Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAl 1972 Wallace vann í Tennessee Fékk um 67% atkvæða — Humphrey næstur með 16% Nashville, Termessee, 5. maí. AP. GEORGE YVallaee, ríkisstjóri í Alabama, vann yfirbnrðasigur yfir öðrum frambjóðendum demókrata í forkosningunum í Tennesseeríki í grær. Hann fékk samtals 67% atkvæða og: hefur nú þriðja mestan kjörmanna- stuðning af demókrataframbjóð- endum. Hubert Humphrey fékk 16% atkvæða og Georg Mc Govern 7%, en hvorugur þeirra Króatar hóta ferðamönnum MALMÖ 5. mai — NTB. Dagblaðið Arbetet í Malmö skýr- ir frá því að lífshættulegt geti verið fyrir Svia að halda til tlúgóslavíu í sumarleyfi í ár. Ónafngreindur maður hringdi til blaðsins í gær og skýrði frá því að króatiskir flóttamenn og skæruliðar í Svíþjóð hefðu ákveðið að vinna skemmdarverk á fkigvélum á leið til Belgrad og á opinberum byggingum í Júgóslavíu. „Hér er um víðtæka herferð að ræða, og við viljum ekki verða sakliausum, sænskum ferðamönnum að bana,“ sagði maðurinn, sem talaði sænsku með miklum erlendum hreim. „En þeir sem fara, verða sjálfir að bera ábyrgðina. Við höfum um 1.000 félögum á að skipa i Svi- þjóð, auk félaga um alla Evr- ópu,“ sagði maðurinn. Fulltrúar þessara samtaka í Sviþjóð tilikynntu sænsku sdð- degisblaði það í janúar síðast- liðnum — skömmu eftir að frétit- ist að júg0slavne.sk flugvél hefði farizt á heimleið frá Kaupmanna- höfn — að þeir ættu sök á slys- inu. Allir, sem með vélinni voru, fórust, nema ein fiugfreyja, sem komst lífs af eftir að hafa hrapað ti'l jarðar úr 10 þúsund metra hæð. „Ástæða er til að taka þessa aðvörun alvarlega," sagði Hans Holmer yfirmaður sænsku ör- yggislögregkinnar í viðtali við Arbetet. Minniti hann á fjölda hótana og hryðjuverka Króata undanfarin ár máli sínu til stað- festingar. Golda og Ceausescu: Ræða saman í bróðerni Búkarest, 5. mai. AP. GOLDA MEIR, forsætisráðherra fsKuds og Nikolae Ceausesr-u, flokksleiðtogl Rúmena, ræddu saman í rösklega sex stundir í dag uni deilumál Miðausturlanda. Fyrir hádegið töluðu þau sanian tvö ásamt túlki, en snæddu síð- an saman hádegisverð, og voru vera milligöngumaður Araba og Israela í deiium þeirra. Síðdegis i dag hélt Goida Meir út fyrir Búkarest og skoðaði til- raunabúgarð og siðar fögnuðu henni þúsundir Gyðinga, er hún kom til bænahúss þeirra sem er við eina aðalgötu höfuðborgar- innar. Á morgun, laugardag, mun Goida Meir eiga fund með Maur- er forsætisráðherra og er senni- legt að Ceausescu sitji einnig þann fund. Embættismönnum og ráðgjöfum ber saman um að ekk ert nýtt hafi komið fram á fund- um þeirra forystumannanna, Meir og Ceausescu, en viðræður þeirra fari fram í mesta bróðerni. beitti sér verulega í ríkinu fyr- ir kosningarnar og var Wallace nánast sá eini, sem háði rann- vernlega kosningabaráttu. Ljóst virðist af þessum kosn- ingum, að fylgi Wallace sé mun meira en almennt hafði verið búizt við og sömuleiðis virðist Edmund Muskie nú endanlega úr leik að sögn fréttaskýrenda. Hann fékk aðeins 2% atkvæða og minna en fulltrúadeildarþing- maðurinn Shirley Chisholm, sem fékk 4%. Hjá repúblikönum fékk Nixon forseti langflest atkvæði, um 95%, Paul McCloskey fékk 3%. Núverandi staða demókrata að loknum Tennessee-kosningunum varðandi kjörmannafylgi er sem Pachman: Dæmdur - en látinn laus Prag, 5. maí — NTB TÉKKNESKI stórmeistarinn í skák Iuidek Pachman var í dag danndur til tvcggja ára fangels- isvistar fyrir áróðursstarfsemi, róglmrð um Tékkósióvakíu og undirróður. Jafnframt ákvað rétturinn að láta Pachman iaus- an nú þegar vegna heilsubrests, og vegna þess að hann hefur nú þegar setið í fangelsi í hálft ann- að ár meðan hann beið þess að ntálið yrði tekið fyrir. Niðurstöður dómsins urðu kunnar þegar eiginkona Pach- mans kom hlaupandi út úr rétt- arsalnum beint í fang vina hans, sem biðu fyrir utan, og hrópaði: „Hann er frjáls, hann er frjáls.