Morgunblaðið - 14.05.1972, Page 8

Morgunblaðið - 14.05.1972, Page 8
8 MQRGUNBLAÐIÐ, SUN'NUDAGUR 14. MAl 1972 jNeitriíorkSimes! <ir^s. Cs? . Timburmenn brotnir til mergjar Eftir Meg Whittie Whiíeomb TIMBUBMENN vegna ofneyzlu á- fengis eru ekkert nútínia fyrirbæri. Frásagnir uni það ástand má finna víða í sögunni. Búddatrúarmenn fyrri alda skráðu til dæmis lýsingar á sjúkdómseinkennunum í fornar læknaskýrslur sínar: þreyta, brjóst- sviði, stanzlaus þorsti, höfuð- og út- limaskjálfti og glymjandi höfuðverk- ur. Fram á siðustu tíma voru hins vegar timburmenn álitnir — sérstak- lega á Vesturlöndum — minniháttar óþægindi, sem ekki var ástæða til að kanna visindalega. Nú hefur sérstök stofnun innan Yale-háákóla í Bandarikjunuim fundið svör við 9umum helztu spumingun- um varðandi timburmenn og of- neyzlu áfengis í heild. Þar kemur í Ijós að timburmenn eru timabundin afleiðing af truflunum á miðtauga- kerfinu. Þeir stafa ekki af tjóni á kerfinu. Timburmenn eru ekki skað- legir heiisu manma. Áfenigið getur verið það, en ekki timburmenn. Þeir trufla aðeins miðtaugakerfið. Háskólastofnunin, „Yale Institute of Alcoholic Studies,“ skýrir svo frá að það sé algjörlega einstaklings- bundið hve mikið áfengi þurfi til að valda ölvun og timiburmönmum, sem henni fylgir. Sá, sem drekkur bjór og vín, og drekkur of miikið, fær jafn slæma timburmenn og hinn, sem drekkur viskí eða vodka. Eini munurinn er sá að bjór- og vínneytandimn þarf að drekka meira, og það tekur hann lengri tíma. Neytandi sterkra drykkja er fljótari að verða undir áhrifum. Sterkir drykkir innihalda um tvöfait til fjórfalt áfemgismagn miðað við bjór eða létt vin. Hvers vegna fylgja timburmönn- um óstöðvandi þorsti, ónot í maga, höfuðverkur, þreyta og skjálfti? Skýring stofnunarinnar á þessum sjúkdómseinkennum er svohijóð andi: Þorstinn morguninn eftir er afleið- ing sérstæðs flutnings á vökvanum í Kkamanum. Um 70% likamans eru vatn. Tveir þriðju hlutar þessa vatns er í frumunum, afgangurinn i blóð- inu og meltingar- og likamsvökva. Áfengið breytir þessu hlutfalli, og veldur vatnsskorti í frumunum. Það er ekki fyrr en Líkamsstarfsemin sjáif hefur komið á réttu jafnvægi á ný að þorstinm hverfur. Þess vegna fer allt vatnið, sem drukkið er dag- inn eftir, beint í gegnum likamann, og slekkur þorstann aðeins í bili. Þá er það ekki rétt að áfengi „þurrki“ líkamann. Ofneyzla áfengis veldur því að æð- arnar í heilanum þenjast út og fytgja því kvalir. Lifrin á einnig sinm þátt í timburmannahöfuðverkj- um. Áfengi getur skaðað starfsemi lifrarinnar (og valdið rýmun), og leitt til þess að Mkaminn losar sig ekki við skaðleg efni. Sitji efnin í líkamanum, geta þau valdið höfuð- verk. Áhyggjur og iðran auka einnig timburmamnahöfuðverkinn. Taugaeinkenni eims og titringur og skjálfti eru aðallega tiMinningalegs eðlis, og stafa af áhyggjum og spennu hjá drykkjumanninum, þegar loks rennur af honum. Það vill svo til að það er ekki drykkurinn, sem veldur þessurn einkennum. Ef drukkið er á fastandi maga (og það gerir megnið af ofdrykkjumönn- um), getur of mikill magavökvi haft ertandi áhrif á slímhúðina, og jafn- vel valdið magabólgum. Meðan á mikiIM drykkju stendur, og oft eft- ir hana, hættir maginn að senda út eðlileg hungurmerki. MiMjónir áfeng- isneytenda eru sanmfærðar um að ákveðin áfengistegund sé betri í mag- ann en önnur, eða að biandaðir drykkir séu „öruggari“ en óblandað- ir. Sú trú hefur verið hrakin og stað- reyndin er, að áfengi framkáMar timb urmenn ef nógu mikið af því kemst út í blóðið. Að lokum: Er til meðal við timb- urmönnum? Sem stendur er meðai við timburmönnum jafin ófáanlegt og meðal við kvefi. Og meðferð beggja sjúkdóma er svipuð: látið fara vel um ykkur, sofið, farið i heitt bað og takið aspirín. „Banamein timbur manna verður það eitt að menn læra að drekka skynsamlega," segir dr. Leon Greenburg við Yale-stofnunina. „Það birtist ekki í formi pillu, held- ur í fiormi skynsemi." Áfengi hefur skipað sér sess í þjóðfélaginu — það hefur einnig sín- ar hættur. Þvi áfengið veitir rnanni tímabundna hvild frá minningum, af- máir áhyggjur þess Mðna, hylur efa- semdir um framtíðina, og hjálpar honum til að njóta Mðandi stundar. Það er því ekki áfengið sjálft, held- ur takmarkalaus og óbeizluð löngun mannsins í það, er kaUar á það Mla, sem áfengið er oft sakað um. Mæðradagsblómi n í gróðurhúsi Opnum í dag kl. 8 fyrir hádegi Blómstrandi plöntur Afskorin blóm Chrysan themum Rósir Gardenia Búketrósir Hertensia Chrysanthemum Calanco Ljónsmunni Ceneraria Levköj Búucanvillea Gladiolu Hawairós Iris Logandi sverð Sóllilja Passíublóm Kóngalilja Canna Amaryllis Pelagónia Glerbera Haimsœkið Cróðurhúsiö um helgina biémciwdl 5ICTÚNI SÍMI 36770 * HÍTABVATHII Veiði í Hítarvatni hefst 1. júní. Veiðileyfi þarf að panta í Hítardal, sími um Arnarstapa á Mýrum. Listahdtíð í Reykjavik Tekið á móti pöntunum á aðgöng-umiðum í síma 26711 alla virka daga kl. 4—7. Laugardaga kl. 10—14. Dagskrá hátíðarinnar liggur frammi í Norræna Húsinu. Velkomin til Reykjcavákur Skólafólk sem hyggur á ferðalög til Reykjavíkur, svo og öðfu ferðafólki er vinsamlegast bent á okkar fjölbreyttu og vinsælu sjálfsafgreiðslu, við aðalgötu borgarinnar. Alíar algengar veitingar svo sem: heitur og kaldur matur, smurt brauð, heitar og kaldar samlokur, hamborgarar og fanskar kartöflur, súkkulaði með rjóma, heitfcr vöfflur og rjómatertur o. fl. — Pantlð í tima í síma 10312. IAIIGAVIGI1Í6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.