Morgunblaðið - 27.10.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1972, Blaðsíða 22
22 MOR.GUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1972 Ölafur Þorsteinsson læknir — Minning Þó að eigi áxaði vel 1881 um ýmsa hluti á Islandi, hvildi heilög ró hins ósinortna eylands yfir Reykjavikurt)yggðinni I kvosinni við Lækinn. Á barmi Tjarnarinnar stóð Dómkirkjan, hið merka Guðshús og vestan við það var risið Alþingishúsið, við grænan Austurvöll, er bændur, i kauptíðinni, slógu tjöldum sínum á. Lækurinn úr Tjörninni var oftast kyrriátur við túntfót Lærða skólans, hins mikla menntaseturs. Svo að segja á móti Lærða skólanum, handan Lækjarins, á lendum Dómkirkjunnar, var Lækjarkot. Þar hafði járosmið- ur haslað sér yöll. Þorsteinn Tómasson Gís'asonar frá Eyvindarstöðum á Álftanesi og Elinar Þorsteinsdótt- ur frá Brunnhúsum í Reykjavík. Þótti Þorsteinn hag- leiksmaður, hagsýnn og brátt vel efnum búinm. Kona Þor steins Tómassonar var Vaigerð- ur, dóttir Ólafs Ólafssonar, bæj artfulltrúa og smáskamimtalækn- is í Lækjarkoti, er var ættaður úr Hoitum, sonur Óiafs Sigurðs sonar frá Ægissíðu. Fleiri voru böm Ólafs i Lækjarkoti og konu hans Ragnheiðar Þorkels- dóttur, svo sem séra Ólafur, prestur í Guttormshaga í Holti, Amarbæli í Ölfusi og síðast í Reykjavík. Hann þótti aðsóps- mikill persónuleiki, snjall ræðu maður í stól og á stéttum, svo enn lifir orðsnilld hans. Þá var Ólafla er átti séra Ófeig Vigfús son í Felsmúla og var heimili þeirra mjög rómað af myndar- sfcap og menningu. Þeim Þorsteini Tómassyni og Valgerði Ólafsdóttur, fæddist sonur 21. nóvember 1881, er var heitimn Ólafur, og nýlega er lát inn á öðru ári hins tíunda tugar. Um Ólaf Þo.'steinsson mátti segja, að alla sina löngu ævi dveldi hann í heimahúsum I Reykjavik. Þar sem hann í æsku lék sér og gekk í skóla til náms. Sama sjónarblik af því er Drottinin hafði skapað i veröld- inni við Lækinn, var hans ævi- sýn. Þótt handverk mannanna eðlilega, settu um sömu hlluti, nýjan svip á, þá stóðu af sér reisn hins nýja tíma, hinar áðurnefmdu byggingar. Ólafur átti til góðra að telja, er að framan greinir. Fólk er var duglegt, mikilhæft, dyggð- ugt og hjartagott og setti svip á sitt umhverfi, með sínu ævi- starfi. Má óefað telja, að svo væri langa ævi með Ólaf Þor- steinsson, iæfcni. Ólafur gekk hinn svonefnda menntaveg, enda námfús og hugsandi, snemma og hæg heima tökin, að ganga yfir Lækinn til hins mikla húss. Hann lauk stúd entsprófi 1903 og lækmisprófi 1908 i Reykjavík, en fór síðan til framhaldsnáms og lagði síð- an stund á háls-, nef- og eyrna- lækningar erlendis um tveggja ára skeið. Er hann kom heimn, settist hann að sem praktiser- andi læknir í Reykjavik í sér- grein sinni og aknennum læfcn- ingum árið 1910. Hafði um það er Ólafur fædd ist, 1881—82, dvalizt í Reykja- vík Guðni Guðmundsson, lækn- ir, frá Mýrum í Dýrafirði, er hafði lagt sig eftir sömiu sér- grein og Ólafur og var hans saknað er hann fluttist aifarinn til Danmerkur. Ólafur fékk brátt mikla að- sókn og byggði sér reisulegt hús á Lækjarkotslóðinni, er enn stendur og hafði þar heimili sitt og lækningastofu til dauðadags. Ólafur var gæddur þeim um- gengnishæfiJeifcum, er var nauð syn mönnum í hans stöðu, sam- fara góðu líkamlegu þreki. Hann mátti oft vinna myrfcranna á milli á spítala og læfcningastofu, oft með fulla biðstofu og halda siðan í heimUisvitjanir. Hann átti geðprýði og jafnlyndi í rík um mæli. Vingjarnlega fram- komu, var verfcafús og samvizfcu samur. Og þó að