“ Pachman var einlægur stuðn- ingsmaður Alexanders Dubceks fyrrum flokksleiðtoga í Tékkó- slóvakíu. Þegar Pachman kom sjálfur út úr réttarsalnum virtist harnn þreyttur, en brosti þó og veifaði til vina sinna. Var honum ekið á brott í fylgd tveggja lögreglu- manna. Sagði frú Pachman að hann yrði fluttur aftur til fang- elsissjúkrahússins, og að hún ætti að sækja hann þangað síðar til heimflutnings. Hún sagði að Pachman hefði farið í fjögurra vikna hungurverkfall í fangels- inu, en verið gefin næring í sjúkrahúsinu. Heilsa hans væri ekki sem bezt, en ekkert væi’i að andlegu heilbrigði hana. hér segir: McGovern 267%, Humphrey 197, Wallace 162, Muskie 128%. Þau Walter Fauntroy, Shirley Chisholm og Henry Jackson hafa frá 11—15. Frambjóðandi demókrata þarf að fá atkvæði 1509 kjörmanna á flokksþinginu til að ná út- nefningu. Hjá repúblikönum þarf Nixon að fá fylgi 674. Á morgun, laugardag, fara fram forkosningar i Norður Karólínuríki. Þar keppa þeir Wallace og Terry Stanford, fynrv. ríkisstjóri um hylli kjós- enda. Stanford nýtur mjög mik- illa vinsælda í fylkinu. Þing- maöurinn Shirley Chisholm hef- ur háð mjög harða kosninga- baráttu þar, en hvorki Hump- hrey né McGovern létu skrá nöfn sín á kjörseðilinn. Moskva: Frétta- maður rekinn Moskvu, 5. maí. AP. SOVÉZKA stjórnin krafðist þess' í dag að fréttaritari bre/.ka blaðsins Londion Times í Moskvu, David Bonavia, færi þegar i stað úr landi. Var honum gefið að sök að hafa fengizt við kerfisbundna iðju, sem félli ekk; undir starf hans sem fréttaritari erlends blaðs. Bonavia var kvaddur til sov ízka utanríkisráðuneytisins og honum gefinn fimm daga frestur til að hverfa úr landi. Hann hefur að undanförnu sætt gagnrýni í sovézkum f jöl miðl'um. Hann kvaðst hafa spurt hvaða „kerfisbundna iðju“ átt væri við, en fengið það svar, að hann vissi bezt um það sjálfur. Bonavia er fyrsti erlendi fréttamaðurinn sem visað er ir landi siðan norski fréttamað urinn Per Eigil Hegge fékk sams konar skipun i febrúar i fyrra. Á siðustu tíu árum hef ur tuttugu fréttamönn'um er- lendra blaða í Moskvu verið vísað úr landi. írak: Hundruð deyja úr kvikasilfurseitrun Genf, 5. maí. — NTB ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISMÁLA- STOFNUNIN, WHO, staðfesti í dag fréttir, sem borizt höfðu frá írak, þess efnis, að þúsundir manna hefðu veikzt hastarlega og nokkur hundruð látizt eftir að hafa lagt sér til munns eitr- að útsæðiskorn. Of mikið kvika- silftirsmagn reyndist vera í korninu, sem ætlað var til skepnufóðurs, en var einnig dreift til fólks. Talsmaður WHO gat ekki sagt um, hve margir hefðu látizt, en l>á viðstaddir ýmsh’ háttsettir rúnienskir stjórnmálamenn, þ. á m. forsætisráðherra Rúnieiiín, Ion Gheorghe Maurer. 1 viðræðunum gerði Ceausesou ísraelska forsætisráðlherranum 'grein fy.rir fundum sínum og An war Sadats nýlega í Kairó. Blað- ið A1 Ahram í Kaíró hefur fyrr greint frá þvi að Sadat hafi af- þakkað boð Ceausescus um að Stórsigur Verkamannaflokksins í bæja- og sveitastjórna- kosningum í Bretlandi LONDON 5. mai — AP/NTB. Verkamannaflokkurinn v a n n veruiega á í bæjar- og sveitar- stjórnakosningum í Englandi og Wales á fimmtudag. Hlaut Verkamannaflokkiirinn nú meiri- hluta i bæjarstjórnum 40 borga og bæja, þar seni íhaldsflokkur- inn réð áður. i aiikakosninguni til þings i tveimur