Morgunblaðið - 24.12.1972, Page 3

Morgunblaðið - 24.12.1972, Page 3
f skólanum — verðlaunamynd Bergs Axelssonar, Hraunbæ 44 í Reykjavík — hann er 10 ára. Sandsteinsættin MANNKYNIÐ er gamalt, og jörð- in eldri, en hvað er elzt, það veit enginn. Hér á eftir ætla ég að nefna nokkra þá menn, sem með sinum undursamlegu uppfinningum, hafa markað tímamót í sögu vorri og forfeðra vorra. I grárri forneskju, þegar forfeður okkar höfðu nýlega yfirgefið vöggu sína (trén) og leitað á ókunnugar slóðir, séð steina og handfjatlað í fyrsta sinn (án þess að líta niður á þá), fóru mestu heilar mannapa- kynslóðarinnar að uppgötva, og uppgötva einfaldlega vegna þess, að það var svo margt, sem upp- götva þurfti. Merkasta ætt uppfinn- ingamanna mannapakynslóðarinnar í þá daga var tvímælalaus Sand- steinsættin fræga. Oddsteinn Sandsteins, var einn af meðlimum Sandsteinsættarinn- ar. Oddsteinn var fæddur árið: stein um tré yfir eitt fjall, fæðing- ardag vitum vér ekki. Æsku átti hann góða (þá er öll eldfjöll sváfu). Gekk hann ungur í Ristuskólann fræga á Spáni. Ungur ferðaðist hann víða um lönd við hellnarist- ingar (sem þá var mikil og virt at- vinnugrein). I þessum ferðum sín- um gerði hann margar uppgötvanir, og þar á meðal eina mikilvægustu allra tima. Vildi það þannig til: Dag einn árið: stein um tré yfir tvö fjöll með tveim runnum á, kom Oddsteinn gangandi eftir þjóðveg- inum milli Gráhellu og Kletts. Hann var í góðu skapi þennan dag, enda hafði hann ærna ástæðu til. Hon- um hafði verið falið að teikna vegg- myndir. Þetta myndi verða mesta djásn alls hins þekkta heims. Veðrið var heitt þennan dag, og hitamollan lá yfir landinu eins og þvkkur gráskinnsfeldur. Fuglunum var of heitt til að syngja, og þess vegna heyrðist enginn söngur. Oddsteinn mætti engum á leið sinni, og það var þess vegna sem enginn gat truflað þær hugsanir, sem byltust um í haus honum. Hann hugsaði um lífið og tilgang þess. „Til hvers erum við að fæð- ast í þennan heim fyrst við eigum eftir að deyja aftur?“ spurði hann siálfan sig. „Það hlýtur að vera eitthvað til í þvi sem þeir gömlu segja. að dauðinn sé aðeins annað líf á öðrum sléttum,-og þangað fer allt sem deyr. Já, jafnvel veiðidýr- in. Þetta hlýtur að vera satt, og þar er komin skýringin á því, hvers vegna öllum veiðidýrum hefur fækkað upp á síðkastið. En menn- irnir sem lifa þetta annað lif þarna á þessum öðrum sléttum verða að lifa á einhverju, og þar sem veiði- dýrin eru þarna hljóta þeir að veiða þau, en hvert fer þá innri-dýr veiðidýrsins?" Nú stóð Oddsteinn upp og hélt Oddsteini Sandsteins kom snjallræði i hug. áfram ferð sinni til Rockville. Að lokum komst hann þangað, og var honum vel tekið. Eftir að hafa mat- azt byrjaði hann verkið. f fyrstu sóttist honum verkið vel, en eftir því sem á leið, þá fór hon- um að ganga ver. Svitinn draup af honum, og það var varla líft þarna inni í heillinum. Allt þessum hita þarna úti að kenna, hugsaði hann. En rétt í þessu gerði hann uppgötv- un sína. Eitt af höggum hans hafði verið heldur of fast, og afleiðingarnar sýndu sig. Heljarstór örvalaga flis hrökk úr myndinni sem hann hafði verið að gera, og stakkst í hörund honum svo úr dreyrði. Horfði hann skelfdur á fyrirbrigði þetta, þvi vissulega hafi hann aldrei séð ann- að eins áður. En þá datt honum snjallræði í hug, að nota þessa flís, sem var eins og ör í laginu, til að fullkomna veiðitæki það, sem hann hafði verið að hanna. Hafði flísin þann eiginleika að eftir að hafa á annað borð komizt inn i hörund veiðidýrsins, þá var erfitt að ná henni úr undinni aftur. Ætlaði hann að kaila tæki þetta (sem var tví- skipt) boga og örvar, einnig var hægt að nota flís þessa á spjótin lélegu, sem nú voru í almennri notkun. Nú er frá Oddsteini að segja að hann lauk við skreytingu sina, og hlaut hann mikið lof fyrir, enda var hún afskaplega vel gerð. En það sem merkara er, þá setti hann flísina á tækið og með góðum góðum árangri. Siðan var tæki þetta löngum notað i hernaði (sú var ekki áætlun Oddsteins) og við veiðar. Lifði Oddsteinn lengi og vel og dó frægur maður (og barnmargur). Þvi miður hefur nafn Oddsteins Sandsteins gleymzt (glatazt) á sið- ari árum, en vona ég að sögn þessi grópi nafn Oddsteins í huga ykkar. Eins og fyrr sagði, þá var Odd- steinn Sandsteins barnmargur mað- Framhald á Ws. 7. ©

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.