Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 14
14 MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1972 Sjómennskan er tíu sinnum betri en „showmennskan“ „ÉG veit nú ekki, hvort ég hef frá nokkru skemmtilegu að segja,“ sagði Jóhann Pét- ursson, er Morgunblaðið hringdi í hann og hað um viðtal. Blaðamaðurinn vildi ekki trúa slíku — Jóhann hefði m.a. leikið í kvikmynd um vestanhafs. „Já, en það var nú nauðaómerkileg mynd og hef ég lítt skemmti Iegt af henni að segja,“ sagði Jóhann, en lét samt til leiðast að hitta blaðamann- inn. Jóhann er jafn lítillát- ur og hann er stór og satt að segja fannst mér ég vera orðinn lítill væskill, er ég hitti Jóhann daginn eftir. Það er kannski ekki skrítið, því að sagt hefur verið um Jóhann Pétursson að hann sé stærsti maður í heimi. Hvað um það — eitt er víst að hann mældist fyrir nokkrum árum 225 senti- metrar „en ég er nú víst eitthvað farinn að ganga saman," sagði hann sjálfur. Jóhann Pétursson fæddist í hðfuðstað Norðurlands, Akur- eyri 9. febrúar 1913 og var sonur hjónanna Sigurjónu Jó- hannsdóttur og Pétur Gunn- laugssonar, sjómanns. Við spyrjum Jóhann, hvort hann hafi alizt upp á Akureyri, og hann svarar: • UPPALINN I SVABFAÐARDAL — Nei, ég fluttist ungur með foreldrum mínum i Svarfaðar- dal og sleit þar barnsskónum. Bjuggu þau í Brekkukoti, þar til faðir minn lézt, er ég var 12 ára. Fluttumst við þá að Ing vöruim, en þessir bæir eru sinn hvorum megin við Tjörn. 1 milii tíðinni bjuggum við þó á Jarð- brú hjá afa mínum og ömmu Steinunni, sem Snorri Sigfús- son segir einhvers staðar að hafi bakað bezta flatbrauð, sem hann hafi á ævmni smakkað. Á Ingvörum er ég svo fram á tvítugsaldur. Ég var þriðja elzta bam foreldra minna, en alls erum við systk- inin 9 talsins. Mamma stundaði búskap til þess að hafa ofan í okkur og á, en ég fór snemma að stunda sjó til þess að létta henni störfin og afla fanga í heimilið. Fékkst ég við sjó- mennskuna þar til ég var um tvíitugt — þá varð ég að hætta, því að ég var orðinn slæmur í fótum, hafði skemmt fætuma, þar eð ég fékk ekki nægilega stóra skó til að vera í. Ég varð þá að fara á spítala á Akureyri og þar í bæ dvald- ist ég næstu 2 árin. • ÆTL.AÐI AÐ GUGGNA Á SÝNINGUNUM — Hvenær leggur þú svo land undir fót og ferð utan? — Það var árið 1935, að ég fór utan í atvinnuleit til Kaup mannahafnar. Ég varð sam- ferða Steingrími Matthíassyni, þeim góða lækni, sem ætlaði að aðstoða mig við að fá at- vinnu. Það gekk nú svona og svona, en ég fékk atvinnu við að koma fram í Dyrehavisbakk- en i Kaupmannahöfn. >á byrj- aði ég í skemmtitiðnaðinum, dubbaði mig upp sem stóran mann og sýndi mig. — Hvernig líkaði þér það? — Bölvanlega í fyrstu og ég var í raun alveg að guggna á þessu andlega. Ég varð þó að líta á aðstæðumar og reyna að vinna og þetta tókst sæmilega. Frá Danmörku fór ég svo til Frakklands og ferðaðist um með sirkus milli skemmistaða þar, í Þýzkalandi og í Lond- on. Jú, ég á svo sem margar skemmtilegar minningar frá þessum dögum. Það vargaman