Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGIPNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1972 0*gafafldi Htf ÁrvaJcw, R^yfcjavfk fiOTvfevesmdaMjóii HafaWur Sveinaaos. Wlt»tí6rar Mattfiías Johorvneasen, Eýfðífur KonrW Jónaaon AttatoSafrftaiíóri Stýmtfr QuonoraaoB. RitatftómarM+trúi Þorbl]öm QuðmtmdMOA Fréttoatj6rl B)öm Jélhannaaon. Aujtýalrvgaatjörí AwU Qarðar KrlatfnMOfl Rrtatjórn og afgroiðsla Aöaiatraati 6, sfntf 10-100. Augíýaingar Aðalatrtotl S, afmi 22-4-60 Áakriftargjaiti 225,00 kr i imánuði imtaníatHfe I fausaaoíu 16,00 Ikr oint-akið þeim lánabeiðnum, sem fyrir liggja. Til þess vantar hana um 80 milljónir króna. Af þessum sökum verður ekki hægt að lána út á vinnslustöðvar eða veita lán til vélakaupa nema að nokkr- um hluta. Ríkisstjórnin hefur nú í hótunum um að endurflytja frumvarpið um framleiðslu- ráð landbúnaðaríns, sem dag- aði uppi á síðasta þingi. Við þau úrslit létti bændum mjög, en þeir horfa með kvíða til þess, ef þetta frum- LANDBÚNAÐURINN BYGGIR Á YERKUM VIÐREISNAR 4 1öngum valdaferli Við- reisnarstjórnarinnar þótti framsóknarmönnum einna verst að una því, að hafa ekki yfirstjórn landbúnaðar- mála í sínum höndum. Nú hefur Halldór E. Sigurðsson verið landbúnaðarráðherra nokkuð á annað ár og hefur af litlu að státa á þeim vett- vangi. Landbúnaðurinn í dag byggir á þeim trausta grunni, sem lagður var í ráðherratíð Ingólfs Jónssonar. Á undanförnum árum hef- ur framleiðni í landbúnaði aukizt mjög mikið vegna auk innar tækni og mikillar rækt unar. Framleiðsluaukning hefur orðið geysileg, þrátt fyrir fólksfækkun í sveitun- um. Á árabilinu 1960—1971 stækkuðu túnin um nær 100% og mun landbúnaður- inn lengi búa að þeim miklu framförum, sem urðu á öll- um framleiðsluháttum land- búnaðarins á síðasta áratug. Hefði landbúnaðurinn tví- mælalaust lent í miklum erfiðleikum vegna erfiðs ár- ferðis, ef ekki hefði verið búið að styrkja undirstöður þessa atvinnuvegar svo mjög í tíð Viðreisnarstjórn- arinnar. Nú hefur það gerzt í fyrsta sinn, að stofnlánadeild land- búnaðarins fær ekki nægi- legt starfsfé til þess að sinna varp verður að lögum á þessu þingi. Málsvarar nú- verandi ríkisstjórnar hafa gumað af hækkun á lánum til íbúðabygginga í sveitum, en sú hækkun er skv. lögum frá tíð fyrrverandi stjórnar. Tæpast er hægt að státa af hækkun lána til íbúðabygg- inga úr 450 þúsundum í 600 þúsund kr. Fyrrverandi rík- isstjórn hafði ákveðið að hækkun kæmi á þessi lán á árinu 1971, en sú hækkun, sem ríkisstjórn Ólafs Jóhann essonar hefur ákveðið, næg- ir ekki til að vega upp á móti auknum byggingarkostn aði. Á síðasta þingi lögðu sjálf- stæðismenn fram tillögur um orlof bænda enda kemur það í beinu framhaldi af auknu orlofi launastéttana. Aukið framlag til land- græðslu nægir aðeins til að standa undir kauphækkun- um og verðhækkunum en til þess að stórauka landgræðsl- una þarf verulega aukið fjár- magn. í tíð Viðreisnarstjórn- ar var gert stórátak í land- græðslumálum. Með lögum var landgræðslustarfið mót- að og byggt upp á grundvelli fenginnar reynslu. Grænfóð- urverksmiðjur voru byggðar upp í tíð fyrrverandi rtkis- stjórnar og unnið að athug- un á fjölgun þeirra í samráði við hana. Ylrækt og fiski- rækt voru mjog efld á við- reisnarárunum, m.a. með þeim árangri að laxveiðin hefur nær fjórfaldazt á 11 árum. l>á var aðstaða garð- yrkjuskólans bætt mjög með tilkomu nýs húss og' auknu framlagi til ýmiss konar til- rauna í ylrækt. KJARASKERÐING