Reykjavík væri þá fámennari en nú, þá voru læknarnir færri og bif- reiðaöldin eigi gengin í garð, á t Maðurinn minn, JAKOB KRISTJANSSON, 246 Mont Gomery Ave, Winnipeg, andaðist 18. þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd barna okkar Steina Kristjánsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu, vegna andlát móður okkar, KRISTfNAR ÁRNADÓTTUR. Halldór Ág. Benediktsson, Benedikt Þ. Benediktsson, Bolungavik. Við t þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför. KRISTINS N. GUÐMUNDSSONAR, Hvassaleiti 28. Guðrún Þórðardóttir. Ema Kristinsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Þóra Kristinsdótitr, Árni Ingólfsson, dótturböm og systkini. fyrri árum Ólafs sem læknis. Reiðhjólið var þá fararsfcjótinn, er læknar þessa bæjar sá- ust þeysa á, eða leiddu sér við hönd með tösfcu á. Mátti oft sjá þá á sMkum ferðum upp Tú«- götu til Lanidakotsspítalia. Ólafur var hamingjuroaður í lifi sínu. Velgenigni ruglaði eigi ltffsháttum hans, né léttri liund. Hann var reglumaðuir alla ævi og átti traust sjúklinga sinna og vináttu margra þeirra. Hiaut margar blessunaróskir frá þeim, enda sýndi hann þeim liika sjálf ur tryggð og velvild. Ég er einn í töiu sjúklinga hans, er á öðmi ári var nærri andaður úr barna veiki, er Ólafur af glöggskyggni sá hvað að mér var og drei'f mig upp i Landakot með skyndi og gaf mér þau lyf er dugðu mér til Mfs. Ólafur var lágur maður vexti, léttur í hreyfinig’um og hið mesta snyrtimenni. Hann entist óvenju vel, allt fram á siðustu ár. Hann var hiamingjumaður um sína einkahagi, kvæntist hann 1916, konu sinni Kriistínu Guðmunds- dóttur frá Hrauni i Fljótum og eiga þau þrjá sonu mannvæn- lega. Elzti starfandi læfcni.r lands- íns er nýliátinin. Hann var einn þeirra er settu svip á bæinn um áratugi. Hann átti alla ævi stutt an kirkjuveg að fara. Það svo, að tónar Dómkirkjunnar bárust jafním honum til eyrna, hvort heldur klerkar sungu þar helg ar tíðir, eða lásu slna kristnu meðbræður til moldar. Ólafur leit af heiimaihlaði sínu fóiMð streyma til og frá kirkjulhúsinu í gleði og þraut daganna. Starf læfcnanna gefur þeiim óvenju mikla innsýn i marinlegit Líf, sigra þess og falLvaltLeik. Lífs- trú manona til góðrar baráttu, þrátt fyrir heilsuLeysi og annað mótlæti. Góður læknir finnur, að hann er vígður helgri þjón- ustu, til hjálpar meðbræðrum sinum, eriigu síður en prestur- inn. Drottinn hefur gefið Ólatfi larnga ævi, góða og mikla heilsu til starfa, mörgum til góðs. Að ævikvöildi gat hann lditið liðin ár Líða fram. Leiksvið Ms hans var undarlega líkt og í upphafi aldarinnar. Mannlegt líí er í eðli sinu hið saima. Trú þeirra er klufcfcumar kalla hér til starfa, eða til að kveðja oss til æðri heima. Tónar kirkjufcliufcfcnanna við Læki.nn hafa nú lokið sínu dán- arstefi yfir mioLdum Ölafs Þor- steinssonar, læknis. Blessuð sé minninig hans. Pétur Þ. Ingjaldsson, HöskuLdsstöðuim. Málfríður Nanna Jónsdóttir — Minning Fædd 17. desember 1911. Dáin 20. okt. 1972. 