Morgunblaðið - 11.10.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1972, Blaðsíða 11
MORGlJ’NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1972 11 Guðmundur Magnússon um iðnþróunaráform: Vilji og geta þjóðfélagsins og raunhæf markmið skilyrði frekari iðnþróunar Verður iðnbylting aðeins til á pappírnum? Iðnaðarráðherra, Magniis Kjartansson skýrði frá svo- nefndri iðnbyltingri á blaða- mannafundi nýlega. Svoköll- uð iðnbylting er beint fram- bald iðnþróunar, sem við- reisnarstjórnin beitti sér fyr- ir á sínum tima og fékk Guð- mund Magnússon, prófessor til þess að gera áætlun um. Af þessu tilefni átti Mbl. sam tal við Guðmund og spurði hann fyrst um aðdraganda málsins. Hann sagði: — Þetta byrjaði með inn- göngu Islands í EFTA. Þá var allt á huldu um stöðu iðnað- arins og hvert hagræði eða óhagræði hann hefði af sam- starfinu i EFTA. Hér hafði verið á ferð í kringum árið 1960 Norðmaður til þess að athuga tollvernd íslenzkra fyrirtækja, en frá því er hans störfum lauk, hafði lítið ver ið að málinu unnið. Var því fyllsta ástæða fyrir því að staða iðnaðarins yrði athug- uð nánar og fól þáverandi iðn aðarráðherra, Jóhann Haf- stein mér að kanna ástand og horfur iðnaðarins. tír athug- uninni varð skýrsla, sem unn in var á tiltölulega skömm- um tíma. Mikið var stuðzt við gögnin sem fyrirliggjandi voru, þar eð ekki var svig- rúm til gagnasöfnunar á frumupplýsingum. — En hvernig urðu iðnþró unaráformin til? — Eftir að komið var í EFTA, var bæði almenn til- finning fyrir gagnsemi þess og persónulegur áhugi Jó- hanns Hafstein á að viðhorf iðnaðarins væru könnuð til lengri tíma. Þetta var ekki hvað sízt vegna þátttökunn- ar í efnahagssamstarfi við aðrar þjóðir og nauðsynjar þess að efla stóriðju- og smá iðjuútflutning í því skyni að tryggja öran hagvöxt, þar sem tillit væri tekið til at- Vinnuöryggis og sveiflujöfn- unar. — Var þetta erfitt verk- efni? — 1 raun var ekki auðtek ið á þessu verkefni og það tók nokkurn tíma að komast niður á heppilegan vinnu- grundvöll. Það var skýrt tek- ið fram, að niðurstöður könn unarinnar yrðu leiðbeinandi frekar en bindandi áætlun um hugsanlega þróun iðnaðarins, einkum fram til ársins 1974 og í stórum dráttum fram til ársins 1980. Fljótt kom i ljós, að tómt mál var að tala um að gera slíka áætlun, nema aðrir atvinnuvegir yrðu teknir með í reikninginn, lik- legt framboð á fjármagni, vinnuafli og orku, o.s.frv. í þessum málum var haft náið samstarf við Efnahagsstofn- unina um framvindu verkefn isins. Síðan þessi áætlun var gerð, hafa að sjálfsögðu að- stæður og forsendur breytzt að nokkru, en mér finnst á- nægjulegt, að haldið er áfram og væntanlega hefur verið unnt að hafa gagn af þessari skýrslu minni, eins og mér raunar hefur sýnzt á vinnu- skýrslum þeirra sérfræðinga Sameinuðiu þjóðanraa, sem nú hafa unnið að könnun á að- stæðum islenzks iðnaðar. Þeir, sem vilja kynna sér þau Iðnþróunaráform, sem gefin voru út 1971, geta vænt anlega fengið þau í iðnaðar- ráðuneytinu. — Að hvaða leyti hafa for- sendur breytzt frá því er þú vannst þitt verkefni? — Frá þvi er ég vann mitt verk er 1%—2 ár og á þeim tíma hafa sumar forsendur, eins og ég sagði, að sjálf- sögðu breytzt. Áætlunargerð Guðmundur Magnússon, prófessor. sem þessi er og verkefni, sem aldrei tekur enda og sífellt verður að vera í mótun eftir framþróun allri. Sem dæmi má geta þess, að Sigölduvirkj un hefur seinkað frá því er ég gerði mina áætlun og lögð hefur verið meiri áherzla á fjármunamyndun í sjávarút- vegi, þótit það geti sléttazit út yfir lengri tíma. Sömuleiðis virðist rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna ekki eins hvetj andi nú til útflutnings, sem er óviðumandd til l'enigri tíma, ef gera á útflutningsátak í iðnaði. — Hver var mesta nýlunda í þessari rannsókn þinni? — Það nýja, sem þarna var gent vair, að spáð var i hliut- deild einstakra atvinnugreina, hvað viðkemur útflutningi þó einkum iðnaðarins fram til ársins 1980. Ennfremur hverju væri uninit að áorka í þvi að jafna sveiflur í þjóðar tekjum og útflutningstekjum. Þær forseradur voru gerðair, að Sigöldu- og Hrauneyjarfoss- virkjunum yrði lokið um ár- ið 1980 og þá athugað hvaða orkufrekan iðnað þessar virkj anir leyfðu svo að unnt yrði að auka útflutning iðnaðar- vara. Sömuleiðis var gerð spá um léttaiðnað, hvað fram- leiðslan gæti vaxið í mismun andi iðngreinum og athugun gerð á því, hvemig það kæmi heim og saman við vinnuafls spá Efnahagsstofnunarinnar — hve mikið fjármagn þyrfti til að standa undir fram- kvæmdum o.s.frv. Allt hangiir hvað í öðru í hagkerfinu. Þess vegna var reynt að meta heildardæmið og það sem gerði einna erfið- ast um að spá, er, að spá þurfti í þróun annarra at- vinnugreina jafnframt, þar sem iðnaðurinn er ekki nema hluti af heildinni. Sömuleiðis varð að afstemma líklega vinnuaflsnotkun og vinnuafls framboð, orkuframleiðslu og orkusölu og fjármagnsþörf á móti innlendum spamaði og innfluttu f jármagni, o.s.frv. — Hvaða samanburð er unnt að gera á iðnbyltingu núvenandi stjómeur og iðin.