Morgunblaðið - 26.10.1972, Page 22

Morgunblaðið - 26.10.1972, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1972 HALLUR JÓNAS- SON - MINNING HALLUR Jónasson fæddist að Silalæk í Suður-Þingeyjarsýslu 8. janúar 1903. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson, f. 1. okt. 1868 á Síla- feek, og Sigríður Friðjónsdóttir, f. 20. des. 1875 að Sandi, sem er næsti bær við Sílalæk. Þau hjón voru af merkum ættum. Sigríð- ur var hálfsystir hinna kunnu skálda Sigurjóns og Guðmundar á Sandi. Jónas var albróðir Vil- hjálms Jónssonar, föður Konráðs skálds og fræðimanns á Hafra- læk. Foreldrar Halls, þau Jónas og Sigríður giftust 2. nóv. 1898 og bjuggu á Siialæk á fjórða áratuig af mikilli rausn að mér hefur ver ið sagt. Einmitt á þessum árum, sem ekki var rikidæmi fyrir að fara. En að eðlisfari voru þau hjón mjög gestrisin, enda bærinn í þjóðbraut. Bændur í innsveitum sóttu björg í bú til Húsavíkur- kaupstaðar á sleðum, en ís og hjam var yfir á vetrum. Einnig Móðir okkar, Ragnheiður S. Guðmundsdóttir, frá Heydalsá, andaðist í Landakotsspitala 24. okt. hef ég það fyrir satt, að þau hjón hafi verið ræðin og skemmtileg. Húsbóndinn vel að sér í fomum sögum, sem og íslendingasögum og húsmóðirin margfróð í bók-' menntalegu tilliti og sér í lagi ljóðelsk. Og þess skal getið að Sílalækur var nyrzti bær fyrir botni Skjálfandaflóa á vestur- bakka Laxár, skammt frá ósi hennar. Þar var oft misveðrótt ekki sízt í skammdeginu, þó að útsýni sé þar fagurt þegar bjart er og sólin skín og hin háu fjöll í vestri, er geta stundum spegl- azt í haffleti Skjálfandaflóa. Á þessum slóðum átti Hallur Jónasson æsku sína. Hann var næstelzta barn af átta, sem þau eignuðust, Sigríður og Jónas. Hin bömin voru: Friðjón, Hámund- ur, Helga, Kristin, Sólrún, Hólrn- fríður og Jónas. Friðjón og Krist- ín em látin fyrir allmörgum ár- um. Það er ævintýri likast á þess- uim árum hins gamla heims, eins Móðursystir mín, Ólöf Guðmundsdóttir, frá Ásvallagötu 59, Reykjavík andaðist þann 19. þ. m. á Borgarspítalanum. Jarðarför- in fer fram föstudaginn 27. þ.m. kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. og sumt ungt fólk talar um í dag, hvernig hjón 19. aldarinnar og í upphafi þeirrar tuttugustu gátu komið til fullorðinsára svo stór- um barnahópi sem Jónas og Sig níður á Sílalæk. En við sem höfum hálfa öld að baki vitum það kannski svolítið betur en sú tvítuga glæsilega æska, sem land vort á í dag. í gamla heiminum var það vinna og aftur vinna á mörgum harð- býlisstöðum lands vors. Hins vegar var lesin hver bók, sem kom í hendur fólks, þótt víða væri bókakostur fábrotinn. Á þessum árum tóku ungir menn á Silalækjarbæ og víðar fram skotfæri ef vera kynni að sæist selur í flæðarmálinu eða rjúpa í heiði eða hrauni. Svona var nú lífið í þá daga, við fjöll, dali og fjörð. Fyrst og fremst til að hafa í sig og á. Um skóla- göngu var ekki talað daglega, eins og í dag. Hallur Jónasson fór snemma að vinna er ekki veitti af í svo stórum systkinahópi. Hann las hverja stund, ef hann hafði tíma. Það sagði móðir hans mér eftir að hún var komin til Reykjavík- ur til barna sinna í hárri elli. Þau feðgin hafa verið mjög lík. Bæði bókhneigð og igátu því talað um margt saman þegar er Hallur var á ungum aldri. Þegar Hallur fói fyrst að heiman frá æskuslóðum vann hann við ýmis störf, m.a. á ver- tíð á Siglufirði og Vestmanna- eyjum. Hann var um skeið gæzlu