Morgunblaðið - 06.05.1972, Síða 22

Morgunblaðið - 06.05.1972, Síða 22
22 MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAl 1972 Aðalbjörg Alberts dóttir — Minning Fædd 10.4.1884. Dáin 28.4.1972. 1 .dag verður til moldar borin frá Dómkirkjonni i Reykjavík frú. Aðalbjörg Albertsdóttir, ekkja Þorsteins heitins Sigur- geirssonar, sem lengi var verzl- unarstjóri hjá Timlxir og kola- verzluninni h.f. hér I Reykja- vik, en síðar gjaldkeri við Bún- aðarhankann Irá stofnun hans t-il dauðadags. Hann féll frá þann 8. febrúar 1935. Frú Aðaibjörg fæddist þann 10. apríl 1884 að Stóruvöllwm í Bárðardal. Foreldrar hennar voru Albert Jónsson frá Stóru völlum og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Bjarnastöðum. Bæði af gagnmerkum ættum komin. Aðalbjörg fluttist með foreldr um sínum til Akureyrar innan við tvitugs aldur. Þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sín- um og þar áttu þau Þorsteinn brúðkaup sitt snemma árs 1906. Árið 1907 koma þau hjón hing að t'il Reykjavíkur og áttu lengstum heima að Klapparstig 27 og minnast margir eldri t Afasystir mín, Snjólaug S. Jónsdóttir, Laugavegi 54b, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 5. mai 1972. Sighvatur Jónasson frá Helgastöðum. Reykvikingar þeirra hjóna frá þeim árum. Á Klapparstíg 27 rikti festa og gleði og þarna ól- ust bömin upp: Sigrún, sem gift er Jóni Jósepssyni frá Setbergi, Guðrún, sem gift er Gunnari B. Guðmundssyni, hafnarstjóra, Guðlaug, sem dáin er, Stefán garðyrkjumaður í Ólafsvík, kvæntur Helgu Þorkelsdóttur og séra Garðar Þorsteinsson, prófastur i Hafnarfirði, kvænt- ur Sveinbjörgu Helgadóttur. Við séra Garðar vorum skóla- bræður og félagar og heima- gangar hvor hjá öðrum öll okk ar skólaár. Á ég þvi margra yndisstunda að minnast frá Klapparstíg 27, er frú Aðal- björg var hrótkur fagnaðar með heimafólki sínu. Oft settist hún niður og spilaði undir, er við fé lagarnir og annað heimilisfólk ög gestir tókum lagið, sungum æsku- og ættjarðarsöngvana, sem svo titt var í heimilum þeirra daga, meðan útvarp og sjónvarp var enn ekki komið hér til sögu. Þarna var notið mikillar ánægju og gleði við brunna tón listarinnar og við umræður um bækur og Ijóð skáldanna, sem þá voru að koma hér fram á sjónarsviðið. „Verið ávallt glaðir. Ljúf- lyndi yðar sé kunnugt öllum mönnum," segir postulinn. Þann- ig minnist ég frú Aðalbjargar, hlýrrar og bjartrar, með það bros á brá, er aldrei gleymist heimilisvinunum mörgu frá þess ari löngu liðnu tíð. Og þegar mest reyndi á, eftir lát manns hennar, reyndist hún sama hetja sem margar hinna beztu formæðra vorra, sem uxu við hverja raun. Hóf hún mat- sölu á Amtmannsstíg 4, sem hún t Móðir okkar, TORFHILDUR SIGRlÐUR EINARSDÓTTIR, lézt fimmtudaginn 4. maí að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda, Agústa Sveinsdóttir, Alfreð Bjarnason. t Eiginmaður minn, HARALD FAABERG, sipamiðlari, Laufásvegi 66, lézt fimmtudaginn 4. maí í hjúkrunar- og endurhæfingardeild Borgarspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Sigriður Faaberg. t Eigínkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,' GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, mánudaginn 8. maí klukkan 3 eftir hádegi. Blðm og kransar eru afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á systrafélagið Alfa, Ingólfs- stræti 21. Þorkell Bergson, börn, tengda- og barnaböm. rak með reisn og prýði og vlð hinn- bezta orðstir, til þess og að létta undir með börnum sínum, sem þá voru að brjóta sér braut. „Guð er mitt hæli og styrk- ur.