Alþýðublaðið - 06.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ rimm menn vantar á mótorskip til síldveiða frá Siglufirði. Purfa að fara með »Kóru« annað kvöld. — Uppl, á afgr. Vísis og eftir kl. 7 hjá Ing-ólfi. O-íslasyni, Veltusundi 1. Sími 463. JLgsett Irarip í boði. Niðursoðnar vörur frá Beauvais. Meðal annars: Ertur, fínar. Fiskaboilur. Asparges. Lax.. Tomatar, Roast-beef - o. fl. fást hjá EL P. Duus. Koli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). Hallur tilkynti íundinum frétt- ina, sem tekið var með ópum og óh'jóðum. Nú já, já; þetta var þá ætlun verkstjóranna! Sex, hin- ir áköfustu verkamanna, stukku jafnsnemma upp á kólabinginn og reyndu að tala allir í einu. For- ingjarnir urðu að beita valdi til þess, að fá þessa alt of áköfu menn til þess að hætta, og aftur kom Hallur með áeggjan . sína: „Engar illdeilur!" Þeir skyldu treysta félagi sínu, standa eins og klettur, og sýna félaginu, að það gat ekkert verkfall unnið með hótunum. Um það urðu menn sammála og nefndin lagði af stað til skrif- stofu félagsins. Allur hópurinn fylgdist með nefndinni og fylti götuna fyrir framan skrifstofuhús- ið. En hetjurnar f'óru upp tröpp- urnar og inn í skrifstofuna. Wau- chope spurði eftir herra Cartwright, og fór einn skrifarinn inn og sagði til þeirra. Meðan þeir biðu, kom einn af starfsmönnum félagsins og benti Halli til sín. Hann rétti Halli urnslag þegjandi. Utan á því stóð Joe Smith, hann opnaði það og fann í því lítið nafnspjald. Steini lostinn af undrun las hann: Ed- ward S, Warner, yngri. Hann ætlaði ekki að trúa sín- um eigin augum. Edward í Norð- urdalnum! Hann snéri kortinu við og las það sem skrifað var á það nieð rithönd bróður hans: „Eg er í húsi Cartwrights. Eg verð að tala við þig. Það er viðvíkjandi pabba. Komdu strax". Hjartað í Halli barðist af ótta. tívað áttu þessi boð að þýða? Hann flýtti sér að útskýra málið íyrir nefndinni. „Er þetta ekki snara?“ spurði Wauchope. „Nei, óhugsandi“, svaraði Hall- ur. „Eg þekki rithönd bróður míns. Eg hiýt að tala við hann“. „Gott og vel“, sagði Wauchope, „þa bíðum við, unz þú _ kemur aftur“. Hallur hugsaði sig lítið eitt um. „Mér finst það ónauðsynlegt. Þið getið gert það sem þarf, án þess eg sé með“. „Eg vildi helzt, að þú hefðir orð fyrir okkurl" sagði Englend- ingurinn. „Nei", kvað Hallur, „það er þitt verk. Þú ert formaður félags- ins. Þú veist eins vel og eg, hvað verkamennirnir vilja. Auk þess, er ástæðulaust að masa siokkuð við Cartwright. Anaaðhvort geng- ur hann að kröfum okkar eða ekki. X. Hallur skundaði til heimils námustjórans, sem var lítið eitt afsíðis, þar sem útsýni var yfir alt héraðið. Hann hringdi, og bróðir hans Iauk sjálfur upp. Kvíði Hails óx meðan hann var á leiðinni. „Hvað er að pabba?" sagði hann ákafur. „Það er ekkert að honum“, var svarið, „ekki í bráðina, að minsta kosti". „Svo, en því —?“ Dugleg kaapakona óskast stuttan tíma nálægt Reykja- vik. Uppl. á Laugaveg 50 b niðri, kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það, Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. Miltil vandræöi! Þvott- urinn minn núna er allur með ryðblettum, hvaða ráð er til að ná þeim úr og forða honum við eyðileggingu ? Bœta má úr því. Sendu bara í verzlunina „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, hún er nýbúin að fá þýzkt efni, er tekur alla ryð- bletti strax úr þvottinum, án nokk- urra skemda á honum. Palcka þér hjartanlega fyrir bendinguna. Góðar og 6®lcemd.a» fást í pokum á 16 krónur hjá Matthíasi Matthíassyni, 'Holti. S'mi 497. Ritstjóii og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentszniöjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.