roaður á sjúkrahúsi í Reykjavik. Á þessuim árum varð Hallur mik- ill verkalýðssinni og einn af þeim sem gerðu sér vonir una bjartari og betri heim. Og víst komiu bjartari dagar inn í líf hans. Það var daginn, er hann mætti Bergljótu Guttorms- dóttur hjúkrunarkonu, er varð kona hans. Bergljót fæddist á Seyðisfirði 3. des. 1906. Foreldr- ar hennar voru Guttormur Ein- arsson og Oddbjörg Sigfúsdóttir á Arnarheiðarstöðum í Fellum. Hallur Jónasson og Bergljót Guttormsdóttir giftu sig 3. nóv. 1935 og hófiu búskapinn á Síla- læk árið 1934. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lifi. Einar fæddux á Sílalæk 1934 fórst af slysförum 1936. Erhngur f. 15. marz 1936 á Síla- læk. Hann er búsettur í Garða- hreppi, kaupmaður í Híbýla- t Útför systur okkar, Sigríðar Sigurðardóttur, Háteigsvegí 15, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. október kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Sesselja Slgurðardóttir Sigurður Sigurðsson Gils Sigurðsson. prýði, kvæntur Ástu dóttur Tryggva Péturssonar banka- stjóra og konu hans Guðrúnar Jónasdóttur. Börn Erlings og Ástu eru: Jón- as Pétur, Einar, Guðrún, Tryggvi, Hallur f. 17. júlí 1964, d. 28. marz 1967, og Erlingur. 1937 fluttust þau til Húsa- víkur, Bergljót og Hallur. Þar fæddist þeim þriðji sonurinn 1938, AðaLsteinn, sem er kaup- maður í Híbýlaprýði og á heima í Kópavogi, kvæntuir Ebbu Stef- ánsdóttur, vélismiðs Einarssonar og Guðlauigar Jóhannsdóttur. Börn Ebbu og Aðalsteins eru þrjú: Atli Stefán, Bergljót og Brynja. Enn fæddust þeim Berg ljótu og Halli tvö börn á Húsa- vik, og voru það tvær dætur: Ingunn f. 6. apríl 1942, starfar hjá Loftleiðum í New York og Sigriður Björg, f. 1945, gift Guð- mundi Geir Jónssyni tæknifræð- ingi. Þau eru búsett í Danmörku og eiga einn son, Jón Eggert að nafni. Hallur Jónasson var um skeið verkamaður á Húsavík. Þar þótti hann sem víðar, harðger og lag- inn til allra verka og góður mál- svari sinnar stéttar. Hann var einn af forgöngumönnum að stofnun Byggingarfélags verka- manna á Húsavík og fyrsti for- maður þess. En svo kemur það atvik fyrir, sem mest hefur breytt lifi Halls Jónassonar. Hann er búinn að koma húsi yfir sína fjölskyldu á vegum byggingarfélagsins, þeg- t Maðurirm minn, faðir og sonur, Eiríkur J. Eyþórsson, sem andaðist 17. þ. m., verð- ur jarðsungimn frá Fossvogs- kirkju í dag 26. okt. kl. 3 e.h. Sigríður Arnkelsdóttir Eyþór Ármann Eiriksson Jóhanna Sigurðardóttir. ar kona háns Bergljót varð bráðkvödd 21. sept. 1946. Nú stóð Hallur úppi einn með f jögur börn á þeim stað, sem hann hélt sig vera orðinn rótgróinn. En líf- ið er stundum ha.rðieikið. Hann fylgir konu sinni ásarrut frænda- liði í hina hinztu för til sonar þeirra Einars, sem áður er getið, og hvíldi í Neskirkjuigarði. Og þá munu Halli hafa komið I hug j af n 1 jóðelskúr og hanrt var, þessar ljóðlínur móðurbróðir síns, Guðmundar á Sandi: Sérðu ekki dularheim drauma og dáskyggniskvöld, ást mín einmana á reiki og örbjarga vonir? Sérðu ekki öndina og ána með ungana og lambið umhygigju ástrikrar móður, sem afkvæmis gætir? Mundi þér móðurást dulin, sem móðurást sýndir gullhreina guðsanda dóttir? Geturðu sofið? Þegar svona var komið afréð Hallur að leysa upp heimili sitt, sem og hann gerði síðar um haustið. Yngri dóttur sína lét hann í fóstur. Erlingur fór til frændfólks sins að Bergi í Aðal- dal. Sjálfur kom Hallur suður til Reykjavíkur