Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 17
MotelM&LÁÐIÐ, LAUGAíitXACíÖ'R 28.' ÖKTQBER 19T2 17 Hilmar Rósmundsson: Á að kasta verðjöfnunarsjóðn- um á verðbólgubálið ? I septembermánuði s.l. sett- ist verðlagsráð sjávarútvegs- ins á sína gömlu rökstóla til að alilveruleg f i skver ðs h ækk - fyrir tímabilið 1. okt. ’72 til áramóta. Fyrirfram sýndist flestum, að all veruleg fiskverðshækk- un byrfti að taa til, bæði vegna þess, að síðasta verðá- kvörðun hafði verið afgreidd með orðunum „fiskverð skal vera óbreytt” þannig að sjó- menn höfðu er hér var komið, dregizt verulega aftur úr öðr- um liauinastéttuim í landinu hvað launabætur stnerti og svo var útgerðin vægast sagt ekki ofhaldin af sinum hlut. Einu eðlilegu vinnubrögöin i þessum máium, eru að sjálf- sögðu þau, að fiskkaupendur og fiskseljendur geti á ein- hvern hátt komið sér saman um hráefnisverð, án afskipta annarra, en nú höfðu þau und ur gerzt, að þrátt fyrir mjög hagstætt heimsmarkaðsverð á öllum tegundum sjávarafla, höfðu forsvarsmenn fiskkaup- enda lýst yfir því, að hagur allrar fiskvinnsdiu í landinu væri sá, að rekstri fyrirtækj- anna yrði tæpast haldið áfram án Utanaðkomandi aðstoðar og væru þeir þvi álls ómegnugir að taka á sig rekstrarhækkan- ir í nokkurri mynd. Nú var sýnt, að fiskverð yrði ekki á- kveðið á eðlilegan hátt og Hilnrar Kösnumdsson. þvrftu afskipti hins opinbera að koma til. Vandinn var stór, og þó. Á árinu 1969 var með lögum stofn aður sjóður, er hlaut nafnið Verð.jöfnunarsjóður fiskiðnað arins. Hlutverk sjóðsins var, að hann skyldi vera eins kon- ar varasjóður, sem grípa mætti til, ef veruleg lækkun yrði á heimsmarkaði á einhverri teg- und sjávarafla. Tekjur sjóðs- ins skyldu aftur á móti vera þær, að helmingur þeirrar verð- hækkunar, sem yrði á heims- markaði á milili þess, sem fisk- verð væri ákveðið, skyldi renna í sjóðinn óskiptur. í>ar sem verðlagsþróun hef- ur yfirieitt verið okkur mjög hagstæð frá þeim tíma, er sjóðs stofnun fór fram, hefur safnazt í hann aliverulegt fé, eða um 1100 millj. kr. Lengi voru all- deildar meiningar um það, hver ætti þennan sjóð, en nú hefur verið skorið úr um það, ■þa-nnig að fiskvinnslan í land- inu á helming hans en útvegs- menn og sjómenn hinn heiming inn. Hver er nú ástæðan fyrir þvi, að fiskvinnslan í landinu getur ekki af sjálfsdáðum hækkað ferskfiskverð til út- vegsmanna og sjómanna. Að sögn forsvarsmanna frystihús- anna eru ástæðurnar fyrst og fremst tvær. I fyrsta lagi stór- aukinn rekstrarkostnaður og í öðru lagi minna og óhagstæð- ara hráefni. Ekki bendir Verð- jöfnumarsjóðurinn til þess, að óeðlileg hækkun á ferskfisk- verði hafi haft neikvæð áhrif á rekstur frystihúsanna; því að ef ferskfiskverð hefði á hverj um tima hækkað í beinu hlut falli við heimsmarkaðsverðið þá hlyti verðjöfnunarsjóður inn að standa á núlii í dag sam kvæmt Ilögum hans, það hefði einfaldlega aldrei farið neitt í hann og hefði e.t.v. farið bezt á því. Erfiðleikar fiskiðnaðar- ins í dag virðast fyrst og fremst vera vegna stóraukins kostnaðar við vinnslu aflans og styttingu vinnuvikunnar, en verður er verkamaðurinn launanna, og að sjálfsögðu þurfa laun þess fól'ks, sem enn þá fæst til þess að vinna í slor inu að vera það góð, að verka- maðurinn geti sómasamlega séð fyrir meðal fjölskyldu með eðli legu vinnuálagi, en það á ekki að hækka launin eftir því kerfi sem hér hefur tíðkazt þ.e.a.s. að fái sendisveinninn 1000 kr. hækkun á sin laun, þá fái for- stjórinn sjálfkrafa 5000 kr. hækkun. Ég álít hins vegar, að stytting vinnuvikunnar verði margri fjölskyldunni mjög vafa söm búbót. Vandinn hefur ver ið leystur í bili. Verðlagsráð hefur komizt að samkomulagi um 15% fiskvérðshækkum, en sá böigull fyllgir skammrifi, að hækkunina skal taka úr Verð- jöfnunarsjóði og að auki nokk- urt fé til aðstoðar fiskvinnsl- unni. Verðjöfnunarsjóðurinn hefur nú lent í verðbólguskrið- unni, hann er ofarlega