Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1972 22-0-22- RAUDARÁRSTfG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444®25555 14444 ®25555 I STAKSTEINAR Um hyað talar fjármála- ráðherrann? Núverandi f jármáiaráð- herra, HaOdóri E. Sigrurðssyni hefur tekizt á hinum skamma ferU sínum, að skapa sér ein- stæðan sess meðal f jármála- ráðherra þessa lands. Hann afgreiðir sin fyrstu fjárlög með halla i hinu mesta góð- ærL Hann hækkar fjárlög um 10 milljarða. Hann lætur viðgangast, að meðráðherrar hans ausi úr öllum þeim vara sjóðum, sem fyrri stjóm kom upp, þannig að þeir eru flest- ir að verða nafnið eitt. Og siðast en ekki sizt þrengir hann að sveitarfélögum landsins, með sliku offorsi, að sjálfsforræði þeirra er stórlega skert. Það er ljóst af þessari upptalningu að ráð- herrann er afkastamaður, en því miður fylgir engin gæfa verkum hans. Þessi fjármálaráðherra flutti margar og langar töl- ur við umræður fjár- laga. Forðaðist hann þá eins og heitan eldinn að ræða um þær ef nahagsaðgerð ir sem framtmdan eru. Hann lét ekki einu sinni svo lítið að láta í ljós sína persónu- legu skoðun á því, hvað gera þurfi. En um hvað ræddi þá ráðherrann? Hann eyddi mestum tima sínum í að ræða gömul fjár- lög viðreisnarstjómarinnar sem em þó löngu útrædd. í öðru lagi ræddi hann um gift ar konur, sem ráðherrann taldi að væru að leika sér i Háskóla íslands. Vitnaði ráð- herrann máli sínu til stuðn- ings i vinkonu einnar slikr- ar giftrar konu. Og í þriðja lagi réðst ráð- herrann af heift á borgar- stjóm Reykjavíkur, og gal i skyn að borgarstjórinn i Reykjavík hefði látið hækka útgjöld borgarinnar til þess eins að koma lagi á ríkis- stjórnina. Er þessi ásökun svo ósvífin, að furðulegt er að þingforseti skyldi ekki á- mæla ráðherranum fyrir ó- þingleg ummæli. Það er öllum Ijóst, að með lagasetningu sinni á síðasta þingi skerti ríkisstjórnin tit mikilla muna sjálfsstjórn sveitarfélaganna í landinu, og þá ekki sízt þeirra stærri. Með lögunum markaði ríkis- stjómin sveitarfélögunum bás i tekjuöflun. Áður höfðu þau haft verulegt svigrúm og átt f jölda valkosta, en nú varð réttur þeirra ekki ann- ar en að setja tölur inn i þær formúlur, sem rikisstjórnin setti. Auðvitað er rikisstjórn- inni þetta ljóst. Flokkar þeir sem aðild eiga að rikisstjórn inni, eiga einnig aðild að f jöl mörgum sveitarstjómum. Þessir flokksmenn ráðherr- anna hafa orðið að nýta til fulls alla þá tekjustofna, sem rikisvaldið hefur skammtað þeim, á þann hátt, sem for- múlur ríkisvaldsins ákveða. Þessi ríldsstjórn, sem í önd- verðu lét sem hún myndi berj ast fyrir dreifingu valdsins, liefur í hvívetna barizt fyrir aukinni miðstjórn. Það er því lilálegt, er þenslu- og verðbólgufjár- málaráðherrann Halldór E. Sigurðsson, ræðst í umræðum um fjárlög ríkisins á borgar- stjórann í Reykjavík, og sak ar hann um eyðslustefnu i fjármálum höfuðborgarinnar. Fjármálaráðherrann er ekki aðeins að stunda steinkast úr glerhúsi, — mun nær er að likja vígi ráðherrans við sápukúlu, sem springur við minnstu gjólu. Falsrök ráðherrans spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Hringið í sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. BLÓMASKREYTINGAR Jóhanna Gunnarsdóttir, Grettisgötu 79 spyr: „Hvert á að snúa sér til sérmenntunar í blómaskreytingum?