Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972 Rúnar Gunnarsson Fæddur 10. marz 1948. Dáinn 5. desember 1972. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr et saima, «i orðstír, deyr aldregi, Hvem es sér góðan getr. * Ég minmist Rúmars Gummars- sonar viinair míns með hlýjum hug. Rúnar var mikið prúð- rrjenni og yndislegur, tryggur virrur mdinin. En undanfarim veik indi hans leiddu til þess að hann dó. Mikill hæfileikaimaður var Rúnar og haíði hann yndd af að semja tóniist og mála mymdir. ABt fannst mér leika í hönd- tmum á honuan, þvi guð gaf hon wm mikla listagáfu. Ég mian aMt- af þegaa- Rúnar var að sýna mér myndir sem voru eftir hann sjálf an og sagði kammski: „Gettu hver málaði þessa mynd." Oft sat hann með gitarimm siinn og spilaði á hann og aldrei fékk nokkur leið á því að hlusta á hanm. Móðir bams sáfljuga sem einnig hafði verið mjög musik- ölsk, kenmdi Rúmari sin fyrstu slög á gítar sem seinnia mieiir hóf Rúnar hærra og hærra í tón- listarheimánuim. Hann hafði yndi af klassískri tónlist og dáði Beet- hoven. Rúmar vatr soniur hjónamma Þórunnair Eiðsdóttur og Gumm- ars Magnússonar og var elztur af þrem systkinuim. Ég votta þeiim miína dýpstu sajmúð og bið guð að veita þeim styrk. Elsku Rúnar minn, nú ertu horf inn mér sjónurn, en I huga mér rríunt þú alltaf lifa Einn góðan veðurdag mon ég einnig hverfa héðan og þá hiittumist við á ný. Ég veit að þér líðutr vel núna og minninig þ*n muin aJflitaf lifa. Vertu sæll elsku vinur mdnn og ég bið guð að blessa þig. 1 himmanna hasal lindin er tær, Minning: Gísli Hannesson helspenna lífsins er liðin. Á sólfögrum ströndurn vimur vor kær, sjá, ödlast þú eiiifðarfriðiinn. Þín vinkona Drífa. Sigríður Ólafsdóttir Fædd 27. janúar 1937. Dáin 5. desember 1972. Hvers vegna? Þessa spurningu heyrum við oft, og einmitt núna spyr ég, hvers vegna var allt þetta lagt á hana Sirrý? Hún missti föður sinn, Ólaf Þorbergsson, þegar hún var um tvítugt, og var það henni mik- ill míssir, því þau voru sérstak lega sarmrýnd. Og síðan veikindin. Ung mann- eskja, sem elskar að fá að lifa, og kunni að meta það að vera ung og frísk. Ferðaðist mikið, stundaði íþróttir, var í fimleika- flokki Ármanns í mörg ár, fór utan í sýningarferð með flokkn um. En allt í einu er lokað fyrir allt slíkt. Hún verður fyrir löm- un, og það oftar en einu sinni. Hún náði sér svo að segja alveg, eftir fyrsta tilfellið, en tæplegá tveimur árum síðar gerist alveg það samia. En þrátt fyrir veikindi sín, átti hún 2 myndarieg börn, Önnu, sem nú er 9 ára og Jón Óla 7 ára. Má af þessu sjá dugnað hennar og ákveðni, að fæða þau bæði eðli lega. Börnin voru henni mikið, en þungbært hlýtur það að hafa verið fyrir hana að geta ekki annazt þau sjálf, jafn mikið yndi og hún hafði af börnum. En þá komu til, eiginjmaður hennar Jóhannes Þór Jónsson og móðir hennar Anna Pálsdótt ir, að ógleymdri systur henn- ar, Dagný, sem öll lögðust á eitt, að gera henni lífið léttara. Þau hjónin áttu fallegt heim- ili, á neðri hæð í húsi móður hennar, að Öldugötu 47, og auð- veldaði það allt mjög, að búa i sama húsi og hún. í tæpiega 9 ár, átti hún við veikindi síriNað stríða. Var lang tímum á sjúkrahúsum, einnig dváldi húo,. á Reýkjalundi og á Heilsuhæli N.C.F.I. Hveragerði, en var þó oft heírna á milli, enda var hugurinm allu<r hjá börnunum og fjölskyldunni. En aldrei heyrði maður frá hemmi æðruorð, hún var alltaf svo kát og síbrosandi, reyndi alla tíð að gera sem minnst