Morgunblaðið - 13.04.1972, Side 17

Morgunblaðið - 13.04.1972, Side 17
17 MORGUNBLAÐrÐ, FLMMTUDAGUR' 13: APRÍL 1972 Dr. Jóhannes Nordal á ársfundi Seölabankans: Halda verður aukningu útlána og peningamagns í skef jum — til þess að skapa aðhald gegn aukningu f járfestingar — Stafar minnkandi sparnaður af of lágum vöxtum? HÉR fer á eftir megrinefni ræðu þeirrar, sein dr. Jóliann- es Nordai, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, flutti á ársfundi bankans í gaer. í ræðu þessari fjallar seðla- bankastjórinn um efnahags- þróunina á sl. ári og útlitið i ár og gerir grein fyrir við- horfum Seðlabankans tii jieirr ar stefnu, sem fylgja beri í peningamálum: Mælt á kvarða framleiðslu og tekna var árið 1971 eitt hið gjöfulasta um langt árabil. Raunveruleg þjóðarfraim- leiðsla jokst þá um 9,5%, en vegna hagstæðra viðskipta- kjara varð aukning þjóðar- tekna enn meiri, eða um 12,5%. Er hér um að ræða rif- lega tvöfalt meiri hagvöxt en Islendingar hafa átt að venj- ast að jafnaði síðustu tvo ára- tugina. Einnig er athyglisvert, að hagvöxtur var á árinu meiri hér á landi en í nokkru öðru riki innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD, og varð framleiðslu- aukningin hér nærri þrisvar sinnum meiri en meðaltals- aukningin á öliu OECD-svæð- inu, en þar nam hún 3,4% á árinu 1971. Það er athyglisvert við þennan samanburð, hversu lít- il samfylgni var á milli efna- hagsþróunar hér á landi á síð- asta ári og í þeim löndum, sem Íslendingar skipta mest við, og er árið 1971 reyndar engin undantekning að þessu leyti. islendingar hafa á und- anförnum árum gengið í gegn um geysilega mikla hag- sveiflu, sem að langmestu leyti hefur átt rót sína að rekja til áhritfa afla- og verð- breytinga á tekjur meginút- fiutningsatvinnuvegar þjóðar- innar, sjávarútvegsins. Það er að visu á engan hátt undra- vert, þótt sveiflur í aflamagni séu óháðar efnahagsþróun ná- grannaríkja. Hitt er merki- legra, hversu lítil samfylgni hefur verið síðustu árin á milli verðbreytinga á útflutt- um íslenzkum sjávarafurðum og almennra verðbreytinga og hagsveiflna i þeim löndum, sem þær eru sérstaklega flutt- ar til. Var þetta áberandi á árinu 1971, þegar verðlag út- fluttra sjávarafurða hækkaði um fjórðung, þrátt fyrir til- tölulega lágt eftirspurnarstig í marka ðslöndunum. Og þessi verðhækkun nægði til þess að tryggja um það bil 20% aukn- ingu á verðmæti annars út- flutnings en áls á árinu 1971, þrátt fyrir 5% rýmun á fram- leiðslumagni sjávarafurða. Samfara þessari tekjuaukn- ingu í útflutningstframleiðsl- unni átti sér stað mikil fram- leiðsluaukning í öðrum grein- um. Hér voru að nokkru að verki hagstæðari ytri aðstæð- ur, einkum í landbúnaði, en framleiðsla hans tók nú veru- legt stökk og jókst uim 9% frá fyrra ári, eftir að hafa staðið að mestu í stað vegna óhagstfæðs árferðis í fimm ár. Meginorsaka framleiðsluaukn- ingarinnar er þó að leiba í mjög aukinni innlendri eftir- spumarþensiu. Aukniing iðnaðarframleiðslu var enn meiri en i landbúnaði, eða 13,5% á árinu, og kemur sú aukning í kjölfar 13% aukningar á árinu 1970 og 9% árið 1969. Hefur iðnaðurinn á þessu timabili notið hvors tveggja í senn hagstæðrar samkeppnisaðstöðu eftir geng isbreytinguna 1968 og vaxandi almennrar eftirspurnar innan- lands. Mikilvægt er, að tekizt hefur á þessum árum að hyggja upp umtalsverðan út- flutning islenzkra iðnaðar- vara, en útflutningsverðmæti þeirra nam 520 rnillj. kr. á sl. ári, og er þá bæði útflutning- ur áls og kísilgúrs undanskil- inn. Ekki liggja enn fyrir traustar áætlanir um fram- leiðsluaukningu í öðrum grein um, en þó er ljóst, að vöxtur í þjónustugreinum og bygg- ingarstarfsemi hefur verið jafnmikill eða meiri en í iðn- aði. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR RÝRNAÐI Þótt aukning þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekna hatfi verið eins mikil á árinu 1971 og nú hefur verið rakið, var þó aukning eftirspurnar enn- þá meiri með þeim afleiðing- um, að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd rýrnaði að mun og spenna jókst á vinnumarkað- inum. Var hér um að ræða áfnamhald þeirrar eftirspurn- arþenslu, sem náð hafði tök- um á hagkerfinu eftir hinar miklu launahækkanir um mitt árið 1970, en ekki tókst að halda henni inman æskilegra marka, þrátt fyrir þær verð- stöðvunaraðgerðir, sem gripið var til í lok þess árs. Jókst einkaneyzla á árinu 1971 um 15% á föstu verðlagi á móti 12,5% aukningu þjóðartekna. Aukningin varð þó ennþá meiri á fjármunamynduninni, en hún jókst um hvorki meira né minna en nær 42% á árinu. Að visu var verulegur hluti þessarar aukningar vegna óvenjulega mifeite innflutn- ings á flugvélum og skipum, en jafnvel að þeim innflutn- ingi frátöldum jókst föst fjár- munamyndun um 30% á ár- inu. \ Þessi mikli vöxtur neyzlu og fjárfestingar umfram framleiðsluaufeningu þjóðar- búsins hlaut að koma fram í rýrnun viðskiptajafnaðarins við útlönd. Hins vegar er erfitt að fá rétta mynd af raunverulegri breytingu í þessu efni með því að skoða heildartölur um þróun greiðslustöðunnar gagnvart útlöndum á árinu, þar sem sérsbafear aðstæður, svo sem óvenjulegar birgðabreytingar, flugvélakaup og miklar lán- tökur, skekkja myndina í veigamifelum atriðum. Ef við lítum fyrst á greiðslu jöfnuðinn í heild þ.e.a.s. nið- urstöðu allra gjaldeyrishreyf- inga, bæði vegna viðskipta og fjármagnsflutninga, varð hann hagstæður um 1493 millj. kr., og batnaði gjald- eyrisstaðan gagnvart útlönd- um um þá fjárhæð. Þessi bætta greiðslustaða var þó eingöngu því að þakka, að fjármagnsinnflutningur var mjög mikiil á árinu, eða ná- lægt 5500 millj. kr., ef úthlut- un sérstakra dráttarréttinda er með talin. Gerði þessi fjár- magnsinniflutniinigur mun bet- ur en að jatfma viðsikiptahall- ann, sem nam samtals á vör- um og þjónustu 4000 millj. kr. á árinu, en árið áður hafði viðskiptajöfnuðurinn verið hagstæður um 650 millj. kr. En þetta hvort tveggja, við- skiptahaliinn og óvenjulega mikiH fjármagnsinnflutning- ur, átti að stórum hluta rót sína að rekja til sérstakra að- stæðna, sem eru óháðar inn- lendu eftirspurnarjafnvægi. 1 fyrsta lagi átti sér stað á ár- inu mjög mikill innflutningur á flugvélum og skipum, svo og vörum vegna stækkunar Dr. Jóhannes Nordal álbræðslu og Búrfellsvirkjun- ar. Samtals nam þessi inn- flutningur, sem að langmestu leyti var greiddur með er- lendu lánsfé, nálægt 4000 millj. kr., en það er um 1960 millj. kr. hærri fjárhæð en samsvarandi innflutningur nam á árinu 1970. 