Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972 Gunnlaugur Scheving Konungur íslenzkrar myndlistar Gunnlaugrur Scheving við eitt verka sinna á síðustu sýningu á listaverkuin hans í I.istasafiii Islands. Stórmálari kvaddur ÞAÐ eru nú liðnir rúmir þrír aratugir frá því, að þeir Gunn- laugur Scheving, Snorri Arin- bjarnar og Þorvaldur Skúlason vörpuðu ljóma á íslenzka mynd- list með verkum sínum í Græn- metissýningarskálanum við Garðastræti. Segja má, að með þeirri sýn- ingu hefjist nýtt landnám I ís- ienzkri myndlist. Sýning þessi var tímamótaviðburður, sem hafði djúpstæð áhrif á alla þá, sem unnu myndlist af alvöru og einlægni. Ég var í hópi þeirra, sem töfr- úðust af sýningnnni og hreif list Gunnlaugs Scheving mig mest. Hrifning mín var ólýsanleg. Ég þóttist þá þegar skilja að í hon- um átti íslenzka þjóðin sinn merkasta myndlistarmann til þessa tíma. Listamann, sem sam- einaði í einni persónu auðmýkt og aga Jóns Stefánssonar, ein- lægni og ást Ásgrims Jónssonar á náttúrunni og hugarfluig Kjar- vals. Þetta átti Gunnlaugur eftir að sanna betur síðar. Það haust, 1941, eignaðist ég fyrsta málverkið eftir Gunnlaug og voru þau kaup upphaf að ævarandi vináttu okkar, sem ég fæ aldrei fullþakkað. Meiri mannkostamanni hef ég ekki kynnzt. Á þeim tíma og raunar enn var spánski málarinn Velazquez að minum dómi einn mesti mál- ari, sem borinn hefur verið í þennan heim. Hann málaði kon- unga Spánar og skyldulið þeirra gftir pöntun, þannig að ekki varð betur gert. Þar var einn konunga myndlistarinnar að verki. Gunnlaugur Scheving málaði aftur á móti konungalið íslands; sjómenn, bændur og búalið þeirra. Hann málaði líf íslenzku þjóðarinnar. Þjóðin mun læra að meta hann í enn ríkara mæli er tíimar líða, þvi verk Gunnlaugs varðveita sögu hennar, baráttu og lifnaðarhætti á þann hátt að þau gera hversdagslífið algilt og gefa því æðra inntak. Hann er og verður einn af ókrýndum konungum íslenzkrar myndlist- ar. Við Gunnlaugur ræddum oft saman um málaralist. Eitt sinn ^ I upphafi vináttu okkar. *er málarann Velazquez bar á góma, hrökk upp úr mér að væri endurholdgunarlögmálið til, þá væri hann Velazquez endurbor- inn. Scheving brosti við þessi orð mín, þvi Velazquez var einmitt upipáhalds málari hans, en það vissi ég ekki þá. Myndlist Gunnlaugs Schev- ing þekkja allir, sem vita ein- hver skil á íslenzkri myndlist. En færri þekktu skáldið, sem í honum bjó og þann hafsjó af tæru spaugi, sem hann hafði á takteinum. Það var næstum lygilegt hvernig hann gat náig- azt málefni frá óvæntri hlið, þannig að hið spaugilega sneri upp. í hverju máli leitaði hann jafnan þess bezta, hafði mann- þekkingu og skilning til að fyr- irgefa það sem miður fór. Það þyrfti heila bók tii að lýsa manninum Gunnlaugi Scheving, gáfum hans og hæfileikum. Það var gæfa hvers rnanns að eiga vináttu hans. Mér gleymast seint orð föður míns, eftir að ég hafði kynnt Gunnlaug fyrir honum. Þau sýna glöggt hvaða áhrifum faðir minn hafði orðið fyrir: ,,Decus vitae amicitia": Djásn lífsins er vináttan . Gunnlaugur var um skeið kvæntur danskri konu Grethe Linck Grönbeck, listmálara. Á erfiðleikaárum kreppunnar skildu leiðir þeirra og hún gift- ist á ný. Hann bar samt alltaf hlýjan hug til hennar og sendi henni síðustu árin kveðjur. Og sparaði ekki við sig þegar hann gat miðlað veraldarauð. List Gunnlaugs Scheving mun halda nafni hans á loft meðan ísland er