kjördæmum héldu flokk- arnir tveir hvor sínn sæti, en Verkamannaflokkurinn bætti við sig atkvæðum í báðum kjör- dæmum. Eftir þessar kosningar er staða flokkanna óbreytt á SÖNNAK RAFGEYMAR 6 og 12 volta. Fjölbreytt úrval jafnan fyrirliggjandi. GUNNAR GUNNARSSON, varahlutaverzlun, Egilssstöðum, sími 1158. þingi, þar sem íhaldsflokkiirinn hefur 27 sæta nieirililuta. Að kosningunum loknum sagði Anthony Wedgwood Benn for- maður Verkamannafllokksins: „Þegar þjóðin fær að segja álit sitt með kjörseðlinum efastt eng inn um vilja hennar. Hún vili að núverandi ríkisstjóm fari frá.“ Sagði formaðurinn að Verka- mannaflokkurinn vildi nýjar þing'kosningar nú þegar. Lögum samkvæmt ber Edward Heath forsætismðíherra hins vegar ekki skylda til að boða til kosninga fyrr en á árinu 1975. Aukakosnimgamar til þingsins fóru fram í tveimur úthverfum Lundúna, Southwark og King- ston upon Thames. Southwark hefur lengi verið ömggt kjör- dæmi Verkamannaflokksins, og bætti frambjóðandi fiokksins nú við sig rúmlega 9 þúsund at- kvæðum miðað við úrslit kosn- inganna 1970, en atkvæðamagn Ihaldsflokksins lækkaði úr 28% í 18. I Kingston upon Thames hélit frambjóðandi íhaldsíTokks- ins velli með 6.787 atkvæða meirihiuta, en við kosningamar 1970 hlaut hann 10.336 atkvæða meirihluta. Mestur varð sigur Verka- mannaflokksins í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningunum, en affls var kosið i rúmlega 340 héruðum. Meðal borga, sem Ver'kamanna- fiokknum má nefna Birming- flok)kraum má nefna Birminga- ham, Leeds, Bristol, Teesside, Nottingham og Salford. tók fram að langir tímar myndu líða unz öll kurl væru komin tíl grafar og sérstök ásteeða væri til að bera kviðboga fyrir þvi, að barnshafandi konur hefðu borðað kornið og væri ótt- azt að það hefði alvarleg áhril á fóstur þeirra. Bandariska blaðið Washington Evening Star sagði frá þessum fjöldaeitrunum í dag. Blaðið sagði að íraksstjórn hefði neit- að þessu í fyrstu. Washington Evening Star sagðist hafa aflað sér upplýsinga um að 400 væru látnir af völdum eitrunarinnar og um fimm þúsund manns hefðu leitað læknis vegna alvar- legrar kvikasilfurseitrunar og margar þúsundir til viðbótar hefðu veikzt. Þá kom og fram í fréttinni, að íröksk stjórnvöld hefðu fyrir nokicru leitað hjálpar banda- rískra visindamanna og tækni- rnanna, er fór að bóla á eitrun- arfaraldri þessum og einnig sneri ríkisstjórnin sér til Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- Rogers í Brussel Brússel, 5. mai AP WILLIAM Rogers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tjáði Norð nr-Atlantshafsráðinn í dag, að Bandaríkjanienn værn reiðnbiín- ir til að scmja nm vopnahlé í Víetnam og útkljá siðar ýmis pólitísk atriði, svo framarlega sem hinn aðilinn sýndi alvar- Icgan samningsvilja. Rogers var inntur eftir því, hvað Nixon forseti hefði átt við, er' hann sagði að Bandaríkja- menn myndu grípa til þeirra hemaðaraðgerða sem þeir álitu nauðsynlegar í Víetnam og svar aði Rogers því til að Bandaríkin myndu alls ekki beita kjarnorku vopnum, né heldur senda liðs- styrk að nýju til að berjast á landi í Víetnam. Meira kvaðst hann ekki vilja segja um þá hlið málsins að svo stöddu. Rogers sagði að Bandaríkja- menn ætluðu sér að segja sov- ézkum ráðamönnum umbúða- lausa skoðun sína að Sovétrík- in bæru að hluta ábyrgð á inn- rás Norður-Víetnama vegna þeirra eldflauga og stórskota- liðsvopna, sem notuð hafa ver- ið og eru af sovézkri gerð. Rog- ers sagði að Nixon forseti myndi kynna sjónarmið Bandaríkja- manna í för sinni til Moskvu. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.