Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972 17 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Spegilmynd velferðarinnar Gréta Sig:fiis(lóttir: FYRIR OPNUM T.IÖLDUM. 209 bls. Bókav. Sigf. Eymumlssonar. verkefni með því meðal annars að skapa i söguhetjunni persónu gerving heildarinnar. Saga Irmu er þannig saga Evrópu frá striðs lokum; saga niðurrifs, síðan upp byggingar og „velferðar", sem er þó í reyndinni hvergi svo glæst hið innra sem ytra borðið gef- ur til kynna við fyrstu sýn. Þetta er saga um leit; leit að takmarki, lífshamingju, lífsgildi. Að visu hugsar Inmá þetta ek'ki svo gagngert. Meðvitað er hún að leita unnusta síns. En unnusti hennar, eða réttara sagt ímynd hans, verður meira en ungur maður úr stríðinu. Hann verður nú hvort tveggja: sú glataða veröld, sem var, og von handa ókominni tíð; fyrir- heit framtíðar. Irma þráir ör- yggi, sem hún hefur raunar aldrei notið nema þá skamma stund í faðmi hans, meðan það váraði. Spurningin er því með öðrum orðum þessi: tekst að víxla þeim sterka gjaldmiðli, sem smám saman hefur byggzt upp af rústum fortíðarinnar, yf- ir á gengi mannlegrar hamingju, eða er hann bara ávísun á þau hverfulu lífsþægindi, sem mölur og ryð fær grandað? Þetta er sú spurning, sem Gréta svarar að mínu viti meist- aralega með þessari sögu sinni. Freistandi væri að bera hér nánar saman fyrri hluta sögunn- ar (Bak við byrgða glugga) og þetta framhald, sem látið verð- ur þó undir höfuð leggjast að sinni. Aðeins langar mig að minnast á sviðsskiptin. í fyrri hlutanum er Irma í þröngu umhverfi, þar sem aðrar persón- ur koma mikið við sögu, skipta sér af henni, viija halda lífi hennar í föstum skorðum; henni sjálfri til lítillar þægðar. 1 seinni hlutanum berst hún inn á vettvang margfalt víð- áttumeira og margbrotnara um- hverfis, þar sem engum er kunn ugt um fortið hennar og fæstir láta sig hana sjálfa nokkru skipta. Verði einhver til að greiða götu hennar, eru mestar líkur til, að hann geri það fyrir sjálfan sig: vilji semsé nota hana á einhvern hátt í staðinn. Lög- mál viðskiptanna hefur tek- ið við af siðalögmáli þeirrar tið- ar, sem óðum sekkur í hafdjúp gleymskunnar, og það er líka strangt. Tíminn líður og peningarnir hrúgast upp. Fyrir þá má kauþa hvaða lífsþægindi, sem hugur- inn girnist, þar á meðal spegla til að sjá sjálfa sig elskast með hinum fjölbreytilegustu tilbrigð- um (slíkt hæfir tækniöld)! En speglar verða ekki fremur en annað af sama tagi til að auka lífshamingju nokkurs manns; þeir sýna ekki annað en það, sem er; endurspegla ekiki þá lífs- gleði, sem ekki er til. Katólsk messa undir lok sögunnar sýn- ist einnig gegna svipuðu hlut- verki: ýfir tilfinningar Irmu, meðan á henni stendur, vekur með henni sjálfsásökun, en sætt- ir hana síðan við orðinn hlut, að svo miklu leyti sem unnt er að sættast við þá tilveru, sem hún lifir og hrærist í. Höfundurinn, Gréta Sigfús- dóttir, dvaldist lengi í Noregi og var því þaulkunnug þeim stað- háttum, sem eru baksvið fyrri hluta sögunnar. Þetta seinna bindi gei'ist á allt öðrum slóðum. En staðháttum þar er þó engu að síður svo glögglega lýst, að skáldkonan hlýtur að hafa kynnt sér þá gaumgæfilega fyr- ir ritun sögunnar. Stundum heyrist því hald- ið fram, að góðum skáldverkum hadti til að vera leiðinleg, og höfundar þeirra sneiði hjá al- þýðu manna með því að skrifa svo, að hún skilji ekki. Hvort sem i því felst meiri eða minni sannleikskjarni, held ég sú ásök un geti