Morgunblaðið - 16.05.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MAl 1972 7 manna ráðgjafanefnd - Skáksambandsins í einvígismálinu UNDIRBÚNINGUR að heiins- nieistaraeinvíginii í skák er nú hafinn og er Guðniundur G. Þór- arinsson, forseti Skáksambands- ins farinn utan til Bandaríkj- anna til þess að semja við Fischer og Skáksamband Bandarikjanna um nánari til- högun einvígisins. Síðar verður svo samið við Skáksamband Sovétríkjanna og Spassky. Skák- samband fslands hefur nú skip- að 7 manna ráðgjafanefnd til þess að verða sér til aðstoðar við framkvæmd mótsins og er formaður hennar Friðrik Ólafs- son, stórmeistari. Guðjón Ingvi Stefánsson, fram kvæmdastjórl Skáksambandsins skýrði Mbl. frá þessu i gær. 1 ráðgjafanefndinni eru auk Frið- riks Ólafssonar, Árni Snævarr, ráðuneytisstjóri, Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, Gisli Halldórs- son, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Guðmundur Einars son, verkfræðingur, Hóimsteinn Steingrimsson, formaður Taflfé- lags Reykjavikur og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Nefnd þessi mun fylgjast með öllum undirbúningi einvigisins og vérða tii ráðuneytis. Guð- mundur G. Þórarinsson er nú vestur í Bandarikjunum, þar sem hann ræðir við Skáksam- band Bandarikjanna og Robert Fischer um sfdpulag í Laugar- dalsihöli á meðan á mótinu stend- ur. Framkvæmdir i höllinni munu hefjast strax eftir 16. júni, en þá lýkur þar Listahátíð. Arkitektar og verkfræðifyrir- tæki vinna nú að öllum undir- búningi, svo sem hönnun skák- taflna, sjónvarpskerfis mnan- húss o. fl. Guðjón Ingvi sagði að fjöldi fólks hefði haft samband við Skáksambandið og boðið aðstöðu til að hýsa gesti á heimilum sín- um. Aðspurður um það, hvort fyrirhugað væri að láta smiða hljóðeinamgraðan glerkassa ut- an um keppendurna, svaraði Guðjón því til að Robert Fisch- er hefði óskað eftir þvi að kepp- endurnir yrðu ekki hljóðeinangr- aðir frá áhorfendum — hann óskar ekki eftir að missa sam- bandið við þá sem áhuga hafa að horfa á. Hiris vegar verður á einhvem hátt reynt að deyfa hijóð í salnum. Guðjón Ingvi sagði að um helgina hefði verið haidinn aðal- fundur Skáksambandsins og hefði stjórn þess þar verið end- urkosin. Fundurinn samþykkti ályktun frá Fi'iðriki Ólafssyni og Hólmsteini Steingrimssyni, þar sem stjóminni var þakkaður undirbúningur einvigismálaima. Jafnframt var í ályktuninni hörmuð ódrengileg árás Frey- steins Þorbergssonar á Guðmund G. Þöi'arinssonar. Firmakeppni Hestamannafé lagsins Fáks var haidin á sunnndag. Fór þar fram gæð ingakeppni og sigraði Biesi Óskars Grímssonar, en Blesi er ætaður nr V-Húnavatns- sýslu. Blesi sést liér lengst tii liægri á myndinni. Næstu fjórir gæðingar voru allir dæmdir jafnir. Þeir eru á myndinni liér taldir frá vinstri: Ási Hinriks Ragnars- sonar og situr hann hest sinn, Sómi Þórdísar Jónsdóttur, jsem situr liann, Háfeti frá Fornustekkum í A-Skafta- fellssýslu. Haun á Bergur Magnússon, en knapi er Jó- hann Þorsteinssoi*. Þá er Grani Leifs Jóhannessonar, sem situr hann. Grani er frá Munaðarnesi í Mýrasýslu. Þátt í keppninni tóku 200 gæðingar og jafnmörg firmu. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Norræna húsið: Verður forstjóra- staðan auglýst? Ákvörðun um það tekin í vikunni I VIKUNNI verður ákveðið, hvort starf forstjóra Norræna luíssins verður auglýst laust til umsóknar eða hvort umsóknir frá því er starfið var veitt Finn- anum Iyrki Mántylá, sem lézt fyrir skönunu, verða látnar gilda áfram og forstjórinn valinn úr þeim. Málið er í athugun, að sögn dr. Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, sem sæti á í stjórn Norræna iuissins og tilnefndur er af Norræna félagiim. Breytiinigair hafa orðið nýlega á stjórn Norræna húisisirus. Hiall- dór Laxwess, rithöfunduir, sem tilmefinduir hefiur verið af mennitaimáliairáðherra í stjóm hússins, hefur iátið af isitörtfum að eigim ósk og hefur mananta- málaráðherra skipað í hants stað Birgi Þórhalísson, forstjó'ra SAS á íslandi. 1 l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.