Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, UAUGAHDAGUR 6. MAÍ 1972 Islandsglíman fer fram í Vogaskóla á morgun fslandsg-llman 1972 sú 62. í röðinni verður háð n.k. sunnu- dag 7. maí og hefst keppnin kl. 14.00. — Glímt verður í leikfimi- sal Vogaskólans. Skráðir keppendur eru 10 frá 4 féiögum og Héraðssambönd- um. Meðal keppenda eru flest- ir snjöllustu glimumenn lands- ins, svo sem Sveinn Guðmunds- son, Ármanni, Jón Unndórsson, KR, Sigurður Jónsson, Vikverja og Ingi Yngvason H.S.Þ. Gísli Halldórsson forseti l.S.l. setur mótið, en glímustjóri verð ur Þorst.einn Einarsson, íþrótta- fulltrúi. Sveitaglíma fslanðs 1972 fer fram á timabiiinu 20. maí til 30. júní n.k. Keppt er í fimm manna sveitum. Þátttökutilkynn- ingar skai senda í pósthólf Glímusambainds Isiands nr. 997, Reykjavík fyrir 15. maí n.k. í ti'l’kynnmgunni skal greina nöfn keppenda svo og varamanna. Mótsnefnd Glímusambandsiws skipa: Sigurður Ingasoin, Tryggvi Haraldsson, Garðar Erlendsson, Sigurður Geirdal og Guðmund- ur Freyr Halidórsson. Valur tekur forystu EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu sigruðu Vals- m«nn Víkinga með einu marki gegn einu í leik í Reykjavíkur- mótinu á miðvikudagskvöld. Að staeður til keppni voru þá hinar örðugustu, og hefur eir.stök ó- heppni með veður fylgt knatt- Hljómskála- hlaup HLJÓMSKÁLAHLAUP ÍR fer frtam i sjötta og siðasta sinn n.k. eunnudag og hefst kl. 14.00. AUs hafa nú hátt á annað hundrað tekið þátt í Maupinru í vetur og enn eru um 40 sem geta unnið til verðOauna með þvi að Maiupa í síðasta hlaupinu. Er því ekki að efa að fjölmennt verður og þvi er niaiuðisynlegt að biðja þá sem ætla sér að vera með að mæta tímanlega til keppninnar, heJzt eigi siðar em ki. 13.30. spyrnumönnunum í Reykjavíknr mótinu. Leikur VaJS og Víkiinlgs' var þvli heidur tiTþrifaditiliI, en Valismenn voru áberandi betra iiðið á vel- inium og Sigurinn 1:0 i mieira laigi verðskuMaður. Það var Her mann Gunnarssan sem skoraði mark Vals. í fyrrakvöld Jéku svo KR og Ármaran og iarak þeim leik með sigiri KR-inga 2:0. Höíðu KR-inig ar yfiiætökin í lleiknum ailJan tim ann og hefðu getað uinnið stærri sigur, ef miðað er við gang lleiks ins. Bæði mörkin skoraði Bjöm Pétursson. Staðan í Rey k ja vi k urm óti nu er nú þessi: Valur 3 2 1 0 3:1 5 KR 4 2 1 1 6:3 5 Fram 2 2 0 0 6:1 4 Vikingur 4 2 0 2 7:5 4 Þróttur 3 0 1 2 1:7 1 Áirtmann 4 0 1 3 1:7 1 Einn leikui- fer fram i mótinu í daig, milli Fram og Þróttar og heflst hann kl. 14,00. Verðlaunaafhending. Liðsmenn Morton. Leikur hér við landsliðið, IBK og KR - Allir leikirnir verða á Laugardalsvellinum NÆSTKOMANDI mánudag kem ur hingað skozka 1. deildarliðið Morton F.C. í boði knattspyrnu- deilda FH og KR. Morton F.C mun leika hér þr,já leiki, sem allir fara fram á Laugardalsvell- inum og hefjast kl. 29 á kvöldin. Á þriðjudaginn leikur Morton F.C. gegn úrvali KSÍ og er sá leikur siðasti leikur iandsliðsins áður en það heldnr til Belgíu 16. þ.m. — Á fimmtudaginn 11. maí ieikur Morton F.C. við Islands- meistara ÍBK og á sunmidaginn 14. maí leikur Morton F.C. við KR. Eins og fyrr segir leikúr Mort- on F.C. í 1. deildinni skozku og varð í ár númer 10 af 18 liðum deildarinnar, en í 1. deild hefur félagið leikið nær sleitulaust frá 1963, en 1966 féll það niður i 2. dei'ld, en vann sig strax upp aft- ur með met stigatölu, 69 stig- um og skoraði 135 mörk. Morton F.C. er rótgróinn knatt spymufélagssikapur, sem var stofnaður þjóðhátíðarárið 1874 i borginni Greenock, sem er skammt frá Glasgow og fræg borg fyrir skipaviðskipti. Skjald- armerki félagsins er líka skip þanið fullum seglum. Morton hefur undanfarin ár ekki lagt svo mikið upp úr að vinna I 1. deildinni skozku né bik arinn, þvl erfitt er að keppa við stóru félögin Glasgow Celtic og Glasgow Rangers um þá frægð. Aftur á móti hefur Morton F.C. gert það að verkefni sinu að ala upp unga leikmenn, sem skipa alltaf meginhluta liðsins, en með þeim eru ávallt mjög reyndir knattspymumenn. 