1 dag er borin til hinztu hvílu Máltfríður. Nanna Jónsdótt- ir, að Kleppsvegi 48, Reýkjavik. Ég finn miig knúða ti'l að minn astf hennar með nokkrum orðum, svo miklu hefur hún miðlað mér á þeim tæpu 40 árum, sem liðin eru frá því að við kynntumst fyrst. Hún var gædd miklium sálar- styrk og æðruleysi þrátt fyrir langvinn veikindi og hafði ríkt umburðarlyndi með öLlum, sem áttu í einhverjum ertfiðleikum. Hvað sem á bjátaði hjá oktour vinafólki hennar Leituðum við fundar við hana. Hún kunni að hlusta og leiðbeina. Hún sá í gegnum sáIiarflarskjurnar og gat berut okkur á, hvað stundarerf- iðleikar eru oft í rauninni Létt- vægir, ef á allt er litið. Hún bar sál sina aldrei á torg, var dul, en ætíð okkar óhagganlegi vin- ur. Það var mikil hvíld frá önn d-agsins að heimsækja Nönnu og Harald, enda voru vinir og vandamen.n tíðir gestir hjá þeim. Á heimili þeirra rilrti gestrisn- in og alúðin, elns og áður á æsikuheimili hennar á Söndum, sem var þekkt fyrdr gestrisnii og höfðingsskap. Nanna fæddist að Söndum í Miðfirði 17. des. 1911, dóttir hjón anna Salóroe Jóhannesdóttur og Jóns Skúlasonar óðalsbóndia á t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður, teingdamóður og systur, Þuríði Sigurðardóttur Becker. Emmy og OIi Pedersen Kristín Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir sýnda vináttu við útför föður míns, Jónasar Guðmundssonar, Langeyrarvegi 1, Hafnarfirði. María Jónasdóttir. Söndum. ,Hún ólst upp í foreldrahúsum til fullorðiinsára, eða unz hún giftist eftirlifandi manni sínum, Haraldi Guð- mundssyni kaupmanni, í septemb er 1940. Þau eignuðust tvær dætur, Jóhönnu Ingibjöngu og Önnu Jónu, sem báðar Lifa móð- ur sína. Nanna átti við langvar- andi veikindi að stríða, fyrst í foreldrahúsum á æskuáruim sín- um, siðan fyrstu hjúskaparáírin, eftir að hinn skæði mæniusóttar- faraldur herjaði Húnaþing. Nú seinni árin stríddi hún við þann vágest, er varð hennar bana- mein. En hún bar öll veikindi sín af þv: æðruleysi, sem sigr- ast á öLLum erfiðleikuim. Henn- ar gleði var að miðla öðrum, að búa manni sínum og dætrum gott og friðsælt heimili. Hún kapp- kostaði að valda vinum sín um og vandafóKki sem minnstum áhyggjum vegna veikinda sinna, og bafca hjúkrunarfólfci og að- - Nýtt rit Framh. af bls. 11 öðrum um nýtingu Islands, og fjallar um hveroig landið verði sem bezt nýtt til Landbúnaðar, sikógræktar, virkjana, útil'ífs og fleira. Vera kann, að næsta rit Land verndar fjalli um þau efni, sem þar verða rædd. Þann 19. nóvember verður haldinn fulltrúafundur Land- verndar, og verða þar gefnar skýrslur um starfsemi samtak- anna á þessu ári og gerð grein fyrir framtiðarstefnu þeimra. Á fundi þessium mun einn þekktasti náttúruverndarmaður Noregs, Thorileif Schelderup, fLytja erindi með kvifcmynd. Mjög mörg félög eru þegar orðin aðilar að Landvernd og má þ.á m. nefna Verzlunarmanna siambandið, verkamannasamtök, Kiwanisklúbba og ýmis ffleiri fé lög. Er samtökunum styricur að því, að sem flestir ganigi í þau og stuðli að La-ndvemd og fræðslu- störfum varðandi náttúruverad alla. Landvemd er i húsi við Skóla vörðustíg 25, sem er eign Skóg- ræktarsj óðs Húnavatmssýslu. 1 stjórn Landverodar eru auk Hákonar G'uðmun’dsisoniar og Hauks Hafstað, Ingvi Þorsteins- son, Jónas Jónsson, Þorleifur Einarsson, Kari Eiríksson og Kristján Oddsson. Rit Landvemdar eru fáanleg hjá; Samtöku«um og Náttúru ve r ndars armt öfcum Norðurlands og Austurlands, og aufc þess í bókaverzTunum Lárusar Btöndal, standendum sem minnsta fyrir- höfn, unz yfir lauk. Nanna miín, ég þafcka þér sam fylgdina, og allt það sem ég hef mátt af þér læra á undanföm- um árum. Ég votta manni þimum, dætrum, dótturbörnum, aLdraðri móður og öllu þínu venzliafólki samúð mína. Gyða Þorsteinsdóttir. Stefáns Stefánissoniar, Máls og Menningar og Aimenna bóbafé lagsins. Ritið Mengun hefur eiran ig fengizt hjá Bókaverzlun Isa- foldar. Reynt hefur verið að stílla verði mjög í hóf, svo að sem flestir megi lesa það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.