Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAl 1972 21 Tvær konur PEARL Buck skrifaði skáldsöguna Drekakyn 1942 —• sjö árum eftir að hún sneri alkomin heim til Banda- ríkjanna eftir um þriggja áratuga divöl sína í Kína. Foreildrar hennar voru trúboðar og fluttust skömmu eftir fœðingu hennar til Clien-chiang i Kína. Þar ólst hún upp, en stundaði þó háskólanám i Bandaríkjunum. Að því búnu sneri hún aftur til Kína, þar sem hún gift- ist trúboða og gerðist háskólakenn- ari í Nanking. Um þetta leyti tóku að birtast eft- ir hana sögur og greinar um daglegt líf í Kína í bandariskum blöðum og tímaritum, og vöktu þær nokkra at- hygli á henni. En með sögunni The Good Earth 1931 vakti hún á sér heimsathygli en þar lýsir hún bar- áttu kínversks bónda fyrir yfirráð- um yfir réttmætu landi sínu. Fyrir þessa sögu hlaut hún Pulitzerverð- launin ári síðar, og sennilega hefur hún vegið þyngst á metaskálunum, þegar henni voru veitt Nóbelsverð- launin 1938. Hollywood lét auðvitað ekki svo lofað efni framhjá sér fara, og litlu síðar var gerð kvikmynd eftir sög- unni með Paul Muni í aðalhlutverki. Kvikmyndin þótti takast mjög vel, og sennilega hefur Hollywood ætlað að leika sama leikinn með Dreka- kyni. Á sama hátt og Muni var í fararbroddi karlleikara í Hollywood, er The Good Earth var gerð, var Katharine Hepburn fengin í aðal- hlutverk þessarar myndar, enda mátti hún þá teljast ein skærasta kvenstjarna þar í borg. Og þótt Drekakyn hafi jafnan þótt talsverð- ur eftirbátur The Good Earth, stend- ur Hepburn alltaf fyrir sínu, og vafa laust á hún enn marga aðdáendur hér. Hepburn er enn í fullu fjöri, bæði í kvikmyndum og á leiksviði, og mundi enginn trúa því, sem hana sæi nú, að þar færi kona á sjötugs- aldri. Á löngum ferli sínum getur hún sennilega státað af fleiri góð- myndum en flestar leikkonur aðrar, enda ér hún enn ein um það að eiga þrjár Öskarsstyttur í fórum sínum. Fyrsta mynd hennar var A Bill og Divorcement (1932) en þar lék hún á-móti John Barrymore. Fyrir þriðju mynd sína Moming Glory hlaut hún Óskarsverðlaunin I fyrsta sinn og síðan hafa fylgt í kjölfarið myndir eins og Little Woman, Stage Door Holiday, Keeper of the Flame og The African Queen, þar sem hún lék á móti Humphrey Bogart. t>á er löngu frægt hið nána samband hennar og Spencer Tracy en þau léku saman í níu myndum — síðast í Gestur til miðdegisverðar, sem Stjörnubíó sýndi fyrir skömmu. Hepburn hefur jafnan þótt sjálfstæð kona og átti ekki alltaf upp á pallborðið hjá kvik- myndafrömuðum í Hollywood. Þann ig var henni sparkað frá Hollywood 1938 og töldu flestir að ferli hennar væri þar með lokið. Þá kom til sög- unnar rithöfundur að nafni Philip Barry og samdi sérstaklega fyrir hana The Philadephia Story, sem var sýnt 417 sinnum á leiksviði á Broadway, og hún fylgdi þessum leik sigri eftir með því að snúa til Holly- wood og leika þar í kvikmyndinni, sem gerð var eftir þessu verki. Upp frá því hefur Hepburn venjulega haft sitt fram. Ingunn Bjarnadóttir Hveragerði Minning Fædd 25. niarz 1905. Dáin 29. apríl 1972. Það var seint í septembermán uði haustið 1970, að leið mín lá austur yfir fjall til Hveragerðis, en þar hafði ég þá ákveðið að