Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBJ.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1972 11 n ★ góð, ★ sæmileg, Sig. Sverrir Pálsson ★★★ mjög góð, ★★★★ Frábær, ^ léleg, Björn Vignir Sæbiörn Sigurpálsson Valdimarsson Tónabíó: „FERJUMAÐURINN4 Bóf^f lofckur einn illvigur hef- ur farið x-ánshendi um smáþorp i Bandaríkjunum og er nú A hröð- um flótta til Mexico. Til að flýta ferð sinni tii muna verða þeir að taka ferju með ránsgóssið yfir Parla-tljdtið. Er þeir ná þangað, kemur í Ijós að ferjumanninum hefur borizt njósn af ferðum þeirra og hefur flutt sig ásamt ibúum ferjubæjarins yfir á hinn bakkann. Hefst nú mikil tog- streita um ferjuna sem lýkur með blóðugum átökum. ★ Mjög slælegur afþreyjari, enda tæpast við öðru að bú- ast, : þegar ■ -bófaíoringinn Leggst bara niður, fær sér tokkra .smóka og fer í rúss, þegar eitthvað bjátar á. Þó er Warren Oates allgóður sem sem hinn eiturlyf'jasjúki bóía foringi. •k „Spa‘ghetti-vestrar“ risu bæst roeð myndum Sergio Leones. Síðan hafa komið á markaðitm ógrynni eftirlík- inga, sem ei-u bezt gleymdar. Þessi er dæmigerð fyrir þá framleiðslu. Leikur þeirra Warren Oates og Forrest Tueker er varla samboðinn myndinni. Nýja Bíó: M.A.S.H. Styrjöldin í Kóreu er i algleym- ingi. Bandariskir hermenn falla og særast, óg miklar annir eru hjá lækna- og hjúkrunarliöi, sem hefur bækistöðvar skammt frá vígiínunni. Þar hefur verið safn- að saman hinni furðulegustu blöndu manntegunda, sem reyna að hafa otan af fyrir sér með ýmsum hætti milli þess sem þeir krukka í landa sina. Leikstjöri er Robert Altman, en í aðalhlútverk um eru Eliiot Gould og Donald Sutherland. •kirk Þótt M-A-S-H sé ekki kvikmyndalega merkiLeg, má hafa af henni állmikið gam- án, ekki sízt fyrir leik þeirra Goulds og Sutherlands. Þetta er bitur stríðsádeila, en virð- ist jafnframt vera víðtækari þj óðfélags^sjeiia. Lifum við ekki öll við meira eða minna brjálaðar kringumstæður, þar sem eina lífsvonin virðist vera í þvi fólgin, að taka veru- leikann ekki of hátiðlega. ★★★ Altman hefur hér gert níðbeitt stríðssatiru. Mein- fyndin kaldhæðni svífur yfir vötnunum, og undirstrikar hún á áhrifamikinn hátt til- gangsleysi styrjaldarinnar og virðingarleysið fyrir manns- lífum. Altman lætur leikar- ana óspart „impróvisera“ — með eftirtektarverðum ár- angri. ★ ★★★ Tvímælalaust ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Skörp stríðsádeilan, sem liggur á bak við allt háðið og grínið kemst mjög vel til skila í Oscarsverðlaunahandriti Ring Lardners Jr. Leikur allra er stórkostlegur. Ein af beztu myndum ársins. Háskólabíó: „afram ELSKENDUR“ Sid og Sophie Bliss reka hjú- skaparjniðlun, „Hjónasæiuna". Þau eru að vlsu ekki gift, en hafá lifað saman i synd i 10 ár. Sid á sér hjákonu, Ssme, sem er á lista hjá „Hjónasælunni", en þegar Bertie Muffet kemur að leita sér að konu sendir Sophie hann á Ésme. Sid tekst hins veg- ar aö klúðra málinu, og fyrir ein- skært glópalán rekst Bertie á Ijósmyndafyriísætuna Sally og þeim tekst aldeilis prýðilega að misskilja hvort annað. Percival Snooper er félagsráðgjafi, og hann fær eindregin fyrirmæli um að giftast, annars verði hann rekinn úr starfi. Þegar hann kemur til „Hjóna'sælunnar" sér Sophie ágætan ráðahag handa sjálfri sér, og þröngvar sér inn 4 Snooper, en Sid er ekki á þeim xuxunum að sleppa henni og reynir nú að klúðra öllu aftur. Það má vist hikliaiust segja, að þessi mynd sé meiri í orði en á borði. Áfram-mynda- fliokkurinin virðist hafa þró- azt inn á form samtaisþátta, ekki ósvipað og lélieg sjón- varpssería. Það sem enn held- ur í þeim lifinu eru tviræðir brandarar um kynlif Hafnarbíó: „RIO LOBO“ Myndin hefst