Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 32
LJOMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI JMwgttiiliJaftifr JRor0nnM$t!) HUGtóSEtlg^ ^--»224! LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972 Seðlabanka- hús samþy kkt norðan Arnarhóls Á FUNDI byggitigarnefndar Beykjavíkur 14. þ. m. var sam- þykkt teikning að nýrri bygg- ingu Seðlabanka íslands við Sölvhólsgötu, milli Ingólfsstrætis og Kalkofnsvegar, þar sem nú er bílastæði norðan Arnarhóls. Uóð þessa fékk Seðlabankinn í makaskiptum við Reykjavikur- borg, eftir að bankinn hafði fall- íð frá þvi að byggja á lóðunum Frikirkjuvegi 11 og 13, þar sem gagnrýni hefði komið fram á að rífa Thor Jensens húsið, sem þar stendur, og byggja stórbygg- ingu á þeim stað. Teikning að hinni nýju byggingu hafa þeir gert arkitektamir Giiðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sig- urðsson. Hafði Guðmundur Kr. Guðmundsson ásamt Skarp- héðni heitnum Jóhannssyni hlot- ið fyrstu verðlaun í samkeppni, sem hankinn efndi til um bygg- inguna við Fríkirkjuveg. Fékk sú tiilaga góða dóma á sinum tíma, og er í hinu nýja húsi að nokkru byggt á þeim hugmynd- nm, sem þar komu fram. Byggrng sú, sem nú hefur verið samþyikikt, er fjórar hæðir að gólffleti, tæplega 2800 fler- metrar, en rúmmál byggingar- iranar um 10.000 rúmmetrar. Auk þesss er tvöfaldur kjallari yfir aila lóðima, og eru um 60% aÆ honúm ætíuð fyrir bilageymislu, en sam tais er í bílageym.slunn i og á lóð hússins rúm fyrir uim 160. bífa. Hefur Reykjaviikurborg óslk'að eftir því að fá almenninigsibíla- geymsilur á lóðirani fyrir allt að 100 bí'la umifram bílastæðisikröf- ur þær, sem gerð'ar eru ti'l banik- ans. Mun borgin eiga að standa straum af að byggja þann hluta bíXageymsluhússins sem þessu svarar, sam'kvæmt nánari samn- inigum, eim um það verða gerðir. Hin nýja bygging er mjög mdðuð við hinar sérstölku þarfir, sem Seðlabankinn hiefur fyrir öruggar geymslur fyrir pening'a- seðia, mynt og önnur verðmæti. Framh. á bls. 31 Á líkaninu sést Seðlabankalnisið sunnan við Sænsk-islenzka frystihúsið og norðan Arnarhóls. Verölagsráð: Matthías Rjarnason. Enn beitt neitunarvaldi við afgreiðslu leigubílataxta Samþykkt að hækka næturtaxta um 12% en öðrum taxtahækkunum frestað fram í miðjan janúar VEKÐBAGSRÁÐ felldi í gær til- lögu um að hækka dagvinnu- taxta leigubifreiðastjóra nm 8% og hækka næturálagið úr 20% á dagvinnutaxta í 25%, en þessa tiilögu bar formaður ráðsins og fiilltriii ríkisstjórnarinnar fram. Fulltrúar launþega í Verðlags- ráði felldu þessa tillögu með hjá- setu, en henni fylgir neitunar- vald. I staðinn fiutti Björn Jóns- son tillögu um 12% hækknn næt- urvinnutaxta og 40 stunda vinnu viku og var sú tiilaga sam- þykkt. Jafnframt var samþykkt að afgreiða taxtahækkun leigu- bifreiðastjóra ásamt öðrum taxtahækkimum, sem fyrir liggja og skal það gert eigi síð- ar en 15. janúar. Stefán Jónsson, fulltrúi í Verð- lagsráði sagði í viðtali við Mbl. í gær, að þessi ákvörðun hefði verið tekin, þar sem eðlilegt hefði verið að taka fleiri taxta- hækkanir sarntímis til af- greiðslu, en krafa leígubílstjór- ama hljóðar upp á 24,1% hækk- un dagvinnutaxta. Tillögur ann- arra starfsgreina um taxta- hæklkanir, sem æskilegt hefði ver ið að dómi ráðsins að fylgdu, voru ekki tilbúnar til afgreiðslu. Stefán sagði, að tiUaga rikis- stjórnarinnar, sem feild var á fundinium hefði tvím'æialaiust ver ið haigstæð'ari bífetjórunium og hefði hann stutt hana. Hún hefði t.d. verið til gagns fyrir um 200 sendiferðabiiistjóra, sem nær einigöngu ynnu í daigvinnu, en tiliagan sem samþykkt var kæmi þeim að engu gagni. Hann hefði talið dagvinnuþjón- ustuna ekki hatfa minni þýðingu en næturvinnuna, en með tiliiti til þess að lausn ætti að fást á málinu fyrir 15. janúar, hefðd hann getað íailiizt á tiilögu Björnis Jónssonar. Úrslit um helgina? GERT er ráð fyrir að í dag værði haldinn fundur í ríkis- stjórninni og má búast við, að þar verði lagðar fram sam- komuiagstiHögur um lausn efnahagsvandans. Enn er allt i óvússu um, hvort samningar takast milli stjórnarflokk- anna, en líklegt má telja, að til úrsiita dragi um eða upp úr helginni. 