engan veginn átt við þessa skáldsögu Grétu. Hún er — eins og stundum er orðað í auglýsingum æsispennandi. Spái ég, að hún eigi eftir að stytta mörgum skammdegis- stundirnar og bregða upp einu og öðru hugleiftri í vit- und þeirra, sem hana lesa, en þeir munu vafalaust verða nokkuð margir. Erlendur Jónsson. Hver er Irma? Fyrst og fremst ung kona, sem lendir í „ástandinu", verður hart úti í „víglínu kvenna“ í styrj- öldinni; bækluð á sál; ef ekki einnig að segja — líkama. Allt fram undir stríðslokin er hún aðeins venjuleg húsmóðir heima í Noregi. En hvort tveggja ber upp á sömu tiðina, að hún er tekin föst fyrir að hafa verið í þingum við Þjóðverja, og um sömu mundir er einnig maður hennar fangeisaður — blásnauð- ur og vitameinlaus verkamaður — fyrir að hafa stritað fyrir fjandmanninn. Ekkert samhengi er í þeirri atburðarás, það er að segja hvort fvrirbærið er óháð hinu. En hvað um það: þar með hafa þau hjón verið skilin að. Frá þvi segir í fyrra bindi sögunnar. Bak við byrgða glugga. Nú varir sá skilnaður. Irma bíðuir þess ekki, að meinni henin- ar verði sleppt úr fangelsi, held ur hleypst hún á braut með fyr- irlitning flestra landa sinna á baki sér. Leggur hún nú upp í leit að elskhuga sínum, og verð- ur sú reisa bæði furðuleg og æv- intýraleg, áður en lýkur, og seg- ir frá því öllu saman í þessu Seinna bindi sögunnar. Ætla ég ekki að taka skemmtunina af neinum lesanda með því að rekja efni þeirrar frásögu, en svo mikið er víst, að hún getur valdið nokkurri andvöku þeim, sem grípur þessa bók sér við hönd. Form þessa seinni hluta er í sumum greinum annað en fyrri hlutans og ekki örgrannt, að skáldkonan hafi stuðzt við að- ferðina frá annarri bók sinni, í skugga jarðar, sem var í raun og veru pólitisk. Gréta leggur nú meiri áherzlu á tímasetning, minnir á, hvenær þetta og þetta gerðist, og tekur upp úr samtímaheimildum frásagnir af atburðum, sem hlutu að hafa áhrif á — ekki einungis líf per- sónanna í sögu hennar, heldur líka líf allra manna i þeim löndum, þar sem sagan ger ist, og víðar. Er því ekki fjarri lagi að segja, að þetta sé í aðra röndina dokúmentarísk skáld saga. En hvernig samræmist þá sá þáttur skáldverksins sögu Irmu? Aðferðin er áhættusöm: þetta, að kippa ekki hvorum þræðinum úr sambandi við hinn; tengja saman sögu ungrar konu annars vegar og sögu heillar þjóðar — eða heillar álfu — hins vegar. Gréta kemst vel frá þessu Tvær danskar skáldsögur Tove Ditlevsen: GATA BERNSKUNNAR. Skáldsaga. Helgi .1. Halldórsson þýddi. Iðunn. Valdlmar Jóliannsson, Reykjavdk 1972. f Leif Panduro: HEIMUR DANÍELS. Skarphéðinn Pétursson þýddi. Iðunn. Valdimar Jóhannsson, Reyk.javík 1972. í fyrra gaf Iðunm út Gift, endurminningar dörnsku skáld- kanunniar Tove Ditlevsen. Nú kemur út hjá sama foriagi bók, sem fyrir löngu er orðin sígild í dönskum bókmienmtuim og líka er endurminminigar þótt húm sé kölluð skáldsaga. Þessi bók heit ir Gata bernskunnair og lýsir ltfi ungrar stúlku í Kaupmanna höfn. Stúlkan heitir Ester og elst upp á verkaimianinsheimili í frægri vændiskvennagötu, Ist- edgade, umhverfi, sem hetfur mótað skáldskap Tove Diiflev- sens alla tíð. Gata bernskunnar er raunsæ bók og opinská. Engar tilraun ir eru gerðar til að fegra mann- lega sambúð, heldur lýst um- búðalaust þeiim veruleika, sem við blasir. Lifsbaráttam er hörð og miskunmariaus. Unga stúlk- an er næm á ail'lt, bemskan líð- ur og „verður eftir hið inmra með okkur sem djúpt, streym- andi fljót, sem við ausum úr sársauka og gleði“. Ástin vitj- ar hennar ekki eins og opimber- un, heldur viðkvæm og vamar- laus. Fyrsti kossinn veldur henni ekki neinni g'leði. Hún spyr manninin, sem kyssir hana, hvers vegna hann geri þetta. Efiskar hann hana? Svarið er hryssingslegt: „Heldurðu miaður geti ekki kysst stúlfcu sem mað- ur elskar ekki?