Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 22
22 MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRlL 1972 Minning; Jónína Daníelsdóttir frá Ólafsfirði Fædd 8. desember 1895. Dáin 13. april 1972. 1 dag er til moldar borin frú Jónína Daníelsdóttir í heima- byggð sinni í Ólafstfirði. í>ar var hún fædd að Kálfeá, hinn 8. desember 1895, dóttir hjónanna Dauiíels Jóhannssonar frá Reykjum á Reykjaströnd og Helgu Rósu Jóinsdóttur ættaðrar úr Svarfaðardal. Foreldrar hennar bjuggu lengst af á Burstabrekku í Ólafs firði og stundaði Daniel, sem þá var titt, sjómennsku jafnframt nokkrum búskap. En efnin voru lítil og varð því Jónfcta á unga aldri, aðeins 12 ára gömul, að hverfa úr for- eldrahúsum til þeirra einu starfa, sem þá buðust ung- um stúlkum, að ráðast sem vinnukona á eitthvert heimili í sveitinni. Lítill tími varð því til skóla- náms eða annars lærdóms en þess, er gat fengiztf á góðum heimilum. En það varð lán Jónínu, að hún- réðst í vist til merkishjónanna Svanhildar Jör undsdóttur og Páls Bergssonar kaupmanns og útgerðarmanns í Ólafsfirði og batzt þeim og heim ili þeirra vináttuböndum er héld ust til hinztu stundar. Árið 1919 gekk hún að eiga William Þorsteinsson, Þorkels- sonar hreppstjóra að Ósbrekku í Ólafstfirði, mikinn dugnaðar Og framtaksmann, sem aldrei hef ur látið verk úr hendi falla aílt fram á þennan dag. Þau hjónin reistu sér heimili í kauptúninu, sem þá var óðum að myndast og stundaði William sjósókn og útgerð þaðan, en rak einnig nokkum búskap. Þá vann hann og að smíðum, einkum báta smíði, er stöðugt varð rikari þáttur í atvinnu hans með árun- m Þau hjónin eignuðust sex böm, sem öll eru á lífi nema ein Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 46, andaðist í Landspítalanum 2L apríl 1972. Fyrir hönd aðstandenda, Vilh. Fr. Frímannsson. dóttir sem dó á fyrsta ári. Eru þau: Þorsteinn, trésmíðameistari á Akureyri kvæntur Soffiu Þor- valdsdóttur. Rósa, gift Gunnari S. Sæmundssyni, kaupmanni í Reykjavík. Sigríður, gift Andrési Guðmundssyni, endur- skoðanda í Kópavogi. Guðmund ur, sjómaður í Óiafsfirði, kvænt ur Freyju Bernharðsdóttur. Ðva gift Kristjáni Ásgeirssyni skip stjóra í Ólafsfirði. Náin frændsemi og rik vinátta var milli foreldra minna og þeirra hjöna Jónu og Willa, eins og þau voru ætíð nefnd og vegalengdin milli heimilanna ör fá fótspor. Ég var þvi daglegur heiimagangur hjá þeim hjónum öll min uppvaxtarár og kynntist betur en margur annar, hve aíl- ur heimilsbragur þar var hiýr og einlægur. Þar ríktu vinsemd og regla og einlæg hlýja og glaðværð mót- uðu allt heimilislífið og enginn gat hlegið jafn hjartanlega og Jóna. Góðvild og umhyggjusemi voru þó sterkustu þæfctirnir í fari hennar. Auðvitað voru það umfram allt börn hennar og eiginmaður, sem hugur hennar og athöfln snerist að, og svo barnabömin og þeirra böm þegar árin liðu. En þótt fjölskyldan sæti þann ig í fyrirrúmi virtist hún ætið eiiga gnægð af umhyggju og al- úð að miðla öðrum. Aldrei mun ég gleyma því, þegar ég sem drengur átti í langvarándi veik indum, að daglega og oft tvisv- ar á dag kom Jóna að vitja mín og ætið með mjólk í könnu, en i þá daga var stöðugur skortur á mjólk í sjávarþorpi eins og Ólafsfirði. Og ég veit, að óg var engin sérstök undantekning, því að þanniig var Jóna. Stöðugt reiðubúin að veita aðstoð þar sem hennar var þörf. Heimili þeirra hjóna stóð ætíð opið öllum og gestakomur tiðar og gestrisni með eindæmum. Þegar ég á seinni árum hef kornið til Ólafsfjarðar hef ég og fjö’.skylda mín ætíð notið þess- arar miklu gestrisni og stöðugt rnætt þeirri sömu góðvild og hjartahlýju, sem framar öðru ein kenndu hið myndarlega heknili þeirra hjöna. Ég mun ætið vera forsjóninni þakkiátur fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast og þekkja Jónu og þau hjón bæði. Eftirlifandi manni hennar og fjölskyldunni allri sendi ég inni legustu samúðarkveðjur. Baldvin