úr veikindum sínum. Þannig var hún, gleymdi sjálfri sér, til að aðstoða eða hjálpa öðrum. Enda eignaðist hún marga vini og kunningja, því þó að lítið færi fyrir henni, laðaðist fólk mjög að henni. Elsku Sirrý mín, það streyma að mér minningarnar frá liðn- um tímum, þegar allt lék í lyndi. Því margar áttum við ánægju- og samverustundirnar. En minninguna um þig á ég, hún lifir, þó að þú sért nú horf- in héðan. Ég þakka þér fyrir allt. Ég er hreykin yfir skyldleika okkar og vináttu. Það skyldi enginn kvarta sem heilsuna hefur. Eiginimianmi, börnutm, móður og systur votta ég mina dýpstu sam samúð. Hvíldu í friði. Ingibjörg Steindórsdóttir. í dag verður til moldar bor- inn tengdafaðir minn, Gísli Hannesson, sem lézt 7. desember s.l. að Reykjalundi. Hann var fæddur að Litla- Hálsi í Grafningi 11. marz 1917. Gísli var kennari að mennt og kenndi um langt skeið í Reykja- vík. Fyrir nokkrum árum lét hann af kennslu og hóf búskap af miklum dugnaði og þraut- seigju að Auðsholti í ölfusi. Hann var giftur eftirlifandi konu sinni Guðbjörgu Runólfs- dóttur og eignuðust þau alls 8 börn, sem flest eru uppkomin. Þau eru: Magnús, trésmiður, sem stundar nú bústörf í Auðsholti ásamt konu sinni Karlinnu Sig- mundsdóttur, María húsmóð- ir í Reykjavík, gift Jóhanni Birgi Sigurðssyni, Hannes sem stundar háskólanám, giftur und- irritaðri, Margrét fóstra í Rvík. heitbundin Guðmundi K. Guð- jónssyni, Kristín ógift, Steinunn húsmóðir í Hveragerði gift Unn- steini Eggertssyni, Runólfur og Sæmundur, sem búa enn heima hjá sér. Ég hafði aðeins þekkt Gísla i eitt ár, þegar hann veiktist vor- ið 1969. Kynni okkar urðu því fremur stutt og ónáin, þar sem hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða og varð aldrei heill heilsu. Mig langar fyrst og fremst til að minnast hans sem afa barna okkar, sem fæddust öll eftir að hann veiktist. Hann bar mikla umhyggju fyrir öllum barnabörnum sínum og kom það skýrt fram er hann var samvist um við þau. Gísli gladdist ávallt við að sjá barnabörnin, sem hann hafði miklar mætur á. Það var eins og þau vörpuðu nýju ijósi á tilveru hans í veikindum þeim, sem að lokum leiddu til andláts hans. Þótt yngri börn okk- ar hafi ekki þekkt afa sinn, vissi elzta dóttir okkar Heiða hver Gísli afi var og hún hlakkaði alltaf til að heimsækja hann. Henni var það fullkomlega meðvitað, að Gísli afi var veik- ur. Ég minnist tengdaföður míns þakklátum huga fyrir þann stuðning, sem hann hefur veitt okkur öllum. Edda Agnarsdóttir. Minning; Laufey Guðnadóttir Faðir okkar og tengdafaðir, OODUR BJÖHNSSOW* l.augavegí 130, andaðist í sjúkradeiid Hfafnistu 14. deserrrtiwr 1972. Birna Olddsdóttir, Kristján Oddsson, ICristborg Beíisdiktsdóttir, Andrea Odriadóftir, Tryggvi Arason, Katrín Oddsdóttir, Eirikur Ásgeirsson. t Úrför móður okkar. SIGRÍÐAR BACKMAWIM JÓNSDÓTTUR, sem andaðist 9. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkja, mánudag- ir»n 18. desember klukkan 13.30. Lilja Hafliðadóttir, Egill B. Haftiðason, Halldór Hafliðason. Þegar ég lít til baka til þeiinra -ána, sem ég dvaldist á Siflufirði, er margs góðs -að minmast. Eink- um á ég góðar mdinningar um margra ágæta saimiferðanmenn, sem ég mætti þair. Ein i "þessum hópi var Laufey Guðnadóttir," handtak hennar var traust og spor hennar á vegferð lífsins óvenju öruggt stigin. Laufey var frá fyrstu árum okkar á Siglufirði einlægur heimdJisvinuir, enda var hún ná- skyld konu minni og þekktum við hana lítinega áður