Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 2
MORjGU’NBLAEMÐ, LAUGARDAGUR 16. DESKSMBER 1972 Bæjarfulltrúi SFV í Kópavogi: Lýst yfir stuðningi við bæjarstjóra Á FUNDI bæjarst.jórnar Kópa- vogs í gfa*rkvöldi gaf frú Hulda M^akobsdóttir bæjarfulltrúi Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna út yfirlýsingu þess efnis, að hún styddi bæjarstjórann, Björgvin Sæmundsson og myndi standa að samþykkt fjárhagsáætl unar Kópavogskaupstaðar fyrir árið 1973. Jafnframt kvaðst hún muna taka afstöðu til mála mál efnalega, en ekki í framhaldi af neinum samningurn við fulltrúa eins né neins stjórnmálaflokks. Takmarkanir vegna jólaum- ferðarinnar Nokkrar umræður spunnust út af þessari yfirlýsingu og kom þar m. a. fram, að bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Alþýðubanda- lagsins og SFV höfðu átt viðræð ur sín á milli um viðbrögð við þeim vanda sem upp kom, er Eggert Steinsen, einn af bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sagði sig úr meirihluta bæjar- stjórnar í október síðastliðnum. Hafði komið fram sú hugmynd að stækka bæjarráð úr þremur mönnum í fimm og að i því ætti sæti einn fulltrúi hvers stjóm- málaflokks. En félagsmálaráð- herra gaf ekki leyfi til að slikt yrði gert og í framhaldi af því ákvað frú Hulda að gefa þessa yfirlýsingu sina og kvaðst með því vilja stuðla að þvi að ekki yrði giluindroði og stjómJeysi í stjórn kaupstaðarins. Gullsmiðir og leturgrafari slá saman Skartgripir sfný gull- og silfurmunabúð að Laugavegi 36 í»RÍR ungir menn, gullsmiðir og leturgrafari hafa opnað nýja verzlun, Skartgripi s.f. að Lauga vegi 36. Eigendurnir eru ívar Björnsson leturgrafari, sonur hins kunna leturgrafara Bjöms HalUlórssonar, Guðmiuidur bróð- ir hans, sem er gullsmiður og Gunnar Malmberg gullsmíða- nemi. Þeir félagar selja bæði muni sem þeir hafa teiknað sjálfir og gert og einnig smíða þeir eftir teikningum viðskiptavina eða hugmyndum þeirra. Þ>eir félagar smíða ekki fyrir fjöldafram- leiðslu, nema ef til dæmis félags- skapur hefur áhuga á að fá pappírshnífa úr silfri með félags merki eða slíku. Allur gröftur í gull og silfur hjá Skartgripum er handunninn. Verzlun þeirra félaga er mjög smekklega innréttuð. AÐ VENJU verða gerðar sér- stakar ráðstafanir í umferðinni í Reykjavík nú fyrir jólin. Lög- regiustjórinn í Reykjavík hefur augiýst takmörkun á umferð, sem tekur gildi í dag, laugardag inn 16. des., og gildir til og með 23. des. 1972. Hér er um að ræða svipaðar ráðstafanir og gerðar hafa verið undanfarin ár og eru þær einkum fólgnar í eftirfar- andi: Einstefnuakstur er settur á tvær götur, þ.e. Vatnsstíg frá Laugavegi tái norðurs að Hverf- isgötu og á Naustunum frá Tryggvagötu að Hafnarstræti. Vinstri beygja er bönnuð af þremur götum, þ.e. af Lauga- vegi suður Barónsstíg, að Klapp- arstíg vestur Skúlagötu, og af Vitastig vestur Skúlagötu. Bifreiðastöðubann verður á virkum dögum kl. 10.00—19.00 á Skólavörðustíg norðanmegin göt uinnar, frá Týsgötu að Njarðar- 'Xsgötu og búast má við takmörkun úm á bifreiðastöðum á Njáls- götu, Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti, ef