Alþýðublaðið - 06.08.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.08.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. ágúst 1958. iiltýðublaSig 3? AlþýöublDbiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson, Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. ¥l®lsí við sæns-ka frændur: tirnar svíkia _ í : Kjarskerðing almennmgs’ ALLMIKLAR umrœður hafa verið um það í blöðum að undanförnu, að kjaradeilur einstakra verkalýðsfélaga og star-fs'hópa séu hagfræðileg glappaskot og þjóðfélginu í heild til ógagns. Hefur Morgunblaðið mikið rætt þetta mál íjsamþandi við grein dir. Jóhannesar Nordals í síðustu Fjár- m'álatíðindum. Heldur doktorinn því fram, að kauphækkun- arkröfur einstakra félaga og almennar launahækkanir, sem í kjölfarið sigli, munj ríða slig á hinar nýju efnahagsáðstaf- anir. Tekur Morgunblaðið mjög undir þessa skoðun hagfræð íngsins, og telur það tvímæla'laust, að „kjaraskerðing al- mennings" sé óhjákvæmileg. Engan þarf að úndra það, þótt Morgunblaðið hallist á þá sveif, að lífskjör almennings þurfi að rýrna. Það er nakin stefna Sjálfstæðisflokksins, þótt hingað til hafi Morgunblaðið reynt að felai þann Istefnukjarna. Nú gleymdi það hlutverkj sínu, þegar það var að reyna að stilla dr. Jóhannesi Nordal gegn stjórnínni. Þá kom að kjarnanum. í framhaldi af hugleiðingum um almenna kjaraskerðingu segir blaðið orðrétt: „Víst er Iausnin tor- fengin með þeim hætti, en þetta er þó eina Ieiðin, sem nokkur von er tíl að árangur fáist eftir. Allt annað er þýðingarlaust fálm“. Enn segir blaðið, og er nú heldur kampakátt: „Dr. Jóhannes fer ekki dult með, að kjara- skerðing almennin,gs hafi verið .óhjákvæmileg, eins og málum var komið.“ Það er ágætt að hafa þessa játningu Morgunblaðsins svarta á hvítu. Undanfarin. tvö ár hefur það nefnilega ver- ið ákaflega önnum kafið við að ýta undir kauphækkanir, örva til verkfalla og eggja einstaka starfshópa til kaup- deilna. Ef taka- á blaðið alvarlega, er það segir nú, að „kjaraskerðing almennings“ sé óhjákvæmileg og „allt ann- að sé þýðingarlaust fálm“, hvað á þá að marka verkfaila- baráttu þess og verkalýðskjass að undanförnu? Ef stefna verkalýðsfélaga, er þau rayna að halda kjörum félaga sinna í horfinu, er hagfræðilega og þjóðfélagslega alröng að dómi blaðsins, hví er bað þá að ýta undir þessa stefnu? Það værj óneitanlega gaman að fá svar blaðsins við þessafi spurn- ingu. Ekki svo að skilja þó, að svarið liggi ekki öllumi, sem fýlgzt hafa með pólitík Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, í augumi uppi: Öll stefna flokksins miðast við það eitt að koma á ringuireið í þjóðfélaginu, s'tofna til vandræða og flokkadrátta. Um þjóðarhag er minna skeytt. Samræínið f skrifum Morgunblaðsins verður því oft harla bágborið, eins og hér hefur verið bent á. Hitt þarf enginn að efa, sem þekkir kjarnann í stefnu Sjálfstæðisfíokksins, að Morgunblaðið er fyllilega á lín- unni, þegar það telur „kjaraskerðingu almennings“ lífs- nauðsynlega þjóðfélaginu. Á annan hátt verða forrétt- indi hinna fáu og ríku ekki tryggð. Verkalýðsharátta Morgunhlaðsius er því