Morgunblaðið - 14.12.1972, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.12.1972, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1972 23 Minning; Bjarni Erlendsson frá Víðistöðum í DAG verður Bjarni Erlendsson tfrá Viðistöðum jarðsettur frá Frikirkjunni í Hafnarfirði, en hann andaðist á Sólvamgi 4. des- ember sl. Hafði hann verið nærri rúmfastur í fjögur ár en 1968 varð hann fyrir þvi áíalli, að taka varð af honum annan fót- inn ve>gna sjúkleika. Bjami fæddist 30. marz 1881. Foreldrar hans voru Erlendur Bjarnason bóndi i Vogsósum Sel vogi og kona hans, Sigriður Hans dóttir. Átta ára missti Bjarni móður sína, brá þá faðir hans búi og tfluttist að Króki í Ölíusi, þrem árum síðar fór hann til Gtuðrúnar Magnúsdóttur, Hrauni í ölfusi og þaðan fór hann eftir fimm ára dvöl til Reykjavíkur. f Reykjavík hóf Bjarni nám í skósmíði en áður en námstíma l'aufe fékk hann sig lauisan frá námi og fór til Skotlands, þar dvaldi hann í hálft ár, kom síð- an aftur til Reykjavíkur og lauk áður byrjuðu námi. sonurinn, Guðjón, lézt 13. októ- ber 1965, en hann var kvæntur Ólöfu Erlendsdóttur. Þótt Bjarni væri hlédrægur maður, fór ekki hjá þvi að hæfi- leikar hams yrðu þess valdandi, að homum væri falin trúnaðar- störf í þeim. félögum, sem hann starfaði í, en þau voru möng, þar sem hann var félagslyndur í meira lagi. Ekki verður sá þátt- ur í ævi hans rakinn hér, að öðru leyti en að minnast starfa hams i Verkamannafélaginu Hl'íf. Á hinum erfiðu árum fyrir sið ari heimsstyrjöldina og á fyrstu árum styrjaldarinnar voru um- brotatímar í isögu verkalýðshreytf - ingarinnar eins og reyndar í þjóð félaginu öllu. Bjarni tók virkan þátt í þeim átökum og hlaut fyrir trúnað hafnfirzkra verkamanna og árið 1943 var hann kjörinn í stjórn Hlífar og átti þar sæti síðan í 11 ár og 1946 til 1948 sat hann í miðstjóm Alþýðusambands ís- lands. Mér er það minnisstætt hversu mikill stuðningiur það var í öll- um störfum að njóta reynslu og þekkin.gar þessa manns, sem hlotið hafði jafn alhliða þekk- in-gu og var laus við að sjá mál- efni aðeins frá einni hlið. Eigi er hætgt svo sem vert væri, að gera Skil í stuttri minn- ingargrein hinni merku og Löngu ævi Bjarna Erlendssonar og verð ur því hér staðar numið með einlægri ósk um að honum verði að veruleika sú bjargfasta skoð- un er hann lét otft í ljós, að þeg ar þessari jarðvist lyki, tækju við aðrir fegurri og betri heim- ar. Hermann Guðmundsson. Sigríður Ólafsdóttir Vér skiljum ekki skaparáð, þau skipta sælu’ og neyð, þau flétta saman gleði’ og grát, þa-u gefa’, en taka’ um l'eið. Sig. Júl. Jóh. í DAG fer fram útför vinkonu minnar Sigríðar Ólafsdóttur, öldugötu 47. Hún var fædd 27. janúar 1937 og var þvi aðeins 35 ára að aldri. Hún giftist Jóhann- esi Þ. Jónssyni og áttu þau tvö eínileg böm, önnu 9 ára og Jón Ólaf 7 ára. Hún átti í stríði við erfið veikindi síðustu ár ævinn- ar, en aldrei heyrðist hún kvarta. Ég þekkti hana mjög vel, því að við lékurn okkur saman þegar við vorum börn, enda ólumst við upp í nágrenni hvor við aðra. Vandaðri og betri stúlku get ég ekki hiugað mér. Alltaf var hún kát og glöð og lagði hverju máli >gott eitt til. Sirrý mín, þetta áttu bara að vera örfá kveðjuorð með þökk fyrir ógleymanleg kynni. Ég er þess fullviss að þú átt góða heim von í betri heimi. Ég sendi vinum og vandamönn um mínar beztu kveðjur. Kristín Guðmnndsdóttir. Minning: Rúnar Gunnarsson hliómlistarmaður RÚNAR Gunnarsson er látinn. Útförin fer fram í dag. Góður samstarfsmaður og vinur um árabil er horfinn, og okkur set- ur hljóða. Hann var einlægur aðdáandi fagurra lista og virk- ur þátttakandi og skapandi bæði í heimi