Morgunblaðið - 11.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1972 Otgofandi hf Átvakur, R&ykijavík Frartíkvaemda&tjóri Haratdur Sveinsson. Rrtstjórar Mattihías Johannessen, E/jólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjó'i Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfullitrúi horbljönn Guðmundsson Eréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsla Aðailstræti 6, sími 1Ö-100. Augfýsingar Aðatstræti 6, srmi 22-4-80 Áskriftargjald 225,00 kr á 'mánuði irmanlands I lausasöiíu 15,00 ikr eintakið íTm miðja síðustu viku fóru ^ fram í Reykjavík við- ræður millf "Jjrezkra og ís- lenzkra embættismanna um landheigismálið og stóðu við- ræður þessar lengur en gert hafði verið ráð fyrir í upp- hafi. Þær hófust í framhaldi af samræðum milli Einars Ágústssonar, utanríkisráð- herra, og Sir Alee Douglas Home, utanrikisráðherra Breta, er þeir hittust á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna fyrir skömmu. Þetta eru fyrstu viðræður, sern fram fara milli íslendinga og Breta frá því að upp úr samningaumleitunum slitn- aði um miðjan júlí, og frá því að 50 mílna fiskveiðilög- sagan tók gildi. Af þeim sök- um var beðið eftir þessum viðræðum með nokkurri eft- irvæntingu og talsverðar von ir við þær bundnar. Báðum aðilum er Ijóst, að leiði þær ekki til samkomulags má gera ráð fyrir langvarandi illdeilum um fiskveiðilög- sögumálið. Embættismenn þeir, sem af hálfu íslenzku ríkisstjórn- arinnar tóku þátt í þessum viðræðum, vildu að vonum ekkert efnislega um þær segja er þeim lauk. Og er fréttamenn höfðu samband við Ólaf Jóhannesson, forsæt- isráðherra, sl. mánudag, vildi hann heldur ekkert láta eftir sér hafa um viðræðurnar og gaf á því tvær skýringar. í fyrsta lagi ,að íslenzka við- ræðunefndin hefði enn ekki skilað skýrslu sinni til ríkis- stjórnarinnar og í öðru lagi væri Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, ekki enn kom- inn heim frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Af þessum tveim ástæðum vildi forsætisráðherra ekkert um viðræðurnar segja og var það út af fyrir sig mjög skilj- anlegt. En öðru máli gegndi um Lúðvík Jósepsson, sjávar- útvegsráðherra. Eftir hádegi á mánudag boðaði Lúðvík Jósepsson til blaðamannafundar um verð- lagsmál sjávarútvegsins. Þeir blaðamenn, sem mættu á fundi ráðherrans, voru þó yfirleitt sammála um, að það hefði verið yfirskyn eitt, að ráðherrann vildi fjalla um verðlagsmálin, heldur hefði honum verið mikið í mun að koma á framfæri skoðun- um sínum á stöðu landhelgis- málsins. Á blaðamannafund- inum lýsti sjávarútvegsmála ráðherra yfir því, að viðræð- unum við Breta væri lokið án árangurs. Hann tók jafn- framt skýrt fram, að viðræð- ur milli utanríkisráðherra landanna kæmu ekki til greina, ef um ráðherravið- ræður yrði að ræða, mundu a.m.k. tveir og jafnvel þrír ráðherrar taka þátt í slíkum viðræðum af íslands hálfu. Þá skýrði sjávarútvegsráð- herra í stórum dráttum efn- islega frá þeim viðræðum, sem fram fóru milli embætt- ismannanna og taldi að til- gangslaust væri að setjast að samningaborðinu á þeim grundvelli, sem um málið hefði verið fjallað í embætt- ismannaviðræðunum. Hann lét jafnframt í ljós það álit, að kæmu ekki fram nýjar til- lögur frá Bretum, teldi hann þýðingarlaust að standa í þessu „stappi“. Á þessu stigi mun Morgun- blaðið leiða hjá sér að ræða efnislega um það, sem fram kom í embættismannavið- ræðunum fyrir síðustu helgi, og ekki verður heldur fjall- að um þær fullyrðingar, sem Lúðvík Jósepsson setti fram á blaðamannafundinum í fyrradag. Hitt er ljóst, að úr einu atriði verður að fást skorið nú þegar. Og það er þetta: Hvaða ráðherra í ríkisstjórninni fer með land- helgismálið í samskiptum við aðrar þjóðir? Er það Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra, eða er það Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra? Um þetta ætti að vera óþarft að spyrja. Auðvitað er það á verksviði Einars Ágústssonar, utanríkisráð- herra, að hafa með höndum samningaviðræður við aðrar þjóðir um landhelgismálið. En samt er ástæða til að spyrja, vegna