kenna nokkra tíma á viku hverri skólaárið sem i hönd fór. Til þess að þetta mætti tak- ast, þurfti ég að eiga einhvern samastað austan heiðar þann Muta vikunnar, sem ég gegndi þar starfi mínu. Og það réðst svo, að ég fókk húsaskjól og að- hlynningu í Laufskógum 4, hjá Ingunni Bjarnadóttur. Þessir vetrardagar urðu mér góðir dagar — góðir eins og bezt verður kosið til handa þeim, sem dvelst fjarri eigin heimili. Ég er í daglegum háttum sjálf sagt ekki mjög frábrugðinn venjulagu fólki. Þó er ég fús að játa, að ég eignast hvergi sama- stað annars staðar en þar, sem ég kalla sjálfur, að vel sé að mér búið. Ingunni hafði ég aðeins einu sinni séð áður. Þá kom ég á heimili þeirra hjóna, hennar og Hróðmars Sigurðssonar og var þar vel tekið. Þótt Hróðmar væri horfinn af sviðinu og Ingunn gengi van- heil til móts við þennan vetrar gest, var sama hlýja viðmótið og fyrr. — Og á því varð enigin breyting, þótt dögunum fjölgaði og þeir yrðu að vikurn og vik- urnar að mánuðum. Og þannig kvaddi hún mig á vordögium fyr ir tæpu ári. — Mótmæli Framhald af bls. 11. leysisreglur, setn þessum stofn- unum hafa verið settar. Hefir þar borið hæst svokallaða „rit- höfunda" og meðlimi vinstri flokka í útvarpsráði, ásamt „specialistum" í kommúnistísk- um fræðum. Þá vill fundurinn sérstaklega mótmæla þeirri leiðu og ógeðfelldu framagimi vinstri útvarpsráðsmanna sem lýsir sér í því, að þröngva sér inn í fjöl- miðlana við hvert tækifæri, sem þeir geta sjálfir skapað sér, þótt segja megi að þeir séu ekki öf- undsverðir af vinn-ukonuhlutverk inu hjá kommúnistum, og fátt sýni betur þeirra eigin andlegu „reisn“. Loks skorar fundurinn á all- an almenninig að fylgjast vel með þessum málum og mótmæla kröftuglega öllum tilburðum of- stækismanna í þá átt, sem þeir stefna, að leiða yfir þjóðina her- nám hugarfarsins í hverri mynd og hvar sem það birtist. En nú er myndin breytt þar eystra. Ingunn er horfin af svið inu — gengin á vit þess ó- þekkta, sem henni var mikið á- hugaefni, ekki sízt síðan Hróð- mar fór. Mér fannst stundum þegar hún minntist á sambúð þeirra hjóna, að ekki væri svo auðvelt að finna, hvort í hlut átti látinn maður, eða sá, sem brugðið hafði sér frá um stundarsakir. Ég þekki ek'ki lífssögu Ing- unnar Bjarnadóttur til hlítar. Henni var annað gjarnara en að vera sjálf miðdepill umræðunn- ar, þeigar við hana var talað. Hún var Hornfirðingur að ætt, giftist þar fyrri manni sín- um, en þau slitu samvistum. Seinni maður hennar var Hróð- mar Sigurðsson kennari, og ég held að fullyrða megi, að þrátt fyrir takmarkaðan veraldarfjár- afla, hafi lýst heimili þeirra sá innri eldur, sem gerði bjart og hlýtt í kringuim þá, sem þar áttu athvarf. Bæði voru þau bókhneigð, lj'óðeisk og söngnæm, og mér er næst að halda, að þeigar svo rúmt var um hendur, að eitthvað var afgangs brýn- usitu þörfum fjölskyl'dunnar, þá hafi þvi verið varið til að afla einhverra þeirra verðmæta, sem glætt gátu andlega víðsýni og orðið til persónulegra mann- bóta. Ég hef litið svo til, að bóka- safnið hennar Ingunnar verði dýrmætur fjársjóður þeim sem nj'óta og kunna með að fara. Og án efa hefur hún á raunastund- um sótt þangað orkugjafa, svo að hún gat hugrórri