“ Bóas Kristjánsson, blóma- skreytingameistari, svarar: „Þessa menntun þarf áð sækja út; fyrir landsteinana. Bezt er að byrja í einhverri góðri blómáverzlun erlendís og fá þannig reynslu áður en farið er á námskeið eða í skóla. Danmörk og Svíþjóð eru bæði vinsæl lönd i blöma- skreytingum, en sterkasti skólinn er í Þýzkalandi. Til að fá meistararéttindi í blómaskreytinguim þarf f jög- urra ára nám auk starfs- reynslu.“ SKAFTAHLÍÐ Hekla Sniith, Bergstaða- stræti 52, spyr: „Hvers 'vegha eru ekki afmörkuð bílastæði neðst í Skaftahlíð?" Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri Reykjavikur, svar- ar: „Þar siem við höfutm af- markað bílastæði má aðeins leg'gja þeim megin. Hins veg- ar höfum við efeki afmarkað bílastæði neðst í Skaftahlíð svo hægt sé að leggja báðurn megin götunnar." MINKASKINN BlLALEIGAN 8-23-47 semturn AKBBAVT FERÐABlLAR HF. Bílaleiga — simi 8126C. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citnoen G. S. 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). SKODA EYÐIR MINNA. Shooh LEIGAH AUÐBREKKU 44-46: SÍMI 42600. BRIDGE- ÞÁTTURINN er á bls. 10 Þorgeir Halldórsson, Sæ- túni Seltjarnarnesi, spyr: „Hvert er meðalverð á minka- S'kinnuim nú?“ Ásberg Sigurðsson, formað ur Sambands islenzkra loð- dýraræktenda svarar: „Meðal- verð á minkaskinnuim nú er 12-—1300 krónur.“ VKRZI.l NARÍIÚS Hafdís Hannesdóttir, Keldu- landi 11, spyr: „Er fyrirhugað að byggja verzlunarmiðstöð hjá mótum Hörðalands og Kel'dulands?" Aðalsteinn Richter, skipu- lagsstjóri Reykjavíkurborgar, svarar: „í skipulaginu er gert ráð fyrir verzlunarhúsi á þess- um stað, en ekkert hefur orð- ið úr framkvæmduim ennþá.“ S.V.K. Lilja Óskarsdóttir, Tungu- heiði 6, Kópavogi, spyr: „Ætla Strætisvagnar Kópavoigs ekk- ert að auka þjónustu sína á næstunni: Karl Árnason, umsjónarmað ur Strætisvagna Kópavogs, svarar: „Jú. Það er nú einmitt það, sem við eruim að hugsa þessa dagana. Við erum að fá nýjan strætisvagn og leiða- kerfið hefur verið í endurskoð un. Við hugsum okkur að fjölga ferðuim og um leið að auka þjónustu milli bæjarhluta. Hins vegar er þetta flókið verk og við erum hræddir um, að nýja leiðakerfið sjái ekki dag-sins ljós fyrr en í vor.“ S KYLDUSPARNAÐUR Ragnar Hall, Háaleitisbraut 102, spyr: „Er það rétt, að skyldusparnaður ungs fólks sé um þessar mundir greidd- ur út af veðdeild Landsbank- ans með 2% ársvöxtium og að visitöluuppbót nemi helmingi vaxta.nna?“ Haukur Vigfússon, yfirmað nr veðdeildar Landsbankans, svarar: „Nei. Af skyldusparn aðinum eru eins og er 4% árs- vextir og vísitalan er sam- kvæmt löguim % kaupvísi- tala.“ GANGBRAUT Gyða Einarsdóttir, Tómás- arhaga 44, spyr: „Hvenær á að malbika og lýsa gan'gbraut ina * milli Tómasarhaga og Dunhaga?" Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri Reykjavíkur, svar- ar: „Þéssi gangbraut var á áætlun hjá okkur núna, en náðist því mið'ur ekki. Hún verður því malbikuð og lýst næsta sumar?“ Kaupaiannahttfn þriójudaga miðvikudaga fimmtudaga j sunnudaga / Clasgow laugardaga Osló mánudaga mióvlkudaga föstudaga Beinn sími í farskrárdeild 25100 Einnig íarpantanirog upptýsingar hjá ferðaskrifstofunum Landsýn simi 22890 - Ferðaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen simi 13499 - Úrval simi 26900 - Útsýn simi 20100 - Zoega simi 25544 Ferðaskrifstofa Akureyrar simi t!475 Auk þess hjá umboðsmonnum umalttland LOFTLEim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.