þess, að Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra, hefur gefið slíkar yfir- lýsingar opinberlega um þess ar viðræður og um hugsan- legt framhald þeirra á sama tíma og forsætisráðherra vill ekkert segja og Einar Ágústs son er utanlands, að spurn- ingar sem þessar vakna. Ein- ar Ágústsson, utanríkisráð- herra, kom heim í ^ær. Hann verður nú tafarlaust að taka af skarið um það, hvort með- ferð landhelgismálsins gagn- vart öðrum þjóðum er enn í hans höndum eða hvort sjáv- arútvegsráðherra hefur tekið álla stjórn þess í sínar hend- ur. HVER STJÓRNAR MEÐFERÐ LANDHELGISMÁLSINS ÚT Á VIÐ? Sr. Bragi Benediktsson skrifar frá Bandaríkjunum: Kynþáttavandamálið — blökkumenn í sókn ÉG hef í þeim greinum, sem skrifaðar hafa verið frá Ameríku, vikið öðru hverju að kynþáttavandamálinu, án þess þó að taka það þeiniínis fyrir í sérstakri grein. Að þessu 3inni hyggst ég varpa eins skýru ljósi á það og mér er unnt og mun að nokkru styðjast við heimildarrit eftir Peter Bromhead, M.A., D. Phil. prófessor í stjórnmálum við háskólann í Bristol. Nefn- ist bók hans, sem greinir frá hinum ýmsu þáttum i amer- ísku láfi: „Life in Modern America“. Hann byrjar á þvi að segja, að það séu orð að sönnu, að um langt skeið hafi hinn þeldökki minnihlutahóp- ur verið illa meðhöndlaður, vanræktur, og honum sköpuð léleg lífsaðstaða. Hins vegar hefur afstaða hvítra manna breytzt gagnvart þeim hi-n sið- ari ár og einkum hefur sú breyting orðið áberandi eftir 1960, sem sumpart hefur or- sakazt af því, að blökkumenn- irnir hafa látið meira að sér kveða á opinberum vettvangi fyrst og fremst í sjálfsvarnar skyni. Orðið: „Negro“, sem notað hefur verið um blökku- mennina um langt skeið á einkum við fólk, sem á ætt sína að rekja til þrælanna, sem fluttir voru inn til Suð- urríkjanna frá Afríku fyrir nokkrum öldum. Og athygli skal vakin á því, að blökku- mannavandamálið var í fyrstu einungis vandamál Suðurríkjanna. Þangað voru blökkumennirnir fyrst fluttir inn sem þrælar, eins og fyrr segir, og þar hefur þeim ver- ið haldið niðri eftir því sem urnnt hefur verið. Mjög áber- andi er búseta blökkumanna í Mississippi, Alábama, Georg- ia og South Carolina. Og þessi ríki hafa Hka búið við lélega fjárhagslega aðstöðu og „social“-tregðu, lakari skólamenningu og glæpir hafa verið þar tíðir. Þegar þrælarnir voru flutt- ir til Ameríku frá Afríku var á þá litið og þeir meðhöndlað- ir sem hross. Þörf var fyrir starfskrafta við baðmuillar- ekrurnar í Suðurrikjunum og var þar utm störf að ræða, sem auðvelt var fyrir ómennt- aða menn að vinna. Þessi þrælasala var því eigendum baðmiullarekranna kærkomið tækifæri til að' verða sér úti um ódýran starfskraft. Hvítu mennirnir, sem ekrurnar áttu og höfðu af þeim góðan hagn- að sannfærðu sjálfa sig um það, að þeir væru með þessu að gera það, sem réttlætanleigt væri. Og væru þeir gagnrýnd- ir fyrir það, sem einkum fór að verða áberandi upp úr 1800, þá fullyrtu þeir, að allt fjárhagskerfi Suðnrríkjanna byggðist á vinnu þrælanna og mundi hrynja, er þeirra nyti ekki lengur við. Sumir með- höndluðu þræla sína vel, en aðrir ekki. Margir þeirra þræla, sem notaðir voru sem þjónar á heimilum húsbænda sinna, voru sem einn úr fjöl- skyldunni. En meirihluti þeirra, er unnu á plantekrun- um, var látinn vinna undir stjórn ómennskra verkstjóra oft á tíðum, sem meðhöndliuðu þrælana sem skepnur og börðu þá áfram til vinnu. Fólk í Norðurrikjium Banda- ríkjanna lét þrælasöluna ekki mikið til sín taka og skipti sér lítt af henni um skeið í Suðurrikjunum. Það hafði engan þátt átt í henni og hún var þeim þvi allsendis óvið- komandi hvað bein afskipti snerti. Stjórnmálaleg sam- þykkt var gerð, þar sem þrælahald var skoðað sem lög mætt kerfi í ríkjiunum suður af Mason-Dixon-línunni, en ekki norðan við hana. En er stundir liðu fram, tók æ fleira fólk i Norðurríkjunum að gera sér grein fyrir því, að þrælahald væri smánarblettur á þjóðinni allri. Árið 1852 ritaði frú Harriet Beecher Stowe bókina: „Uncle Toms Cabin“, sem nefnd er á íslenzku: „Kofi Tómasar frænda“. Hún var dóttir biskupakirkjuprests, sem var áberandi framámað- ur í New England um þær mundir. Sjálf var hún gift manni sem var prófessor i guðfræði. 