enn, en hvar hann stöðvast verður ekki séð í dag, það á að ausa honum út til allt annarra og ósikyldra hluta en honum var ætlað. Það á sem sagt að nota fé, sem fiskvinnsl'unni, útvegsmönnum og sjómönnum hefur með líög- um verið -skipað að leggja til hliðar, hvort sem þeim var ljúft eða leitt ti’ þess, m.a., að allur þorri þess fóliks er í landi starfar geti átt náðugri daga. Þarna hefur verið tefld pólitísk refskák, þar sem sig- urlaunin eru hluti verðjöfnun arsjóðsins. Ráðherranum hefur sem næst tekizt að máta þá verðlagsráðsmenn. Að vísu fðc skákin í bið, þar sem alþingis- menn elga eftir að samþyklkja breytingar á lögunum um verð jöfnunarsjóðinn til þess að unnt sé að beita þessúm brögð um. Staða ráðherrans i biðsböð unni er óneitanlega mun betri, því að varla er þess að vænta, að nokkur einasti alþingismað- ur þori að vera á móti því, sem flokksstjórnirnar hafa ákveð- ið að gera. En sagan er ekki enn öll sögð. Það er blásið út, að fisk- verðshækkun til sjómanna og útvegsmanna sé 15% að meða.1- tali, þ.e.a.s. 15% launabót, en sé þess gætt, að þessi launa- hælckun til okkar er greidd með fé, sem okkur hafði verið sagt áður að við ætturn helrn- inginn af, þá hefði útkoman úr þessu daami orði'ð sú, þegar ég var í skóla, að raunwruleg hækkun til olckar yrði aðeins 7%%. Eða var það e.t.v. alitaf hugimyndin með verðjöfnunar- . sjóðnum, að sjómenn og útvegs menn skyidu leggja í hann fé, með því að láta i hann hluta raunhæfs fiskverðs en síðan myndu aðrir skipta honum að eigin geðþótta. Ég er undrandi á þvl, að futl trúar okkar i verðlagsráði skuli þora að bera svona vinnu brögð á borð fyrir okkur. Því ég trúi þvi ekki fyrr en i fullla hnefana, að þeir séu svo grunn hyggnir að þeir sjái ekki hve hér er illa á okkur leikið. Ég býst ekki við, að nokkur ein- asti rnaður myndi taka það sem góða og gilda launahækkun sér til handa, ef honum væri gert að ávisa þeirri hækkun af eigin bankareikningi, enda stæði hann trúlega jafnnær eftir. Hér hafa forsvarsmenn okk- ar sjómanna og útvegsmanna enn einu sinni itta brugðizt, viljandi eða óviljandi. Vestmannaeyjum 14. okt. 1972. Ingólfur Jonssori: Gj aldeyrisstöðunni bjargað með erlendum lánum Fyrstu umræðu um fjárlög in fyrir árið 1973 er lokið. Fjárveitinganefnd hefur fengið málið til meðferðar. Afgreiðsla þess mun verða seinleg og vandasöm að þessu sinni, þar eð engin stefna Kefur verið mörkuð í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin hefur ekki dregið upp heildarmynd í f járhagsmálum fyrir næsta ár. Á því er eigi að síður brýn nauðsyn að hafa traust an grundvöll til að styðjast við, og byggja á við undir- búning og afgreiðslu fjár- laga. Eftir langar og ítarlegar umræður í Alþingi, um fjár- lagafrumvarpið, má ætla að ríkisstjórninni hafi orðið ljóst að frumvarpið er botn- laust, þar sem ekki virðist vera reiknað með stórum óhjákvæmilegum útgjaldalið- um. Eigi að síður er tekju- áætilunin í frumvarpinu spennt til hins ítrasta og verður að teljast að ýmsu leyti glæfraleg. Reiknað er með þvi að gjöld af innfluttum vörum hækki verulega eða um 1.046 milljónir króna. Forsendan fyrir því að inn- flutningsgjöldin hækki eins og ráð er fyrir gert, er byggð á því að inn- flutningur aukist á næsta ári um 14%. Margir munu velta því fyrir sér, hvort sú áætl- un geti verið raunhæf. Það er of mikil bjartsýni að reikna með því að þjóðar- framleiðslan aukist í þeim mæli á næsta ári að unnt verði að greiða áætlaðan inn flutning af samtima tekjum. Sýnilegt er, að ríkisstjórn- in ætlar sér að reka þjóðar- búskapinn áfram með halla, og bjarga sér með lántökum, meðan mögulegt er að fá lán. 1 tið viðreisnarstjórnarinn ar myndaðist allmyndarieg- ur gjaldeyrisvarasjóður. Þá var forðast að taka eyðslu- lán, en keppt að því að hafa hagstæðan greiðslujöfnuð við útlönd. Erlendar lántökur voru að mestu miðaðar við arð- gefandi framkvæmdir, i því skyni að auka framleiðsluna