með þau Ingu og Aðalstein, og hefur átt hér heima síðan eða til dauðadags. Það skal tekið fram að Hallur var mjög heilsuveill maður lengi ævinnar, þótt hann ynni öll störf sem buð- ust. Oftar en einu sinni átti hann spítalalegur fyrir sina .síð- ustu sl. sumar. Og síðan áxið 1965 var hann lengst af vistmað- ur á Reykjalundi og vann þar, eins og heilsa hans leyfði. Ég sem þetta rita þekkti raun- ar Hal! Jónasson furðulitið per- sónulega, þótt alsystrasynir vær- um. Leiðir okkar lágu nær aldrei saman þau 25 ár, sem ég átti heima hjá móðurbróður hans, Sigurjóni Friðjónssyni, sem bjó að Laugum í Reykjadal frá árinu 1913. En unga fólkið frá Silalæk og Sandi kom oft í heimsókn að Laugum og man ég það vel að það varð nokkur breyting á heimilinu og ekki sízt fyrir mig unglinginn. Þó Hallur kæmi aldrei á þetta heimili á min um dögum þar, fannst mér ég raunar þekkja hann eigi að síð- ur þegar hann kom fyrst á heim ili mitt og konu minnar haustið 1946. Hann kom nokkuð oft til okkar í ein þrjú ár, og var alltaí með böm sín með sér ag þá oft- ast Aðalstein, því Inga var mik- ið hjá föðursystur sinni, Helgu. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns mins og föður okkar, Guðmundar Jóns Guðnasonar, frá Hælavík. Jóhanna Bjarnadóttir og börnln. t Þökkum aif alhug þeim sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við amdlát og útför son- ar okkar og bróður, Gunnars Jónasar. Sérstakar þakkir til Kennara- skóla Islands, stjórnar skóla- félagsins og bekkjarsystkina hans í Kennaraskólanrim. Auður Einarsdóttir, Lárus Jónasson og systklnin, Hellu. Börn og tengdabörn. Guðmundur Jóhannesson. Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR MARKÚSSOIM, skipstjóri, lézt 25. október. Unnur Erlendsdóttir. Útför föður okkar, GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR, fyrrverandi bónda frá Blesastöðum, verður gerð frá Ólafsvallarkirkju laugardaginn 28. okt. og hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e.h. Ferð verður frá Umferðamiðstöðinni kl. 11 f.h. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir, sem vildu minnast hins iátna er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Selfoss. Börnin. Faðir okkar. JÓNAS RAFNAR, fyrrv. yfirlæknir. verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju laugardaginn 28. þ.m. kl. 13.30. Þórunn Rafnar, Bjarni Rafnar, Jónas G. Rafnar. t Faðir minn, t Þökkum af alhug auðsýnda Þorsteinn Jakobsson, samúð og vináittu við andiát og jarðarför föður okkar, sem andaðist að heimili sinu, Skólastræti 3, 22. október sl. tengdaföður og afa, Ólafs Eiríkssonar, verður jarðsunginn frá Foss- Skálakotl. vogskirkju laugardaginn 28. október kl. 10,30 f. h. Böm, tengdabörn Karl Þorsteinsson. og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNU BJÖRNSDÓTTUR frá Felli. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfól’ki lyfjadeild 3A, Landspítalanum fyrir framúrskarandi umönnun. 1 Synir, foreldrar og aðrir vandamenn. t Faðir okkar, Kristinn Guðlaugsson, vélstjóri, Karlagötu 22, lézt á Landakotsspítala þann 24. þ. m. Böm hins látna. t t Jón Sigurþórsson, bifvélavirki, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 27. október kl. 1.30. Blóm af- þökkuð. Jónína Bárðardóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Sólveig Jónsdóftir Eyjólfur Jónsson ______Sigurþór Jónsson. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.