Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAI 1972 O.tgefandi hf ÁTvaJcui', R&ykJavJk Fnsmkvæmdaatjóri Harafdut Sveinsson. Rítistjói’ar Matthías Joharmessen, Eýjóltfur Konráð Jónsson. Aðstoðarrítstjóri SÍtyrrmr Gunrrarsson. Ritstjórrrarfullitnúi Þorbljönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Aug.Iýsingastjöri Ámi Garðar Kristinsspn. Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstræti 6, sími 1Ó-100. Augiiýsingar Aðaistræti 6, slmi 22-4-80 Áskriftargjaid 225,00 kr á rnánuði innanlands I lausasöfu 15,00 ikr eintakið tali, sem Morgunblaðið átti við hinn bandaríska lögfræð- ing og birtist í Morgunblað- inu í gær, hafði honum ekki auðnazt fram til þess tíma að ná símasambandi við for- svarsmenn Skáksambandsins hér. Hvaða ástæður liggja til þess, að Skáksamband ís- lands vill ekki verða við beiðni lögfræðings Fischers? Það er nauðsynlegt að forseti Skáksambandsins geri opin- berlega grein fyrir því, þar sem hér er mikið í húfi. Öll- um er ljóst, að Robert Fisch- SKÁKEINVÍGIÐ OG ÍSLAND Okákeinvígi þeirra Fischers ^ og Spasskys um heims- meistaratitilinn í skák mun vekja heimsathygli. Þetta einvígi verður einn af mestu viðburðum ársins, fjöldi skákunnenda um heim allan mun taka sér ferð á hendur til einvígisstaðarins og sú borg, sem valin verður fyrir einvígið, verður í heims fréttunum vikum saman, ef að líkum lætur. Af þessum sökum skiptir það miklu máli fyrir ísland, að einvígið fari fram hér og af okkar hálfu ber að leggja áherzlu á, að báðir keppendur geti sætt sig við þá ákvörðun, sem forseti Alþjóða skáksambandsins hefur tekið. Á því byggist möguleiki okkar til þess að standa fyrir einvíginu. Yerði Fischer dæmdur úr leik er líklegt, að einvígið um heims- meistaratitilinn fari fram í Sovétríkjunum milli tveggja þarlendra stórmeistara. Hér er til mikils að vinna. Það vekur því óneitanlega nokkra furðu, að forseti Skáksambands íslands sér enga ástæðu til að verða við beiðni lögfræðings banda- ríska stórmeistarans um að skáksambandið sæki um 72 klukkustunda frest til Al- þjóðaskáksambandsins til þess að lögfræðingurinn geti komið hingað til lands til við- ræðna við forsvarsmenn skáksambandsins. Skv. við- er er ekki maður, sem lætur segja við sig, að hans kostur sé sá einn að segja já eða nei. Eftir afrek Fischers í skák- listinni er ljóst, að héðan í frá verður enginn heims- meistari óumdeilanlega krýndur, sem slíkur, í skák- heiminum, nema sá sem teflt hefur við Fischer. Það eru því mörg rök, sem mæla með því, að leitast verði við að sýna bandaríska skákmeist- aranum fulla tillitssemi, jafn- vel þótt mönnum líki ekki allar tiltektir hans. En frá sjónarhóli okkar íslendinga alveg sérstaklega þau, að skákeinvígið hér mundi hafa í för með sér einhverja mestu landkynningu, sem um getur. Þess vegna er nauð- synlegt að Skáksamband ls- lands, svo og opinberir aðil- ar, sem hafa heitið því stuðn- ingi, leggi sig fram um að haga málum þannig, að af einvíginu geti orðið hér á landi. Og í því ljósi vekja viðbrögð forsvarsmanna Skáksambandsins við beiðni bandaríska lögfræðingsins nokkra furðu — svo að ekki sé meira sagt. STUDENTAR OG ÖFGAÖFLIN TTópur frjálslyndra stúd- “ enta, sem er við nám í Háskóla íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu, sem birt hefur verið í fjölmiðlum þar sem þeir firra sig allri ábyrgð af þeim atburðum, sem urðu við Árnagarð og á Álftanesi í sambandi við heimsókn ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna. í yfirlýsingu hinna frjálslyndu stúdenta benda þeir á, að þessar aðgerðir hafi ekki verið