Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1972 ll IH Þau þef a þá týndu uppi Um sporhundahald hjálparsveita skáta í Hafnarfirði og Reykjavík SPORHUNDUK Hjálparsveita skáta í Hafnarfírði og Reykja- vík vann á dögunum það af- rek að rekja 55 tíma gamla slóð og finna eiganda hennar og hafði þó snjóað í millitíð- inni, frá þvi maðurinn hvarf og þar til hundinnm var beitt á slóð hans. Þetta var í f jórða sinn, sem sporhundur leitar manns á þessu ári og hefur i öll skiptin hafzt upp á þeim týndu — í tvö skiptin var um BÓlarhringsgamla slóð að ræða. I fyrra var þrisvar sinn- um farið með sporhund til leitar og í öll skiptin fann hann viðkomandi. Nú eru tíu ár liðin frá því Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði eignaðist sinn fyrsta sporhund. Aðalhvatamaður þess var Jón Guðjónsson, sem þjálfaði og stjórnaði spor- hundi, sem Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík átti, en þegar Flugbjörgunarsveitin sýndi ekki áhuga á frekara sporhundahaldi, beitti Jón sér fyrir því, að skátarnir i Hafn- arfirði tækju upp þráðinn með kaupum á sporhundi frá Bandaríkjunum; Þessi fyrsti hundur sveitar- innar kom til landsins 1962 og hlaut naf níð Nonni. En heldur betur reyndist vera maðkur í mysunni með Nonna. Hjálpar- sveitarmenn höfðu keypt þriggja ára fullþjálfaðan blóð- hund, en Nonni reyndist vera átta ára, þegar til Islands kom. —¦ Sporhundar endast yfirleitt ekki nema i 8—10 ár. Nonni hafði auðsjáanlega ver- ið góður sporhundur, þegar hann var upp á sitt bezta, en aldurs síns vegna varð hann íslendingum að litlu gagni. Þegar hér var komið sögu, var Hiálparsveit skáta i Hafn- arfirði gefinn hundur frá Keflavík. Var ætlunin að þessi hundur, sem hlaut nafnið Bangsi, yrði Nonna til félags og ánægju. Þrátt fyrir það, að Bangsi væri af blönduðu kyni, hvað ekki þykir vænlegt til sporhunds, var brugðið á það ráð að hefja þjálfun hans, þegar Nonni hrökk upp af. Varð árangurinn vomim fram- ar og sýndi Bangsi á ýmsan máta góðan árangur nokkrum sinnum. Bangsi fannst svo dauður í girðingu sinni einn morguninn og kom þá í ljós, að hann hafði drepizt af eitri, þó aldrei fengist á hreint, hvernig hann hefði komizt í það eitur. Að Bangsa dauðum fékk Hjálparsveit skáta i Hafnar- fírði tvo shaffer-hvolpa hjá norsku lögreglunni og komu þeir til landsins 1964 og '65. Þessir hundar hétu Týra og Spori. Þau sýndu töluverðan árangur; m.a. bjargaði Týra eitt sinn móður og barni frá Sporhundar Hjálparsveita skáta í Hafnarfirði og Beykjavík; Comet t.v. og herrann Korri hægra megin. Eitthvað lízt Korra ekki alveg Vel á ástúð þá, sem Comet sýnir Snorra Magnússyni, hundaþjáifara. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Skyldi hann nú gefa í leit í dag? dauða á viðavangi, en i heild- ina varð reynslan af shaffer- kyninu ekki nógu góð, enda sannað, að þótt scháfferinn sé ágætur lögregluhundur, er 6— 7 tíma gömul slóð það mesta, sem hann rekur. Eftir þessa reynslu í spor- hundahaldinu sáu Hafnar- f jarðarsikátar að til framhalds þyrfti mjög vel að vanda, ef nokkurt ætti að verða. Blóð- hundakynið var nú það, sem áhuginn beindist að og sum- arið 1970 fóru tveir menn, Ólafur Proppé, sveitarforingi, og Snorri Magnússon, hunda- þjálfari, til Danmerkur að kynna sér sem rækilegast þjálfun og rekstur sporhunda. Ekki varð af því, að innflutn- ingur á blóðhundshvolpi frá Danmörku fengist leyfður, en frá Englandi var svo keyptur hreinræktaður