Morgunblaðið - 27.10.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1972, Blaðsíða 10
ÍO MORGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1972 Grenl og- fura í Braathenslun di á Stálpastöðum. Skógrækt í Skorra- dal 1952-1972 Spengilegt sitkagreni í Skorradal. Fyrir skömmu bauð Skóg- rækt ríkisins f járveitinga- nefnd og tandbúnaðarneftid Alþingis ásamt nokkrum áhugamönnum um skógrækt til kynnisferðar í Skorradal, þar sem uinnið hefur verið að ræktun skóga undanfarin 20 ár á vegum skógræktarinnar. Skógrækt ríkisins hefur fengið aðstöðu til skógrækt- a>r á alls 7 jörðum í Skorra- dal. Stærsta skógarsvæðið mun vera í iandi Skálpastaða, en þá jörð gáfu njónin Soffía og Haukur Thors Skógrækt ríkisins árið 1951. Gróður- Lendi innan girðingar þar eru röskir 10C ha. Þar hafa nú verið gróðursettar 550 þús- und barrplöntur en tegund- irnar eru 25 ( 62 kværni) i 267 reiíum. Gróðri hefur farið mjög vel fram þarna í hlíðinni norðan við Skorradalsvatin. Sú tegund, sem mestri hæð hefur náð er Alaska-öspin, en stærstu trén eru orðin rúmir sex rnetrar. Af barr- trjánum hefur stafafura frá Skagway i Alaska mestan og jafnastan vöxt. Á Stálpa9töðum hafa verið gróðursettar 173 þúsund plöntur af rauðgreni frá Noregi, en rauðgreni er al- gengasta jólatréð. Það nær góðum þroska og lofar góðu um innlenda jólatrésfram- leiðslu. f ár munu þó ekki koma nema 500 jólatré úr Skorradal á markað, enda fram-leiðslan ekki enn kamið í gagnið, en þessi tré aðeins tekin úr grisjun. Gestir gengu um skóglend ið undir leiðsögn skógræktar stjóra og skógarvarðar í Skorradal og undruðust mjög þennan mikla gróður. Sumir höfðu jafnvel orð um, að þeim hefði verið alls ókunn- ugt um sllíka skóga sunnan fjalta á íslandi. Auk þess fjár, sem Skóg- rækt rikisins hefur vairið til skógræktar á Stálpastöðum hafla aðrir aðilar látið fé af hendi rakna til gróðursetn- ingar. Hjónin In'gibjörg og Þorsteinn Kjarval gáflu fé til skógræktar í svonefndum KjarvalBlundi og fyrir gjafa- fé frá L.C. Braathen, stórút- gerðarmanni í Osló hafa ver- ið gróðursettar 127 þúsund plöntur í 26 ha lands. Þá gáfu gamlir nemendur Hall- dórs Vilihjálmssonar, fyrrv. skólastjóra á Hvanneyri, fé til minningar um hann, sem varið skyldi til skógræktar o£ í þann minningarreit hafa verið gróðursettar alls 85 þús und plöntur i 18 ha Landis. Skógrækt rí'kisins samdi um leigu á jörðinni Hvammi árið 1958. Þar hafa verið gróð ursettar 335 þúsund piöntur en í Hvammi er aðalbækistöð vinnuflokks Skógræktar rík isins og þar hefur skógar- vörður aðsetur. Þá tók Skógræktin einnig á leigu Bakkakot, en þar var sett skógræktargirðing árið 1970. Nú þegar hafa verið 'gróðursettar þar 15 þúsund plöntur, mest birki. Árið 1959 keypti Skógrækt ríkisins 50 ha skóglendi úr land'i Indriðastaða, sem kall- að er Seliskógur. Þar hafa verið gróðursettar rúm- iega 20 þúsund plöntur. Skógræktinni var neimiLað með ráðuneytisbréfi árið 1967 að taka til friðunar og skóg- ræktar nokkurn hluta Stóru- Drageyrar, sem er rikis- jörð. Þar er nú verið að ljúka 7 km skógræktargirð- ingu. Skorradalshreppur keypti jörðina Sarp, þegar hætt var þar búskap vorið 1970, ásamt hálfri jörðinni Efstabæ, sem er innst í Skorradal. Sama ár seldi hreppurinn Skóg rækt ríkisins báðar þessar jarðeignir, en þar er ætlun- in að koma upp skógræktar- girðingu og hef jast handa um gróðursetnin'gu i stórum stíl á næstu árum. Islendingum verður það æ betur ljóst, hversu gróður- lendi hér hefuir farið rýrn- andi. Því ber að þakka Skóg rækt ríkisins og öllum þeirn virku aðilum, sem stuðla að því að styrkja og auka gróð- ur landsins. Hallgrímsmessa verður 27. október Félags- og upp- lýsingadeild - Tryggingastofnunar ríkisins MEIRA en þrír áratugir eru liðnir síðan Hallgrímsmessan var flutt í fyrsta sinn. Þá fór hún fram í Dómkirkjunni, af því að Hallgrímssöfnuður átti ekki þak yfir höfuðið. Sjálft alþingi hafði með lögum kveðið svo á, að minningarkirkjan skyldi vera „stór kirkja". Þó að sú kirkja sé nú vel á veg komin, verður þess nokkuð að bíða, að hugsjón hinna stórhuga alþing- ismanna verði að veruleika. Hallgrímskirkja er byggð með stuðningi allrar þjóðarinnar og góðra vina utan lands. En þó að kirkjan sé ekki hugsuð sem sóknarkirkja einvörðungu, ligg- ur það i hlutarins eðli, að Hall- grímssöfnuður og prestar hans líta á það sem skyldu sína að halda uppi minningu sálrna- skáldsins meö ýmsum hætti. Einn