uppi. Giinnlaugur Þórðarson. Nú sting ég niður penna í ann að sinn til að skrifa opinber- lega og það hélt ég að ég ætti ekki eftir, því að það er á móti mínu „mottói" sem er að forðast sviðsljósið. En Gunnlaugur Scheving er dáinn og mig lang- ar til að láta sem flesta vita hver hann var í mínum augum. List hans þekkja flestir Islend- ingar. En í einkalífi sínu var hann mjög hlédrægur. Með sam- eiginlegum beztu vinum kynnt- umst við síðustu tiu árum ævi hans og því lengra sem leið á þann tima varð ég viss um að ég mat hann að mestu; hann hafði allt það sem mann má prýða: hjartahlýju, listnæmi, gáfur og fyndni. Ég vitna í minningargrein sem einn af hans beztu vinum skrif- aði fyrir nokkru um annan af- bragðs mann. „Því ert þú far- inn sem hafðir svo mikið að gefa, en menn eins og ég fá að vera.“ Feimni og hlédrægni er Is- iendingum í blóð borin. Því mið- ur kemur það í veg fyrir ýmis- legt sem gæti orðið ómetanlegt; ég held að hann hafi haft svo margt að géfa og við hefðum notið svo margs, ef við værum ekki svona hlédræg. Enn ein ástæða til að syngja listinni lof — hún hefur sigrazt á þessu líka. Guð blessi þig vinur. Rakcl Sigurðardöttir. GUNNLAUGUR Scheving list- málari er látinn. Enn á blóma- skeiði sinnar listsköpunar missti hugur hans flugið og höndin með penslinum féll snöggleiga og óvænt. Gunnlaugur var ennþá ungur i anda og bar lítil líkam- leg ellimörk, þrátt fyrir 68 ára aldur. Hann var sívinnandi og frá honum kom hvert stórverk- ið á fætur öðru. Gunnlaugur var alvarlegur í önn dagsins, en hann var glaður og reifur á fundi vina sinna. Hann gat notið hinna gullnu veiga, þegar svo bar undir, en þó mjög í hófi. Frásagnargáfa hans var einstök, og fylgdi jafnan nokkur kímni, sem þó aldrei var neinum til lasts. Gunnlaugur helgaði listinni algerlega allt sitt líf. Þar var ekkert hik og allt var lagt í söl- MAÐURINN með ljáinn hefur gerzt gárabreiður i túni íslenzkra listamanna á þessu ári. Nú hné sá er stóð hjörtum okkar mjög nærri, bæði sem listskapari og maður. Frumleiki hans, mannást og göfgi var slík að eigi fymist. Slíkir menn sem Gunnlaug- ur Scheving, lifa þótt þeir falli, því verk þeirra standa og vísa nýjum kynslóðum veg. Þessi urnar. Meira að segja konan danska, sem hann kvæntist ung- ur, hlaut að hverfa frá honum eftir stutta samúð, í fullri vin- semd þó. Svo var fátæktin mikil. Konan giftist siðar i sínu heima- landi, en Gunnlaugur hélt áfram einn og óstuddur út á hina óvissu og erfiðu braut lista- mannsins. Og mörg ár liðu. Ást Gunnlaugs á listinni tók að bera árangur, sem stöðuigt varð glæsi- legri. Síðustu áratugina hefur hann verið í fremstu röð ís- lenzkra listamanna og myndir hans fá nú færri en vilja. Gunnlaugur var að vissu leyti einmana. Einveran var hans helgidómur. Hann kunni ekki við sig í fjölmenni, en hann gladdist þó stundum með góðum vinum og naut þá hvíldar frá sínu da,g- lega starfi. Hann skildi einkar vel lif sjómannsins, en það var hans eftirlætisviðfangsefni í myndlistinni. Víðáttan og fá- mennið á hafinu heillaði hann og hætturnar á sjónum gerðu í hans augum sjómennina að hetj- um. Gunnlaugur reri hér iíka í lífinu einn á báti og gat því sagt eins og þar stendur: „Þó eg sökkvi í saltan mar, sú er meina vörnin, ekki grætur ekkjan par, eða kveina börnin.