rétt fyrir lok þrælastríðsins. Cord McNally er kapteinn 1 liöi norðanmanha og þegar Suðurrikjamenn stela gulli Norðanmanna og drepa einn bezta vin McNallys grunar hann sina eigin menn um græsku og heitir hefndum. McNally tekst að handsama tvo unga Suöurrikja- menn, Cordona og Tuscarora, en báöir hafa átt viðskipti við svik- ara í liði Mc-Nallys. Þegar stríö- inu lýkur heita þeir að hjálpa McNally að finna svikarana. Leikurinn berst til Rio Lobo, þar sem McNally kemst að þvi, að svikararnir eru á næstu grósum og mata krókinn með ofbeldi oz yfirgangi. Tuscarora og afi rans eiga í vök að verjast fyrir bófun- um. Cordona er mættur til hjálp- ar og með aðstoö stúlkunnar Shasti hyggjast þeir McNally lægja rostann I lýðnum. ★★★ Hreium og klár vestri af' gamla skólanum, enda eru Hawks og Wayne engir ný- græðingar á þessu sviði. Báð- ir viðurkenna aldur sinh og nokkrir brandairar hníga 9kemmtilega að hinum gamla og „þægiiega" Jóni Væna. — Nákvæmni, hraði, leikur og nokkrir dágóðir brandarar giera Rio Lobo mjög áhorfs- verða. ★★★ Þeir sem unna vestrum á annað borð fá hér ágæta skemmtun. Howart gamli Hawks bregst þeim ekki frem ur en fyrri daginn — óvæginn og kíminn í senn. ★★★ Hér leiða þeir enr. sam- an hesta sína gamlingj arnir Howart Hawks og John Wayme. Er lítil ellimörk að sjá á þeim, hvorki leik, stíl né skemmtan. — útkoman líkt og fyrri daginn, fyrsta flokks vestri með handbragði kunnáttumanms. Laugarásbíó: ,SPILABORGIN“ Reno Davis er hnignandi hnefa leikari i fjárþröng I París. Af til- viljun fær hann starf sem kenn- ari sonar glæsilegrar ekkju her- foringja, sem var af einni göfug- ustu ætt Frakka. Reno kemst fljótlega á snoðir um að ætt þessi hefur safnað I kringum sig bylt- ingarsinnum og er ráöin í að gera stjórnarbyltingu. Hann flækist illilega í málið, svo að hann hef- ur sitt eigiö strlð gegn þeim, og berst leikurinn vitt um Evr- ópu .... ■k Lanigdregin endal'eysa, þar 9em tæpaist má finna heila brú í eifnisþræðinum, og fær mann til að undrast hvers vegna jafn góðir leikarar láta haifa si,g i aðra eins vitleysu. ■k Það mætti kalla þetta „Sögu hjónbandsins í hnot- skurn“, en likt og aðrar skurn ir er myndin yfirborðskennd Þetta er í rauninni gott dæmi um lífsflóttann í amerískum glansmyndum, þar sem raun- veruleg vandamál daglegs iífs eru Ileyst með ódýru ha-ha. „ÞEIR FUNDU EKKI HRAUNIГ Málfundafélagið Qðinn: Mótmælir pólitískri misnotkun í ríkisfjölmiðlum ÞRIÐJUDAGINN 25. f.m. birt- ist i dagblaðinu Visi ein sú furðulegasta og um leið ein sú ómerkilegasta ritsmíð, sem um getur og er langt til jafnað, þeg- ar Vísir á í hlut. Fjallar grein þessi um þróunarsögu Hafnar- f jarðarkaupstaðar í þeim dúr, að eigi verður þagað við. Upphaf málsins er það, að lítt vandaðir blaðamenn í leit að ein- hverju frásagnarverðu, gefa sig á tal við nokkra bæjarverka- menn, sem þeir hitta við störf sín í hinum nýja bæjarhluta, sem í daglegu tali er nefndur Norðurbær. Ekki segja þeir til sín þessir hugumstóru menn né heldur kynna þeir starfa sinn fyrr en eftir á, því þeir vita sem er, að þá fengist ekki orð upp úr nokkr um manni og þá yrði heldur ekk- ert til þess að rangtúlka eða nið- urlægja. En svo vel tekst þessum ó- merkingum til, að ritstjórn blaðs þeírra sér ástæðu til þess að taka til meðferðar í leiðara blaðs ins þessi niðrandi skrif og reyn- ir þar að afsaka afglðpin, sem þó tekst ekki, heldur undirstrik- ar að mestu það sem áður er fram komið og bætir þar með gráu ofan á svart. Mikið tjóh hlýtur það að telj- ast, að ekki skuli til hér i Hafn- arfirði menn svo spakir að viti sem þessir tveir frá Vísi, sem hér voru á ferð í umrætt sinn, væri þá trúlega rrrargt hér með