“ Fiimimtugur miaður, atvinnurekandi stúlk- unnar, leitar blíðu hennar á ruddalegan hátt. Henmi finnst að atlir karlmenn vi’lji komast yfir hana og hún er hrædd. Svo hiitt Leif Panduro. ir hún mann, sem virðist öðru- vísi en hirnir. Það veitir henni dálitla hamiingj'U. En vonbrigðin hef jast á ný. Með örfáum undantekningum eru karlmemn aðeins siðlausar skepnur í bókuim Tove Diitlev- sens. Hún hefur lítoa kynnst ýmsu í fari þeirra eftir bókum hennar að dærna, ekki sist end urmimningum. I höndum lélegs rithöfundar getur efni eins og þetta orðið að en,gu og oft er það svo. En Tove Di'tlevsen er snjall rithöfundur og þrátt fyr- ir böl'hyggjuna er adltaf einhver vonarglæta i verkuim hennar. Það er ánægjuefni að nú skuli íslenskum lesendum gefast tæki færi til að kynmast. að mairtoi þessari gáfuðu skáldtoonu. Gata bernstounniar gerist á þriðja og fjórða tug aldarinn- ar. I skáldsögunmi Heiimur Daní- els eftir Leif Panduro er sögu- sviðið aftur á móti nútiiminn. Heimur Daníels er saga um nú- tíma. eða öllu hefldur hvernig ýmsar hræringar samtimanis breyta mönnuin. Verkfræðingurinin Daniel byggir loftvarnarbyrgi fyrir ríkisstjórnina og ætti eftir öllu að dæma að vera maður nútím- ans. En hann lifir í heiimi endur mdnninga, einkum er það miinn- ingin um geðvei'kan föður, sem heldur vöku fyrir honum. Fjöl- skylda hans hefur verið haldin geðveiki og sjálfur er hann á þeirri skoðun, að hann sé að vissu mairtoi geðveikur líka. Hann er tií dæmis ónæmur fyr- ir samtímavandamáilum og hann heyrir ýmiis framandi hijóð. Einn daginn er Daníeil staddur mitt á meðal danskrn uppreisn- arseggja, lögreglan misþyrmir honum af misgáningi. Eftir það tekur annar heimiur við: Daniels anden verden, eims og bókin heitir á frumimáiinu. Einkum eru það samskipti Damiels og stúlkunnar Lailu, sem verða þungamiðja sögunnar og eru kaflarnir um kynni þeirra hlaðnir spennu og óvæntum at- burðum. Geðveiki af ýmsu tagi mótar söguna um Daníel. Geðveitoar konur, eða konur í ákafri upp- reisn gegn umihverfi sínu, eru að verða uppáhaldsefni danskra rithöfunda. Hjá Panduro er Laila í þessu hlutverki, Rif- bjerg er með sírna Önnu. En það sem eimkenmir báða þessa rit- höfunda, eins ólítoir og þeir i raunimmi eru, er hvernig þeir notfæra sér samfnmaviðburði í skáldskap sinum, verk þeirra eru alltaf i brennipunkti með áleitnar spumingar. Sú geðveiki sem lýst er í Heiimi Daníels, er í rauninni ekki geðveiki. heldur lausn undan kröfurn borgara- ast Daniel. Þannig mætti lengi halda áfram að teija upp dæmi úr verkum núttmaihöfunda, sem öll stefna að sama marki, fá rmannimm til þess að sýná ósk- um sínum og löngunium trúnað, brjótast út úr búri vanans. Tove Ditlevsen. legrar skyldu. Á þann hátt freis Ijeif Panduro er orðinn þekkt uir rithöfumdur á fslandi fyrir sjónvarpsleikrit sín og með af- brigðum vinsæM eins og í heima liamdi sínu. Heimiur Daníels er fyrsta skáldsagan, sem keimur út eftir hann á islensku. Hún er vel til þess fallin að gefa hugmynd um hve Panduro er glöggskyggn skáldsagnahöfund- ur. Hanm kann handbragðið og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.