki Islendinga- sögurnar saman, heldur Guðs orð — þar sem Guð sjálfur tal- aði. Ræðumaður var sr. Magnús góður og rökfastur, málfar hans var fallegt, einfalt og skýrt. Ég hitti einu sinni konu, sem sagði við mig e-ð á þessa ieið: „Ég heyrði sr. Magnús einu sinni tala fyrir um það bil 10—15 ár- ¦um. Hann talaði þá um frið og fyrirgefningu syndanna. Það er eins og Jesús standi enn með opinn náðarfaðm og kalli til sín alla, sem erfiða og þuwga eru hlaðni.r." Og víst er um það, að boð- skapurinn um frið Guðs og fyr irgefningu, náð og miskunn í Drottni Jesú Kristi, var honum einkar kær — og veruleiki i dag legu lifi. En þó að sr. Magnús yæri ræðumaður góður og ókvæntur, sagði hann oft: „Beztu prédikararnir eru þó mæðurnar, sem ala börn sín upp í Guðs ótta og góðum siðum. Ver ið þolinmóðar og hughraustar. Biðjið án afláts." Sr. Magnús þýddi margar greinar og rit og margir af guU- fallegum sálmum hans munu án efa lifa lengi meðal ungra og gamalla í þessu landi. Allir vitna þeir um trú hans og benda öðrum á þann Drottin, sem hann vildi þjóna og lifa fyrir. Stundum barst dauðinn í tal, er við ræddum saman og þá einkum í sambandi við dauða- stríð manna. Þá sagði hann: „Aldrei held ég, að ég mundi láta huggast, þó að öll góðverk mín væru upp talin og allir kost ir dregnir fram." Hann tók undir með Lúter, er hann sagði: „Þó að þú fastaðir til dauða og gerðir sjálfan þig að betlara, mundi það ekkert stoða. Þú verður ekki kristinn við það, þú kemst ekki í himininn með' því, þú eignast ekki náðugan Guð á þann hátt. Það er Krist- ur einn, sem skrýðir okkur rétt lætisskrúða sínum, svo að Guð lítur okkur réttláta." Nú heíur Drottinn ka&að hann til sin og margir m'unu taka undir orð sóknarnefndar- ílormannsins Árna Sæmundssion- ar í Þykkvabæ, er hann sagði: „Hann var elsku'egur í viðmóti og heimili hans var oplð ölluim. Börn okkar og unglingar gengu þar út og inn og alltaf var hann jafin fús að vera með þeim o,g hjálpa þeim. Við erum harmi sJe^Mi, en mjög þakklát Guði fyrir þann tíma, sem hann var á meðal okkar." Við skiljum því vel, að sorg fóstursystur hans, frú Ás'.aug- ar Kristinsdóttur, hlýtur að vera mikiil — en aíltaf reyndist hún honum afburða vel í blíðu og stríðu. Og þegar eiginmaður frú As^aiugar lézt, fékk sr. Magnús herbergi þar og dvaJd- ist þar sem einn úr fjösskyld- unni. Við biðjum Guð að styrkja fóstursystur hans og alla henn- ar á erfiiðum tímum og blessa útgang þeirra og inngang. — Sr. Magtnúsi þótti væmt um marga sálma sr. Friðriks, en þeir voru mikTir vinir. Mig langar til þess að enda þessi kveðjuorð með versi úr eintiim þeirra, sem sr. Magnús lét oflt syngja. „Hver i sinni stétt og stöðu standi vel, unz endar raun. Hver eimn trúr m.eð hjarta iglÖð'U h'inýis öðiast náðarlauin'. Guði hjá himnuim á heima munmm eiga þá." Guð b'essi mimninigu hans. Þórir S. Guðbergsson. „Mamima, því erum við að fæð ast og koma i heiminn?" „Af þvi að guð hefur skapað okkur, barnlð mitt." „Og þvi hefur hann skapað okkur?" „Hann hefur skapað oss, tid þess að vér elskum hann og þjónu'm honum hér á jörðu, svo að vér fáum notið fagnaðar í öðru liífi." Næstum því þannig byrjar ítalski handliæknisprófessorinn í Milano Andrea Majocchi endur- miinnimgar sínar og hann endar þasr á þvi að vitna í þessar spurningar sinar sem barn og svör móður hans en bætiar sivo við: „1 hvert simn, sem ég hugsa til þessara einföídu orða, spyr ég sjáKan mig að þvi, bvort ég á órólegri ævi mimni hafi far- ið eftir þessum einföldu fyrir- mæl'um, og mér fiinnst að það Wjiöti að vera fegursta takmark mannsins að þekkja Guð og elska hann." Séra Magnús gaf mér emdur- minningar þessa læikmis 1942: „Feigð og Fjör" í þýðimgu Guð- brands Jómssonar prófessors. Séra Magmús var trúaður mað ur, ekki vegma þess, að hann var prestlærður og vigður, heldur öfugt. Hann stóð styrk- um fótum á kenningum evan.gel- iskrar liútherskrar kirkju með Pál og Lúther að bakhjarli. Trú og verk voru samofim, anm að dautt ám hins. Hann var skarpur og rökrétt- ur, menntaður, lútherskU'r guð fræðimgur. Hann var kennimað- ur í þess orðs bezta skilningi og megi segja, að kennandi kirkja sé rödd talanda Guðs, þá var kirkjan það, er séra Magmús prédikaði. Siðfræði kristninnar beimdiist fyrst og fremst að hom um sjálfum. Hanm settist ekkí í dómarasæti. Ke-mingiin átti að vera þannig flutt, að hún dæmdi og sýknaði — samvizka Franihald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.