að sjá sig um i heiminum, koma til Parísar á heimssýninguna 1937 og til London, en þar starf aði ég með hringleikahúsi Bert rand Mills, sem hét Olympía. • ÚRKLIPPUBÓKIN GLAPTI UM FYRIR VÖRÐUNUM — Hvar ertu svo, þegar strið ið skellur á? — Ég var raunar í Þýzka- landi, þegar striðið skall á. Spjallaö við Jóhann Pétursson, sem sagður er stærsti maður heims Hringleikahúsið varð að hætta, sökum ástandsins og ég lét mitt hafurtask niður í ferðatöskur, setti þær i bílinn minn og ók til Danmerkur, Þetta var í sept embermánuði 1939. Ég reyndi að fá pappírana mína í lag og gekk það og ég gat lagt af stað. Ég ætla nú ekkert ónotaorð að láta falla um Þjóð verjana á þessum tíma — það hafa aðrir séð um að gera, en ég var fjarska hamingjusamur, þegar ég komst yfir til Dan- merkur. Það gerðist þó ekki átakalaust. Þannig var að ég hafði nýlega keypt mér notað- an bíl hjá fyrirtæki einu i Bremen og var ekki búinn að greiða hann að fullu, Ég tefldi því á tvær hættur og hélt af stað til landamæra Þýzkalands og Danmerkur. Ég var að sjálf sögðu scöðvaður við landamær- in og rétti ég þá vörðunum úr- kliippubófk, sem ég hafði með- ferðis og þar var m.a. mynd af mér og heimsins minnsta manni. Verðirnir urðu Svo upp- teknir af þessu að sá, siem feng ið hafði bókina fyrstur kallaði á alla félaga sína og dunduðu þeir i einar 10 mínútur við að Skoða úrklippurnar, sem m.a. voru úr þýzkum blöðum. Skemmtu þeir sér vel yfir bók inni og gleymdu stríðinu þess- ar 10 mínútur. Þegar þeir höfðu svo skoðað nægju sína, leyfðu þeir mér að fara og kvöddu mig með kurt og pí. Þeir gleymdu sem sagt skyld- unum við föðurlandið augna- blik, þvi að auðvitað áttu þeir að athuga pappíra bílsins líka, en það gleymdist alveg. Ég var svo sem ekki að koma mér undan þvi að greiða bílinn, því að strax og auðið var sendi ég peningana frá Danmörku og greiddi bílinn og fékk þá papp írana yfir hann senda. Þennan bil kom ég svo með heim til ís- lands síðar. Þetta var ljósleit- ur Ford, smíðaður í Þýzka- lamdi. — Og þú ætlaðir heim frá Danmörku? — Já, ég ætlaði að fara heim með Esjunni yfir Petsamo, en bíl kom ég svo heim með til Is- inn og missti af skipinu. Lokað ist ég því inni í Kaupmanna- höfn öll stríðsárin. Gyðingar voru unnvörpum að flýja til Svíþjóðar og mér datt svo sem í hug, að reyna að kornast þang- að, en peningaráðin leyfðu það ekki, því að slík ferð var dýr. Ég beið því bara eftir að strið- inu lyki og kom svo heim með fyrstu ferð eftir stríðið, kom með Esjunni 1945. • TIL AMERÍKU — Hve lengi varstu heima í það skipti? — Ég var hér heima i um það bil 2 ár. Þegar ég fór ut- an aftur hafði ég gert ráð fyr- ir að setjast að hér heima, en mér tókst ekki að fá atvinnu hér. Það er erfitt fyrir svona stórá fugla eins og mig að fá atvinnu við sitt hæfi hér. Ég fór því vestur til Ameríku í marzmánuði 1948 og yfirgaf hólmann. Ég var þá ráðinn við stórt hringleikahús Ringling Brothers, Bamum & Bealy. Þetta hringleikahús er mjðg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.