“ Þannig vár sannfæring Aðal bjargar, þvi gekk hún veg sinn allan, svo ókvíðin og björt, svo öruggum og styrkium skref um. 1 nafni okkar heimilisvinanna gömlu á Klapparstíg 27 tjái ég börnum hennar nú dýpstu sam- úð. Garðar Svavarsson. Eifur timans rennur án afláts í skaut eilífðarinnar. Einstaka sinnum getur þó niður þessarar elfar gl-umið i eyrum eins og hvellasta bjalla. Slíkur hljómwr náði eyrum fjölskyldu minnar 28. apríl s.l. er tengdamóðir mín Aðalbjörg Albertsdóttir kvaddi þenr an heim. Aðalbjörg var fædd að Stóru- völlum í Bárðardal 10. apríl 1884 og var hún þvi nýiega orð in 88 ára gömul. Foreldrar henn ar voru hjónin Guðrún Jónsdótt ir og Albert Jónsson, er þá bjugg-u á Stóruvöllum, ásamt fleiri systkinum Alberts. Síðast liðinn vetur ias ég dagbókarbrot Sigurgeirs, bróðwr Alberts,. síð- ar organista á Akiureyri, þar sem hann lýsir æskuheiimili Að- albjargar og lífi fólksins að leik og starfi. Ljóst er, að sá fram- farahugur og félagsandi, sem greip um sig meðal aldamótakyn slóðarinnar festi djúpar rætur hjiá hinu fjölmenna frændaliði á Stóruvöllum. Lýsti þetta sér m.a. i iðnaðar- og tónlistarnámi bræðranna og þeim stórhug, er ráðizt var í byggingu eins elzta hiúss úr tilhöggnum hiöðnum steini i sveit, hérlendis. Mörgu markverðu frá þess<um árum hefir Aðalbjörg sjáltf lýst í viðtölum við fræðimenn, sem fest hafa á letur. Albert flutti með fjölskyldu Minning: Viktoría Halldórs- dóttir frá Stokkseyri Fædd 6. ágúst 1889. Dáin 30. apríl 1972. I dag er til moldar borin frá Stokksey rark i rkj u Viktoría Halldórsdóttir, er lézt á Land- spitalanum hinn 30. apríl s.l. Er þar með lokið farsælum Jífsferli mikillar sæmdarkonu, sem allt var í senn fyrirmyndar hús- freyja, eiginkona og móðir, auk þess sem hún var um árabil leið- togi í félagsmálum á Stokíkseyri og raunar að vissu leyti á lands mælikvarða. Sívakandi áhuga kona um hjálpsemi, aðstoð og fyrirgreiðslu við samferða- fólkið, sem naut þessara eigin- leika hennar i rikum mæli. Þegar vinir kveðja veröld okkar vakna í vitundinni marg- ar minningar. Ég á þær margar og góðar frá samveru og starf- stundum með Viktoríu í gegnum árin. Hún var ein af þeim fyrstu, er ég kynntist, er ég kom til Stokkseyrar fyrir ára- tugum síðan. Á okkar samstarf og vináttu féll aldrei skuggi. Viktoría var svo traust, hjálp fús og fórnfús að eftirtekt hlaut að vekja. Ávallt reiðubúin að rétta hjálpar og líknarhönd þeim, sem á þurftu að halda og horfði þá ekki í að hlaupa und- ir bagga frá sínum umfangs- miklu heimilisstörfum og stóra barnahópi. Hjálpsemi og kær- leikur var henni í blóð borin, lifsköllun, sem hún sinnti af slíkri umhyggjiu og ástúð að betur verður ekki gert. Ótaldar eru vökustundir hennar yfir þeim, er sjúkdómum voru þjáð- ir, ótalin sporin til þeirra, sem af einhverjum ástæðum þurftu á persónulegri huggun og uppörv- un að halda, þar var hún kjör- in manneskja til að glæða lífs- vonir þreyttum og yonlitlium og beina huga viðkomanda til þess, sem lífið á þrátt fyrir allt, bjart, fagurt og eftirsóknarvert. Um áratugi var Vifctoría i far arbroddi í félagsmálum. Gædd miklum starfsvilja, föst og ákveðin í skoðunum og þvi oft um hana nokkur styr, sem jafn- an vill vera um þá, sem í þjóð- félagsmál blanda sér. Viktoria var kona fyrirmannleg og bar mikinn persónuleika. Að henni sópaði á mannafundum. Máli hennar fylgdi þungi sannfæring ar og hugrsjónaeldur fyrir mál- efnum þeim, er hún bar fyrir brjósti, svo að ræður hennar vöktu jafnan athygli og var eft- ir tekið af viðstöddum. Hún var í 15 ár formaður Kvenfélags Stokkseyrar og frumkvöðull að mörgum þeim málum, sem íbúar Stokkseyrar í dag njóta nú ávaxtanna af. 1 fersku minni er mér bar- átta hennar fyrir stofnun Sjúkrasamlags á Stokkseyri á fyrstu árunum sem þau voru að komast á fót í landinu, en voru ekki lögboðin. Þar dró hún ekki af sér. Hún sá af lífs- reynslu sinnar skilningsríku sál ar hve þýðingarmikið öryiggis- og mannréttindamál