blóðhunds- hvolpur, sem til íslands kom- inn hlaut nafnið Korri. Nú gerðist það, að Hjálparsveit skáta i Reykjavik gekk í lið með Hafnfirðingum við spor- hundsreksturinn og í janúar 1971 kom annar blóðhunds- hvolpur frá Englandi; tíkin Comet. Korri og Comet eru bæði af annáluðum sporhundaættum og þykja til þessa hafa vel sannað ágæti sitt hér á landi. Það er von eigendanna, að þessir hundar geti orðið stofn- inn að þeirra eigin sporhunda kyni. Að sögn Snorra Magn- ússonar tekur það um hálft ár að þjálfa sporhund og er bezt að hefja þjálfun við 18 mán- aða aldurinn. En það er dýrt að reka góð- an sporhund. Ólafur Proppé segir rekstur Korra og Comet kostá um 400 þús. kr. á ári og er þar um algjöra lágmarks- upphæð að ræða. En hvernig á að meta sporhunda til fjár? Þeir geta bjargað mannslifum og oft á tíðum koma þeir í veg fyrir langar og mann- margar leitir. Þess má og geta, að sporhundana má auð- vitað nota víða um land, því með litlum fyrirvara má fljúga með þá hvert sem er. Með þetta í huga hafa skát- arnir leitað til 61 sveitarfélags um stuðning við sporhunda- haldið og hafa 13 þeirra brugð izt vel við þeim óskum, auk þess sem Alþingi hefur lagt fram 150 þús. kr. til sporhund- anna í ár. Fyrirtækjum og ein staklingum, sem vilja styrkja þessa starfsemi, skal bent á, að skátarnir hafa gefið út sér- stök gjafabréf til hennar. En hvað skal gera, ef menn vilja leita á náðir sporhunds? Snorri Magnússon segir, að yfirleitt leiti fólk of seint eft- ir aðstoð hundanna. En hann vill brýna fyrir fólki, að það haldi til haga förum af þeim týnda; helzt fötum, sem hann bar næst sér, snerti ekki of mikið á þessu en setji það í hreinan plastpoka og geymi handa sporhundinum. Það er lögreglan í Hafnarfirði, sem hefur milligöngu um að út- vega sporhundana til leitar. Það er allt annað en blóð- þorsti, sem skin úr svip Comet á þessari niynd. Reykur komst í kjötfarm Keflavík, 17. april — í DAG er verið að skipa upp hér í Keflavik um 260 tonnum af ís lenzku kjöti úr norska skipinu Utstraium. Og átti að ljúka því um miðnætti. Kjöt þetta var búið að íara til Noregs. Hafði skipið tekið það um borð á Norðausturlandshöfn um og var komið með það til Osló. En einhver tæki höfðu bil að, líklega kviknað í blásara, svo reykur hafði borizt inn í frysti lestar skipsins. Var skipinu því snúið við með kjötið til íslands. Því er nú skip- »ð upp í Keflavík og sett í geymslu í frystigeymsta Sam- bandsins í Njarðvíkum — hsj. Flugstjóri hjá Loftleiðum óskar eftir að kaupa 2ja til 3ja herbergja nýlega íbúð miðsvæðis í borg- inni. — Hugsanlegir seljendur hafi samband við starfsmannastjóra Loftleiða. Sími 20-200. Ung hjón (hjúkrunarkona og prentari), barniaus, óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð. — Upplýsingar í síma 82504 fyrir hádegi og eftir kl. 6 á kvöldin. LE5IÐ DRGLECR Beykjavíkuideid Rauðo kross íslonds Kvennodeild Kvöldverðarfundur fyrir félagskonur verður haldinn mánudag- inn 24. aprfl nk. i Atthagasal Hótel Sögu kl. 7.30. Guðjón Petersen flytur erindi um almannavamh- og siðan er von á góðum gestum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í skrtfstofu Rauða kross Is- lands — sími 14658. — Félagskonur, fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. R éttingatjakkar hjólatjakkar fyrirliggjandi. — Hagstætt verð. G. ÞORSTEINSSON OG JOHNSON, Grjótagötu 7 og Ármúla 1, Reykjavík. — Sími 24250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.