áróðurshragð í bili til að leita eft- ir fylgi. Þegar völdin eru fengin, mun auðvelt að koma á þessari þráðu „kjaraskerðingu almennings“. En þótt verkalýðshreyfingin þurfi að gjalda varhug við flíru'látuim forréttindam/anna, hvílir eigi að síður á henni mikil ábyrgð. Kjarni málsins er sá, að hlutverk hreyfing- arinnar er að vinna að sem réttl'átastri skiptingu þjóðar- teknanna hverju sinni. Meðan hag’fræðingar reikna með auðsöfnun einstaklinga og gróðafélaga og óþarfa eyðslu forráðamanna framleiðslutækja, geta einstök verkalýðsfélög ekki farið einhliða að þeirra ráðum. Þau voru stofnuð til að gæta hagsmuna félaga sinna í bráð, þótt æskilegast væri, að sú hagsmunabarátta miðist í framtíðinni við lengd. Hingað til hefur það revnzt verkalýðshreyfingunni ókleift, og liggja til þess mþrgar ástæður. Morgunblaðið mun ekki finna þar neitt lausnarorð, en V'Onandi vex alþýðusamtök- unum svo fiskur um hrygg, að þeim verðj í náinni framtíð unnt að leggja þær línur, er miði að almennu kjarajafn- vægi í lengd. „ÞETTA er önnur ferð mín hingað, — kom hingað sumar- ið 1955, og rættist þá 45 .ára gamall draumur minn um að sjá landið þar sem íslendinga- sögurnar höfðu gerzt. Nú kom ég með ellefu ára dótturson minn rqeð mér, og það er von mín að hann eigi ef-tif að koma hingað oft og taka tryggö við landið og þjóðina“, segir Edv- in Björklu'nd frá Södértálje í Svíþjóð. „Og það er 1-íka von mín að ég eigi eftir að korna hingað nokkrum sinnúm enn Auglýsið í Alþýðublaðinu. Södertalje er gömul járn- steypuborg, — nú er þar>borg ASA og Scania Vabis. Við mun um. kannast. betur við séinna nafnið, nema lyfjafræðingarh- ir, þeir kannast að mirmsta kosti eins vel við híð fýrra, því ASÁ er nafn á efnagerð ihik- illi, semj frámleiðir einkum ný- tízku lyf, ef svo má að orði komast, og hefur á að skipa efnafræðingum á því sviði, sem njóta mikils álits. Scania Vabis bílaverksmiðjurnar eru heimskunnar fyr;r vörubíla sína og langferðabíla. — Þar starf-a um 3;5Ö0 manns og enn er verið að stækka verksmiðj- urnar. Auk þess er fyrirtækið nú að reisa verksmiðjur í Braz ilíu, sem eiga að framle''ða Scan ia Vabis bíla til sölu í Ame- ríku. Enn er verksmiðja í Södertalje, sem ' framleiðir ýmsa hrey-filhluta í flugvélar. Járnsteypa hefur jafnan staðið þar á háu stigi og járniðnaðar- menn láta mikið til sín taka í félags- og skipulagsmálum borg arinnar, sem télur nú um 30 þúsund íbúa. Björklund' finnst mikið til um alla framsókn hér, einkum byggingarnar og lízt honum allt það framtak hið myndar- legasta. „Það er líka mikið byggt í Södertálje", segir hann, „en þar annast hið opinbera yf- irleitt slíkar framkvæmdir. — Okkar reynsla er sú að þá verði byggingar bæði ódýrari og vandaðri, en einkum getur ríkið boðið láns-kjör. Vitanlega er líka byggt á vegum einka- framfaks, en okkar reynsla er sem sagt þessi“. Þeir frændur hafa allvíða far ið um landið, meðal annars til Akureyrar. „Það er eitthvað annað að komja hingað núna en síðast. Þá var sífelld rigningar- súld1 á méðan ég dvaldist hér. Nú get ég ekkí sagt að ég hafi séð skýskaf á lofti. Það kemur sér M'ka vel