Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972 0*g®faneM Sf AivoVw. Fteytojavlk 'Frerrh/taméeiatjýri HmroMur Svems««n, flHatjórer Metíhfas Johennetsðn, EyféSfur Kenréð Jónsson Styrmir Gunrvarsaen. IWUrtjimerfuFHrúI Nkró§örn Guðmundsson Fvétwstjóri Björn Jótharwvaoon Au#lý«ii>»a**#ðri Ami Garðar Krlst/nsson Rftstjérn og af»r«iðsle Afcistrssti 6, sfrol 1<V-100. Au^slngar Aðahrtrsati ð, sfrm 22-4-60 A«kriftw«{sM 226,00 hr * wv&vuði Innenlarvds f tauoooðlu Y&AO Ikr slnwWð. Tl/feð fullurn rétti og rökum má segja, að landið hafi verið stjórnlaust að undan- förnu. I>ó hefur keyrt um þverbak síðustu daga. Sl. miðvikudag skýrði Morgun- blaðið frá því, að lögð hefði verið fram í ríkisstjórninni tillaga um 16% gengislækk- un. Sama dag skýrði blaðið einnig frá þvi, að þingflokk- ur Framsóknarflokksins hefði fyrir sitt leyti samþykkt Sengislækkunarleiðina. Þrátt fyrir, að það væri komið í hámæli um miðja vikuna, að tveir af þremur stjórnar- flokkanna væru hlynntir gengislækkun voru engar ráðstafanir gerðar til þess að koma í veg fyrir spákaup- mennsku með gjaldeyri. Báðir leiðtogar stjórnarand stöðuflokkanna, þeir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gíslason, vöruðu ríkisstjórnina alvar- lega við því á miðvikudag að láta allt reka á reiðanum. Þessum aðvörunum var í engu sinnt. Hins vegar hafa þingflokkar stjómarflokk- anna og ráðherrarnir verið á stöðugum fundum alla vik- ima til þess að reyna að bræða saman ólík sjónarmið og gengið illa. Meðan þetta gerist eru fjárlögin tekin til 2. umræðu á Alþingi, þótt öllum sé ljóst, að þar er um marklaust plagg að ræða, sem ekkert mark er takandi á. Og svo virðist, sem forsætisráðherra sé staðráð- inn í að knýja fram afgreiðslu fjárlaganna fyrir jól, hvað sem líður ákvörðunum um efnahagsráðstafanir. Þetta er með öllu óafsakanleg fram koma og hrein hneisa. Meðferð mála á Alþingi og í rikisstjórninni er þó ekki eina dæmið um þá upplausn, sem ríkir í þessari ríkisstjórn. Morgunblaðið skýrði frá því sl. fimmtudag, að Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, hefði haldið þýðingarmiklu bréfi frá þingflokki Alþýðu- bandalagsins leyndu fyrir einum stjórnarflokkanna, Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Þegar svo er komið í samstarfi milli ein- staklinga og flokka er ljóst að hverju stefnir. í umræð- um á Alþingi sl. miðvikudag beindi Matthías Á. Mathiesen einnig þeirri spurningu til Magnúsar Kjartanssonar, iðn aðarráðherra, hvort rétt væri, að þingflokkur Alþýðubanda- lagsins, hefði daginn áður gert samþykkt, þar sem þing- flokkurinn lýsti sig andvígan gengislækkun. Ráðherrann varð ókvæða við og kvaðst ekki sitja á Alþingi til þess að svara fyrirspurnum Matt- híasar Á. Mathiesen! í þess- um orðum ráðherrans fólst sú játning, sem var staðfest, þegar vitnaðist um bréf þing- flokksins, sem Ólafur hélt leyndu. Ríkisstjórn ólafs Jóhannes- sonar lýsti yfir því við upp- haf valdaferils síns, að hún mundi ekki beita gengis- lækkun við lausn efnahags- vanda. Þessi yfirlýsing mál- efnasamningsins hefur síðan verið margítrekuð af flestum, ef ekki öllum, ráðherrunum og m.a. af Ólafi Jóhannessyni sjálfum, í viðtali við Ríkis- útvarpið hinn 25. október sl. Nú bendir allt til þess, að ef ríkisstjórnin á annað borð lifir, muni hún beita gengis- lækkun alveg næstu daga. Staðan í málefnum ríkis- stjórnarinnar er þá þessi: Tillögum Ólafs Jóhannesson- ar, forsætisráðherra, um lausn efnahagsvandans hefur verið hafniað af báðum