Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRlL 1972 111111 í KVIKMYNDA HÚSUNUM iinmmuj uu *★ góð, ★ sæmileg, Slg. Sverrir Pálsson ★★★ mjög góð, léleg, Björn Vignir ★ ★★★ Frábær, Sæbjörn Sigurpálsson Valdimarsson Kópavogsbíó UPPREISN ÆSKUNNAR Max Frost er skærasta popp- stjarnan X Bandaríkjunum. Þegar Max kemst aö þvS að 52% aí þjóðinni er undir 25 ára aldri, íær hann ýmsar hugmyndir. Þegar hann er fenginn til að skemmta á Xramboðsfundi hjá fremur ung- um frambjóðanda (35 ára) not- ar Max tækifærið til að æsa ungl ingana til fylgis við sig og heimtar, að kosningaaldurinn verði lækkaður niður X IX ár. Tekst honum með múgsefjun að kollvarpa kerfinu og er kosinn forseti Bandarikjanna, 24 ára gamall. Max gerir strax röttækar breytingar og lætur m.a. setja alla, sem eru eldri en 30 ára, á afgirt svæði 1 eins konar íangelsi, þar sem þeim er haldið uppi á L.S.D.. En Max rekur sig fljótlega á það, að liugtakið „aldur“ er afstætt. A Frumhugmyndin, sem hér liggur að baki, er ef til vill ekki svo mjög fjarstæð, þegar vel er að gáð. Hins vegar nær leikstjórinn hvergi tökum á efninu og þaðan af siður tekst honum að færa það í viðun- andi kvikmyndabúning. Nýja Bíó: M.A.S.H. Styrjöldin 1 Kóreu er í algleym- ingi. Bandarískir hermenn falla og særast, og miklar annir eru hjá lækna- og hjúkrunariiði, sem hefur bækistöðvar skammt frá viglinunni. Þar hefur verið safn- að saman hinni íurðulegustu blöndu manntegunda, sem reyna að hafa ofan af fyrir sér meö ýmsum hætti milli þess sem þeir krukka í landa sina. Leikstjóri er ltobert Altman, en í adalhlutverk um eru Elliot Gouid og Donald Sutherland. •k'k'k Þótt M-A-S-H sé ekki kvikmyndalega merkileg, má hafa af henni allmikið gam- an, ekki sízt fyrir leik þeirra Goulds og Sutherlands. Þetta er bitur stríðsádeila, en virð- ist jafnframt vera víðtækari þjóðfélagsádeila. Lifum við ekki öll við meira eða minna brjálaðar kringumstæður, þar sem eina lífsvonin virðist vera í þvi fólgin, að taka veru- leikann ekki of hátíðlega. ★★★ Altman hefur hér gert niðbeitt stríðssatíru. Mein- fyndin kaldhæðni svífur yfir vötnunum, og undirstrikar hún á áhrifamikinn hátt til- gangsleyai styrjaldarinnar og virðingarleysið fyrir manns- lífum. Altman lætur leikar- ana óspart „impróvisera“ með eftirtektarverðum ár- angri. kkkk Tvímælalaust ein fyndnasta mynd æm ég hef séð. Skörp stríðsádeilan, sem liggur á bak við allt háðið og grínið kemst mjög vel til skila í Oscarsverðlaunahandriti Ring Lardners Jr. Leókur allra er stórkostlegur. Ein af beztu myndum ársins. Austurbæjarbíó: Á BIÐILSBUXUNUM Ungur maður og ung stúlka etla að fara að gifta sig, eins og ;engur. Þau hafa búið saman háskólaár sin, en leynt þvi fyrir foreldrum sinum. Nú er hin stóra stund að renna upp, og þó allt sé kyrrt á yfirborðinu, eru ýmsar hræringar undir niðri, sem engan óraði fyrir. Unga parid er nefni- ega ekki eitt um það, að eigá eitthvað gruggugt i pokahorninu, og eftir þvi sem nær líður hrúð- kaupinu opinberast bessi leyndar- nál — eitt af öðru. Myndin spannár yfir allstóran aðstand- mdahóp unga parsins — foreldra, iystkini og vini, og alls staðar remur Amor við sögu — i ýms- im myndum. ★ ★ Að mörgu leyti mjög þokkaleg gamanmynd — með hnyttnum sannleikskornum á stangli. Handrit og leikur eru mátulega yfirdrifin og hæfa vel brúðkaiupum af þessu tagi. Hafnarbíó: SIÐASTA AFREKIÐ Hér greinlr frá virðulegum veitingastaðareiganda, sem hefur grunsamlega fortið, en hefur sengið að eiga menntakonu og aætt ráð sitt. Honum dauðleiðist lið kyrrláta iíf og grípur hann )\i fyrsta tækifæri, þegar hann ’yrir tilviljun hittir gamlan vin Crá iiöinni tíð. Þeir skipuleggja bankarán, sem skipulagt hefur verið í þaula. Allt gengur sem í sögu nema hvað þeir reka sig á það eins og fleiri að erl’itt getur verið að losna undan refsivendi réttvísinnar. ★ Það skortir alltaf herzlu- muninn að úr myndinni verði það, sem efni standa til. At- burðarásin er of hæg og myndin því aldrei verulega spennandi. Tónabíó: ÞÚ LIFIR ADEINS TVISVAR Geimför stórveldanna taka að hverfa með furðulegum hætti, og auðvitað er James Bond gerður