og þjóðartekjurnar eða minnka gjaldeyriseyðsluna, svo sem lántaka til varanlegr ar vegagerðar. Á árinu 1972 er áætlaður viðskiptahalli 4.300 milljónir króna. Tekjuáætlun fjárlaga frumvarpsins fyrir næsta ár er byggð á því, að geigvæn- legur greiðsluhtalli verði á því ári, sennilega allmiklu meiri en á þessu ári. Ríkisstjórnin hefir bjargað gjaldeyrisstöðunni með er- lendum lántökum. Opinberar erlendar lántökur frá síð ustu áramótum til 30. sept. nema 3.080 milljónum króna. Afborganir eriendra lána á sama tima voru 870 milljón ir króna, Lán umfram afborg anir eru því 2.210 milljónir króna á átta mánaða tímabili. Með þessu móti er gjald- eyrisvarasjóðnum haldið við, þótt mikill viðskiptahalli eigi sér stað. Það er óumdeilan- lega glæfraleg tekjuáætlun fyrir næsta ár, sem m.a. er byggð á 14% aukningu inn- flutnings, meðan viðskipta- jöfnuðurinn er jafn óhag- stæður og raun ber vitni. Þannig er gert ráð fyrir því, að lifað sé langt um efni fram. Ef rétt væri hald- ið á málum, væri höfð hlið- sjón af þjóðartekjum og þjóð arframleiðslu við tekjuáætl- un fjárlaga. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir, að þjóðarfram- leiðslan aukist um 6%, en aukning raunverulegra þjóð artekna verði minni, eða um 4—5%. Að miða áætlaðar toll tekjur á næsta ári við 14% innfliutningsauknimgu, sam- ræmist á engan hátt heil- brigðri efnahagsstefnu. íslendingar hafa oft búið við gjaldeyrisskort, litla þjóð arframleiðs'lu og naumar þjóðartekjur. Togararnir og vélbátaútgerðin áttu stóran þátt í að breyta þjóðarbú- skapnum. Framleiðslan jókst eftir tilkomu þeirra og fjár- magn myndaðist. Atvinnu- kjör almennings bötnuðu og margvíslegar framfarir í landinu voru mögulegar vegna þess að þjóðin hafði eignazt afkastamikil fram- Ingólfur Jónsson leiðslutæki. Sjávaraflinn er yfir 80% af útflutningsfram- leiðslu þjóðarinnar. Tog- ararnir munu áfram hafa veigamiklu hlutverki að gegna í verðmætaöflun fyr- ir þjóðarbúið. ENDUBNÝJUN TOGABAFI,OTANS VAB BYB.UJÐ f TÍÐ FYBBI STJÓBNAB 1 tíð viðreisnarstjórnarinn ar 1969—1971 voru undirbú- in kaup á 16 skuttogurum. Var helmingur þeirra af stærri gerðinni frá 8—1100 lestir. Þá var góður rekstrar grundvöllur talinn vera fyr- ir togaraútgerð, sérstaklega nýju skipin. Það var ekki að eins sjávarútvegur sem var efldur af tækjum í tíð við- reisnarstjörnarinnar. Þannig var það einnig í samgöngum, landbúnaði og iðnaði. Eigi lífskjörin að vera góð í land inu, þjóðarframleiðslan örugg og mikil, er nauðsynlegt að stuðla að fjölbreytni at- vinnuveganna og eflingu þeirra. í grein í Morgunblaðinu 25. þ.m gerir Ingimar Ein- arsson nokkra athugasemd við það, að ég hafi sagt I sama blaði 7 þ.m., að árs- gjaldeyristekjur af álsamn- ingnum væru jafnmiklar og af 47 togurum. Tölur þær, sem ég nefndi í fyrrnefndri grein, um gjald- eyristekjur togara, voru fengnar hjá Fram- kvæmdastofnuninni. Ingimar Einarsson fékk einnig sínar upplýsingar þar. Tölunum ber ekki saman hjá okkur Ingimar, vegna þess að Fram kvæmdastofnunin byggði ekki á sömu forsendum í báð um tilvikum. Báðir telj- um við Ingimar álsamninginn góðan og togaraútgerð nauð- synlega. Með aukinni f.jölbreytni I atvinnulífinu og afkastamikl um framleiðslutækjum, hefur framleiðsian aukizt mjög mik ið, og þjóðarhagur batn- að. En þó að framleiðslan sé mikil. og viðskiptakjörin í góðu lagi, getur eigi að síð- ur orðið halli í þjóðarbú- skapnum, ef gætni og fyrir- hyggja er fyrir borð borin. Núverandi stjórnarfar get ur orðið afdrifaríkt. Mi'kil framleiðsla og hátt verð á af urðum eriendis, nægir ekki lengur til þess að halda hallalausum greiðslujöfn- uði við útlönd. Þótt skattar, tollar og aðrar kröfur á al- menning, og atvinnuvegina, hafi stórum aukizt, virðist ríkisstjórnina eigi að síður vanta þúsundir milljóna króna, til þess að fjárlög fyrir næsta ár verðí afgreidd greiðsluhallalaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.