Dáðagerðir ríkisstjórnarinn- ** ar um kjaraskerðingu, sem nemur a.m.k. 10% með því að hækka óbeina skatta án þess að þeir komi fram í vísitölunni og með öðrum ráðstöfunum, hefur að von- um vakið mikla athygli. í forystugrein Tímans í fyrra- dag var hnykkt á ummælum forsætisráðherra á Alþingi á dögunum og fer því ekki milli mála, að Framsóknar- flokkurinn stendur að baki þessari ráðagerð. Þá hefur Þjóðviljinn fyllilega gefið í skyn í forystugrein, að Al- þýðubandalagið sé reiðubúið til þess að standa að breyt- ingum á þeim vísitölugrund- velli, sem núverandi kjara- samningar verkalýðsfélag- anna byggja á. Hins vegar hefur kveðið við nokkuð annan tón hjá Birni Jónssyni, forseta ASÍ, sem sagði í viðtali við Morg- unblaðið á dögunum, að Al- þýðusambandið mundi ekki ljá því eyra fyrirfram að gefa neitt eftir af þeim kjara samningum, sem gerðir voru í desember 1971 og eiga að gilda til nóvember 1973. Af þessu má marka, að tveir stjórnarflokkanna séu fylgj- andi kjaraskerðingaráform- um Ólafs Jóhannessonar, en verulegar efasemdir séu uppi í þeim þriðja, svo og hjá helztu forystumönnum Al- þýðusambandsins. Á undan- förnum árum hafa vinnuveit- endur mjög barizt fyrir breyt ingum á vísitölukerfinu, en þær breytingar hafa ekki náð fram að ganga vegna and- stöðu verkalýðshreyfingar- innar. Nú virðist, sem a.m.k. tveir stjórnarflokkanna hafi tekið undir þessi sjónarmið vinnuveitenda. Reykjavíkurbréf Laugardagur 28 okt. ^ Geðverndarmál Á Alþingi voru í vikunni rædd gedve rndarmál í tilefni af fyrirspurn Ragnhildar Helga- dóttur. Þingmaðurinn spurði heilbrigðisráðherra, hvenær vænta mætti þess, að bsett yrði úr brýnni þörf á auknu sjúkra- rými fyrir geðsjúka og vakti at- hygli á þvi, að efeki væri gert ráð fyrir fjárveitingu til bygg- ingar geðdeildar Landspítalans, enda þótt fyrrverandi rikis- stjóm hefði unnið að þessum málum og hafið undirbúning að stofnun geðdeildarinnar. Ragn- hildur gat þess, að þörfin væri nú svo brýn fyrir aukið sjúkra- rými, að það þyrfti að tvöfald- ast. Allir virðast iiú sammála um að brýnasta þörfin í heilbrigð- ismálum sé stórátak á sviði geð- heilbrigðismála, og þvi væntu menn þess, að á fjáriögum yrði ríflegt fjármagn til þeirra mála, enda hefur undirbúningur að byggingu geðdeildar staðið nokkurn tima. Heilbrigðisráð- herra upplýsti í þessum umræð- um, að gera mætti ráð fyrir, að unnt yrði að hefja byggingar- framkvæmdir í septembermánuði á næsta ári, en samt sem áður hefði ekki verið tekið fjárfram- lag inn í frumvarp ríkisstjórn- arinnar. Var það réttlætt með því, að ekki væri víst, að und- irbúningi mundi lokið svo tím- anlega, að unnt yrði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Hins vegar sagði ráðherrann, að mál- ið væri nú í höndum Alþingis og það gæti tefeið inn fjárveitingu. Þar með byrjuðu yfirlýsingar ráðherranna um, að eitthvað vantaði inn í fjárlagafrumvarp- ið, enda hefur þvi verið spáð, að það muni mjög hæfeka í meðför- um Alþingis. Önnur yfirlýsing var raunar komin áður frá utan ríkisráðuneytinu, þar sem sagt var, að þriggja milljón króna framiag til vanþróaðra þjóða hefði fallið niður af fjárlögum, þar sem ráðuneytið hefði ekki getað fundið réttan lið í fjártagafrumvarpinu, og vænt- anlega heldur ekki fjármála- ráðuneytið, og því hefði verið frestað að setja þessa upphæð í frumvarpið, þar tii leitin að rétt- um stað i frumvarpinu hefði bor- ið árangur! Slappar taugar Eitthvað virðast blessaðir