fyrir mig, — fyrir bragðið hef ég getað aukið og bætt að mun mjókvikmynd, sem ég vaf að basla við að taka hér síðast, þrátt fyrir alla súldina. Það hefur viðrað bet- ur til þess núna, — og hver veit nema ég eigi eftrr að bæta við kvikmiyndina enn, að það verð; sólskin og heiðrikja þeg- ar ég kem næst. Landslag er hér sérkennllégt og li'tirnir ein' kennilega sterkir og hreinir." Og svo er það dótt.ursonur- i'nn. Anders Larsson heitir hann. Hann segir knattspyrnu- líf heldur dauft í Södertalie, en meira fjör í frjálsíþróttum. Evrópumeistarinn í stangar- stökki, Luridberg, býr i næsta húsi, hástökkvara eiga þeir, sem siokkið hefur 2,09 m., og einhvern efnilegasta millivega ■ lengdahlaupara Svía nú. Ann- Frændurnij. frá Södertálje ars er afinn fullt eins fróður um; þessi mál. Og Andrés er líka myndatökumaður, hv=fur meðferðis dýra og vandaða mynd'avél, Ijósmiæli og allt hvað heit; hefur. Hann kveðst hafa tekið mikið hér af mynd- um. Islendingasögurnar, — nci, hann hefur ekkj lesið þær enn, en hann skal lesa þær, segir aí'- inn, — þær svíkja ek«i neínn. Framhald af 5. síðu. litlum einbýlishúsum, risa- samstæðum upp á margar hæðir og raðhúsum. Og þarna rísa hinir nýju skýskafar mitt í öllu samjan. Líkast til hefur þetta verið skipulegt vel og vandlega, en einhvern veg- inn finnst manni, þegar mað ur gengur þarna um, að einu hafi verið breytt hér, öðru þar og svo verði hálfgerð ringul- reið úr öllu saman. En marg- ar glæsilegar íbúðir verða þarna, þótt óhrjálegt sé um að lítast þessa stundina. Og nöfnin á götunum eru ekki dónaleg: Þarna eru Sólheim- ar, Álfhei'mar og Goðheimar. íbúarnir hljóta að verða meira en Jítiðl rómantískiir! Að visu er lítið komið af göt- uirí ennþá, en það er nú venj- an hér á landi: — Göturnar koma síðast! En meðal annarrá orða: — Hvenær á að gera Langholts- veginn. áðalbraut! Laugardagur. . . . Ég ók uþp að Hafra- vatni í dag. Það var mikill munur að .komast burt úr ryk inu á MósfellssVeitarveginum og allri umferðinni og stanza v:ð vatnið. Þár var mjög kyrr látt og friðsælt. Á fáum stöð- um í námunda við borgina er e'ins rólegt og þárna \nð vatn- ið. Váfalaust hafa margir Reykvíkingar :ekk; hugmynd um, hve fagurt er í dalverp- inu og hlíðunum í kring. —- Kannski er það gott, örtré'cí mundi fljótt setja svip sinn á umhverfið. og áreiðarilega til hins verra. En fóik, sem ekki kýs að leita langt yiir skamrnt, ætti að leggja leið sína að Hafravatni. Það boi'g ar sig. Mikið gerði höfuðborgin í- búum sínum til góðs, ef hún festi sér þetta landsvæði í framtíðinn'. Það væri óiriet- anlegt. En það er allt önn'ár saga. Ég ók suður hjá Miðda! cg niður að Geithálsi. Þar var nýbúið að bera ofan í Austur veginn á köflum. Laus sandA- urinn rauk veg allrar verald- ar í mikilli umferðinni, og naumast v-arð séð út úr aug- unum fyrir ryki. Skyldi ís- lenzka sementið hreinsa lo-í't- ið og auka útsýn? 2.-8.-?58. . Vöggur. SKIPAUTGCRB RíMSiN.S Skjaldbreið til Snæfellsnesshafna og Flaé eyjar hinn 8. þ. m. Tekið á móti flutningi í dlag, Farseðlar seklir á morgun. •i ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.