en við flutttnmist til bæjarins. En ekki voru nánari kynni af hernri síðri ðllutm sem vel kynntaist henni hlaut að vera ljóst að þar var ágætis kona á ferð. Laufey var af góðu bwrgi brot in, komin aí skag£rzkaiin bænda ættuim. Hön var fædd 14. ágúst árið 1894 að írafeHi í Lýtings- staðahreppi, dóttir hjónanna Guðna Guðnasonar og Lilju, Jónsdóttur. Unt fjölda ásra. var Laufey búsett á Siglufifrði. Þar bjó hún með fóstursyni sínum og fræmda Ragjiatí Kristjáns- syni. Var húni honutm: sem hin bezta móðir og bjó þeiin hlytt og vistlegt heimili í lirlu húsi við Lindargötiu þar í bæ. Þar var hvorki hátt tíl lofls né vítt til veggja^ svo aS margir á kröf- uraiar öld hefðu vi'ljað niður rifa og byggjja rrýtt, stærra og glæstara. En þaamm inni, í litla húsinu, sam raunar var ekki nema tvð til þrjú lítil herbergi, var einkar vistlegt og beiimiilds- legt, þar var að finna anda frið ar og eindrægni, eitthvað af þeim anda sem samitíð okkar he'fir nrisst, en þráir ef til vill ómieðvitáð - að eignast. Inni á heimiliimu herin'ar var rruargar góðar bækur að finna. Áreiðan- lega h'efk". Laufey ' yerið bók- hneigð, enda greirtd*"koiria og vel að sér um margt. Skammt frá heimili Ragrfárs, og Laufeyj-ar ris Siiglufjarðair- kirkja, fögur og tignarleg. Þangað áttu þau mæðgim fjöl- mörg spor. Ohætt er að segja, að ekki fóru margar guðsþjón- ustur fram í kirkjunmi a.am.k. ekki þanm tima, sem ég var prestur þar, að þau væru ekki viðstödd. Sætið þeárra var skip- að, hvernig sem á stóð. Það er ef til vill ekkd hægt að meta manmigildið eftir kirkju ferðum, en áneiitanlega vekur það hlýju í sáilu prestsims að finna, að þeir eru til sem a/Utaf heyra hljóm kirkjuMuikknamna og koma, og ég er sammfærður um, að það verður viðkomandi einstaklingum til ámetanlegrar blessunar. Helgidögum kirkju- ársims hefir stumdum verið likt við perlur á festi. Sá einn sam rækir kirkju' sina hlýtur perl- una, bezt er að enga perlu Framhald á bls. 30. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ELÍNBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Bjargi, Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfóOki S6I- vangs. - Jón Magnússon og synir. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu hlýhug og samúð við andlát og jarðar- för Kristrúnar S. Friðbjörnsdóttur, Efstakoti, Dalvik. Börn, tengdabörn <>K barnabörn. SVAR MITT EFT3R BtLLY GRAHAM ÉG er xmgSH? maður, og mlg fýsir að vita, hvernig ég get fengið meira. úfc úr lífinu. Getið þér gefið mér nokkurt ráð? ÉG ætla að gefa yður það ráð, sem mér var gefið fyrir mörgum árum. Það er úr gamalli bók, sem er kölluð Biblía: „Veldu lífið . . . með því að elska Drottin og hlýða raustu hans . . . undir því er líf þitt komið og langgæður aldur þinn" (5. Mós. 30, 19—20). Það er til lífgandi afl í heiminum. Ef þér látið ein- hverjar venjur og siði ná tökum á lífi yðar, svo að þér verðið viðskila við Guð, hið lífgandi afl, þá verður lífið dimmt. Þetta er ástæðan til þess, að fólk þjáist af lífsleiða, áhyggjum og alls konar eymd. Það er ekki í tengslum við Guð. Jafnvel læknar eru að ráðleggja fólki að sækja kirkju, því að þeir gera sér ljóst, að það þarfnast fremur að finna þennan lífgandi kraft en háma í sig pillur. Sálfræðingurinn Carl Jung setti fyrstur fram þá kenningu, að trú væri undirstaða sálarlegrar heilsu. Veljið lífið! Takið ákvörðun um að lifa Guði og lifa með honum. Kristur sagði: „Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.