“ En vinirnir gráta Gunnlaug Soheving og meðal þeirra við. Sclma og Sig-urðiir. einfari andans leitaði á brattann og náði hæstu hæð. Látinn mun hann lifa og yfir harmskýjum brottfarardagsins skín sól sköp- unargleðinnar. Sem kæran vin kveðjum við mikinn listamann, göfgan son þjóðarinnar. Góða ferð Gunnlaugur Scheving. •lóhann Iiigimarsson og fjölskylcla. 8. júní 1904 9. dcs. 1972 SLOKKNAÐ hefir eitt skarp- asta auga þessa lands. Glöggt auga mikils sjáanda. Auga, sem skyggndist um víðan sjónhring í sálardjúp þjóðar sinnar í striti hennar og daglegu amstri, bæði á sjó og landi. Þessi augasteinn listagyðjunnar, Gunnlaugur Scheving, hefir lagt augun aftur í hinzta sinn, á sextugasta og niunda aldursári, starfandi að miklum myndum með fullri starfsorku, eins og síðasta stór- verk hans ber gleggst vitni. Það var vart þornað á trönum er hann gekk undir þann uppskurð, sem varð honum að aldurtila. Það var gert samkvæmt pöntun óskabarns þjóðarinnar, Eim- skips. Það var verkefni, sem gladdi Gunnlaug og var honum að skapi. Sú stórmynd er eins- konar samantekt á allri list hans. Þar mætast hinar skemmtilegu og saimfléttiuðu hugmyndir hans í eins konar skáldlegum sehev- ínskum stíl, blandaðar hlýjum húmor. Svifandi duggur sigla seglum þöndum um vindheima há loftanna. Bústnar og barmmiklar fjósakonur svífa líkt og loftbelg- ir yfir land og lög. Megin at- vinnuvegir þjóðarinnar, sjósókn og sveiiabúskapur, mætast þar í listrænu handtaki. Myndin er fagur lokaóður listar hans til lands og þjóðar. Gáfur hans voru skyggnar án þess að vera dulrænar. Nú er hann horfinn með skammdegisbirtunni, dags- ljósinu, sem er okkur málurun- um svo skammvinnt um þetta leyti árs. Sjávarmálarinn mikli er sigldur út í sortann, til fjar- lægra eilifðarstranda dauðans. Það verða myrkari og daprari jói á heimili mínu en mörg um- liðin jól, þegar við höfðum heimilisvininn bezta við háborð- ið. Okkur fannst ekki jólin geng- in í garð á aðfangadagskvöld fyrr en Gunnlaugur, biessaður, kom bókstaflega með jólin með sér um leið og hann steig inn yfir þröskuldinn á heimili okkar á Hafrafelli. Þá var kátt í koti og allt heimilisfólkið hreifst af Gunnlaugi og léttri og leik- andi frásögn hans, sem átti sér fáa iíka um lif- andi góðhuig og græskulaust gaman. Þar fór sjóður skemmti- legra og spaugilegra sagna í gröfina, sem fáir kunna og eng- inn gat sagt nema hann í viður- vist örfárra hlustenda. Skömmu fyrir dauða hans kom okkur saman um, að báðir yrðum við í skálhæifu standi á næsta að- fangadagskvöldi. Nú verður heiðurssæti hans autt og glas hans tómt um þessi jól. Kona mín var búin að kaupa honum jóiagjöf, prjónles, til að kuldi sækti siður að eftir leguina. Þanniig skipast smö'ggt veður i lofti, hér á nyrzta hjara. Hann var lika mestur veðurfarsmálari, sem þessi þjóð hefir alið. Eigin- konan fann mig alltaf öruggast- an með honum og skynjaði hversu holl og mannbætandi áhrif hann iiaifði á mig. Allt heimilisfólkið elskaði hann. Hann gerði þá fáu, sem voru svo heppnir að eiga hann að vini að betri mönnum án óþolandi um- vöndunar og predikana. Suma listamenn dáum við vegna verka þeirra einvörðungu, jafnvel þó að persóna lista- mannsins sé okkur lítt að skapi. Aðra elskum við vegna verka þeirra plús persónunnar á bak við verkin. Hann tilheyrði þeim flokkinum, öðlingurinn og lítil- látur meistarinn, Gunnlaugur Scheving. Hann var mestur og beztur, sannastur og íslenzkast- ur allra málara þessa lands. Hann Kveðja frá Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.