1 öðru lagi hafði það veruleg áhrif á við- skiptajöfnuðinn á árinu 1971, að útflutningsvörubirgðir juk- ust þá mjög mikið, eða um 1940 millj. kr., einkum vegna sölutregðu á áli. Árið áður höfðu útflutningsvörubirgðir hins vegar lækkað um nær 30 millj. kr. Nemur mismunur- inn á birgðabreytingu áranna þannig um 1970 miHj. kr., sem hlaut að koma fram í verri viðskiptajöfnuði. Séu þessir tveir þættir lagð- ir saman, aukning sérstaks innflutnings að verðmæti 1960 millj. kr. og mismunur birgða- hreyfinga að fjárhæð 1970 millj. kr., skýra þeir um 3930 millj. kr. af breytingu við- skiptajafnaðarins á milli ár- anna 1970 og 1971. Hins veg- ar versnaði viðskiptajöfnuður- inn milli þessara ára í heild um 4650 millj. fer. eða úr 650 millj. kr. afgangi á árinu 1970 í tæplega 4000 millj. kr. halla á árinu 1971. Rýrnun viðskiptajafnaðarins á milli þessara ára nemur þvi 720 millj. kr. hærri fjárhæð en skýra má með aukningu sérstaks innflutnings og birgðaaukningu. Þegar haft er í huga, að nokkur aukning birgða og sérstaks innfilutn- ingis er eðlileg &-á ári tH árs, er liklega ekki fjarri lagi að áætla, að raunveruleg rýrn- un viðskiptajafnaðarins milli áranna 1970 og 1971 sé hæfi- leg metin á 1000 til 1200 millj. kr. Getur það á engan hátt talizt viðunandi þróun miðað við óvenjulega aukn- ingu þjóðarframleiðslu á ár- inu og mjög hagstætt verðlag á útflutningsafurðum. GENGISBREYTINGAR ERLENDIS Ekki verður svo skilizt við þróun greiðslujafnaðarins á sl. ári, að ekki verði drepið á þær truflanir, sem þá áttu sér stað erlendis i gengis- og gjald eyrismálum. Þessir erfiðleikar komu fram fyrir alvöru í byrjun maimánaðar, þegar gífurlegir fjármagnsflutning- ar úr dollurum í aðrar mynt- ir áttu sér stað, og leiddu þeir m.a. til ffljótandi gengis á þýzka markinu. Hélzt mikil spenna á gjaldeyrismörkuðun- um aHt fram til 15. ágúst, þegar Bandaríkjaforseti til- kynnti, að lagt yrði á ahnennt 10% innflutningsgjald og hætt innlausn á dollurum gegn guQH. Kippti þetta fótum und- an fastgenigiskerfinu, og yfir- gáfu öll helztu iðnaðarrikin fsista skráningu á gjaldmiðl- um sinum um skeið. Hið hættulega óvissuástand, sem af þessu leiddi, hélzt fram í desember, en þá varð sam- komulag um almennar gengis- breytingar helztu gjaldmiðla heimsins, þar á meðal 7,9% lækkun á gengi Bandarikja- dollars gagnvart guUi. Form- leg gengisbreyting doHarans gat þó ekiki átt sér stað þá þegar, þar sem tii hennar þurfti lagabreytingu, sem nú er aðeins nýfengin. Má þvi búast við þvi, að þess sé skammt að bíða, að formlega verði gengið frá nýju stofn- gengi dollarans í samræmi við reglur Allþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. í meginatriðum er niður- staða þessara genigisbreytinga á þá lund, að dollarinn hefur lækkað gagnvart gjaldmiðli flestra helztu iðnríkja, en mest gagnvart japönsku yeni, þýzku marki og svissneskum frönkum. Nú eru gjaldeyris- viðskipti Islendinga þannig samsett, að mjög mifeiH hluti útfflutnings- og gjaldeyris- tekna er í doUurum, en að sama skapi mikiU hluti inn- flutnings- og gjaldeyris- greiðslna i þeim Evrópugjald- miðlum, sem hækkað hafa í verði gagnvart dollar. Islend- ingar hafa með öðrum orðum hagstæðan greiðslujöfnuð gagnvart Bandaríkjunum og nota þær umframtekjur í doll- urum, sem þannig fást, til þess að kaupa vörur og þjón- ustu frá öðrum ríkjum, eink- um í Evrópu. Með gengislækk un dollarans gagnvart þess- um löndum rýrna því í raun og veru viðskiptakjör Islend- inga, þar sem þeir fá nú minna í öðrurn gjaldmiðlum fyrir umframtekjur sínar í dollurum. Með tiiliti til yfirgnæfandi