1 ár hefur Morton F.C. ieikið með mjög ungt lið, sem þykir lofa mjög góðu, bæði hvað styrk- leika og góða knattspyrnu snert- ir. , Með Morton F.C. kemur hing- að lan dsli ðsmarkmaðu ri n n danski Erik Sörensen, sem hefur leikið í Skotiandi með atvinnuiiðun- um Ramgers og Morton F.C. síð- an 1964, en ávallt kallaður til að ieika með danska landsliðinu, þegar það er skipað atvinnu- mönnum, sem leika erlendis. Framkvæmdastjóri Morton F.C. og aðaleigandi hlutafjár fé- iagsins Mr. Hal Stewart kemur með liðinu, sem fararstjóri, en hann hefur unnið sér orð fyrir að vera mjög naskur á að greina knattspyrnuhæfileika hjá ung- um mönnum. Ekki er að efa að þessi heim- sókn Morton F.C. verði íslenzkri knattspymu til góðs, þvi iiðið er skipað ágætum knattspyrnu- möninum, þótt nöfn þeirra séu ekki á heimsmælikvarða í svip- inn. Islenzíku liðin sem keppa gegn Morton F.C. fá hér tæki- færi til að leika við 1. deiidar- lið atvinnumanna, og knatt- spyrnuáhugamenn fá hér tæki- færi til að greina getu islenzkra knattspymumanna í saman- burði við leikmenn Morton F.C. Morton FC í heimsókn Sigurður júdómeistari — keppt var í frjálsum flokki JtJDÓMEISTARAMÓT íslands í frjálsum flokki fór fram f íþróttahúsi Háskólans sl. sunnu- dag. Keppt var um þrjú efstu sætin, en þátttakendur voru að- eins 15 frá Júdófélagi Reykja- víkur og júdódeild Ármanns. Yf- irdómari mótsins var aðalþjálf- ari júdósins á íslandi, N. Yama- moto, 5. dan Kokokan, júdó- prófessor. Var þetta 6 riðla keppni, þann- ig að efnilegustu þátttakendurnir kepptu aliir til úrslita án tiliits til stiga, en lotulengdin var 5 min. 1 undanúrsiitum kepptu Sig- urður Kr. Jóhannsson, JR, og iSigurjón Kristjánsson, JR, og wann Sigurður eftir framlengdan leik. Næst kepptu þeir Svavar M. Carisen, JR, og Hjörtur Sig- urðsson, JR, og vann Svavar þá keppni eftir 2 min. lotu. Loks kepptu þeir Hannes Ragnarsson, JR, og Össur Torfason, Á. Sigr- aði össur eftir 5 min. lotu á ko- solo-gake-bragði. Sýndi hann þar fram á að stærð manna skiptir ekki megin máli, ef mótherjinn er tekinn réttum tökum, en Öss- ur er um 40 kg léttari og iægri í samræmi við það. Til úrsiita um þrjú efstu sæt- in kepptu svo þeir Sigurður Kr. og Svavar, en skildu jafnir eftir 5 mín iotu. Þá kepptu Össur Og SLgurður Kr. og vann Sigurður á gólíbragðinu houke.sa-gatame eftir 3 mín. og 4 sek. Næst kieppti Össur við Svavar og vann Öss- ur eftir 4 % mín á sama bragði. Þurftu þá Sigurður og Svavar að keppa aftur um 1. og 2. sæt- ið i mótinu, en þeir voru þá orðn- ir töluvert þreyttir. Eftir þá lotu og frekar títil til- þrif voru þeir enn jafnir og var iotan þá iengd um 3 mín. Voru þeir félagar óspart hvattir tii átaka, en allt kom fyrir ekki og enn voru þeir jafnir að áliti dóm- aranna. Var þá ákveðið að lotan skyidi framlengd um 3 min. til úrskurðar. Hvorugur þeirra náði að fella hinn, en Sigurður sótti meira og ógnaði jafnvægi Svav- ars. Var honum þvi dæmdur sig- ur með litlum mun. Veitti ISl sigurvegaranum fallegan bikar til eignar, en Svavar og Össur hlutu verðlaunapeninga. Ekki ánægður — sagði N. Yamamoto AÐ loknu fslandsmeistara- mótinu í júdó reeddi Morgun- blaðið við N. Yamamoto, júdó- prófessor, og spurði hann álits um mótið. Hann sagði: — 1 þessari júdómeistara- keppni Islands þótti mér mjög leitt hvað fáir af byrjendum í íþróttinni tóku þátt í henni. Keppnin sjálf fór ekki vel fram. Keppendum háði æf- ingaleysi. Þess vegna voru hreyfingar hægar og baráttu- tæknin var of einföld og hæg. Það vantar sterkan líkama, anda og æfingar. Á þessum þremur þáttum byggist júdó- andinn. Vegna þess að nem- enduma skortir samanburð við erienda júdóiðkendur eru þeir ánægðir með núver- andi ástand. Markmiðið hjá þeim ætti fyrst og fremst að vera það, að hafa samskipti við útlenda meistara til þess að kynnast þvi bezta og þar næst er það, að iæra Mkamsstjóm og betri baráttutækni í keppni. En á hinn bóginn er ég ánægður með það, að suxnir, sem lengra eru kotmnir, gera mikið tU þess að leiðibeina byrjendum, saigði Yamamoto að lokuxn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.