Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1972 Feiknja brim raskaði Eiðinu í Vfvstmarinaí-yjiim fyrir skömmu og kastiaði brimið hcilii björgunum til og frá. í fjarska á hægri myndinni er Klifið. V estmannaey j ar: Brimskeflur á skerinu MEÐFYLGJANDI myndir tók ljósmyndari Morgunblaðsins I Eyjum, Sigurgeir, i brimveðrinu mdkla fyrir noikkrum dögum þegar vestanáttin rauk upp á sama tíma og stórstraumsflóð var. Myndimar eru frá Eiðinu, Þrælaeiði, í Vestmannaeyjum, en Eiðið ver höfnina fyrir norðan sjóum og norðvestanbrimd. Á þriggja dálka myndinni til hlið- ar sést 6—8 metra brimhnefi bögglast upp áður en hann skell- ur á Eiðinu, 1 fjarska sést á Heimaklett. Hægra megin á 5 dálka mynd- inni sést feiiknastór alda skella á Eiðiinu, en bílarnir á fjöru- kambinuim sýna hvað brimskefl- urnar eru stórar og á myndinni til vinstri hefur aldan fallið og í fallinu rífur hún með sér grjót úr varnargarðinum og skolast síðan inn í sjálfa Vestmanna- eyjahöfn. tí—8 metra há brimskefla stey pist á ströndina við Heimaklett. Núverandi stjórn elliheimilisins. F.v.: Þórir Baidvinsson, Jón Gunnlaugsson, Gisli Signrbjörnsson, Óttar Halldórsson og Ólafur Jónsson. Á myndina vantar Ólai' Ólafsson kristniboða. Elliheimilið Grund í hálfa öld ELLIHEIIVHLIÐ Grund á fimmtíu ára starfsafmæli í dag, sunnudaginn 29. október. Fjölgun vistmanna frá því heimilið var stofnað til dags- ins í dag, en þeir eru 524, að vistmönnum í Hveragerði meðtöldum, nemur þá 406 manns. Á fundi með blaðamönnum skýrði forstjóri Elllheimilis- ins Grundar, Gísli Sigurbjörns son, frá þessu og sagði hann þá ennfremiur: — Frá ríkinu höfum við ekki fengið eyrisstyrk til rekstursins, en Reykjavíkur- borg hefur veitt okkur 2 5 milljónir í góðuim krónum í byggingastyrk, auk árlegra framlaga til rekstrar, sem af- þökkuð voru fyrir 2 árum. Mest er þörfin á plássi fyrir fólk, sem orðið er veikt, og því væri það auðveld leið að byggja tiltöJUiÍega ódýrar byggingar í sambandi við sjúkrahúsin fyrir aldraða langlegusjúklinga, eins og gert er t.d. i Danmörku (iang- tidsmedicin), í stað þess að láta fólkið taka upp plássin á beinum sjúkradeildum spít- alanna. Það er svo undarlegt, að allir vilja eldast, en enginn verða gamall, og því er eins og allir veigri sér við að hyggja nokkuð að málefnum eldra fólksins, fyrr en allt er komið í algert öngþveiti. Þá er komið og beðið um pláss, sem eðlilega er erfitt að út- vega. Það er undarlegt, að allar mögulegar stofnanir eiga sin sumardvalarheimili, suimarbú- staði og félagsheimili, en eng- inn elliheimili, eða sjóði til þeirra, ekki einu sinni félög eins og BSRB, verkalýðssam- tökin eða frimúrarar hvað þá átthagafélög eða kirkjufélög. Væri þó vert að taka það til athuigunar. Öryggi í ellinni er eitt það bezta, sem hægt er að fá, og það að þurfa ekki að kvíða ell inni er góðra gjalda vert. Umhyggja fyrir ellinni og fyrirbygiging ellisjúkdóma og hrörnuhar er tvímælalaust það sem æskilegast er, og get- ur skapað fól'ki lengra líf, og bsr að hafa slíkt hugfast. Gísli kvað ennfremur hjúkr unarkvennaskort vera tilfinn- anlegan, og ef ljósmæður hefðu ekki blaupið undir bagga, hefðu elliheimilisimenn verið í algeruim vandræðum og jafnvel þurft að loka al- gerlega hjá sér. Sagði hann, og að hjúkrun- arheimili fyrir aldrað fólk hef'ði verið reist á Grensás- svæðinu, en ekki hefði það verið starfrækt. Elliheimilið Grund fær 200 krónum minna í dag-gjöld á mann en Hrafnista, sagði enn ennfremur, en starfar samt. Okkur hafa sagt erlendir aðilar, sem séð hafa Grund og Ásbyrgi og Ás í Hvera- gerði, að við séum að gera hið ómögulega í elliheimilamál- um, oig er það gleðiefini og uimbun, en því fremiur væri æskilegt að áhugi fólks fyrir þessuim efnum mætti vakna á þessum tímamótum til að hrinda í framkvæmd því stór átaki, sem vinna þarf til að geta gert sómasamlega í þess- uim efmuim , fyrir borgarana, sem unnið hafa langan og erf- iðan vinnudag. Samverjinn, liknarfélag í Reykjavík stofnaði til skemmt unar fyrir aldrað fólk sumar- ið 1921, og hélf því áfram um árabil. Árið eftir varð kr. 541 gróði af skemmtuninni, sem lagður var til hliðar „sem sitofnfé handa elliheimili, sem vonandi verður einhvern tírna stofnað". Jón Jónsson beykir bauíðst þá til að gefa kr. 1500 og safna fé hjá bæjarbúuim, ef stjórn Samverjans vildi byrja heim- ilið þá um hauistið. Þetta lof- orð fékk hann og hófst handa og safnaði háifu 9. þúsiundi þá uim haiustið. Nýl'egt steinhús, sem nú er Vesturborg, barna- helmili, var þá keypt fyrir kr. 35.000, og gert við það fyrir kr. 10.000. Það var vígt 29. október 1922, að innfliuttum tveimur fyrstu vistmönmun- um, en rúm var fyrir 24. Stofnendur voru séra Sigur- björn Á. Gísla.son, Haraldur Sigurðisson verzliunarmaðiur, Páll Jónsson verzlunarmaður, Flosi Sig'urðsson trésmíða- meistari og Július Árnason kauipmaður. Haraldur var for stjóri heimilisins 1930—’34, en Gísli Signrbjörnsson síðan. Byggingarleyfi var veitt fyr ir hið nýja elliheimili (Grund) 1928, en það var fullgert árið 1930. Starfsmannahúsið var reist 1952 (Minni Grund), en starfsemin í Hveragerði hófst árið 1952. Um 250 manns starfa við bæði heimilin, og hafa margir starfað mörg ár þar, þar á meðal læknar stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.