þró- un viðreisnarstjómarinnar? — Enn sem komið er þá er samanburður mjög erfiður. Áður en ég treysti mér til þess að gera hamm, veirð ég að sjá lokaáætlunina. Þá fyrst er unnt að vega og meta mis munandi forsendur og niður- stöður. Lokiaáætiliumar skitet mér, að sé ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði eða í upphafi næsta árs. Varið hef ur verið verulegu fjármagni og mannafla til þessara athug ania, bæði firá Sameimuðu þjóð unum og islenzka rikinu og við hljótum að búast við mörg um nýjum frumupplýsingum og vel unninni áætlun i alla staði. Allir vita, að „iðnbylt- ing" af einu eða öðru tagi á sér ekki stað á pappírnum eða með fögrum orðum. Vilji og geta þjóðarbúsins til þess að ná raunhæfum markmið- um hljóta að vera frumfor- sendur þess, að iðnaðurinn, jafnt sem aðrar atvinnugrein ar, eflist og dafni. Vandamál fráskil- inna foreldra — rædd á fundi Félags einstædra foreldra Þekktur guðfræðing- ur heldur fyrirlestra VETRARSTARF Félags ein- stæðra foreldra hefst n.k. föstu dagskvöld, 13. okt. og verður þá fundur að Hallveigarstöðum, þar s«n rætt verður efnið „Vanda- mál fráskilinna foreldra, séð frá báðum aðilurn". Fjórir foreldrar, tvær konur og tveir karlar munu ræða málið og stýrir Valborg Bentsdóttir umræðum. Gestum verður að sjálfsögðu heimilt að leggja orð í belg og taka þátt í umræðum. Einnig verður á fund inum skipað í starfsnefndir vetr arins. Skrifstofa félagsins að Traðar kptssundi 6, hefur opnað að nýjiu, að suimarleyfium lokn- umn. Ilefur reynzt mikil þörf fyrir þá upplýsih.ga1 og fyrirgreiðslu- starfsemi sem þar er veitt. Tvær félagskonur starfa á skrifstoif- unni, þær Jódís Jónsdótör og Margrét Örnólfsdóttir. Stefnt er að þvi að auika starfsemi skrif- stofunnar, en hún er nú opin tvisvar í vitou, fjóra tíma í senn. Geta má þess, að jólakort fé- lagsins eru í vinnslu hjá Kassa- gerð Reykjavíkur, en þetta er þriðja árið, sem félagið gefur út jólakort. öllum ágóða er varið til starfsemi félagsins og reksburs skrifstofiu hennar. f ár verða gefnar út þrjár nýjar tegundir jólakorta og tvær endurprentað- ar végna mikillar eftirspumar. Auik þess er verið að undirbúa útgáfu minningarkorts Félags einstæðra foreldra. Félagafjöldi í FEF losar nú tvö þúisrund og hefur félagatala aukizt jafnt og þétt frá því félagið var stofnað fyrir tæpum þremur ár- um. Geta má þess að styrktar- félagar eru allmargir, ekki hvað sízt úr hópi fráskilinna feðra, sem ekki hafa börn sin hjá sér. DAGANA 12.—15. október verð- ur hér á landi stúdentaleiðtoginn Michael Green, en hann er rekt or við guðfræðiháskólann, St. John’s College, í Nottingham í Englandi. Michael Green er þekktur rit- höfundur í heimalandi sínu og reyndar í fleiri löndum þar eð bækur hans hafa verið gefnar út á mörgum tungumálum. Þekktustu bækur hans eru: Man Alive, Runaway World og Jesus spells Freedom. Sú fyrst nefnda kom út á þessu ári í 6. útgáfu i yfir 120 þús. eintökum. Michael Green er tíður gestur í sjónvarpi og hljóðvarpi í Eng- landi enda viðurkenndur ræðu- maður og skarpskyggn fræði- maður. Hann heldur fyrirlestra víða erlendis um efni, sem varða nútímamanninn og þörf hans fyr ir Jesúm Krist. Hér á landi verður Michael Green í boði Kristilegs stúdenta- félags og Kristilegra skólasam- taka. Talar hann á alm. samkom um í Frikirkjunni fimmtudags-, tföstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30 (12,—14. okt.) Sunnu- daginn 15. okt. talar hann við Guðsþjónustu I hinu nývigða safnaðarheimili Grensássóknar við Háaleitisbraut kl. 11. Laugardaginn 14. okt. kl. 16. heldur hann fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskóla íslands. Einnig mun hann heimsækja nokkra framhaldsskóla í Reykja vik eftir því sem tíminn leyfir. (Fréttatilkynning). Michael Green. velkomna? ATVINNUREKANDI VERKTAKI Vertu reiðubúinn að mæta ófyrirsjáanlegum óhöppum með vel tryggðu hjá Almennum. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.