Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 10
1<> MORGUNBLAÐTF) T ATTGABDAOTTR 9* nKTÓRKR 1972 Glaumgosinn og skólastelpan Undir fölsku flaggi, laugardags- mynd sjónvarpsins, er enn ein þriggja stjörnu myndin samkvæmt he'mildabók okkar um gamlar kvik- myndir, sem nú eru komnar til sýn- inga í sjónvarpi. Og þau ummæli fylgja henni, að aldrei þessu vant nái leikstjórinn Billy Wilder ekki fullum tökum á viðfangsefninu — þessum vandaða skemmtileik um mið aldra bandarískan glaumgosa í Evrópu. „Audrey Hepburn er eins og jafnan viðíelldin í hlutverki tón- listarnemans sem fellur fyrir töfr- um glaumgosans, en Cooper er of gamall til að hæfa hlutverki sínu serr Casanova kam'pavíns og fiðlu- tór;a.“ Leikstjóri þessarar myndar B'ily Wilder er Austurríkismað- ur að ætt og uppruna. Þar bjó hann fram yfir tvítugsaldur og var lög- reglufréttaritari á siðustu dög- um Weimarríkisins. Sú reynsla virð- ist hafa skilið eftir djúpstæð spor í hugarheimi Wilders, sem lýsa sér í næsta neikvæðri afstöðu til mannsins og veraldarinnar sem hann lifir í. f ýmsum myndum Wild- ers virðist sem að baki þeim standi hreinn mannhatari, sem fellir krókó dílatár yfir víxlsporum okkar og veraldarvafstri. En þó að mynd- in sem Wilder bregður upp af heim- inum sé einatt svört og óaðlaðandi, er hún aldrei leiðinleg. Wilder hef- ur alla eiginleika skopteiknarans og oft vekja myndir hans káitínu, hlát- ur og skemmtun þó að aðrar séu al- varlegs eðlis. Enda er Wilder gjam- an talinn æðstiprestur kaldhæðninn ar innan kvikmyndanna, og óneitan- lega í hópi fremstu leikstjóra Banda ríkjanna. Wilder fluttist alfarinn frá Aust- urríki í kringum 1933. Leið hans lá fyrst til Frakklands, þar sem hann skrifaði handrit að einni kvikmynd, en síðan ákvað hann að freista gœf- unnar í Hollywood og fór vestur um haf. Þar tókst samvinna með honum og öðrum handritahöfundi að nafni Charles Brackett, sem átti eftir að standa í fjölda ára. Þeir skrifuðu m.a. handrit að myndum fyrir einn fremsta gamanmyndaleikstjóra Holly wood á þessum tima, Lubitsch (t.a.m. Bluebeards Eight Wife og Ninotch- ka) og urðu þeir brátt í hópi eftir- sóttustu handritahöfunda þar um slóðir. Þetta leiddi síðar til þess að Wild- er fékk tækifæri árið 1942 til að stjórna sinni fyrstu kvikmynd. Frum raunin tókst þokkalega, en í fyrstu myndum Wilders virtist svo sem hann ætiaði einungis að axla hempu Lubitsch. Þetta breytt- ist þó eftir því sem myndum hans fjölgaði og í ljós komu séreinkenni Audrey Hepburn í hlutverki sínu. hans, sem haldið hafa orðstir hans á ioft ailt til þessa dags. Wilder hef- ur tvivegis hlotið Óskarsverðlaunin fyrir beztu leikstjórn — árið 1945 fyrir myndina The Lost Weekend og 15 árum síðar fyrir The Apartment. Aðrar eftirminnilegar myndir frá hans hendi eru t.d. Sunset Boule vard, The Spirit of St. Louis, Some Like It Hot og Irma La Douce. Síð- asta mynd Wilders er gamanmynd um ævintýri félaganna Sherlock Holmes og dr. Watson. Þess gerist naumast þörf að fjölyrða um leikarana í þessari mynd. Gary Cooper og Chevalier eru báðir farnir yfir landamærin miklu sem skilja að þennan heim og eilífðina, en Edda Hepbum van Heemstra (eins og Audrey Hepburn heitir samkvæmt belgískum kirkju- bókum) hefur á hinn bóginn haft heidur hæigt um sig síðustu 4—5 árin. Vafalaust vekja þau samt öll Ijúf- ar endurminningar meðal áhorfenda i kvöld. Reykjavíkurmótið í tví- menningi er nú hafið og er 36 spilum af 108 lokið, í efsta sæti í meistaraflokki eru ungir spilarar frá BR, þeir Guðlauigur Jóhannsson og öm Arnþórsson með 593 stig. Staða efstu manna er ann- ars þessi: 2. Stefán Guðjohnsen — Þór ir Sigurðsson 584 3. Hjalti Elíasson — Ásmund \ir Pálsson 558 4. Gísli Hafliðason — Gylfi Baldursson 554 5. Bragi Erlendsson, — Rik- harður Steinbergsson 522 8. Jóhann Jónsson — Bene- dikt Jóhannsson 518 7. Ása Jóhannsdóttir — Lilja Guðnadóttir 503 8. Þórhallur Þorsteinsson — Tryggvi Gislason 503 9. Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsd. 496 10. Þórarinn Sigþórs. — Hörð Arnþórsson 494 1. flokkur 1. Gisli Sigurkarlsson — Ás- björn Einarsson 283 2. Inga Bemburg — Gunn- þórunn Erlingsd. 266 3. Jón Pálsson — Sigriður Pálsdóttir 259 4. Bragi Jónsson — Dag- bjarbur Grimsson 259 9. Helgi Benónýsson — Sig- urður Guðmundsson 234 Meðalskor í meistaraflokki er 468, en I 1. flokki 216. Næata uimferð verður spil- uð kl’ukkan 13 í dag. •k Bridgefélag kvenna: Eftir 6 kvöld, 24 umferðir eru eftir- talin pör efst: 1. Sigrún Ólafsdóttir — Sig- rún ísaksdóttir 4413 2. Hugborg Hjartardóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 4370 3. Steimunn Snorradóttir — Þongerður Þórarinsd. 4342 4. Elín Jónsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 4130 IRSKI söngvarinn Gilhert O’ Suliivan rauk upp wn 17 sæti upp í 8. sæti á brezka vinsældalistanum, sem Melody Maker birtir í blaði sínu í dag, 28. okt. Gilbert samdi lagið sjálfur, eins og hans var von og vísa, enda er hann einn sá fremsti á því sviði um þessar mundir, og lagið heitir „CIair“. Upp í annað sæti á listaniun færðist lagið „Donna", sem minnir um margt á sjötta áratuginn, og er samið af félögunum Kevin Godley og Lol Creme í hljómsveitinni 10 CC. Nafn hljómsveitarinnar er mjög sérstætt og hættir mönnum mjög til að skrifa það á einhvern hátt vitlaust, a.m.k, hefur heim- ildum okkar um vinsældalistann ekki borið saman að undan fömu og þá annaðhvort skrifað 10 CC eða 100 CC. — 1 efsta sætinu er ennþá „Mouldy Old Dough", flutt af Lieutenant Pigeon, en þá hljómsveit skipa móðir, sonur hennar og tveir kunningjar hans. 1 (1) MOULDY OLD DOUGH UIEUTENANT PIGEON 2 (7) DONNA 10 cc 3 (2) I DIDN’T KNOW I LOVED YOU GARY GLITTER 4 (8) IN A BROKEN DREAM PYTHON LEE JACKSON 5 (10) ELECTED ALICE COOPER 6 (3) YOU’RE A LADY PETER SKELLERN 7 (5) BURNING LOVE ELVIS PRESLEY 8 (25) CLAIR GILBERT O’SULLIVAN 9 (4) WIG WAM BAND SWEET 10 (6) HOW CAN I BE SURE? DAVID CASSIDY 5. Ing'unn Bernburg — Gunn þórunn Erlingsdóttir 4119 6. Ása Jóhanansdóttir — Lilja Guðnadóttir 4111 7. Ásgerður Einarsdóttir — Laufey Arnalds 4081 8. Nanna Ágústsdóttir — Alda Hansen 4053 9. Dóra Friðleifsdóttir — Sigríðiur Ottósdóttir 3999 10. Guiðríður Guðmundsd. — KrLstíin Þórðardóttir 3986 Meðalskor: 3648 stig. ★ Bridgefélag Kópavogs: Eft- ir 4 umferðir í tvímennings- keppninni er staðan þessi: 1. Grknur Thorarensen — ... og sá bandaríski Við látiun bandaríska vln- sældarlistann fljóta með að þessu sinni, enda þótt hann hafi ekki nærri þvi eins mikil áhrif á popptónlistina hér á landi og sá brezki. Það at- hyglisverða við Ustann er, að sex ára gamalt lag Moody Bhies, „Nights in white sat- in“, virtist eiga góða von með að kornast í efsta sætið, en nú virðist sú von brostin, því að Johnny Nash, sem reynd- ar hefur hingað til haldið sig á Bretlandseyjum, þótt upp- runninn sé í Vestur-Indíum, hefur nú á örskömmum tima ruðzt upp ailan listann og setzt í efste sætið þessa vik- Kári Jónasson 800 2. Óli Andreasson — Gylfi Gunnarsson 763 3. Ánmann Lárusson — Sveinn Bjarnason 724 4. Guiðm. Gunjnlaugsson Helgi Benónýsson 707 5. Ragnar Halldórsson — Ein ar Torfason 698 6. Þorsiteinn Þórðason — Kristinn Gústafsson 697 7. Björgvin Ólafsson — Bjarni Pétursson 693 8. Guðjón Sigurðisson — Ein- ar Benjamínsson 692 Spilað er í tveim 12 para riðlum. Meðalskor er 660. — A.G.R. una. Lagið hans, „I can see clearly now“, var í 20. sæti listans fyrir tveimur vikum og hafði þar áður ekki verið á listanum yfir 100 vinsæl- ustu lögin. Hér kemur svo listinn, eins og bandaríska blaðið Billboard skráir hann: 1 (5) I can see clearly now — Johnny Nash; 2 (3) Nights in white satin — Moody BIu- es; 3 (1) My ding a Hng — Chuck Berry; 4 (6) Freddie‘s dead — Curtis Mayfield; 5 (2) Burning love — Elvis Presley; 6 (7) Garden Party — Rick Nelson; 7 (14) I‘H be around — Spinners; 8 (15) I‘d love you to want me — Lobo; 9 (10) Good time Char- Iey‘s got the blues — Danny 0‘Keefe; 10 (8) Ben — Micha- el Jackson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.