ráð- herrarnir vera orðnir slappir á taugum. Þegar Geir Hallgríms- son, tók fjármálaráðherra til bæna við fyrstu umræðu fjár- laga, varð hann ókvæða við, og þessi geðstillingarmaður um- hverfðist í ræðustóli og sagðist aldrei á þingferli sinum hafa heyrt jafn freklegan málflutning og hjá borgarstjóra. Þó hafði sá síðarnefndi ekki annað gert en rekja i sundur málefnalega all- an þvættinginn um skattamálin og efnahagsástandið í heild. Þó var þetta ekkert hjá þvi, sem gerðist í umræðum um mál- efni aldraðra. En þá umhverfð- ist Magnús Kjartansson, heil- brigðisráðherra, gjörsamléga og spunnust af snarpar pólitískar deilur, enda þótt allir ræðumenn lýstu yfir stuðningi við það mál, sem til umræðu var. Heilbrigðisráðherra flutti frábærlega góða framsöguræðu með máli þessu, þar sem hann gat um nauðsyn þess, að hver og einn fengi að ráða athöfnum sínum og fór mörgum fögrum orðum um persónufrelsi. Athygli var þá á því vakin, að hann mundi hafa fundið gamla kosn- ingaræðu sjálfstæðismanns (virðist hann hafa tekið bók- staflega ábendingu i síðasta Reykjavíkurbréfi). Hentu menn mikið gaman að þvi, er ráðherrann reyndi í næstu ræðu sinni að afsanna, að hann hefði boðað sjálfstæðis- stefnuna, enda var maður- inn fokreiður, og það hefðu sjálfsagt aðrir Alþýðubandalags- menn verið, ef þeir hefðu heyrt málflutning hans. Tvær eða tuttugu álbræðslur? Alltaf öðru hverju er því hald- ið fram i málgögnum kommún- ista, að Eyjólfur Konráð Jóns- son, ritstjóri, hafi í sjónvarps- þætti boðað, að byggja ætti 20 álbræðslur á íslandi. Þetta hef- ur verið leiðrétt hér í blaðinu a.m.k. tvisvar, en þessi fárán- lega fullyrðing heldur þó áfram. Það, sem Eyjólfur sagði í fyrr- nefndum sjónvarpsþætti, var, að landsmenn ættu ónýtta vatns aflsorku, sem svaraði til þarfa 20 verksmiðja á borð við ál- verksmiðjuna. Auðvitað hef- ur hvorki honum né öðrum dott- ið í hug, að Islendingar ættu að framleiða ál, sem svaraði nokk- urn veginn til ailrar heimsfram- leiðslunnár! En nú hefur Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, setzt á rökstóla með Alusuisse til að undirbúa byggingu nýrr- ar álverksmiðju, verksmiðju nr. 2. Vel má vera, að þegar fram í sækir væri hyggilegt að byggja aðra álverksmiðju, t.d. í sam- bandi við Austurlandsvirkj- un. Hins vegar orkar tvímælis, að nú eigi að leggja megin- áíierzlu á byggingu annarrar ál- verfesmiðju, hvað þá að 19 stykki eigi að reisa. Auðvitað á stóriðjan að vera á sem flestum sviðum, og nú eru tækifæri til að ráðast í sjóefnaverksmiðju og málmblendiverksmiðju t.d. Virðist einsýnt að láta þau vei'kefni sitja í fyrirrúmi, en ekki að einblína á ál, þófit gott sé. Hifit er annað mál, að eðtHegt er að halda áfram með stækk- un álverksmiðjunnar i Straums- vík, ef hagstæðir samningar nást við Svisslendinga, og að slíkri samningagerð vinnur nú nefnd manna að fyrirlagi iðnað- arráðherra. Þess er þó að gæta, að mun hærra orkuverð verður nú að fást en á þeim tíima, þeg- ar upphaflega var samið um raf- magnsverðið. Ber þar margt til: 1 fyrsta lagi var því yfirlýst frá upphafi, að hærra orkuverð yrði að koma ti) á síðari stigum. í öðru lagi hefur virkjunarkostn- aður hækkað mjög. í þriðja lagi hefur orkuverð farið hækkandi á heimsmarkaði, og í f jórða lagi hefur dollarinn fallið gagnvart flestum mýntum heimsins, og þvi verður verð í dollurum að vera mun hærra en áður. Vonandi bera samningavið- Úr álverim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.