þörf krefur Vegna mikillar umferðar. í dag laugardaginn 16. des. verður umferð bifreiða, annarra en stætisvagna Reykjavíkur, bönnuð um Austurstræti, Aðal- stræti og Hafnarstræti frá kl. 20.00—23.00 og sams konar bann verður í gildi á Þorláks- messu, laugardaginn 23. des. frá frá kl. 20.00—24.00. Ef ástæða þykir til, verður umferðartak- mörku/n sett á Laugavegi og í Banksistræti. Reynt er að takmarka eða banna umferð sem allra minnst, en eftiirfarandi atriði eru öku- gfinenn sérstaklega beðnir að hafa í huga: 1. Þeir tökumenn, sem staðdir eru í austurhluta borgarinnar og aetla að aka niður í miðborgina og í vesturhluta hennar, aki ekki niður Laugaveg, en fari þess í stað niður Skúlagötu eða Hring- braut. Það getur sparað þeim, sem ætla í miðbongina, um 20 >- mitn. að aka um þessar götur í stað þess að fara niður Lauga- veg. LYST EFTIR VITNUM >•- EKIÐ var á kyrrstæða bifreið í Bankastræti í fyrrakvöld milli kl. 10.30 og 11.10. Bifreiðm er af gerðinni Volkswagen, blá- græn að lit — Y-234 og stóð hún uimreebt kvöld í efsta stæði í Bankastræti fyrir neðam Ingólfs sfcraeiti. Ekið var á vkistra fram- bretti bifreiðarinnar og eru í því för eftir keðjur. Þeiir, sem geta gefið einhverjar upplýsing- ar ara þennan árekstur, eru beðn ir að gefa sig fram við rannsókn jarlögregiluma. 2. Fólk er hvatt til að fara ekki á bifreiðum sínum milli verzlan anna, heldur fiinna bifreiðastæði og ganga síðan milli verzlan- anna. Þeim, sem koma akandi eftir Skúlagötu, er bent á að leita fyrst að bifreiðastæði við Kalkofnsveg, Sölvhólsgötu, Hlvierfisgötu og Smiðjustíg. Þeim, sem koma ákandi um Hringbraut, er bent á að leita fyrst að stæði við Tjarnargötu, Vonarstræti eða Suðurgötu. Gjaldskylda er við stöðumæla jafn lengi og verzlanir eru al- mennt opnar. Stöðutími verður takmarkaður við 1 klst. á verzl- unartíma dagana 18.—23. des. á eftirtöldum bifreiðastæðum: Við Smiðju'stíig. Við Vesturgötu vestan Garða- strætis. Við Garðastræti. Við Tjamargötu. Við Vonarstræti. Frá vinstri: Guðmu ndur, fvar og Gunnar. Skyndiökupróf lögreglunnar: 16,4% ökumanna þurfa að taka bílpróf að nýj u Eftir áramót verða gefin út bráðabirgðaökuskírteini fyrir þá sem falla á fyrsta skyndiprófi LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja vík hafði í gær boðað 88 öku- menn til viðtals við lögregluna vegna þeirra ráðstafana sem ný- lega voru gerðar, þ. e. að kalla fyrir þá ökumenn, sem á síðast- liðnum 12 mánuðum hefðu lent í tveimur umferðaróhöppum eða slysum eða brotið gegn ör- yggisreglum umferðarlaga. Þekk ing mannanna á umferðarreglum er könnuð og standist þeir ekki skyndipróf, sem þeir eru látnir gangast undir og annað að loknu námskeiði, verða þeir að gang- ast undir nýtt ökumannspróf. Könnun þessi er gerð í nánu samráði við Umferðarráð og sagði Pétur Sveinbjamarson, framkvæmdastjóri þess í viðtali við Mbl. í gær, að með könnun þessari væri talið að um væri að ræða tilraun, sem binda mætti við miklar vonir til þess að unnt yrði að hamla gegn umferðar- slysum. Farið hefur verið yfir úrlausn- ir 67 ökumanna