mætt öidu íjöiium erfiðleikanna. Mörg seinni ár ævinnar var Framhald á bls. 23. — Alþingi Lárus Framhald af bls. 14. virkjun á sínum tíma, heldur um samninginn við álverið. Forsenda þess, að samið yrði við erlend- an aðila, ætti að vera sú, að við ættum eða eign uðumst meiri- hiuta í því fyrir tæki, sem ork- una keypti! Ráðherra taldi, að í sambandi við dreifingu raforkunnar væri komið til móts við tiilögur Sjáltf- stæðismanma. Þá sagði hann, að hin mikla dreifing raforkunnar væri meiri en í nokkru öðru jaifn strj álbýlu landi og mættum við vera hreyknir af henni Ráðherra sagði, að það mætti vel vera, að hann hefði ’laigt of mikið upp úr ályktun Laxárvirkj unarstjórnar. Eigi að siður fæl- ist i henni rnikill stuðningur við stefmu sina. VATNALAGANEFNDIX LÖGÐ NIÐUR Olafur Jóhannesson forsætis- iáðherra sagði, að þegar ákvörð uniin um að leggja þá nefnd nið ur, sem hefði endurskoðun vatna laganma með höndum, hefði verið tekin, hefðu allmörg málafierld ris ið um „princip“-mál í sambandi við efni vatnalaga og skilning á ýmsum ákvæðum þeirra. Hainn hefði því tafflð rétt að efna ekki til endurskoðunar, fyrr en fyrir iægi úrskurður dómstóla um þessd atriði. Guðlaugur Gíslason (S) ítrek aði, að það væri rangt lijá ráð- herra, að með tillögum hans væri komið tii móts við tiilögur sjálfstæðismanna fyrr í vetur, en þar hefði verið lagt til, að i'andshlutasamtök sveitarféiiag- anna tækju við því hlutverki, siem Rafmagnsveitur ríkisins hefðu nú, í sambandi við dreif- ingu raforkunnar. Hann sagði, að þau ummæli Magnúsar Kjart anssonar, að hann viidi hafa gott samband við sveitarstjórnirnair, kærmu undarlega fyxnr þegair þess væri gætt, að hann hefði gengið fram hjá þeim i sambandi við þá nefnd, sem hefði undirbú ið og samið þLngsályktunartillög una. Magnús Kjartansson iðnaðar ráðherra sagði, að þedr, sem sæti hefðu átt i þeirri nefind, sem til- löguna hefði samið, væru allir saimmála þei.rri stefnu, sem þar kæmi fram. Ennfremur sagði bann tidiöguna flutta af aidri rik isstjórninni. Ráðherra sagði ennfremur, að í tiilögumini fælist engin byl'ting ar.stefna, heldur væri hún í eöli- legu samhengi við þróunina sið- asta aldairfjórðunginn. — Hann lagði áherzlu á, að Alþingi af- gireiddi málið í vor. Lárus Jónsson kvaðst ekki .skilja, hvemiig ráðherrann kæmi því heim og saman ályktun Laxárvirkjunarstjórnar og stefnu ráðherra í heild. Sagði hann, að þótt stefnt væri að landshlutafyrirtækjum í orku- vininislu, væri hægt að haga öðr- um þáttum í skipulagi raforku- málannia á aitlt annan veg en gert væri ráð fyrir í tillögunni. —' Það kæmi mjög til álita, hvort ekki væri rétt að fela sveitarfé- lögunum í einstöku.m liandshlut- um í sameiign þeirra eða sam- staii-fi að reka dreifiveitur t.d. — Það er ekkert, sem kemur í veg íyrir það, þó að um það sé að ræða að stoírjuð séu orkuvinnslu íyrirtæki ríkisins og sveitarfélag anna í hinum ýmsu landshlutum. Magnús Jónsson (S) sagði út af þeim ummælum Magnúsar Kj artanssonar, að aildrei framar yrðu gerðir eins orkusöiusamn- inigar og við álverið, þar sem er lendi aðilinxi ætti algerlega iðn- fyrirtækið, að þetta væri sláandi dæmi. Stórfielidur samdráttur hefði orðið á álsölu í