Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUIl 6. MAl 1972 5 Sýnishorn af lM“im flíkum, semsýndar eru hádegis\erðargestum á Hótel Loftleiðum á föstu- dög um. Kalt borð og tízkufatnaður á Hótel Loftleiðum á föstudögum HÓTEL Loftleiðir hefður ákveðið að bjóða hádcgisverðargestum sínum á föstudögum upp á tízku- sýningar, ásamt með kalda borðinu, sem þar er á boðstól- um á hverjum degi. Það eru Rammagerðin og íslenzkur heimilisiðnaður, sem standa að þessari nýbreytni með Loftleið- um og sýningarfólk frá Model- samtökunum kynnir þarna fatn- að og skartgripi. Blaðamönnum gafst kostur á að vera við fyrstu sýninguna s.l. föstudag og gat þai- að líta forkiiimaifall- egar flíkur, unnar úr íslenzkri ull og skinnum. Blaðafulltrúi Loftleið-a, Sig- urður Magnússon, sagði að þess- ar sýningar væru einkum ætlað- ar útlendum viðdvalargestum en að sjálfsögðu væri öllum heimill aðgangur að þeim. Þá fengu blaðamenn að smakka kalda borðið, sem mikilla vinsælda nýt- ur í hádeginu á hótelinu og var þar hver rétturinm öðrum góm- sætari. Sænskur leikflokk- Ráðherrafund- ur EFTA Sá síðasti fyrir inngöngu Noregs, Danmerkur og Bretlands í EBE GENF 4. maí — NTB. Ráðherrar frá ölluni níu aðildar- ríkjum EFTA koniu í dag saman tii fimdar í Genf, og verður þetta síðasti ráðherrafundur sanitak- anna áður en Noregur, Danmörk og Bretland ganga úr sam- tökunimi og í Efnahagsbandalag Evrópu. Helzta umræðuefni fundarins — sem standa á í tvo daga — verður eining Evröpu, og ráð- sitafanir til að viðhalda þeim við- skiptahlunnindum, sem náðst hafa innan EFTA eftir að löndin þrjú gersist aðilar að EBE. Hin aðildarríkm sex — Island, Aust- urríki, Sviþjóð, Sviss, Finnland og Portúgal — mynda áfram EFTA, og hafa fulltrúar þessara Tugir farast i Mexikó Mexico City, 4. maí - - NTB AÐ MINNSTA kosti 37 manns biðu hana í feiknarlegu þrumu- veðri, sem gekk yfir Mexico City og nágrannahéruð i nótt. Mikið hvassviðri og regn fylgdi í kjöl farið og reif stormurinn og vatns elgurinn með sér mörg hús og bifreiðar. rikja um nokkurt skeið staðið í samningum við EBE um við- skiptamál. Eru fulltrúamir á einu máli um að ljúka beri samn- ingum við EBE fyrir suimarleyfi, og búizt er við að ráðherranefnd EFTA ræði í dag leiðir til að flýta samningunum. Þá er reikn- að með að fulltrúar Noregs, Dan- merkur og Bretland.s verði hvatt- ir til að styðja málstað EFTA- ríkjanna í lokasamningunum við EBE. Tilboð í gatna- framkvæmdir UM þessar mundir eru að hefj- ast ýmsar framkvæmdir við gatnagerð í Reykjavíkurborg og verið að semja við verktaka. Nýlega voru lögð fram fjögur tilboð i gatnagerð við Stóragerði og ákveðið að semja við lægst bjóðanda Ástvald & Halldór s.f., sem vill taka verkið fyrir 13.272.200.00 kr. Sex tilboð bárust i steyptar gangstéttir á ýmsum stöðum í Austurbænum. Var ákveðið að taka tilboði lægst bjóðanda, Jarðverks h.f., en það er kr. 6.275.375,00. ur í boði L. R. UM miðjan maí kemur hingað til lands gestaleikflokkur frá Ríkisleikhúsinn sænska í boði Leikfélags Reykjavíkur og sýnir í Norræna húsinn leikritið Goð- sögu eftir Mörthn og Frances Vestin. Þessi sýning hefnr hiotið mjög góða dóma í Svíþjóð og þykir gott dæmi itm í hvaða átt talsvert af leiklist á Norðurlönd- um hefnr verið að þróast undan- farin ár. Gestaleiknrinn er styrktnr af Norræna menningar- sjóðnum. í fréttatilkyniningu, sem Mbl. barst í gær frá Leikfélagi Reykjavíkur segir m.a.: „Leikritið Goðsaga eða Myten om Minotauros sækir efni sitt til alkunnra grískra goðsagna, en þar er leitazt við að finna og afhjúpa þann pólitíska veruleika, sem að baki goðsögunni býr. Martha og Frances Vestin eru tvær systur og er sú síðarnefnda orðin allþekkt skáldkona, en hin fyrri er kunnur leikstjóri og það er ein.nig hún sem hefur stjórn- að þessari sýningu. Leikhópur hennar þykir gott dæmi um frjálsan lítinn leikhóp, seim leitar eigin leiða um stefnu og tján- ingarhátt; þessi sýning er t. d. flutt á miðju gólfi, en áhorfendur sitja allt umhverfis. Ríkisleikhúsið sænska var endurskipulagt fyrir nokkrum ár- um í því sfcyni að hleypa grósku í leiklist utan höfuðborgarinnar. Áður höfðu fyrst og fremst verið æfðar upp sýningar í Stokk- hólmi, sem síðar voru sendar út á land, en nú voru stofnaðir minn.i leikhópar, sem höfðu bæki- stöðvar sínar utan Stokkhólms og höfðu miklu meiri áhrif á verk- efnaval og stefnu og unnu sjálf- stæðar en áður. Leikflokkur Mörthu Vestin nefnist Friteatem. Sæns.kur leikflokkur hefur ekki komið hingað til lands síð- an 1950, þegar særnska óperan flutti hér Brúðkaup Fígarós." títsýnarkvöld Sumarfagnaður, ferðakynning í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 7. maí nk. kl. 21.00. Húsið opið matargestum frá kl. 19.00. ★ Nýútkomin ferðaáætlun Útsýnar kynnt. Úrval ódýrra utanlandsferða til margra landa. ★ Myndasýning: Ný kvikmynd frá COSTA DEL SOL frum- sýnd hér. ■jér Ferðabingó: Tvær utanlandsferðir i vinning. ic Skemmtiatriði. ★ Dans til klukkan 01.00. Njótið hinnar glaðværu Útsýnarstemmning- ar og fjölmennið, en tryggið yður borð í tíma hjá yfirþjóni. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN. MaUorca B bæklingurinn 72 er kominn hringið, skrifið komið... og farið í úrvalsferð til Mallorca FERDASKR/FSTOFAN ^SSSt RSL URVALHMT Eimskipáfélagshúsinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.