Morgunblaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 286. tbl. 59. árg. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins FYRIR FRAMAN MÚRINN Ljósum prýddu jólatré hef- ur verið komið fyrir fram- an við Berlinarmúrinn við Oberbaum-brúna, sem ligg- ur yfir ána Spree inn í Austur-Berlín. Á skiltinu til vinstri stendur, að þarna séu lok handariska bernámssvæðisjns. Áframhaldandi vonir um frið í Vietnam Sex klst. fundur í gær - Enn ríkir þó djúpstæður ágreiningur París, 13. des. — AP. VIÐRÆÐTJM Henrys Kissingers og Le Due Thos lauk að sinni í Paris i dag eftir 6 klukkustunda fund. Kngin tilkynning var gefin út að fundinum ioknum varð- andi friðarhorfur í Víetnam, en Kissinger bjó sig undir að fara Apollo 17: Góður árangur af dvöl tunglfaranna Fundu efni, sem kann að vera úr síðasta eldgosinu á tunglinu Houston, 13. des. AP. TUNGLFARARNIR með Apollo 17, þeir Eugene A. Cernan og Harrison H. Schmitt, luku í kvöld rannsóknum sinum á timglinu og tóku síðan að und- irbúa sig undir brottför sína það an. Var ætlunin að tengja tungl- far þeirra að nýju stjórnfarinu í fyrramálið, fimmtudagsmorg- un, en félagi þeirra, Ronaid E. Evans, liefur stjórnað því á braut umhverfis tunglið, á með- an þeir Cernan og Schmitt hafa dvalizt á tunglinu. Tuiruglfararnir tveiir höfðu með sér í dag um borð í tunglfarið sýni af gulu efni, sem ef til vill eru leifar frá síðasta eldgosinu á tungíim'U. Hefur fundur þessa ef-nis vakið mikla athygli vísinda maninia, sem þykjast þar eygja svör við mörguim ósvöruðum spurninguim. í>eir Ceman og Schimitt fundu þetta efni, er þeir höfðu verið um fimm klukkustundir á ferð í ann arri för sinni um yfirborð tungls- iins, en aliis var ætlunin, að þeir notuðu 21 klukkust. til þess að fara um tungiið, koma þar fyrir vísiindatækjum, gera rannsóknir og safna efn issýni shorn'iim. Ef þetta gula efni, sem líkist sandi, er úr eldgosi, kanm það að vera ekki eldra en 100 milMj. ára gam ailt, en i þróunarsögu tunglsins er slikt líkast sem það hefði gerzt i gær. flugieiðis sem fyrst heim til Bandaríkjanna og gefa Nixon forseta skýrslu um viðræður sín- ar og Ee Duc Thos. Haft var eft- ir áreiðanlegum heimildum, að ekki hefði enn fundizt iausn á þeirn ágreiningi, sem stæði í vegi fyrir friði í Víetnam og væri djúpstæður. Eftir sem áður er sú skoðun þó aimenn, að hinir striðandi aðilar í Víetnam standi á þrösknldi vopnahlés og eftir- farandi friðarsamninga. Ekki var frá því greinit, hve- nær þeir Kissámger og Le Duc Tho hygðust korna saman til nýs viðræðufundar. 1 lok fundarins í dag fylgdi Kissinger Le Duc Tho að bifreið þess siíðamefnda og kvöddust þeir síðan með virkt um með hamdaibandi. Með þeim gekk ungur maðiur, sem hélt yf- ír þeim regmhlíf sem hlifiskildi gegn Parísarregnimu, sem streymdá niður mestan hluta dagsins. AMan tímann, sem fundur beirra Ix- Duc Thos og Kissing- ers stóð yfir, bedð einikaflugvél þess síðarnefnda tiibúin á Orly- flugVeMi, en þangað hafði henni Framhald á hls. 31. Átti að tryggja sovézk yfirráð á Miðjarðarhafi