Tryggvason. Faðir minn SIGURÐUR JÓNSSON frá Kristnesi, Eyjafirði, lézt að Kristneshæli aðfaranótt 20. þ.m. — Jarðarförin auglýst siðar. — Fyrir hönd aðstandenda. Arnljótur Sigurðsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andtát og iarðarför KRISTlNAR DAVlÐSDÓTTUR Sérstakar þakkir sendum við hjúkrunarliði og öðru starfsfólki Landspítalans fyrir einstaka vináttu, hjúkrun og umönnun. Guðmundur Ólafsson. Ólafur Guðmundsson, Davið Guðmundsson, Lóa Guðjónsdóttir, Björgólfur Guðmundsson. Þóra Hallgrímsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Gylfi Hallgrimsson, Björg Guðmundsdóttir, Hatldór Þorsteinsson. Sól þin mun ekki framar ganga undir og tungl þitt ekki minnka, því Drottinn mun vera þér eilíft ljós. Jesaja 60:20. Fimmtudaginn 13. apríl sl. lézt i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri frú Jónína Danielsdóttir eft- ir iangvarandi vanheilsu. Jónina var feedd að Kálfsá í Ólafsfirði 8. des. 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Jónsdóttir og Dani- el Jóhannsson. Hún ólst upp í foreldrahúsum til fermingarald- urs, en þá fór hún sem vinnu- kona til þeirra merkishjóna frú Svanhildar Jörundsdóttur og Páls Bergssonar. Á heimili þeirra dvaldist hún í sjö ár. Heimili þeirra Svanhildar og Páls var henni jafnan minnisstætt siðan, enda mjög rómað af myndar- skap. Þar fékk Jónína góðan und- irbúning undir lífið. Eins og algengt var á þessum árum þurftu þeir, sem fengust við útgerð, að taka það fólk, sem hjá þeim starfaði, inn á sín heim ili og sjá því fyrir húsnæði, fæði og þjónustu. Valt þvi oft ekki síð- ur á því, hvemig mörmum gekk að halda hjúum, hvaða atlæti þau áttu á heimilurmm. Árið 1919 giftist Jónina eftirlifandi manni sínum William Þorsteinssyni bátasmið frá Ósbrekku- I Ólafs- firði, og hófu þau þegar búskap í eigin húsi á Ólafsfirði. William gerði þá út bát og var því oft mannmargt á heimili þeirra. Hag nýttist þá vel reynsla húsmóður- innar sem hún flutti með sér af heimili þeirra Svanhildar og Páls. Ólafstfjörður hefur ailtaf verið talinn harðbýl sveit og fólk þar mikið þurft fyrir lífinu að hafa og fór Jónína ekki varhluta af því. Fjölskyldan stækkaði fljótt, bömin urðu sex. Með heimilis- störfunum, sem í dag hefðu ver- ið talin nægilegt starf einni manneskju, vann hún við fisk- vinnu meðan maður hennar stundaði útgerð og verkaði sinn fisk sjálfur, eins og þá var titt. Innilegar þakkir fyrir hjálp og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, Stefáns Kjartanssonar. Elfriede Kjartansson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát sonar mins og bróður okkar, Hrafns Hansen. Helga Hansen Guðnnundsdóttir og systkinl. Einnig höfðu þau búskap og hvíldi þá oft heyöflun og skepnu- hirðing á húsmóðurinni og böm- unum, þegar bóndinn var á sjón- um. Aldamótakynslóðin er nú óð- um að kveðja, kynslóðin, sem skilaði landinu í okkar hendur þannig, að kraftaverk má teljast hversu hún fékk áorkað. Áorkaði hún ekki svona miklu vegna þess, að vinnan og umfram allt trúmennskan sátu í fyrirrúmi? Ég held að svo hafi verið, en þessi voru einmitt einkenni Jón- ínu, vinnusemi, trúmennska og kærleikur til ailra. Það fór ekki mikið fyrir henni út i frá, heimil- ið var henni aHt. Það var hennar vettvangur. Þar vann hún sína sigra. Þaðan liggja spor, sem ekki munu mást, spor niðja henn- ar, en eins og fyrr sagði, eign- uðust þau Jónína og William sex böm og eru fimm þeirra á lífi. Eina dóttur, Sigriði, misstu þau, þegar hún var tveggja ára. Þau, sem lifa, eru: Þorsteinn, bygg- ingam., Akureyri, kvæntur Soffíu Þorvaldsdóttur, Rósa, búsett i Reykjavík, gift Gunnari Skag- fjörð Sæmundssyni, kaupmanni, Sigríður, búsett í Kópavogi, gift Andrési Guðmundssyni, endur- skoðanda, Guðmundur, sjómað- ur, Ólafsfirði, kvæntur Freydisi Bemharðsdóttur og Eva, búsett á Ólafsfirði, gift Kristjáni Ás- geirssyni, skipstjóra. Bamaböm þeirra eru orðin 21 og barna- bamaböm 