Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUJNBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1972 Oitgefendi W Árv«l<w, ffeyíqwlk Priewkve&mdafttjóri HairaWur Svafnaaon. fOtwtfó-rsr Mouihfas JohðmvMtan, Eyfóftfur Konríð Jónsaon. A9afeSarrk«tjóri Styrmir Gurvrwaaon. Rlt*tjttr«rerMttrOi Þíorbjforn Guömundaaon Eréttastjóri BJ&rn Jóiham»a«n. Auglýairvgaatjóri Arrti Goröar Krl«tinMO<t. Rítstjórn og afgrsiðsla Aðolstrsati 8, sfcrH 1Ö-100. Autfíýsingar Aðafetreati 8, afnvi 22-4-80 Áakr'rftargjaid 225,00 kr i 'ménuði irvnanlamfe I teusaaöTu 15,00 ikr eintakið eins magnast og ekki yrði við neitt ráðið. 8. Æskilegt er að endur- skoða vísitölugrundvöllinn og hafa hliðsjón af framkvæmd kaupgreiðsluvísitölu í ná- grannalöndum. Athuga verð- ur vel, hvort réttmætt er, að hækkanir á vissum liðum, sem ekki snerta brýnustu framfærslu almennings eigi að valda hækkun á kaup- greiðsluvísitölu. 9. Þessi leið er ófær, nema um hana náist samkomulag við verkalýðshreyfinguna.“ ar um það, er þeir voru innt- ir eftir skoðunum sínum á Alþingi. En ýmislegt er nú að at- huga við þessa níu-liða-leið. Og þá fyrst og fremst það, að hún boðar stórfelldari kjaraskerðingu en nokkurn hefði órað fyrir. Ef eingöngu á að halda áfram „núverandi niðurgreiðslum“, en samt að binda vísitöluna í 117 stig- um, verða menn að bera þær miklu verðhækkanir, sem stöðugt eiga sér stað, og þá verðlagssprengingu, sem TTmmæli forsætisráðherra á Alþingi sl. miðvikudag um efnahagsmálin, hafa að vonum vakið geysimikla at- hygli og nú hefur Tíminn hnykkt á þeim með forustu- grein, þar sem blaðið rekur í eftirfarandi 9 liðum skoð- anir forsætisráðherrans: FORSÆTISRÁÐHERRA „1. Verðstöðvun framlengd út árið 1973. 2. Afla yrði 800—1000 millj. króna til að halda áfram nú- verandi niðurgreiðslum. 3. Vísitölunni yrði haldið fastri í 117 stigum eins og hún er nú. 4. Beinir skattar yrðu ekki hækkaðir. BOÐAR STÓRFELLDA KJARASKERÐINGU 5. Verðlagsmálum yrði haldið í sömu skipan og nú, þ.e. að allir verðlagsnefndar- rnenn yrði að vera sammála um þær hækkanir, sem leyfðar yrðu á árinu 1973. 6. Verðhækkanir yrðu að- eins Teyfðar tvisvar á árinu þ. e. á 6 mánaða fresti. 7. Algert skilyrði þess, að un-nt sé að fara þessa leið og halda verðbólgu í skefjum er sú, að þeir óbeinu skattar, sem til yrði gripið til að halda vísitölunui í skefjum færu ekki inn í vísitöluna, því gerðu þeir það, mundi vandinn, sem leysa ætti, að- Síðan segir Tíminn: „Þetta er sú leið, sem forsætisráð- herrann vill fara.“ Og úr því að þetta er það, sem forsæt- isráðherrann vill, þá mætti ætla, að eftir því yrði farið, þótt aðrir ráðherrar í ríkis- stjórninni hafi að vísu ekki fengizt til að gefa yfirlýsing- verður um áramótin, bóta- laust, sjálfsagt ekki minna en ein 5 stig. Síðan er sagt, að það sé „algjört skilyrði“, að verð- hækkanir vegna nýs sölu- skatts fari ekki inn í vísi- töluna. Þær hækkanir á fólk- ið einnig að bera bótalaust. Þar eru nokkur stig til við- bótar. Auk þess er boðuð endur- skoðun vísitölunnar og gefið í skyn, að ekki sé rétt, að hækkanir á þeim liðum „sem ekki snerta brýnustu lífs- framfærslu almennings“ verki til hækkunar, með öðrum