Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 8
8 MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1972 A kosn- inga- fundi George McGovern Edward Kennedy Kennedys og McGoverns Fáeiniun döguni fyrir for- setakosningamar í Banda- ríkjiinum árið 1960, kom þá- verandi forsetaefni demo- krata, John F. Kennedy til borg-arinnar Waterbury í suð urhlnta Connecticntríkis til þess að halda þar ræðu á kosningaftindi. Kosningabaráttan var þá orðin glóand! og frambjóð endurnir gerðu viðreist dag hvem til að ná sambandi við sem flesta kjósendur. Áætlan ir fóre þá gjarnan úr skorð- um og svo var í þetta sinn — sökum tafa komst Kenn- edy ekki til borg-arinnar fyrr en langt var liðið á nóttu. Fyrirhugað hafði verið, að hann héldi ræðu sína snemma kvölds á grasivöxnu torgi í miðborginni, sem kall- ast „The Green“ og höfðu safnazt þar saman tug- þúsundir manna, ekki aðeins borgarbúar heldur og frá öðrum borgTim rikisins. IJrðu aðkomumenn flestir að fara heim við svo búið, — líka l>eir, sem eingöngu höfðu komið tll að sjá og heyra Kennedy — en borgarbúar skeyttu engu venjulegum háttatíma heldiir biðu þama á torginu, um þrír tugir þúsunda, til klukk an rúmlega þrjú um nóttina. Lifa enn góðu lífi í stjóm- málaumræðum i Connecticut þær móttökur, sem Kennedy fékk — og þá ekki síður þau ummæli haús nokkru eft- ir kosningarnar, að fyrst þessa nótt í Waterbury hafi hann farið að trúa því í raun og veru, að hann ætti eftir að bera sigur úr býtum. Æ síðan hefur Kennedy- bræðrum verið fagnað í Wat- erbury og á því varð engin breyting, þegar Edward Kennedy kom þamgað fyrir nokkru, ásamt núverandi for setaefnl demókrata George MeGovern. Að vísu var þar ekki mannfjöldi á borð við um/ædda nótt 1960, senni lega ekki nema 10—15.000 manns og sumir voru langt að komnir. Þ>á þegar var ljóst, að áhugi Bandaríkja- manna á þessum forsetakosn ingum var mieð minnsta móti. Á hinn bóginn lék enginn vafi á því, hvor átti meiri ítök í huiguim viðstaddra, McGovern eða Kennedy. Menn hröpuðu gjarnan „George for president“ eða „We want George" en jafn- oft og innilegar „Welcome Kennedy" og „Ted we love you“. — ★ — Við komum til Waterbury laust upp úr M. 8 um kvöld- ið með strætisvagini frá aðal- stöðvum MeGovems í Hart- ford, heill bílifarmur af blaða mönnum úr nágrenninu. Tug- ir annarra kornu frá öðruim borgum, m.a. New York og síðan „þjóðliðið" þ.e. blaða- mennirnir, sem fylgt hafa McGovern eftir alla kos.n- ingabaráttuna. Á „Grænu nni“ var þá þeg- ar orðið fjölmerint og fjör- leg stemninig í hlýju haust- loftinu. Kunnimgjar hitt- ust og klöppuðu hver öðritm á öxl, krakkar á ýmisum aldri hlupu um og smuigu eins og snákar inn um mann- þröngina. Við uppljómað- an ræðupall stóð fliokkur fal legra blökkustúlkna og söng popplög, tæknimenn bjástr- uðu við að lagfæra dauða há talara, heldur óhrjálega, sem héngu í böndum á hornuim ræðupallsins. Lögreglumenn reyndu að halda opnu svæði fyrir frambjóðendurna en voru varla virtir viðlits. Taugaóstyrkir öryggisverðir, óeinkennisklæddir, reyndu að hemja blaðamannahópinn innan vissra vébanda og voru sifelit að biðja menn um að sanna tilverurétt sinn með pressuskírteininiu. Svo sem við var að búast, komu stjömurnar ekki tím- anlega. Kunnugir sögðu, að slíkt þekktist ekki. „Þótt frambjóðandi gæti látið áætl- un standast á kosningaferð, mundi hann aldrei gera það, því það bendir til MtUla vin- sælda." Að þessu sinni var þó Mtil von til þess að rnenn nenntu að bíða fram á nótt. Þúloir- inn á palttinum, einn af framá mönnum demökrata í borg inni, neyndi eftir megni að halda uppi húmornum, æfa hróp og kalia eftir slagorða- spjöldum á loft. Spjöldin komu upp sem snöggvast, en svo iétu menn þau jafnskjótt síga. Loks var tilkynnt að bíla- iest þeirra McGoverns og Kennedys væri á leiðinni og gekk á næsta hálftíma með lögregLuvæli og basM við að ryðja þeim braut. Fyrst ók lögreg'jumaður á mótor- hjóli gegnum mannþröngina en rennan lokaðist jafnskjótt að baki hans. Næst kom llög- regiubíll og reyndi að aka í zig zag braut en vildi þá ekki betur til en svo að úr honum tók að rjúka heldur betur og viku menn þá fyr- ir honum snarlega meðan hann ók hratt á brott. Lofcs kom amnar lögregluWU