10. Á heimili þeirra Jóninu og Williams dvaldist einnig lengst af systir Jóninu, Ágústa og sonur hennar Daníel, sem þau hjón litu ávallt á sem eitt af sínum böm- um. Já, heimilið og heimilistfólk- ið var henni allt. Þar var gott að koma, þar var gott að vera, þar var beini veittur með glöðu hjarta. Á erfiðum timum leitaði hún styrks hjá Guði, því að hún var trúuð kona. Það er ómælt og óvegið sem þau hjón hafa unn ið sinni kirkju, bæði með gjöfum og á annan hátt. Þetta vil ég sérstaklega þakka þeim fyrir. Þegar við hjónin fluttumst til Ólalsf jarðar fyrir 21 ári með dóttur okkar árs gamla, fluttumst burt frá vinum og skylduliði til staðar, þar sem við þekktum engan eða svo til, vor- um við svo lánsöm að kynnast þessum góðu hjónum og þeirra bömum. Heimili þeirra stóð okk- ur opið æ síðan, þangað gátum við alltaf leitað, ef á bjátaði og börnum okkar voru þau eins og beztu amma og afi. Fyrir þetta vil ég þakka þér, Jóna min, og ykkur báðum. f dag er Jónína kvödd í kirkj- unni sinni. Hana syrgja vinir og ættingjar, en sárastur harmur er kveðinn að lifsförunautnum, sem eftir er. En sá, sem hjálpaði ykk- ur á erfiðum stundum, Willi minn, mun einnig hjálpa þér nú þessa erfiðu daga. Haraldur Þórðarson. Oddný Jóhannes- dóttir — Minninq Fædd 14. september 1901. Dáin 12. april 1972. „Elskaðu starfið því annað er synd, einhverju gagnlegu í framkivæmd þú hrind. Gleðin í verkinu verði þér allt, vinn'uirnar guðdóm þú tilbiðja skalt.“ Þessar ljóðlínur hefði hún get að gert að sínum einkunnarorð- um. Ég man ekki eftir henni öðruvísi en sístarfandi, þessari dugmiklu og elskulegu konu. Glöð og áhugasöm gekk hún að hverju verki, sem hún vann„ hvort heldur það var fyrir hana sjálfa eða aðra. Foreldrar Oddnýjar voru þau hjónin Kristín Bjamadóttir og Jóhannes Guðmundsson. Þau bjuggu í Eyjafirði, fyr.st að Gris ará í Hrafnagilshreppi, síðar að Gili i sömu sveit. >á féll heimilis flaðirinn frá og ekkjan flluttist bú ferlum til Siglufjarðar með börn in fcvö, Oddnýju og Jóhann. Á uppvaxtarárum sínum fór Oddný fljötlega að vinna fyrir sér hjá öðrum, eins og þá var titt um unglinga. Hún var um tírna á heimili Helga Haflliðason ar, kaupmanns á Sitgiufirði, og konu hans Sigriðar Jónsdóttur. Þar var oflt mannmargt og gesta gangur mikill. Man ég eftir því að ég heyrðí Oddinýju tala um, að þar hefðu verið bæði stoíu- stúlkur og eldhússtúl'kur og minntist hún frú Sigriðar með hlýju og virðingu. Þar mun hún hafa fengið þá fræðslu og reynslu, er siðar nægðu henni, áLsamt meðfæddum hæfileikum, til þess að verða framúrskar- andi húsmóðir. Kristín Bjarnadóttir, móð- ir Oddnýjar, gerðist ráðskona t Þakka auðsýnda vináttu við útför bróður míns, Friðriks Sigmundssonar frá Seyðisfirði. Sérstaklega vil ég þakka læknum, hjúkrunarkonum og öðru starfsliði Hrafnistu. Pálína Sigmiindsdóttir. hjá afa mkium, Guðmundi Bergs syni, bónda að Þrasastöðum í Sfcifliu. Hann hatfði þá misst kionu sina frá átta börnum, þvi yngsta þrigtgja ára. Gekk hún Þrasa- staðasystkinum i móðurstað og annaðist þessa stóru fjölskyldu þar til börnin voru orðin sjáJf- bjarga og komin á legg. Á Þrasastöðum kynntist Odd- ný systursyni afa mins, Guð mundi Sígurðssyni, sem ólst þar upp með frændisystkinum sínum, og gengu þau í hjónaband. Þau hótfu búskap að Deplum, nœsta bæ við Þrasastaði, síðar bjuggu þau að Nefssfcöðum, en flutfcust þaðan til Siglufjarðar. Þar starf aði Guðmundur lengst af sem verkstjóri hjá SíldarverksmiðjU'm rikisins. Hann lézt fyrir tveinnur árum. Dætur þeirra eru: Kristin, gift Ríkharði Jónssyni, fram kvæmdastjóra í Þorlákshöfln, Katrín gift Páli Gislasyni, bif- reiðastj'óra, búsett á Siglufirði, og Svandís, ógift, sem býr í for eldrahúsum. Á heimili þeirra Oddnýjar og t Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andiát og jarðarför Odds Oddssonar, Heiði, Kangárvöilum, Helga Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.