gerðar í umboði neinna heildarsamtaka stúd- enta. Þeir segja, að þessar aðgerðir hafi verið skipu- lagðar af fámennum hópi róttækra manna, sem hafi áður getið sér orð fyrir svip- aðar tiltektir. Þeir vekja athygli á því, að flestir stúd- enta, sem raunverulega eru við nám í Háskólanum, eru nú í prófönnum. Fleiri ábend ingar koma fram í yfirlýsing- unni. Áreiðanlega má fullyrða, að frjálslyndu stúdentarnir tala fyrir munn meginþorra stúdenta, þegar þeir firra sig ábyrgð af þessum aðgerðum. Hér er aðeins um fámennan hóp að ræða en hávaðasam- an eins og svo oft áður þeg- ar til áþekkra atburða hefur komið. En þá er líka tími til kominn að þessi meirihluti stúdentahópsins geri hreint fyrir sínum dyrum og sýni vanþóknun sína á því athæfi, sem þarna var um að ræða, eins og frjálslyndu stúdent- arnir raunar hafa gert með yfirlýsingu sinni. Fáir atburð ir hafa að undanförnu vakið jafn mikla reiði meðal al- mennings og þessi og er sann- arlega ástæða til að komið verði í veg fyrir, að ofbeldis- öfl vaði upp með þeim hætti, sem hér varð raunin á. Eftir Valborgru Sigrurðardótt- ur skólastjóra. Morgunblaðið hefur farið þess á leit við miig sem skóla- stjóra Fóstruskólans, að ég eða samstarfsfólk mitt skrif- uðu nokkrar greinar um upp eldi lítilla barna í blaðið næstu vikur. Hef ég orðið við þessari beiðni, og er mér það kærkomið tækifæri til þess að koma á framfæri ein hverjum af þeim meginsjónar miðum, sem uppeldisfræði- kennsla Fóstruskólans bygg- ir á, og raunar starfsemi skói ans öll. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lítið sem ekkert hefur verið gert af hálfu hins opinbera hér á landi til þess að veita hinum almenna borgara fræðslu um uppeldi bama sinna. Undan tekning er, ef uppeldisfræði er kennd í framhaldsskólum öðrum en Fóstruskólanum og Kennaraskólanum. Því er ekki að leyna, að mörgum finnst bættur skaðinn, þótt þótt svo sé. Hins vegar er ég þess fullviss, að vaxandi fjöldi manna hefur brennandi áhuga á að afla sér fróðleiks um uppeldi barna og ungl- inga og sálarlíf þeirra. Þetta fólk er flest fordómalaust og opið fyrir nauðsyn á breytt- um uppeldisháttum. Hvort sem okkur eldri kyn slóðinni kann að líka það bet ur eða verr, má ljóst vera, að hefðbundnir uppeldishættir, sem dugðu vel í fátækri, en fastmótaðri og gróinni sveita- menningu liðinna alda, duga okkur skammt í borgarlífi nú timans, þar sem allar breyt- ingar eru örar og samfélags hættir allir á hreyfingu. Kjöl festan er horfin. Við blasir sífelld hreyfing og breyting. Sálarlíf hins heilbrigða barns hefur væntanlega ekki breytzt, en það lifir og dafn- ar í allt öðru umhverfi en áður — félagslegu, fjárhags- legu, siðferðilegu )g menning arlegu. Þess vegna verða vandamál bamsins önnur, og lausnir þeirra aðrar en áð- ur. Við allt þetta, sem er ær- ið nóg, bætist, að þekking okkar á barnssálinni, heil- brigðri og sjúkri, er miklu meiri en riokkru sinni fyrr. Breyttir lífshættir og aukin þekking á bamasálarfræði hlýtur að leiða til endurskoð unar á uppeldisháttum og uppeldismarkmiðum. Foreldrafræðslu er því þörf í íslenzku þjóðfélagi i dag, og verður hún æ brýnni í framtíðinni. Á þvi er eng- inn vafi. Það er engan veg- inn fullnægjandi, að ein- göngu kennarar, fóstrur og uppeldisfræðingar njóti kennslu um barnauppeldi. Það kann að hljóma eins og þversöign, en ég álít, að for- eldrum barna, sem dvelja á leikskólum og dagheimilum, sé ekki síður þörf á að fá leiðbeiningar um harnaupp- eldi, en þeim sem sjá um börn sín algjörlega sjálfir. Ber tvennt til þess. Annars veg- ar það, að eftir því