var hér á ferð inni og framsýni hennar brást þar ekki frekar en endranær, um það eru störf Sjúkrasamlag- anna í dag öruggt vitni. Viktoría giftist Jóni Þóri Ingimundarsyni trésmið á Stokks eyri, sem látinn er fyrir nokkr- um árum og bjuggu þau allan sinn búskap á Stokkseyri. Þau eignuðust 9 börn. Við Viktoría áttum saanleið um áratugi við ótal félagsleg verk- efni sem vinkonur og félagar með mörg sameiginleg áhugamál og skyldar skoðanir í flestum t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SOFFlA ÞÓRARINSDÓTTIR, Skaftahlíð 10, verður jarðsungin mánudaginn 8. maí klukkan 13,30 frá Fossvogskirkju. Ema Aradóttir, Böðvar Jónasson, Sigriður Soffía Böðvarsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Sigurður Þ. Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS ÞORLEIFSSONAR, Brávallagötu 42. Anna K. Jónsdóttir, Anna Þóra Ólafsdóttir, Anton Sigurðsson, Ingíbjörg Ólafsdóttir, Ólafur S. Bjömsson, Ágústa Þórdis Osinski, David Osinski og bamabðm. sína tii Akureyrar og relsti þar húsið Stóruvelli, er stóð, þar sem útsýni er hvað fegurst út Eyjaf jörð, skammt frá þeim stað þar sem nú stendur Akureyrar- kirkja. Auk Áðalbjargar áttu þau Guðrún og Albert, Halldór, er lengi var kaupmaður á Biöndiu- ósi, Jón er iézt ungur og Hóim- friði, sem nú er ein á lífi þeirra systkina. Á Akureyri kvnntist Aðal- björg manni sinum, Þorsteini Sigurgeirssyni, er fæddur var að Álftagerði í Skagafirði, son- ur hjónanna Guðlaugar Hjálms- dóttur og Sigurgeirs Stefánsson ar. Hafði hann lokið námi frá Möðruvallaskóla og stundað kennslu og verzlunarstörf. Þau reistu bú i Reykjavík, þar sem Þorsteinn varð verzlun arstjóri hjá fyrirtækinu Timbur og kol og síðar 'fyrsti féhirðir Búnaðarbanka Islands, er hann var stofnaður. Þeim Aðalbjörgu ot Þorsteini varð sex barna auðið. Gunnar lézt i bernsku og Guðlaug rúm- lega þrítug að aldri, en á lífi . eru séra Garðar, prófastur í Hafnarfirði, Stefán, garðyrkjw- maður í Ólafsvik, Guðrún píanó leikari og Sigrún snyrtisérfræð- ingur, báðar í Reykjavík. Þorsteinn lézt á miðjum aidri árið 1935. Hóf Aðalbjörg þá málum. Viktoria var í hópi þeirra samferðakvenna, er ég met mest af þeim konum, sem ég hefi átt samleið með á lifsleið- inni og vil ég þó á enga halla með þeim orðum mímum. Við burt för hennar úr þessum heimi sakna ég góðs vinar og ráðgjafa. Indællar konu, sem bar með sér birtu og lífsgleði hvenær sem hana var að hitta og það jafnt þó hún væri oft sjálf bundin böggum erfiðra ástæðna, áhyggju og sorgar, sem hún lét ekki bugast atf, heldur var jafn an reiðubúin að veita öðrum styrk og huggun. Slíkar konur verða jatfnan ljós.gjafar á veg- ferð mannlífsins. Ég vil ljúka þessum fátæk- legu kveðjuorðum minum til þessarar vinkonu minnar með þakklæti og virðingu fyrir allt, sem hún var mér frá fyrstu kynnum á lömgum og ánægjiuleg um starfsferli. Ég sendi börnum hennar, temgdabömum og venzlafólki mínar samúðarkveðjur. Stokkseyri unni Viktoría af sínu heita falslausa hjarta. Stokkseyri hafði hún unnið lang an og giftudrjúgan starfsdag. 1 dag fer hún ausfeur í síðustu ferð ima til Stokkseyrar eftir mokk- urra ára fjarveru. Stoikkseyri var henni ávallt efst í huiga. Þar mótaðist lifssaga hennar og ör- lög. Þaðan eru ótal óbrotgjám- ar minningar um kærleiksverk hennar og fómarstörf og marg- vísleg framlög til félags- og mann réttindamála, sem fyrir hennar tilstilli og annarra, sem með henmi imnu, eiu orðin að veru- leiika, samtíðinni og óbomum kyn slóðum til blessunar. 1 dag er hún lögð til hinztu hvílu við hlið eiginmanns síns á Stokkseyri. Ævistarfi merkr- ar samtiðarkonu er lokið. Guð blessi henni framhaldið á land- imu bak við móðuna mikliu. Anna Hjartardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.