Morgunblaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1972 Otgefan di hf. Árvalcur, Röykj'avík fVeírvkveemdastjóri HareW'Ur Svemsaon. J^ktsitýósrar MatShías Johannessen, Eyjðtfur Konráö Jónsson. Styrmir Gurvnersson. Rhrt'jórmrMfotiii Þortvjörn Guðmundsson Fréttastjón Björn Jöhanneson Auglýsirvgas^óri Amí Garðar Krietinsson Rrtstjórn og afgreiðsia Aðaistraeti 6, sfmi 10-100. Augirýsingar Aðalstræti ©, sfmi 22-4-80 Áakriftargjafd 225,00 kr á méavjöi innaniands I teusasöíu 15,00 Ikr eintakið BARA AÐ GERA EYSTEINN Á STJÁI C'viptingarnar innan stjórn- arflokkanna halda áfram, og færast stöðugt í aukana, einkum þó í Alþýðubandalag- inu. Kommúnistar eru Hanni- bal Valdimarssyni og Birni Jónssyni ævareiðir fyrir það, að þeir skyldu gera gengis- lækkun að fráfararatriði, og raunár beinist reiði þeirra jafnhliða að Frarhsóknar- flokknum, því að þeir telja hann hafa svikið sig í tryggð- um, þegar hann beygði sig fyrir kröfu Hannibalista, án þess að álit Kommúnista- flokksins lægi fyrir. Sterk öfl innan Alþýðubandalagsins krefjast þess, að ráðherrarnir beygi sig ekki, hvað sem á dynur, en þeir Lúðvík Jóseps- son og Magnús Kjartansson tvístíga. Morgunblaðinu kæmi það raunar ekki á óvart, að þeir gleyptu öll stóru orðin og héldu áfram stjórnarsam- starfi, jafnvel þótt gengið yrði fellt. Þeir mundu þá hafa sama háttinn á og gerð- ist, er Bandaríkjamenn voru látnir lengja flugbrautina á Keflavíkurflugvelli og kosta þá framkvæmd. Þeir mundu nú eins og þá taka á sig stjórnskipulega ábyrgð á at- höfnum, en sitja í stólum sín- um engu að síður, kannski gera bókun eins og þá. Síðan mundu ráðherrar kommúnista segja: Hvað gát- um við gert? Við vorum sett- ir upp að vegg, og við þurf- um að bjarga herstöðvarmál- inu (raunar geta þeir sagt, að ennþá meiri þörf sé á því nú en áður en þessi stjóm kom BÓKUN til valda, því að varnarliðið hefur búið miklu betur um sig en þá var, með tilstyrk kommúnista í ríkisstjórn, þar sem er flugbrautarlenging- in). Svona er þetta einfalt. Lúð- vík og Hannibal segja: Við verðum að bjarga því sem bjargað verður. Áhrifalausir megum við ekki vera, og það er bara fyrir fólkið og föður- landið, sem við leggjum það á okkur að sitja áfram í ráð- herrastólum! TjHtir að Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra hafði lagt fram tillögur sínar um lausn efnahagsvandans í rík- isstjórninni og báðir sam- starfsflokkarnir fellt þær, greip Ey.steinn Jónsson til sinna ráða. Hann tók forust- una í Framsóknarflokknum nú sem fyrr. Það var hans verk, að þessi ríkisstjóm var mynduð, og hann ætláði ekki að láta eyðileggja verk sín þegjandi og hljóðalaust. Eysteinn skipaði Ólafi Jó- hannessyni að éta ofan í sig öll stóru orðin um það, að aldrei kæmi til greina að þessi ríkisstjórn stæði að gengis- fellingu. Aldrei þessu vant stóð forsætisráðherrann upp í hárinu á Eysteini um nokk- urt skeið, en auðvitað fór svo um síðir, að hann beygði sig og féllst á að standa að geng- isfellingu, þrátt fyrir allt og allt. Eysteinn Jónsson lifir í endurminningunni um elztu vinstri stjórnina, samstjórn Framsóknar og Alþýðuflokks ins fyrir styrjöldina. Þá var hann hinn mikli valdamaður, og enn þann dag í dag telur bæði hann og Framsóknar- flokkurinn, að sú stjórn hafi verið einna bezt hér á landi, þótt allt væri komið í kalda kol, landið nánast gjaldþrota og atvinnuvegirnir á vonar- völr Hann vill fá nýtt vinstra tímabil á íslandi, ekki bara í iy2 ár heldur í a.m.k. einn og hálfan áratug, og honum er sama hvað á gengur. Eysteinn treysti því, að kommúnistar mundu láta undan, þegar Framsóknar- flokkurinn hefði fallizt á til- lögur Hannibalista, og svo kann líka að fara. En ekki verður beysið samstarfið í þessari ríkisstjórn, eftir að einn hefur kúgað annan og enginn treystir öðrum. fv V W"? —*~\S OG HVAÐ VERÐUR NU UM KISSINGER? Eftir James Reston ÁKVÖRÐTJN Nixons forseta að halda Wiiliam Rogers sem utanríkisráð- herra næsta kjörtímabil bendir ein- dreg-ið til þess, að Kissinger verði áfram sem sérlegur ráðgjafi forset- ans í öryggismálum, þó að það hafi ekki verið endanlega ákveðið. Nixon bað Kissinger um að vera áfram unz Vietnamviðræðunum lyki og varð Kissinger við þeirri bón. Kissinger á von á því að þeim við- ræðum Ijúki innan fárra vikna og þá aetlar hann að taka sér langt frí, líklega í Mexíkó, og ákveða hvort hann verður áfram eða hættir. Flestir vaidamenn í Washington keyra sig áfram þar til þeir eru ör- magna og hafa þá orð á þA, að þeir ætli að hætta og helga sig rólegra Mfi. Flestir skipta þeir þó um skoð- un, er þeir hafa fengið sæmilega hvíld, og þá fara þeir að velta