mikilvægis Bandaríkjadollara i gjaldeyristekjum Islendinga, en rúm 60% af gjaldeyristekj- um síðasta árs voru í dioUur- um, töldu banfeastjóm og bankaráð Seðlabankans ekki aðra leið koma til greina en að islenzka krónan fylgdi dollar áfram eftir gengisbreyt ingarnar á Washingtonfund- inum, og var rikisstjórnin samþykk þeirri ákvörðun. Byggist hún m.a. á þvi, að af- komuhorfur atvinnuveganna eftir kauphækkanirnar i des- ember virtust ekki réttlæta hækkun á gengi islenzku krón unnar gagnvart Bandaríkja- dollar. Átti þetta ekki aðeins við um sjávarútveginn, held- ur ekki síður um iðnaðinn, sem tekið hefur á sig mjög vaxandi framleiðslukostnað á undanförnum tveimur árum. Vegna þess, hve mikiH hluti erlendra viðskipta Islend inga er í dollurum, er vegin meðalbreyting islenzku krón- unnar gagnvart öllum mynt- um mun minni en gengisbreyt ing dollarans gagnvart gulli segir til um. Þannig hafði vegið meðalgengi erlends gjaldeyris hækkað í árslok um 4,3% frá maibyrjun, ef miðað er við skiptingu inn- og útflutnings á greiðslusvæði, en um aðeins 3%, ef breyting- in er vegin með skiptingu allra gjaldeyrisviðskipta á greiðslusvæði. Síðustu mán- uði hefur dollarinn enn hald- ið áfram að lækka, og hefur því meðalgengi erlends gjald- eyris enn hækkað um nálægt 114% gagnvart íslenzkri krónu frá upphafi árs tii loka marZmána ðar. BREYTILEG STEFNA 1 EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM Hin mikla hagsveifla, sem einkennt hefur þróun þjóðar- búskaparins undanfarin ár, hefur gert kröfur til mjög breytilegrar stefnu I efna- hags- og peningamálum. Eftir samdráttarárin miklu, þegar útflutningsverðmætið hrapaði um hart nær helming á tveim- ur árum, var á árinu 1969 vís- vitandi stefnt að þenslu pen- ingamagns og eftirspurnar i því skyni að blása lífi í fram- leiðsiu og útflutning og gera atvinnuvegunum kleift að nýta þau tækifæri til fram- leiðsluaukningar, sem gengis- breytingin 1968 hafði skapað. Jókst peningamagn á þvi ári um 44,5%, enda var nauðsyn- legt að bæta lausafjárstöðu banka og fyrirtækja, sem hafði verið mjög erfið í upp- hafi ársins. Það leið hins veg- ar nokkur tími áður en þessar ráðstafanir fóru að koma fram i almennri aukningu neyzlu og fjárfestingar, og þrátt fyrir mjög hagstæða lausafjárstöðu jukust útlán bankanna aðeins um 12,7% á árinu 1969. AHt fram um mitt árið 1970 varð framleiðslu- aukningin fyrst og fremst í sjávarútvegi, enda varð greiðslujöfnuðurinn mjög hag stæður á þessu tímabili. Á síðara helmingi ársins 1970 breyttist eðli hagsveifl- unnar í veigamiklum atriðum. Fyrir áhrif mikilla launahækk ana og aukinna útlána banka- berfisins jókst vaxtarhraði neyzlu og fjárfestingar ört, og varð brátt leiðandi afl efna- hagsþenslunnar samhliða áframhaldandi vexti útflutn- ingsverðmætisins. Varð ffljót- lega ljóst, að þessi þróun myndi stefna til verulegrar umframeyðslu þjóðarbúsins og greiðsluhalla út á við, nema gripið væri til öflugra gagnráðstafana. í peningamálum lagði Seðla bankinn við þessar aðstæður megináherzlu á það að hægja á útlánaaukningu bankakerf- isins. Var í þessu skyni leit- að eftir samkomulagi við við- skiptabankana um það, að þeir stefndu að því að auka ekki útlán sín um meira en 14% á árinu 1970 í heild. Þó að þetta samkomulag næði ekki þeim árangri, sem að var Framltald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.