Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1972, Blaðsíða 8
40 MOKou'iNi;LAÐiÐ, LAL-UARbkGtÍR i6' DESEMBBR 1972 gmmmtat, ^ m ** K*> *** * * lllÉl Glæsibær séður úr lofti. GLÆSIBÆK Aðalinngangur í Glæsibæ. Glæsibær? I»að ætti að vera óþarfi að kynna hann fyrir Ies endum Morgunblaðsins, en þar eru saman komnir um 20 verzl- unareigendur og þjónustuveit- endur. Lesendur Morgunblaðs- ins hafa nú þrisvar fengið sér- stök auglýsingablöð þessara fyrirtækja, og ættu því að vita nokkum veginn hvað þar er um að vera. Fyrir nokkru var blaðamönn um frá öllum fjölmiðlum boðið að koma og skoða þessa sam- steypu, þar sem unnt er að kaupa flest eða allt, sem hver þarf til síns heimilis og gjafir tU að minnast tímamóta vina sinna. Þarna má skemmta sér að kvöldi, og vinna bug á eftir stöðvunum að morgni. Þar má kaupa allt í matinn, föt og skó á fjölskylduna allt frá nýfædd um börnum og upp í langa- langa-afa og ömmu ef í það fer. Það voru þeir Halldór Júlíus- son og Baldur Ágústsson, sem sýndu fréttamönnum þessa miklu verzlanamiðstöð, en til- efnið var að þá voru þrjár nýjar verzlanir að hefja starf- semi þarna, barnafataverzlun, vefnaðarvöruverzlun og bús- áhaldaverzlun. Halldór rekur þarna þrjú veitingahús, en Baldur er verzlunarstjóri Silla og Valda-verzlananna i Glæsi- bæ. 1 skoðunarferðinni var að sjálfsögðu byrjað í útibúi Út- vegsbankans, því hver sá, sem lengra fer, á við freistingar að stríða, og þá er betra að hafa reiðu fé. Rétt við bankaútibú- ið eru verzlanirnar Andersen og Lauth, þar sem fá má allan karlmannafatnað, Skóhornið með skó á alla fjölskylduna og Rósin, þar sem Ringelberg af- greiðir blómvendi af hollenzkri smekkvísi. Skammt undan eru tvær af nýju verzlununum, það er Búsáhöld og gjafavörur, og Vefnaðarvöruverzlunin. Áfram var haldið í skoðunar ferðinni, og næst komið við hjá Paul Heide úrsmið. Þar eru klukkur upp um alla veggi, og í skápum úr, bæði fyrir konur og karla. Þar við hliðina er svo Bókabúð Glæsibæjar, sem ekki aðeins selur allar nýjustu bæk- uraar, heldur einnig erlend og innlend tímarit, ritföng og skólavörur. Þarna hjá eru einnig tvær aðrar verzlanir, Hans Petersen og Sport. Sport býður mikið úr val af alls konar vörum fyrir þá, sem vilja „trimma", en hjá Hans Petersen má fá allar Ko- dak vörur og þjónustu, auk þess sem þar eru til sölu margs konar ljósmyndavörur. Þá er komið að stærstu mat- vöruverzlun landsins — og sennilega má víðar leita, — en það er verzlun Silla og Valda í Glæsibæ. Hver sá, sem ekki hefur gengið í gegnum þessa verzlun á eftir að kom- ast að þeirri niðurstöðu að til eru ótal tegundir matvæla, en verðlag misjafnt. Með úrvali eins og hjá Silla og Valda í Glæsibæ geta kaupendur því valið og hafnað. 1 hinum enda Glæsibæjar er svo húsgagnaverzlunin Dúna. Þar er sagt að menn geti fallið í stafi og séð fyrir sér nýsköp- un heimila sinna. Hvað sem því líður, þá er gott að vita til þess að á rápi um þetta mikla verzl- húsnæði - Nýjar vörur SÓFASETT - SVEFNSÓFASETT HVÍLDARSTÓLAR, margar gerðir SKRIFBORÐSSTÓLAR - SVEFNBEKKIR RAÐSÓFASETT - HORNSÓFASETT RUGGUSTÓLAR - BLAÐAGRINDUR anahús er unnt að fá sér sæti hjá Dúnu í þægilegum stólum og sófum. Undir stórverzlun Siila og Valda eru básar, þar sem koma á fyrir verzlunum. Fyrsta verzl unin hefur þegar opnað þar, og er það Barnafataverzlunin Rut sem Valdimar Tryggvason og fjölskylda hafa opnað. Þar er nú að fá fatnað á ungabörn á aldrinum til fjögurra ára, og einnig sængurgjafir. Seinna er svo ætlunin að hafa þarna fatn að fyrir börn upp að tíu ára aldri. Þarna niðri í kjallara er fleira en bamafataverzlunin, því Silli og Valdi hafa þar einn stærsta jólamarkað, sem hér hefur þekkzt. Þar má fá flestar tegundir jólagjafa fyrir börn og unglinga, og liggja leikföngin þar í þykkum og löngum röðum. Þá er komið að verzlun, sem mun vera stærst sinnar tegund ar hér á landi, en það er snyrti vöruverzlunin, sem er á vegum Silla og Valda. Þarna má fá all ar helztu snyrtivörur kvenna, en einnig snyrtivörur karla, sem mjög hafa rutt sér rúms að undanförnu. Eftir allt þetta búðaráp er ekki laust við að þörf sé fyrir snyrtingu, og þá er ekki langt að leita. 1 Glæsibæ er nefnl- lega unnt að fá hárgreiðslu og snyrtingu bæði fyrir karla og konur. í húsinu eru hár- greiðslu- og snyrtistofan Salon Veh og Hárskerinn, sem þjóna körlum og konum. Eitt er það, sem varla má nafngreina i frásögn af Glæsi- bæ, en það er læknamiðstöðin. Læknar mega víst ekki auglýsa sig, og verðum við að hlíta þeirri reglu. Hins vegar hlýtur að vera óhætt að segja að þama eru einir 14 lækn- ar, og eru allir sérfræðing- ar hver á sínu sviði, auk þess sem þeir eru heimilislæknar. Geta þeir vísað sjúklingum hver til annars eftir því sem með þarf. Þá er nú komið að lokaat- riðinu þarna í Glæsibæ, en það var þegar Halldór veitingamað ur tók yfir og bauð gestum til Rætur íslenzkrur menningnr eftir Einar Pálsson. Gjörbreytir viðhorfum í menningarsögu íslendinga. Nýtt húsnæði tU leigu (Skrifstofur — léttur iðnaður — verzlanir). Opið til kl. 10 í kvöld HúsgagnaverzBunin Búslóð Borgartúni 29, sími 18520. Til leigu eru 2 hæðir að Hjallabrekku 2, Kópavogi. Efri hæð, 240 ferm., er mjög hentug fyrir skrif- stofur, læknastofur o.fl. Neðri hæð, 180 ferm., er ætluð fyrir sérverzlanir. Allar upplýsingar um helgina í síma 26560 og 38785. Allir góðir eiginmenn sofa heima í náttfötum frá: jmmanhBttan. mSamS/A/ TíEFi fS/ÆTi OA/A L. STRAUFRÍ - DÚNMJÚK - ALLAR STÆRÐIR HERRABÚÐ Austurstræti HERRAHÚS Aöalstræti HERRATÍZKAN Laugavegi HERRAGARÐUR Aðalstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.