550 millj. kr. blekking 1 fjárlagafrumvarpinu — segir Ragnhildur Helgadóttir RAGNHIEDUR Helgadóttir kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu alþingi í gær og upplýsti, að samtals væri um að ræða 550 niillj. kr. blekkingu í fjárlagafrumv'arpinu vegna ný- legra hækkana á fjölskyldubót- um og lögskipaðra hækkana á ríkisframiagi vegna annarra bóta trygginganna. Matthías Bjarnason um fjárlagafrumvarpió: ÞESSI VINNUBRÖGÐ ERU MEÐ ÖLLU ÓHÆF Fjallad um útgjöld án upplýsinga um fjáröflun MATTHlAS Bjarnason mælti sl. fimmtudag fyrir nefndaráliti 1. minnihluta fjárveitingarnefndar, er fjárlagafrumvarpið kom til annarrar umræðu. Matthias sagði, að allar upplýsingar skorti i fruinvarpið, sem mestu máli skipti. Framlög til verklegra framkvæmda hækkuðu ekki i hlutfalli við verðbreytingar. Full tníar Sjálfstæðisflokksins í fjár v/eitingarnefnd eru: Matthias Rjarnason, Jón Árnason og Steín þ«>r Gestsson. Ásgeir Pétursson undirritar nefndarálitið i fjar- veru Jóns Árnasonar, senv hefur leyfi frá þingstörfum vegna veik inda. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Matthiasar Bjarnasonar: Ekkert liggur fyrir um, hvað veróur í íj árla gafrumvarp i n u aí liðum, sem hafa verið upp á hundruð millj. kr., hvort þeir eiga að faWa úr, hvort þeir eiga að hækka utm hundruð miMj. eða ekki. Samt er fuilyrt, að það eigi að stefna að því að afgreiða fjáriagafrumvarpið fyrir áramót og það er komimn miður desem- ber. Ég kalla þetta kokhreysti hjá hæstv. ríkisstjóm. En það er vitað mál, að þiingið og þing- ræðisfyrirkomulag á rétt á þvi að fá skýrslur og upplýsingar og athuga þau mád, sem fyrir liggja, áður en afgreiðsla fjár- laga fer fram. Hvað ætíar hæst- virtur forsætisráðherra fjárveit- ingarnefnd að starfa á löngum tima, ef hansn ætíar að gera al- vöru úr þessuim upplýsingum sín um? Á hún kannski að starfa yf- ir jóiiin, og eg held, að það maini ekki hrökkva til, þó að fjárveit- ingamefrid fengi ekkert jólafrí, en hanm og ríkisstjórnim og þeir aðrir færu í jólaírí. Vitaskuld þuirfa tiilögur að liggja fyrir um tekjuöflun og stefmumótun til þess að fjárveit- imgarnefnd og Alþimgi í heáld geti gert sér ljóst, hvemig heilld- arstaða ríkisfjármáiia stemdur og að því fengmu þarf auðvitað fjár- veitimgarnefnd og Alþingi óhjá- kvæmilega að ráðast í það að lækka útgjöld rikisims, en ekki hækka þau, eins og þetta fjár- lagafrumvarp sýnir bæði þegar það var lagt fram á sl. haiusti og Ffamhald á bls. 15. Ragnhildur Helgadóttir sagðist hafa staðreynt, að fjármálaráð- herra hefði leynt Alþimigd mikil- væguim uppiýsinguim og farið með rangt mál varðandi eiinfald- ar staðreyndir, sem alþingismenn ættu skýlausan rétt á að vita. 1 raun réttri ætti ríkisstjórnin öil sök á þessu. Hún sagðist haía bent á í um- ræðumum á fimimtudagskvald, að ekki væri gert ráð fyrir auknum gjöldum Tryggingastofinunair rik isins í fjárlagafrUrmvarpiimu. Hún hefði þar átt við þau gjöld, sem rikisstjóminni hefði verið kunn- ugt um síðan í nóvember og sum raunar lengur. í skýringum fjármálaráðherra uim miðnætti s.l. fimimtudag, hefði komið fram, að ómöguilegt væri að segja, hve háar f jölskyldubæt- ui’na.r yrðu. Kingmaðurinn sagði siðan, að stórkosttegar hækkanir hefðu verið ákveðnaæ. I>að væri einskær blek'king að segja, að ógeming- Framh. á bis. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.