sem barnið er minna með foreldr- um sínum á daginn, því betur þurfa foreldrar að kunna að nýta þann dýrmæta tíma, sem þeim gefst til að vera með bömum sínum. Hins vegar gefur auga leið, að ef tveir Valborg Sigurðardóttir. mismunandi aðilar eiga að annast uppeldi barns, er höf- uðnauðsyn, að þeir hafi skiln ing hvor á annars uppeldis- báttum og hafi samvinrau um þá. Óneitanlega getur verið skaðlegt fyrir lítið barn, sem er 1 mótun, að verða fyrir andstæðum uppeldisháttum heima og á dagvistunarstofn- uninni. Slíkt getur valdið ör- yggisleysi og innri árekstrum ef mikil brögð eru að. Góð samvinna á milli fóstru og kennara annars vegar og for ráðamanna barnanna hins vegar, er mikilvægur grund- völlur fyrir vellíðan barns- ins. Unnið er að slíkri sam- vinnu með ýmsu móti t.d. á leikskólum og dagheimilum. En forsendan fyrir því, að samvinnan biómgist og dafni barninu til farsældar, er sú, að foreldrarnir hafi ein- hverja þekkingu á barnaupp- eldi og skilning á því uppeld islega hlutverki, sem leik- skólastarfsemi á dagvistun arstofnunum hefur, hvort sem þær bera nafnið dagheimili eða leikskóli. Ég hef að undanförnu hug- leitt allmikið, með hverjum hætti unnt væri að koma á raunhæfri uppeldisfræðslu, sem næði nær undantekninga iaust til allra, hvort sem þeir verða foreldrar eða ekki. Allt fullorðið fólk, sem ungengst börn og unglinga, hefur að sjálfsögðu bæði bein og óbeim áhrif á mótun þeirra. Mun ég ræða hugleiðingar minar um þessi mál nokkru nánar hér á eftir. UPPELDISFRÆÐSLA 1 FRAMHAEDSSKÓLUM Fyrir um það bil 10 árum var ég fengin til þess að kenna um stuttan tíma upp- eldisfræði við 2 gagnfræða- skóla hér i borg, en það heyr ir til undantekninga að svo sé gert, eins og áður segir. Þessi persónulega reynsla mín af slíkri kennslu, þótt takmörkuð væri, færði mér heim sanninn um, að ótrúleg- ur áhugi er hjá unglingum á að öðlast þekkingu á eðlileg um uppvexti eða þroskaferli barna og unglinga og uppeldi þeirra. 1 öðrum skólanum kenndi ég síðasta tíma fyrir hádegi á laugardegi, sem er án efa lang óvinsælasti tími allrar vikunnar hjá nemendum. Engu að síður var áhugi nem enda vakandi allam tímann og meira en það: Nemendur biðu færis eftir kennslustund til þess að spyrja mig nánar um viðfangsefni kennslustundar- innar. Sýnir þetta gerzt, hversu djúpstæð þörf er með þessum ungmennum á að vita eitthvað um sjálfa sig — og að skilja og meta tengsl sin við aðra, svo sem félaga sína og vini, foreldra og aðra for- ráðamenn. Mér fannst áhugi nemenda minna næstum átak anlegur. Ef til vill bar hann einnig vott um skort þeirra á trúnaðarvini, sem unnt væri að ræða við um hin fjöl- mörgu mannlegu vandamál, sem hrjá hugi hinna vaxandi ungmenna. Þessi persónulega reynsla mín af kennslu i hagnýtri uppeldisfræði á gagnfræða- stigi hefur sannfært mig um, að sjálfsagt er að gera hana að skyldunámsgrein þegar á þessu námsstigi. Væri og eðlilegt, að kennsla í hagnýtu barnaupp- eldi yrði tekinn upp í fram- haldsdeildum gagnfræðaskól- anna og i menmtaskólunum. í þessum menntastofnunum væri sjálfsagt að gera námið fræðilegra og tengja það e.t.v meira og strangara námi í sál arfræði. Fyndist mér nám í uppeldis- og sálarfræði í menntaskólum landsins væri mjög verðugt verkefni fyrir þessar ágætu stofnanir, og gæti það orðið þýðingarmik- ill liður í því að gera þær lif rænni og áhugaverðari fyrir námsþreytta æsku. Með þvi að færa kennslu í undirstöðuatriðum bama- uppeldis og jafnvel sálar- fræði inn í hina almennu framhaldsskóla, yrði skapað- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.