og á eftir honum bumbusveit mik- il klædd herman nabúningum í stíl nýlendutímabilsins. Sveitin kom frambjóðendun- um í námunda við ræðupall- in en síðasta spöMnn urðu þeir að mestu að bjargast við eigin olnboga. Var Kennedy úfinn og rjóður í andliti, er hann komst loks upp á paU- inn eftir mikið stimabrak — og kannski ekki svo litla tauigaspennu, þvi það gat engum dul'izt sem þarna var, að hefði einhver Bremer ver ið þar staddur hefði hann auðveldlega getað skotið þá báða, Kennedy og McGov- ern, þrátt fyrir nærveru ör- yggisvarða og lögreglu. Jafn vel hefði slíkur tilræðismað- ur getað leynzt meðal blaða- mannanna og Ijósmyndar- anna, sem munduðu alls kon- ar tæki. Er jafnvel ekfci óhugsandi, að tUræðismað- ur hefði náð að fLeygja frá sér vopni, án þess viðstadd- ir væru vissir um hver hefði verið að verki. Eftir það, sem á undan er gengið í banda- rískri kosningabaráttu, getur vart hjá því farið að fram- bjóðendumir — ekíki sízt Kenniedy — beri nokkurn beig í brjósti, þegar þeir eru svo berskjaldaðir i mannþröng- inni. Ræður hófust og fór röð ræðuimanna sýnilega eftir stöðu þeirra í stjórnmáiliastig- anum. Þegar kom að Kenn- edy, ætlaði allit um koM að keyra og varð ekkert lát á stemningunTii meðan stóð á ræðu hans, sem var vel upp- byggð og skörukeg og flutt af miktum knafti. Áheyrend- ur voru tilbúnir að taka und ir við hiann, ef hann gaf þeim undir fótinn með það og þeg- ar hanin kynnti næsta ræðu- mann, George McGovern, voru viðstaddir greinilega reiðubúnir að taka hon- um imeð sama fögniuði. En — McGovern er sem ræðumaður mjög frábrugð inn Kennedy og honúm læt- ur ekki eins vel að halda hu-g manna föngnum meðan hann talar. Til samamburðar á þess um tveimur mönnum mætti til dæmis geta þess, að jafnskjótt og Kennedy var stiginn í ræðustóUnn byrjaði hann að tala og var ekkert að eyða tímanurr í að baða sig í fagn- aðarlótunum. Þegar McGov- ern aftur á móti steig í ræðu- stól, veifaði hann miannfjöld- amum og brosti í allar áttir og hóf ekki mál sitt fyrr en hann hafði fengið hljóð. Ræða hans var sýn-u þurrari en ræða Kennedys, þó hún væri að ýmsu leyti málefnalegri og rökfastari og honum tökst ekki að leggja þann þunga í málflutninginn að hrifi við- stadda. Þar fyrir ufcan sagði hann fátt, sem ekki hafði komið fram í fyrri ræð- um harts. Þannig fann maður hvern- ig stemningin hjaðnaði smAm saman — og þó sýnilegt væri, að margir teldu McGovern roæla al spaklega og hafa milcið til síns máls, virtuist þeir ekki geta lAtið I ljós eins mikla hrifningu og áð- ur. Þess ber að geta, að þessi fundur var haldinn áður en bera fór að ráði á vonbrigð- um McGoverns yfir stöðu sinni í skoðanakönnumuim, hann var þá enn viss um að sér tækist að breyta þeim sér í vil. Ég hafði ekki fyrr verið þar sem þessir tveir menn komu fram sam-an en nokkrum sinnum séð þá í sjónvarpi þair sém sami háttur var á hafður, að Kennedy talaði á undan McGovern og alitaf va-r eins og aðeins slægi á hrifn- inguna, þegar McGovern hafði talað nokkra stund. Þetta Itafði Mka komið fram, þegar á landsþingi dem- krata í suroar. Að visu fylgd ist ég aðeins með því af sjón- varpi en þar sem útsendimg- ar voru beinar og samifellld- ar held ég, að þær hafi gef- ið nokkuð rétta my-nd af því, sem fram fór og andrúmsioft- inu á Miami Beach þessa daga. Síðasta kvöldið eða nótt- ina — þvi komið var fram á miðja nótrt, þegar þinginu lauk — er hinir kjörnu fram- bjóðendur héldu ræður sinar og þágu útnefninigu, var miilk il stemning í þingsalnum og menn glöddust yfir vel af- stöðnu þingi, þrátt fyrir all- an ágreininginn ín-nan flokks ins og erfiðar og viðkvæm- ar stundir. Forystuimennirnir kepptust við að lýsa sam stöðu með framtoj óðendun-um, lika þeir sem höfðu keppt um útnefninguna. Svo kom að því, að Edward Kennedy héldi kynningarræðu sína fyr ir McGovern og gat, held ég, engum blandazt hugur ura það, hver mestra vinsæiLda na-ut hjá þingheimi, né hver forystumaður demökrate hefði mesta hæfiieika til að heilla höpsáhna. Það var ekki endilega það sem Kenn- edy sagði, sem þó var ágæbt, heldur öLlu fremur, hvernig hann hétt á máli sín-u. Sú h-ug mynd hlaut þá þegar að ger-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.