sam- starfsflokkum hans í ríkis- stjórninni. Það eitt ætti að nægja til þess, að Ólafur Jó- hannesson segði þegar í stað af sér og annar forsætisráð- herra tæki þá við úr Fram- sóknarflokknum, ef á annað borð er grundvöllur fyrir því að stjórnin hangi saman. Vart er hægt að lýsa meira vantrausti á forsætisráðherra en samstarfsflokkar hans hafa gert. Ólafur Jóhannesson hefur gripið til þess ráðs að halda mikilvægum orðsendingum leyndum fyrir einum stjóm- arflokkanna. Þetta athæfi eitt út af fyrir sig ætti að nægja til þess, að allt traust milli hans og ráðherra SFV væri fokið út í veður og vind. Þeir vita nú, að Ólafi Jóhannes- syni er ekki hægt að treysta. í örvæntingarfullum til- raunum til þess að halda stjórninni saman grípa komm únistar og Framsóknarmenn til þess ráðs að fallast á gengislækkun og svíkja þar með yfirlýsta afstöðu og marggefin loforð. Ljóst er, að ríkisstjórn, sem þannig er ástatt fyrir er búin, jafnvel þótt ráðherrunum takist að hanga saman að nafninu til. Hún hefur sýnt, að hún er ósamstarfshæf, innan hennar er engin samstaða og hún er ekki fær um að stjórna land- inu. Undan þessum dómi kemst vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar ekki. ST JORNLAU ST LAND Ingólfur Jónsson: Kreppuráðstafanir þrátt fyrir góðæri Það fer ekki milli mála, að rikisstjómin rið ar nú til falls. Líklegt verð- ur þó að teljast, að hún sitji áfram hvað sem á gengur. En stjómarfarið mun ekki fara batnandi, eftir þau átök, sem átt hafa sér stað innan rik- isstjórnarkinar, og líklegt er að verða muni eftirleiðls. Rikisstjómin hefur setið að völdum í eitt og hálft ár. Á þessum tima hefur verið góðæri, bæði tii lands og sjáv ar. Verðmæti útflutnings- afurða hefur aukizt mjög mik ið, þrátt fyrir nokkru minnl þorskafla. Otflutningur íslenzka iðn- aðarvara hefur farið vax andi, og gefur nú drjúgar gjaldeyristekjur. Erlendum ferðamönnum fer fjölgandi og skila þeir miklum gjald- eyri í þjóðarbúið. Allar yt-ri aðstæður eru jákvæðar og til þess fallnar að efla þjóðfcr- hag. En þrátt fyrir þessar staðreyndir, er rikisstjómin að glíma við mikinn efnahags vanda. Efnahagsmáianefnd, sem starfaði á vegum ríkisstjóm arinnar síðustu mánuði, hef- ur lagt til, að gerðar verði kreppuráðstafanir til þess að bjarga efnahag landsins frá hruni. Eðlilegt er, að þjóðin verði undrandi, þegar svo er komið, á því eina og hálfa ári, frá því að ríkisstjómin komst til valda. Flestum mun nú vera kunn ugt um hvernig hagur atvinnuveganna og þjóð- arbúsins var við stjómar- skiptin á miðju ári 1971. Þeir munu vera fáir, sem bera lengur á móti því, að þá hafi hagur þjóðarinnar - staðið með mikium blóma. Þá var staða rikissjóðs traust og greiðsluafgang- ur tryggður á árinu 1971, líkt þvi sem v&r 1970. Þá var gjaideyrisvarasjóðurinn um 4000 milljónir króna. Þá var gjaldeyrisstöðunni ekki bjargað með erlendum lántök um eins og nú er gert. Þá var ekki greiðsluhalli og tap rekstur hjá ríkissjóði eða í þjóðarbúskapnum yfirleitt, eins og nú virðist vera í flest um greinum. Þá var verðjöfn unarsjóðiw sjávarútvegsins myndaður. Þann sjóð er nú byrjað að éta upp í góðær- inu. Þá var fjárfestingarsjóð um atvinnuveganna séð fyr- ir nægilegu ráðstöfunarfé. Nú er öðru máli að gegn& með þá sjóði. Þeir eru allir fjárvana og megna ekki að veita nálægt þvi sörrtu fyrir- greiðslu og áður, þegar tek- ið er tillit til kostnaðarauka og verðbólgunnar. Þá má einnig nefna Húsnæðismálastofmin ríkis- ins, sem veitiir nú miklu lægri lán beldur en