1 þessari bók vekur hún á þvi athygli, að negrarn- ir eða blökkumennirnir eru mannlegar verur rétt eins og hvíti kynstofninn og að þræla hald og þrælasala leiddi oft til ómannúðlegrar meðferðar á fólki og bryti gjarnan fjöl- skylduibönd, er einstaklingar innaan sömu íjölskyldunnar væru seldir sinn í hverja átt- ina til misjafnra eigenda. Þessi bók var afar raunsönn og fáar bækur, sem prentaðar hafa verið, hafa haft slík áhrif sem þessi bók. And- staða Norðurríkjanna gegn þrælahaldinu í Suðiirríkjun- um varð nú sífellt harðari og harðari, enda þótt Suðurríkja- mennirnir höfnuðu því að leiða þetta mál til iykta á þann hátt, sem Norðurríkja- mönnunuim var efst i huga. Og brátt kom í ljós, að Norð- urrikin gátu ekki þolað þræla haldið í Suðuirríkjunuim öllu lengur, þennan smánarblett á amerísku þjóðinni. Borgara- styrjöldin eða The Civil War, eins og hún var kölluð í Bandaríkjunum, sem var styrjöld milli þessara ríkja vegna þrælasöiunnar, brauzt út árið 1861 og stóð til ársins 1865. Meira en hálf milljón manna beið bana í þessari styrjöld. Norðurríkin unnu styrjöldina, sem fyrst og fremst byggðist á þvi, að þau höfðu yfir að ráða miklu iðn- væddara kerfi en Suðurríkin og voru einnig auðuigri. Suður ríkin urðu nú að beygja sig undir þær breytingartillögur, sem gerðar voru á lögskipan þjóðarinnar, er kváðu á um afnám þrælahaldsins. Allir menn, sem bornir voru í Amer íku skyldu verða borgarar þar og njóta þeirra réttinda, er sérhverjum borgara eru tryggð. Afnám þrælahaldsins hafði það í för með sér, að ekki var lengur hægt að kaupa og selja blökkumennina, þeir gátu nú réttarfarslega sikipt um störf og krafizt sömu launa og aðr- ir. En í fyrstu voru þeir ekki vel undir frelsið búnir í jafn- réttis þjóðfélagi. Fáir þeirra höfðu haft aðstöðu til að læra að lesa og skrifa og sá bak- grunnur, sem þrælahaldið skóp þeim hindraði þá í að fara sínar eigin leiðir sem sjálfstæðir einstaklingar. Og enn þann dag í dag háir menntunarskortur blökku- mönnunum, sem einkum er áberandL í Suð'urrikjunum. Eftir borgarastyrjöldina reyndu margir þeirra að verða sér úti uim viðunandi menntun með því að safna með samskotum smá fjárupp- hæðum til að géta byggt upp sína eigin skóla og síðar meir æðri stofnanir. Sumium var hjálpað með fjárframlögum frá stofnunum í Norðurríkjunum er byggðar voru upp af auðæfum mikilla iðnjöfra svo sem Andrew Carnegie. En þrátt fyrir það hafa blökkumennirnir alls ekki notið sömu aðstöðu og hvitir menn í skólakerfi þjóð- arinnar. í höfuðborginni, Washing- ton, sem er á mærum Norður- og Suðurríkjaina er meira en helmingur íbúanna negrar. í Baltimore, Philadelphia, New York, Chicago og Detroit eru þeir í krin-gum þriðjiungur og sums staðar fimmti partur ibúanna þar. Fátækrahverfin í miðborginni eru yfirleitt að að meirihluta byggð blökku- mönnum. Og er það áberandi, að þar er um menn að ræða, sem enga þjálfun hafa tii nyt- samrar vinnu og eiga því i erfiðleikum með að finna sér atvinnu. Atvinnulausir í hópi blökkumannanna í þessum borgurn hafa verið yfir 10% oft á tíðurn hin siðari ár og miklu hærri prósentuitala þeg- ar talið er með yngra fólkið Jíka. Forsetarnir John F. Kennedy og Lyndon B. John- son komu á löggjöf, sem veitti fjármagn til uppbygg- ingar á þessu svæði og til hagsbóta fyrir blökkuÆólkið og fátækt fólk í heild. The Anti-Poverty Act, eða andfátæktarlöggjöfin sem gef in var út árið 1964, var ekki eingöngu samþykkt til hags- bóta fyrir blökkumennina, en þeir skyldu þó einkum njóta hennar. En öll þessi ágætu ákvæði, sem forsetarnir Kennedy og Johnson korrnu á, urðu ekki eins áhrifamikil og ætlað var í fyrstu sakir fjárveitinga til styrjaldarinnar í Víetnam. Og við þá styrjöld verður ameríska þjóðin enn að gMma nauðug viljuig. Flestir þeir úr hópi almennra borgara, sem ég bef talað við hér, eru and- vígir afskiptum Bandaríkja- mánna af henni. Læt ég þessi orð nægja að sinni um kynþáttavandamálið í Bandaríkj'unum og vona að þau verið einhverjum til um- huigsunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.