öðrum brag og óliklegt tel ég, að slikir menn hafi alizt upp I gulri blokk á jalnsléttu við beina og breiða götu. Ekki er annað að sjá, en menn þessa furði stórlega á því að hér í okkar friðsæla bæ, skuli nokkum tíma hafa verið hrófl- að við steini, og ekki skuli allt með sama hætti og um siðustu aldamót. Vel má það vera, að þeir Hafnfirðingar sem viðkom- andi blaðamenn þekktu hér á ár- um áður, hafi verið öðru visi en annað fólk, eins og þeir sjálfir fullyrða, að hafi verið, hitt veit ég að nú byggir þennan bæ dug- mikið manndómsfólk og hér er goifct að búa, það sannar hinn öri fólksstraumur til bæjarins og vist er um það, að hér þarf eng- irm að þola útnesjagnauð og kemur það engum á óvart, sem þekkja landfræðilega legu bæj- arins. Hvar er þetta hraun? Þetta er spurning sem blaðamennirn- ir leitast við að svara. Sjálfsagt er að játa, að mikið hefur spillzt af hínu gamla Hafnarfjarðar- hrauni við þá geysilegu auknu öyggð, sem hér hefir risið á síðustu áratugum, en trúlega eru mörgum í fersku minni öll þau stóru hraunflæmi, sem löngu voru lögð undir fiskþurrk unarreiti og skreiðhjalla og þjónuðu með þvi mikilvægu hlut verki í afkomu þess fólks, sem byggði þennan bæ og átti áður allt sitt undir sjávarfangi. Nú hafa atvinnuhættir Hafnfirðinga orðið f jölbreyttari og því voru þessi umræddu landssvæði ekki lengur þörf til fyrri nota, held- ur tekin fyrir byggingalóðir. Þetta er sá glæpur sem um get- ur í leiðara Vísis hinn 27. apríl sl. Álfar ganga ekki lengur ljós- um loga um götur Hafnarfjarð- ar, þrátt fyrir það, að enn eru hér mikil hraun víðs vegar og því trúlega búsældarlegt fyrir slika. Þvi væri mér sönn ánægja að mega ganga með þessum mönnum um götur bæjarins og sýna þeim hafnfirzka hraunið, sem þeir ekki koma auga á. Gætu þá bæjarbúar um leið átt þess kost, að sjá álfum bregða fyrir á hinum breiðu strætum. Hafnarfirði, 28. apríl 1972. Elín Jósefsdóttir. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfaxandi ályktun frá Óðni: FUNDUR, haldinn I Málfunda- félaginu „Óðni“ 26. april 1972, mótmælir harðlega þeirri póli- tísku misnotkun á fjölmiðlum þjóðarinnar, hljóðvarpi og sjón- varpi, sem átt hefir sér stað í mjög vaxandi mæli nú upp á síð- kastið. Fundurinn telur, að fjöl- miðlunartæki, sem rekin eru af því opinbera og fyrir almannafé, eigi ekki að vera áróðurstæki í stjómmálum eins og tíðkazt hef- ir síðan núverandi rikisstjórn tók við völdum og telur þau rök ein ekki fullnægjandi þótt þeir, sem ráða ferðiruni í ríkisstjóm- inni, hafi sjálfir lýst sig fylgj- andi þeim aðferðum, sem fram- fylgt er í kúguöum þjóðfélögum austan jámtjalds. 1 því sambandi bendir fundurinn á, að þeir hafa ekki aflað þessari stéfnu stnni meirihluta fylgis með þjóðinni, heldur náð þessari aðstöðu fyrir tiXstilli litilsigldra manna, sem ekkert umboð hafa frá kjósend- um til þessarar starfsemi, frekar en annarra hrossakaupa, er þeir sóru og sárt við lögðu fyrir kosn- ingar að ekki mundi eiga sér stað enda verður að telja það hátt- emi fáránlegt, að hver „seila" í kommúnistaflokknum hafi sinn fulltrúa i fjölmiðlunum til þess að matreiða ofan í lýðræðissinn- að fólk efni það, sem flutt er, 1 þeirri von að geta á þann hátt flýtt fyrir þvi að búa Islending- um sömu örlög og viðgangast austan járntjalds og þær þjóðir, er þar búa, öðluðust fyrir tílstilli svipaðra undirmálsmanna og hér hafa reynzt kommúnistum hinir þörfustu þjónar. Fundurinn minnir á, að á sL vetri hefur hver kommúnistinn og hálfkommúnistinn á fætur öðrum komið í fjölmiðlunum fyr- ir alþjóð og boðið henni byrginn með þvi að þverbrjóta allar hlut- Framliald á Ws. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.