liðurinn í því starfi er Hallgrímsmessan. Hún hefir jafraan verið framkvæmd þannig, að söngur og helgisiðir væru sem næst þvi, er átti sér stað þegar séra Hallgrímur söng messu á sinni tíð. Við Hallgrímsmessuna, sem fram fer á ártíðardegi skálds- ins, 27. okt. að kvöldi, heflst at- höflnin á því, að Martin Hunger orgianleikari mun leika nokkur lög á klukknaspilið í tuminum. Hefst það kl. 8 e.h., en sjálf messan byirjar kl. 8,30. Altaris- þjónustu íyrir predikun annast séra Ragnar Fjalar Lárusson, en dr. Jakob Jónsson flytur predik- unina. Eftir predikun mun kvartett úr kammermúsik-deild Björns Ólafssonar konsertmeist- ara við Tónlistarskólann leika þætti úr kvartett eftir Mozart í D-moll. — Hljóðfæraleikaramir eru Laufey Sigurðardóttir, Júlí- ana Kjartansdóttir, Helga Þór- arinsdóttir og Lovísa Fjeldsted. Eftir predikun verður hinn forni Te Deum-sálrour fluttur sem víxlsöngur milli prests og söngflokks. Söngflokkur kirkj- unnar undir stjóm Páls Hail- dórsisonar organista annast sönginn, en fyrir altari þjónar dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, en það var hann, sem innleiddi þann sið fyrir þrem áratugum, að þessi fomi sálmur væri sung- inn og tónaður við Hallgríms- messuna. Eins og vænta má, eru jafnan sun,gnir Hallgrímssálm- ar, og endað á síðasta versi PassíU'SáLmanna, með íslenzku lagi, sem varðveitzt hafði austur á Norðfirði. Enda þótt samskot til kirkj- unnar hafi farið fram um síð- ustu helgi, samkvæmt synodus- boði, mun enn haldið þeirri venju að gefa kirkjugestum kost á að leggja frarn sinn skerf við kirkjudyr eftir Hallgrímsmess- una. Þó að það eigi ef til vill ekki hér helma, ætti þao ekki að Jakob Jónsson. skiaða, að minnt sé á það í leið- inni, að fólk getur með mörgu móti sýnt góðan hug sinin tii kirkjunnar. T. d. með því að kaupa kortin af líkaninu, sem kvenfélagið hefir gefið út. Mynd- in er tekin af þeim bráðsnjalla manni, Mats Vibe Lund. Til sölu er einniig hin enska útgáfa af PassíusáLmunum, gerð af Arthur Goofc. Loks hefir bókaútgáfan Grund sýnt þanrn höfðingsskap að gefa kirkjunni upplagið af bólk eftir undirritaðan „Um Hallgrímssálma og höfund þeirra". Er aðalútsala á skrif- stofu Hins íslenzka biblíufélags í norðuráLmu kirkjunmar. Læt ég svo að lofcum í ljós þá ósk og von, að þeir, sem sækja H'aHgrímsimessuma á föstu- dagskvöldið, eigi þar saman blessunarríka bænarstund og tllbeiðslu. Jakob Jónssoa. STARFSHÆTTIR við greiðslu bóta Tryggingastofnuuar ríkisins til aldraðs fólks og öryrkja voru til meðferðar á fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag. Þar kom fram, að í ráði er að koma á fót félags- og upplýsingadeild fyrir bótaþega Tryggingastofnunar- innar. Er þegar búið að semja reglugerð og er áformað að gefa hana út fyrir næstu mánaðamót. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) mælti fyrir tillögunni, sem hún flutti ásamt Steinunni Finnfooga- dóttur um, að borgarstjórn ítrekaði fyrri áskoranir til Tryggingastofnunar ríkisins, sér staklega með tilliti til aldraðs fólks og öryirfcja þess efnis, að stofnumin taöki upp hagkvæmari starfshætti við greiðslu trygg- ingabótia, t. d, með gh'óþjónustu og að Tryggingiastofinunin tæki upp kynningarstarfsemi gagn- vart aLmenningi með útgáfu upplýsingabækliniga um réttindi og skyldur borgararnna innan tryggingakerfiigins. Sigurlaug taldi, að nauðlsynlegt væri að halda námsskeið fyrir starfsfólk Tryggingastofnunar- innar til þess að það gæti gefið sem nákvæmastar upplýsingar hverju sinni, eir bótaþegar Tryggingastofnuinarinn'ar ósk- uðu þeirra. Tryggingakerfið væri orðið svo flókið, að örðugt væri fyrir fólk að fyigjast með öllum þáttum þess. Adda Bára Sigfúsdóttir (Alþbl.) taldi það vera gagnlegt, að borgarstjóm samþykfcti þessa tillögu. Hún sagði, að við fcönn- un tyggingaimála, sem hafizt hefði í fyrrahaust, hefði komið fram, að sumir banfcamir hefðu tekiS þaS aS sér aS greiSa trygg- ingafoætur til bótaþega og taldi hún þaS rétt, aS senn yrSi opin- berlega tillkynnt, aS þetta væri hægt. Þá skýrði Adda Bára frá því, aS í ráðx væri að koma á fót íé- lags- og upplýsingadeild fyrir bótaþega Tryggingastoflnunar- innar og væri búið að semja reglugerð og áformað að gefa hana út fyrir mánaðamót. Væri reglugerðiin rnú í athugun hjá Tryggingaráði. Var tillaga þeirra Sigurlaugar og Steimunnar síðan samþjrfckt samhiljóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.