SOVÉTSTJÓRNIN hugftist gera Albaníu að eldflauga- og kafbátabækistöð með það í huga að ná algerum yfirráð- um yfir öllu Miðjarðarhafi. Slíkt kynni jafnvel að hafa haft í för með sér valdatöku kommúnista í Grikklandi. En hefði þetta gerzt, hefði stjórn flokks og ríkis í Albaníu orð- ið hreinn leppur sovézku herstjórnarinnar. Albanía hefði orðið með sínum fáu íbúum — undir tveimur milljónum að tölu — leiksopp ur í valdatafli Sovétríkjanna. Þetta er skýringin á vinslit- um Albaníu við Sovétríkin fyrir 12 árum. Enver Hodscha, leið- togi albanska kommúnistaflokks- ins og langmestur valdamaður þar í landi lyfti hulunni sem snöggvast af fortíðinni í tileíni^ þjóðhátíðardags landsins 29. nóv- ember sl. og eru fréttir af ræðu Framhald á bls. 2 í dag.... bls. Fréttiir 1, 2, 3, 10, 31, 32 ögri er Ijómandi sjóskip — Ræfct við skipstjórann Brynjólf HaMdórsson 3 Spurt og svarað 4 Greim úr New York Times — Og hvað verður nú um Kissiinger? 16 Bókmenntir — listir 17 íþróttafréttiir 30 Kona forseti í v-þýzka sambandsþinginu Bonn, 13. des. — AP. VESTCR-ÞÝZKA sambandsþing:- íð kom santan að nýju í dag og kaus nú í fyrsta sinn í sögn sinni konu fyrir þingforseta. Gert er ráð fyrir, að Willy Brandt verði endurkjörinn sem kanslari á morgun, fimmtudag, og að hann leggi fram nýjan ráð herralista á föstudag. Nýi þingforsetinn er frú Anne marie Renger. Hún er 53 ára að aidri, orðin amma og er félagi í fiokki Brandts, jafnaðarmanna- flokknum. Hún er fyrsti jafnaS- armaðurinn, sem kjörinn er for- seti Sambandsþingsins. Samkv. stjórnskipun V-Þýzkalands er þetta næst æðsta embætti lands- ins og kemur næst á eftir em- bætti forseta Sambandslýðveldis- ins. Talið er, að eina meiri háttar breytingin á stjórn Brandts verði sú, að frjálsir demókratar fái tvö ráðherraembætti til viðbótar vegna þess atkvæðamagns, sem þeir bættu við sig. Til þessa hafa þeir átt þrjá ráðherra í stjórn- Grænland: Villtist kafbáturinn inn á Diskóflóa? Kaupmannahöfn, 13. des. AP. SÁ orðrómur var á kreiki inn- an danska hersins í dag, að kafbátnr sá, sem enginn veit deili á, en á að hafa sézt inn á firði nokkrum í Norðvestur- Grænlandi, hafi farið þangað inn fyrir slysni og reyni nú í örvæntingu að komast þaðan út. Var sagt, að kafbátar gætu auð\ eldlega komizt óséðir inn og út um firði umhverfis þessa risavöxnu heimskauta- eyju og markmið kafbátsins nú gæti vel hafa verið njósn- ir, kortlagning eða þá þjálfun áhafnar. En samtimis var haft eftir sömu heimildum, að á þess- um tima árs, þegar lagís er að myndast í fjörðum og dags- birtan stendur yfir aðeins nokkra klukkutíma á dag, þá væri það mjög áhættusamt fyrir ókunnuga að halda-inn á þessi svæði, sem væiru að verulegu leyti ekki teiknuð inn á landabréf. Danska varnarmálaráðu- neytið skýrði frá þvi í dag, að það væri staðfest af þremur aðilum, að þeir hefðu séð kaf- bátinn í síðustu viku, nú síð- ast sjómenn snemma á þriðju dag og þá í grennd við Christ- ianshaab. Skýrði varnarmála- Framhald á bls. 2 (C'-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.