tóna og lita. Einkum mun yngri kynslóðinni hann kunnur fyrir tóna, samhljóma og söng, en færri var kunnugt um sérkennilegar myndir, er hann málaði. Sjálfur hafði hann hins vegar mikið dálæti á þeirri tóm- stundaiðju sinni, þótt hann léti lítið yfir árangri. Fólk milli tvítugs og þritugs minnist Rúnars fyrst og fremst vegna sönglaga hans, sem hljóm uðu hér um borg og byggð og hljóma enn. Þau hafa öll sér- kennilegan blæ og svipmót, enda þótt hann væri barn síns tíma og lögin bæru þess vott. Mörg laga hans hafa verið gef- in út á hljómplötum og munu geyma minninguna um laga- smiðinn og söngvarann. En að- eins í huga þeirra, sem störf- uðu með honum geymist hins vegar minningin um starfsfúsan félaga og góðan dreng. Á skilnaðarstund verður okk- ur tregt um tungutak. Atvik, stór og smá, gægjast út úr hug- arfylgsnum. Við geymum þau með okkur nú, þegar við kveðj- um í þessum heimi Rúnar Gunn arsson og vottum aðstandendum dýpstu hluttekningu. Ólafur Gaukur, Þráinn Kristjánsson. T Otför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, SIGMUIMDAR KR. ÁGÚSTSSOIMAR, kaupmanns, Grettisgötu 30, sem andaðist 9. des., fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 15. des. kl. 10,30 f.h. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Magnea Bjarnadóttir, synir og tengdadætur. Síðan fór hann á ný til Sfeotlands en nú var dvölin þar lengri en áður þvi í níiu ár sam- fleytt dvaldi hann þar, fyrst sem sjómaður, en siðar í 6 ár um- sjónarmaður við fiskverkun hjá samvinnufélagi í Aberdeen. Um skeið starfaði hann við veðurat- huiganir uindir handleiðslu þekkts visindamanns á því sviði, dr. Charles Williams. Atvikin höguðu því svo að Bjarni kom aftur til íslands og igerðist verksitjóri hjá brezku út- gerðarfyrirtæki, Bookles Brot- hers, sem þá rák mikla útgerð o.g fiskverkunarstöð í Hafnar- firði. Við þau störf var hann >um árabil en stundaði líka smáðar og eru þau mörg húsin í Hafn- arfirði, sem Bjarni teiknaði og stóð fyrir smlðum á, á þeim ár- um. Brautryðjandi var Bjarni á sviði lifrarbræðslu og kom upp i Hafnarfirði í samvinnu við fleiri, einni fullkomnustu lifrar- bræðslu, sem þá var til í land- imu. Af þessu leiddi, að Bjarni var fenginn til þess að gera teikn imgar af fyrirhuguðum lifrar- bræðslum í Keflavik og Sand- gerði, en kom við atvinmusögu fleiri byggðarlaga, því hann var verkstjóri við hafnargerðir á nokkrum útgerðarstöðum. Lengi mun Bjarna verða minnzt fyrir ræktun og búskap í landi því, er hann fékk til af- nota árið 1914, en það eru Víði- staðir fyrir vestan Hafnarfjörð, sem nú eru komnir inn í byggð bæjarins. Árið 1919 kvæntist Bjarni Margréti Magnúsdóttur, sem hann missti eftir 41 árs sambúð, en hún andaðist árið 1960, Þeim hjónum varð þriggja barna auð- ið, sem öll komust á legg og igiftust. Það eru dætumar Krist- björg, gift Guðmundi Sveins- syni, og Sigríður Kristín, gitft Garðari Guðmundssyni, en eini Að sjálfsögðu geta allir svarað þessari spurningu, án fyrirhafnar, því SUÐURVER er í miðri leið frá borginni. til þéttbýlustu svæða í nágrenni hennar. Við fjölförnustu krossgötur Reykjavíkur er SUÐ- URVER hentugur viðkomustaður þúsunda, sem leið eiga um á degi hverjum. SUÐURVER býður upp á fjölbreytta þjónustu: H. G. Guðjónsson. Rafeindatækni. Hamrakjör. Rjötbúð SUÐURVERS. Hlíðargrill. Gjafabær. Gjafa- og snyrtivörubúðin. Jens Guðjónsson, gutl- smiður. Skóbúð SUÐURVERS. VAL.VA. Hilda. Jassballettskóli Báru. Blómabúðin Míra. Austur- bakki. Hárgreiðslustofan Gígja. Snögg s/f fata- hreinsun. Fiskbúð. Mjólkurbúð. Tannlæknir. SUÐURUGR • * 1 n • »* • v er sjalrkjorio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.