heiminum og það væri staðreynd, að Swiss Al'uminium hefði látið keyra þessa verksmiðju stanzlaust en ekki . dregið úr framleiðslunni eiiniungis vegna þess, að þeir hefðu verið bundnir af orkusölu samningi við okkur um að nýta þessa orku. Með hliðsjón af þess ari reynslu mætti bað mikið vera eif Magnús Kjartansson hug'saði siig ekki tviisvar um, áður en hatnn færi að taka allt ol’ mikla áhættu af stóráhættusömum rekstri, sem kostaði mikið fjár- rnaign í fjárfestingu, eins og átt hefði sér stað með álbræösi'una, — ef hægt væri að gera það á annan hátt eins og hér hefði gerzt með samningunum við Swiss Aluiminium. — Alþingi Magnús Framhald af bls. 14. us Jónsson og iðnaðarráð- herra greinir á um það, hvernig beri að skilja álykt- un Laxárvirkjunarstjórnar. Ráðherra vill túlka hana sem algjört jáyrði við þá hug- mynd, sem hann hefur sett hér fram. Ég leyfi mér að taka undir það, sem Lárus Jónsson sagði hér, að ég held, að ráðherra leggi of ríkan skilning í það, sem hér er um að ræða. Það hefur kom- ið þar fram velvilji, sem ég hygg, að hvarvetna sé fyrir hendi, ef skynsamlega er á málum haldið. RANGT AÐ ÞVINGA FRAM ÁLYKTFN Alþingismaðurinn ítrekaði, að ekki ætti að þvinga þing- menn til þess að taka afstöðu í svona máli, — um grund- vallarstefnumöi'kun til fram- tíðarinnar á tveim til þrem vikum, án þess að þeir gætu farið heim í sín kjördæmi og rætt þessa nýju hugmynd, en ráðherra segði sjálfiur við þá aðila, sem með orkumálin fara, að hér væri um nýja stefnu að ræða. —- Og ég vil biðja hæstvirtan ráðherra í fullri vinsemd að taka það til ihugunar, hvort mín skoð- un í þessu efni sé ekki rétt. Ég er sannarlega ekki að mæla þar i neinum fjandskap við þær hugmyndir, sem ráð- herra er með. En ég tel, að það væri hreinn flumbruskap- ur að fara að heimta það af þinginu, að það samþykki þær. Það getur verið, að hann geti knúið sitt lið til þess, en hann knýr varla aðra til þess að samþykkja þessa þings- ályktun. Og þá yrði niður- staðan, að við kæmum klofn- ir fram i máli, sem við kannski alls ekki erum klofn- ir í. Á AÐ RÝRA HLUT REYKJAVÍKUR? Alþingismaðurinn undir- strikaði enn frekar, hvað hér væri um flókið mál að ræða, með því að benda á sameign ríkisins og Reykjavíkurborg- ar að Landsvirkjun til við- bótar því, sem hann hefði áð- ur sagt um mismunandi eign- araðild rikis og sveitarfélag- anna að hinum ýmsu orku- verum. Þingmaðurinn benti á, að Landsvirkjun yrði stofn- inn í hirmi nýju Landsvirkj- un Islands, en samkvæmt til- lögunni ætti ríkið að eiga a.m.k. 50% af henni, en á möti kæmi svo hlutur Reykjavíkur og annax-ra sveit arfélaga. — Á þá smám sam- an að rýra hlut Reykjavíkur- borgar og eignaraðild að þess- ari virkjun? spurði þingmað- urinn. Og með hvaða hætti á það að gerast og hvað segir Reykjavikurborg um það? Lýstu fulltrúar hennar bless- un sinni yfir þessu á fundi Sambands rafveitna? Ég spyr. Borgarstjóri Reykjavík- ur á sæti hér á Alþingi og hefði verið æskilegt, að hann hefði getað fengið tækifæri til þess að lýsa skoðun sinni í því máli. Vonandi getur hann það, áður en til loka málsins kemur, en hér er vissulega ekki um lítið atriði að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.