orðum, að margvís- legar verðhækkanir eigi að taka út úr vísitölunni. Fljótt á litið virðast þær kjaraskerðingar, sem forsæt- isráðherrann boðar, vera eitthvað nálægt 10%, og er víst óhætt að segja, að þá væru foknar út í veður og vind allar þær kjarabætur, sem gumað hefur verið af, þegar hliðsjón er höfð af hin- um þungu sköttum. En forsætisráðherra gerir sér þó grein fyrir því, að erfiðlega muni ganga að framkvæma þessa stefnu, og 9. liðurinn hljóðar því svo: „Þessi leið er ófær, nema um hana náist samkomulag við verkalýðshreyfinguna.“ Málið er nú farið að ein- faldast. Forsætisráðherra spyr þing Alþýðusambands íslands: Viljið þið samþykkja u.þ.b. 10% kjaraskerðingu? Hann fetar í fótspor fyrir- rennara síns, forsætisráð- herrans í fyrri vinstri stjórn, sem bað um að 17 vísitölu- stig yrðu gefin eftir, og var neitað um þá málaleitan. Hvað gerist nú? Nixon forseti og risablásararnir ATLANTA. Kosnin.gaferð Nixoms forseta til Atlanta í Georgíuríki á dögunum var mikil sigurför og ágætis sjónvarpsefni. Kosningafund- ur hans þar var meistaraverk af því hann var snilldarlega skipulagður og hafði fyrsta flokks áróðursgildi. Stuðningsmenn forsetans unnu verk sitt með miklum ágætum. Skólabörnin voru á götun-um. Starfs- fólkið í fyrirtækjunum var í matar- hléi og fyllti aðalgötuma. Skóla- lúðrasveitir voru mættar svo tugum skipti ásamt dixielandhljómsveitum með lubhaiegum umgum mönnum með stráhatta og í skræpóttum jökk- um. Lögreglam og stjómmálamenn- irnir sögðu að 750.000 manns hefðu safnazt meðfram leiðinmi, sem for- setinn ók um, og það er talsverður fjöldi þótt pólitískir útreikningar séu ekki óskeikulir. En forsetinn ávarpaði ekki mann- fjöldann. Það er gamaldags. Hann talaði á fumdi með floklksbroddum repúblikana frá Suðu'rrikjumum, og yfirlýsingum hans var endurvarpað til blaðamanmia niðri í kjallara. Þetta var nefnilega nútímaleg stjórnmálasýning, sem var ekki fyrst og fremst ætluð fólkinu í Atlanta, sem voru nokkurs konar ielkarar á sýningunni, heldur starfs- mönnium fiokksins og áhorfendum kvölddagskrárinnar í sjónvarpinu, og áhrifin voru stórkostleg. Hafa Ameríkumenn lítinn áhuga á kosningabaráttumni? Sé það svo, er minnsta kosti hægt að láta líta út fyrir að þeir hafi áhuga. Mynd- imar á s-j ónvarpsskerm in um sögðu sína sögu eða var það ekki? Lituð- um bréfmiðum í tonnatali rigndi yfir forsetann og hinn gífurlega mikla mannfjölda í giampandi sólskini. En þama voru ekki að verki frá sér Nixoit. numdir repúblikanar, sem rifu Atlanta Journal í sundur og fleygðu út um glugga skýjakljúfanna. Sannleikurinn er sá, að miðarnir komu aðallega úr risavélum, eins konar blásurum, sem bókstaflega blésu bréfmiðum ofan af byggingun- um við aðalgötuna og næstum drekktu forsetanum og konu hans þegar þau námu ®taðar á fyrirfram ákveðnium stað milli Lane Bryant Building og Regency Hyatt House. Hvað með það? Er eitthvað at- hugavert við þetta? Alls ekiki. Klækjarefir stjórnm'álanna eru æva- gamlir og sígildir. Eini gallinn er sá, að pólitískar blekkingar vé'lvæðast nú í vaxandi maeli með tölvum og sjónvarpsmyndavélum, og nú upp á Eftir James Reston síðkastið hafa bætzt við