þvi fyrir sér hvernig eiginlega það yrði að lifa rólegu lífi, ef þá á annað borð slíkt fyrirbrigði er til á þessum tímum. John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði oft. orð á því, að hann ætlaði að hætta og fara „heim“, en ein- hvexn veginn tókst honum að sann- færa sjálfan sig um að ekki væri víst að Bandaríkin lifðu það af, ef hann hætti. Hann hélt áfram unz hann var farinn að heiisu og á endanum vissi hann ekki hvar „heima“ var. Dean Acheson sneri sér að lög- fræðistörfum eftir að hann lét af embætti utanríkisráðherra, þó að honum leiddist þau óskaplega. Hann gerði sér þau bærileg með því að skrifa greinar í blöð og tímarit í léttum dúr um galla og kosti ýmissa stórmenna. Eftir að hafa yíjað ýms- um ríkisstjórnum, mektarmönnum og dálkahöfundum undir uggum í nokkur ár, fannst honum óþolandi tímasóun að reyna að fá meiri pen- inga fyrir lögfræðilega skjólstæð- inga sína, sem ekki þurftu á þeim að halda eða áttu þá skilið að hans dómi. Þótt undarlegt megi virðast voru engir sem létu af valdaembætt- um með meiri ánægju en hershöfð- imgjarnir, sem taldir eru elska völd medra en mokkrir aðrir. Eisemhower fannst golfleikur miklu þægilegri og - skemmtilegri en að stjóma heimin- um, sem sjálfsagt hefur verið hárrétt ályktað. Eisenhower var mjög ánægð- ur maður er hann lét af forseta- embættinu. Marshall hershöfðiingi var einnig mjög ánægður, er hann lét af embætti, en hann hafði líka vit á þvi að læra aldrei að leika golf. Rogers fél'lst eins og fyrirrennari hans, Dean Rusk, á að sitja annað kjörtímabil og maður getur aðeins vonað að hann sjái ekki eims mikið eftir þvi og Rusk gerði. Hitt er svo annað mál, að þegar forseti, sem er persónulegur vinur manns, biður hann um að vera áfram, hlýtur það að vera erfitt að segja nei. Vandamál Kissingers er marg- slungnara. Bókaútgefendur elta hann á röndum og sjálfsagt gæti hann fengið svo háa greiðslu fyrir endur- minningar sinar, að hún nægði hon- um til að setja á stofn einkaháskóla. En Kissinger sér enga leið tiíl að skrifa um Kíma, Moskvu, Vietnam og allar konumar í lífi sínu á með- an Nixon býr í Hvíta húsinu og það er mjög skynsamiegt af honum, því að Nixon hefur aldrei verið ánægður, Henry Kissinger ef einhver amnar varð fyrstur með fréttirnar. Það erfiðasta fyrir Kissinger er, að hann komst. á toppinn of fljótt eða of seinf. Ef hann hefði uppgötvað Kína á aldrimum 20—30 ára, hefði framtíðin verið honum auðveldari, en hann verður 50 ára i maí nk. og þeg- ar maður er orðinn 50 ára, er hann orðinn of gamall til þess að geta unmið 48 klukkustundir í sólarhring eða skipt á Hvíta húsinu og prófess- orsstöðu við Harward. Kissinger á við anniað vamdamál að stríða. Hann er þeim hæfileikum gæddur að geta litið á vandamálin frá öllum hliðum, þ.á m. vandamálið um hann sjálfan og s-töðu hans inn- an alríkiskerfisins. Þetta er sjald- gæfur eiginleiki hér í Washington. Hvað varðar ákvarðanir í utanríkis- málum hefur Kissinger ekki aðeins afgreitt vandamálin til endanlegrar ákvörðunar forsetans, heldur einnig látið í ljós sjálfstætt álit og beitt sér fyrir breytingum, ef forsetimn bað um álit hans, sem hann gerir oft. Auk þess hefur Kissinger verið helzti tafemaður og samningamaður stjórnarinnar á sviði utanríkismála. Hann hefur ferðazt um allan heim i flugvélum forsetans og bökstaflega haft afskipti af hverju einasta atriði í sambamdi við utanríkismál Banda- ríkjanna. En hann er það mikill fræðimaður, að hann heldur áfram að furða sig á því, hvernig ríkis- stjórn það eiginlega sé, sem lætur prófessor í slíkt starf, einkum vegna þess að hann hefur ekki mikla trú á einkaframtaki á sviði diplómata- starfa. Undanfarið hefur Kissinger iieitazt við að láta utanríkiisráðuneytið taka í æ ríkari mæli þátt í Vietnam- viðræðunum, en ráðuneytið hefur launað honum það með því’ að saka han.n um að hafa farið út fyrir tak- mörk sín í viðræðunum og fal'la I fen, sem sérfræðinigar ráðuneytisins hafi orðið að bjarga honurn úr. Þetta er auðvitað ekki satt, en þetta hafa menn upp úr krafsinu, er þeir ætla að hleypa svolitlu lýðræði inn í diplómatastörfin. Það þarf enginn að óttast að Kiss- inger verði í vamdræðum með að taka ákvarðanir um hvort hann eigi að snúa sér aftur að kemnslu, skrifa bækur eða gera eitthvað annað. Það er hins vegar ljóst, að Kissinger get- ur aðeins farið niður á við. Það er alveg hugsanlegt að hamn yfirgefi Nixon og hann er greinilega að íhuga þann möguleika, en eins og maðurinn sagði: „Hvernig á rnaður að halda þeim kyrrum á bóndabæjunum, er þeir hafa séð Pekirng?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.