og við þá athug- un hefur komið i ljós að strax að fyrstu könnuninni lokinni skila 38,8% ökumannanna viðun- andi árangri. Eftir námskeiðið fer þessi prósentutala upp í 83,6%. Það eru því 16,4% öku- manna sem þurfa að gangast und I ir ökupróf að nýju. Pétur- sagði að sá háttur hefði verið hafður á, að afturkalla öku skírteini þeirra, sem stæðust ekki fyrstu könnunina, þar til þeir hefðu sannað það að nýju, að þeir væru ökuskírteinisins verðir. Það hefur alls ekki komið til þess að þessir 88 ökumenn hafi verið sviptir ökuleyfi, enda er sú svipting aðgerð dómstóla einna. Pétur sagði að yfirleitt hefðu menn tekið þessum ráðstöfunum vel, þó að á því hefðu orðið ein- staka undantekningar. Farið hafa fram 5 námskeið og hafa þegar allmargir ökumenn not- fært sér boð lögreglunnar um þátttöku án þess að þeir hafi ver- ið til þess kvaddir. 1 næstu viku er fyrirhugað að vinna frekar úr þessu verkefni og verður tilhögun könnunarinn- ar að nokkru breytt eftir áramót. Tekinn verður upp sá háttur að gefa út bráðabirgðaökuskírteini, sem gilda á í viku til þeirra öku- manna, sem boðaðir eru til fyrstu könnunar. Með því er þeim veittur viku frestur til þess að fara á námskeiðin og bæta þekkingu sína á umferðarreglun- um. Þannig getur afturköllun ökuskírteina viðkomandi ekki átt sér stað fyrirvaralaust. Athugun hefur farið fram á úrlausnum 67 ökumanna eins og áður er getið. Þeir skiptast þann ig í aldursflokka: 15 eru á aldrin um frá 17 til 20 ára, 17 á aldrin- um frá 21 til 30 ára, 11 á aldrin- um frá 31 til 40 ára, 13 á aldrin- um frá 41 til 50 ára, 4 á aldrinum 51 til 60 ára, 4 á aldrinum 61 til 70 ára, 1 á aldrinum 71 til 80 ára og einn er eldri en 81 árs. Margir kvefaðir BORGARLÆKNISEMBÆTTIÐ í Reykjavík hefur sent frá sér skýrslu um farsóttir í höfuðborg inni vikuna 26. nóvember til 2. desember. Samkvæmt hennl höfðu 162 kvefsótt og hafði fjölg að úr 91 frá vikunni áður. 98 höfðu hálsbólgu og 89 inflúensu og í báðum var um talsverða fjölgun tilvika að ræða. Vikuna áður höfðu 37 þjáðst af háls- bólgu og 43 af inflúensu. 30 höfðu iðrakvef og hafði fjölgað úr 22. ANNASAMT HJÁ LANDHELGISGÆZLUNNI UNDANFARIÐ hefur erlendu togurunum fækkað verulega út af Vestfjörðum. 1 desember hafa gæftir verið stirðar og oftast uin 6 til 10 vindstlg á miðunum. Fyr- ir Austf jörðum hefur erlendu tog uruniim aftur á móti fjölgað og gæftir verið sæniilegar. 1 desem- ber hefur ekki farið fram ná- kvæm talning á erlendu togurun- um vegna veðurs, þó eru saimi- legar upplýsingar fyrir hendi. Á veiðum við landið hafa verið um 20 vestnr-þýzklr togarar og um 60 brezkir. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hafa varðskipin haldið áfram að stugga við erlendu tog- urunum. Vegna samgönguerfið- leika á Vestfjörðum og Austfjörð um hefur Landhelgisgæzlan haft talsverðum öðrum verkefnum að sinna, m. a. sjúkraflutningum, fólksflutningum, þ. á m. með skólabörn og þjónustu við vitana. Snjóbílar á Austfjörðum og Vest fjörðum biluðu um tíma og jók það aðstoðarþörfina að mun. INNLENT 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.