risablásar- ar. En þetta gerir ekkert til, ef menn trúa ekki ölilu sem þeir sjá og gleypa ekki alit. Gallinn er, að þessi núttmalega stjórnmálatækni er notuð í skugga- legri tilgangi, eklki til þess að út- breiða sannleilkann heldur til þess að kæfa hann, ekiki til þess að styrkja lýðræðiskerfið heldur til þess að af- skræima það, ekki til þess að fræða fólkið um gruindvallarspurningar kosninganna heldur til þess að nota fólk fyrir leikara í sýningu. Hér er eklki aðeins um það að ræða, að list kynningar og auglýsinga sé notuð i pólitísku skyni — það hefur alltaf verið gert — heldur að skugga- legri listgrein, njósnum og skemmd- arverkum, er nú beitt til þess að rugla fólk í ríminu og valda glund- roða meðal andstæðinganna. Þetta, var eitt sinn algengt í götu- ræsapólitík stórborgaflokksvéla demó krata. Það nýja er, að nú eru það menn í þjónustu forseta Bandaríkj- anna, sem skipuleggja þetta og vél- væða og breyta í nýja tegund sál- fræðilegs og pólitísks hemaðar. Til þess að sjá afturförina í póli- tísku siðgæði þarf aðeins að fletta upp í ,Cheoker.s“-raeðu Richard Nix- ons 1952 um svokallaðan ,,leyinisjóð“, sem hann var sagður ráða yfir. ,,Ég hef þá kenningu," sagði hann þá, „að bezta svarið og ein,a svarið við rógi eða heiðarlegum misskilningi á staðreyndum sé að segja sanmleik- ann . . . Ég er viss um, að þið hafið lesið um þá ásökun að ég, Nixon öld- ungadeildarmaður, hafi þegið 18.000 dollara frá hópi stuðningsmanna minna. En var nú þetta ranigt?“ Hann lagði áherzlu á, að þetta væri siðgæðismál en ekki lagalegt. „Af þvi,“ sagði hann, „þetta er ekki spurning um, hvort þetta hafi verið löglegt eða ólöglegt. Það er ekki nóg. Spurningin er, var þetta siðferðilega rangt?“ En nú eru ekki aðeins bomar fram ásakanir heldur lagðar fram sann- anir um, að leynisjóðir, sem skipta hundruðum þúsunda dollara, séu fluttir um Mexíkó til aðalstöðva landstjórnar Repúblikamaflokksins, að útsendarar landstjórnarinnar brjótist inn í aðalstöðvar demókrata og hleri samtöl þar, að fölsuð bréf séu skrifuð á skrifpappír Ed Muskies til þess að láta iíta út fyrir að hann sé uppfuillur af hleypidómum, að ókunnugir menn hringi í síma á næt- urlagi til hvítra kjósenda og biðji þá að kjósa demókrata af því að demófcratar hafi verið góðir við svertingja. Þetta er ekki bara göturæsapólitík heldur sikæruhernaður, og þetta er ekki bara rangt heldur ólöglegt. En Nixon forseti fer ekki eftir kenni- setninigum Nixons öldungadeildar- manns í Checkers-ræðunni. Og meira að segja er flugherinm ræðst á Hanoi og sprengir í loft upp skrifstofur frönsku utanríkisþjónustunnar, þeg- ar friðarviðræðurnar í París eru á mjög viðkvæmu og erfiðu stigi, eins og forsetinn kemst að orði, fær þjóð- in ekki einu sinni skýringu, heldur dylgjur frá landvarnaráðherranum um, að kannski hafi Norður-Víetnam- ar átt sökima. Og það sem verra er: þessar niður- brjótandi aðferðir eru af mörgum taldar „mjög sniðugar", og ekki einm einasti áhrifamaður í hinu gamla „virðulega valdakerfi repúblikana“ hefur opinberlega beðið forsetann að hefja upp raust sína fyrir æru flokks- ins og iýðveldisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.