áður. Síðan í maí 1970 hafa lán úr Bygg- ingasjóði ríkisims ekki hækkað þrátt fyrir mikla hækkun by gg i n,g arvi sitöl un n - ar. Þannig mætti enn nefna mörg hliðstæð dæmnd. Það hafði afgerandi áhrif á lífskjör almennings í tíð viðreisnr rstjómarinnar, að atvinnuvegimir voru efld ir og verðbólgummi haldið í skefjum. Eftir erfiðu ár- in 1967 og 1968 batnaði þjóð arhagur fljótlega og kaup- máttur launa fór vax- andi. Frá þvi í maí 1970 og fram í júlí 1971 jófest kaup- máttur launa óumdeilanlega um liðlega 19%. Jafnmik- il kau pmáttara ukning hefur ekki fyrr né síðar átt sér stað á svo .vkömimum tíma. Þ.IÓÐARHAGllR VAR MEÐ ÁCÆTI M VIÐ STJÓRNARSKIPTIN Forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefur oft vitn- að tii þess hve þjóðarhagur og afkomia atvinnuveganna hafi verið góð á miðju sumri Ingólfur Jónsson. 1971, þegar hahn gerðist „landsfaðir". Verða þau ummæl i ekki til færð að þessu sinni, þar sem þau hafa oft verið birt í blaðagreimum. Það er eigi að siður rétt, að vekja athygli á þvi, þegar fyrirhug&ð er að gera kreppuráðstafanir í efnahagsmáium landsins, að þjóðarbúsieapurinn stóð með mikium blóma, fyrir einu og hálfu ári. Hallærisráðsta fanirnar, sem ríkisstjómin æthr að gera nú, eru tilkomnar vegna stjámleysis og heimiatiilbú inna erfiðleika í góðærimu. Fyrirhugaðar aðgerðir í efnahagsmálum, munu auka verðbólguna og rýra kjör f„l- mennings. Flokkur Hannibals Valdi- marssonar hefur lagt til, að gengi krónunnar verði feilt um 15—16%. Talið er, að Framsóknarmenn hafi fallizt á það, en Alþýðubandaiagið hafnað þvd, enn sem komið er. Trúlegt er, eigi að síður, að Alþýðubandalagsmenn kyngi þessum bita, þótt iumm sé ekki góður á bragðið fyrir þá menn, sem alltaf hafa tal- ið gengislækkum rót alls ills, í mál-efnasamningi ríkis stjórnarinnar er þvi heitið að lækka ekki gengi íslenzkrar krónu. En þar eru mörg fleiri loforð, sem ekki verða efnd. Meðal margs annars má nefna loforð um bætt lífskjör almenningi til handa, og hóf legt verðlag á nauðsynjum. Fjárlagafrumvarp fyrir ár ið 1973 var afgreitt til 3. um- ræðu í gær, og var það alls ekki eðliileg afgreiðsla, þar sem engin heildarmynd hef ur verið gefin um f jármál rik isins fyrir næsta ár. Eftir er að taka stóra gjaldaliði inn á frumvarpið við 3. umræðu, 2—3000 þús. millj. króna. Hafa fjárlögin þá hækkað rneira en 100% miðað við fjár- lög ársims 1971. Ríkisstjórnin hefur ekki enn ákveðið, hvernig fjár skuli aflað, til þess að fjár- lög verði greiðsluhallaiaus. Eftirtektarvert er hve rekstr arkostnaður í flestum grein- um hefur aukizt, og mikils samdráttar gætir á m uðsyn legustu firamkvæmdalið- um. Veldur það miklu tjóni og vonbrigðum fyrir þá, sem hafa treyst ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin hefur ver- ið dugleg að skipa nefmdir sem yfirleitt eru vellaunaðar. Útþenslan á stjórnarkeirfin'U er ótrúlega mikil. Á einu ári hefur fastráðnuni rikisstarfs- mönnum fjölgað um 585. Þá er gert ráð fyrir, að laius- ráðnum mönnum hafi einmig fjölgað gifuriega, en nákvæm ar töilur hafa ekki enn feng- izt um það, enda mjög erfitt að koma tölu á allam þtjnn mikla mammfjölda. Þetta er að eins dæmi um ráðleysið, sem á sér stað í stjórnsýslunni. Menn eru almennt famír að skiija, hvers vegrna fjáriög in hækka eins og raun ber vitni. Menn eru hættir að undrast, þótt ríkissjóður sé jafnan galtómur, hversu mikið sem innheimt er í bein um sköttum og öðruim álög- um af almenningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.