út af örkinni til að kanna hverju þetta sæti. Leið hans liggur til Japan, og þannig er búið um hnútana að allir telja hann dauð- an. Hann gengur jafnvel svo langt að hann útbýr sig sem jap- anslcan fislíimann og kvænist japanskrl stúlku í þokkabót til að geta unnið óáreittur. Engu að síður lendir hann hvað eftir ann- að I bráðri lifshættu, enda upp- götvar Bond fljótlega að hann á í höggi við Speetre-glæpahring- inn með Blofeld nokkurn i broddi fylkingar. Lokaleikurinn verður því tvísýnni en Bond óraði fyrir í upphafi. A James Bond og Sean Conn- ery er ákveðin trygging fyr- ir vandvirknislegri tækni- vinnu, enda er ekkert til spar- að. Af Bond-mynd að vera er þessi heldur slakari en hinar en það má vera af því, að tæknihliðin er orðin svo flók- in og stórfengleg, að myndin minnir oft frekar á vel upp- settan ballett en hasarmynd. kk Ein lakasta Bond-myndin Tæknibrellurnar sitja algjör lega í fyrirrúmi, jafnvel svo að efniþráðurinn gleymist á köflum. Ágæt skemmtun fyr ir þá sem ánægju hafa af has ar, fallegum stúlkum og vís indafantasíum. Stjörnubíó: MEÐ KOLDU BI.OÐI Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Truman Capote um morð tveggja fyrrverandi fanga á heilli fjölskyldu í Kansas. Er hér ireginn fram aðdragandinn að þessu sjúklega athæfi, moröinu lýst.flótta þeirra féiaga til Mexi- kó og loks handtöku þeirra, er þeir snúa aftur til Kansas eftir að hafa oröiö peningalausir 1 Mexíkó. kkk Er rétt í siðmenntuðu þjóðfélagi að iðka dauðarefs- ingu? Capote segir nei, og not ar sér til stuðnings einn hrylli legasta glæp, sem um getur. í myndinni er hinum raun- verulegu atburðum fylgt mjög nákvæmlega, og reynt að forðast nokkra hlutdrægni. Hér verður áhorfandinn að taka sjálfstæða afstöðu, hún verður ekki tekin fyrir hann. ★★★ Þessi mynd er að ýmsu leyti einstæð. Aldrei fyrr hef ég séð afbrot og aðdraganda þess brotin til mergjar á eins raunsannan hátt. Hún vekur alla til umhugsunar og spyr ótal spurninga. ★ ★★ Frábær mynd, sem fylgir sannleikanum og efnis þræði bókar Capotes nákvæm lega. Leikur og myndataka með afbrigðum góð. Músikin er einnig sérþáttur. Þetta er kvikmynd sem á lengi eftir að sækja á huga manns með öli um sínum vansvöruðu spurn ingum. Laugarásbíó: SYSTIR SARA Eastwood cr hér enn einu sinni á ferð í villta vestrinu með byss una á sinum stað, og kemur nú að hópi illmenna, sem hyggjast nauðga nunnu (Shirley McLaine). Eastwood lcemur i veg fyrlr þær fyrirætlanir og að sjálfsögðu tekst siðan vinátta með honuin og nunnunni. Kemur brátt i ljós að nunnan er ekki öll þar sem hún er séö, heldur hefur hún ver ið gerð út af örklnni til að afla vopna til uppreisnar i Mexikó. — Veröur Eastvvood liðsmaður henn ar, og áður en yfir lýkur eiga þau eftir að há marga hildi saman. ★ Snöggtum lélegri en Coog- ans Bluff, sem gerð var af sama leikstjóra, Don Siegel. Oft snyrtilega unnin tækni- lega, en fremur langdregin og fer lítið fyrir frumlegum hug myndum í efnismeðferðinni. ★★ Þrátt fyrir að margt megi finna að leikstjórn Siegels er það fyrst og fremst lélegt handrit hins gamalreynda vestraleikstj óra, Bud Boettic her, sem fellir myndina niður í meðallag. En músíkin, Mac' Laine og kvikmyndatakan er góð. Gamla bíó: ÁHVERFANDA IIVELI Saga Margaret Mitchell, sem gerist á árunum 1861—1873 í Ge- orgia-ríki 1 Norður-Ameriku, er nokkurt vit sé i því að reyna að þylja söguþráöinn hér. Inn 1 myndiná fléttast Þrælastríðið og örlög kvenna eins og Scarlett O’ Hara og Melanie Hamiltons og manna eins og Rhett Butlers og Ashley Wilkes. Er þetta i stuttu máli saga þeirra um auðlegðar missi, baráttu við fáta'ktina og eignamyndun á ný, ástir þeirra 3g afbrýðl. l'rssi 33 ára gamla næst-mest- sótta-mynd veraldar er mér nu-ir.i forv’itniefni en gagnrýnis, þar eð ■itilokað er að da-ma hana á siimu forsendu og aðrar myndir hér á síðunni. Krgo: engin st.jörnuK.iöf. Kn sem glæstasta framleiðsla Draumaverksmiðjunnar er mynd in verðugt minnismerki um þann ótiilulega fjiilda álinrfeuda, sein nýtur þess að láta sulla stefnu- laust i tilfinniiiKum símim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.