Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 225,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 15,00 kr eintakið. IVrorðurlandaráð þingar um þessar mundir í Osló og N»afa íslenzk málefni verið þar óvenju mikið á dagskrá vegna náttúruhamfaranna í Vestmannaeyjum. Forsætis- ráðherrar Norðurlandanna og forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs hafa haldið sérstakan fund til þess að ræða sam- eiginlegar aðgerðir Norður- landanna til aðstoðar okkur vegna þess mikla tjóns, sem orðið hefur. Anker Jörgen- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, hefur skýrt frá því, að Norðurlöndin fjögur hafi nú þegar heitið aðstoð, sem nemur um 375 milljónum ís- lenzkra króna og jafnframt hefur forsætisráðherrann sagt, að reynt verði að áætla þörfina fyrir frekari aðstoð. Við íslendingar kunnum vel að meta þann skilning og hlýhug, sem frændþjóðir okk- ar á Norðurlöndunum hafa sýnt okkur á þessum erfiðu tímum og alveg sérstaklega höfum við veitt eftirtekt höfð inglegri framkomu frænda okkar og vina í Færeyjum. Enginn getur enn sagt fyrir um það með nokkurri vissu, hversu mikið tjónið verður af eldgosinu á Heimaey. Ljóst er, að það er þegar orðið gíf- urlegt og á eftir að verða meira. Allir þingflokkar hafa tekið höndum saman um að jafna byrðunum niður á þjóðina alla en það breytir engu um það, að við þiggj- um með þökkum þá hjálp, sem aðrar þjóðir eru fúsar til að veita. Á seinni árum hefur við- horf manna hér til norræns samstarfs breytzt og orðið jákvæðara en áður var. Lengi var sú skoðun út- breidd hér, að norrænt sam- starf hefði litla hagnýta þýð- ingu en tæpast er hæg't að finna rök fyrir þeirri skoð- un lengur. Þegar við gerð- umst aðilar að EFTA var ákveðið að settur yrði á stofn með framlagi kllra Norðurlandaþjóðanna, norr- ænn iðnþróunarsjóður til þess að stuðla að iðnvæðingu íslands. Þessi sjóður hefur þegar veitt verulegt fjármagn til uppbyggingar iðnaðar hér- lendis og er glöggt dæmi um hagnýta þýðingu norræns samstarfs fyrir okkur íslend- inga. í ræðu þeirri er Jóhann Hafstein flutti á fundi Norð- urlandaráðs sl. laugardag vék hann að þýðingu EFTA- aðildar og norræna Iðnþró- unarsjóðsins fyrir ísland, er hann sagði: „ísland var síð- búið til fríverzlunarsamstarfs í Evrópu. Þar kemur bæði til fæð landsmanna og sú stað- reynd, að iðnaði óx seint fiskur um hrygg. Norður- löndin sýndu þessu fyllsta skilning með stofnun norr- æna Iðnþróunarsjóðsins fyrir ísland, sem gegnir mikilvægu hlutverki í uppbyggingu iðn- aðar. Þróunin í iðnaði frá 1968 segir sína sögu. Út- flutningur iðnaðarvara átt- faldaðist rúmlega frá 1968 til 1971, ef ál, kísilgúr og niður- soðnar sjávarafurðir eru tald- ar með, en meira en ferfald- aðist ef ál er frátalið.“ Ekki má heldur gleyma mikilvægi norræns samstarfs í menningarlegum efnum fyr ir ísland. í Norræna húsinu í Reykjavík, sem Norðurlönd- in byggðu, mætast menning- arstraumar frá íslandi og hinum Norðurlöndunum. Hið nána menningarlega sam- starf við Norðurlöndin auð- veldar okkur að standast þau miklu áhrif, sem við óhjá- kvæmilega verðum fyrir frá hinum engilsaxneska heimi. Og líklegt má telja, að hinar Norðurlandaþjóðirnar meti einnig nokkurs að styrkja þannig tengslin við ísland, þar sem rætur gamallar norr- ænnar menningar liggja dýpst. Um leið og ástæða er til að fagna því, að hagnýtt gildi norræns samstarfs hefur auk- izt með árunum verðum við einnig að gera okkur grein fyrir takmörkum þess, sér- staklega á viðskipta- og stjórnmálasviðinu. Með aðild Dana að Efnahagsbandalag- inu má segja, að leiðir hafi að nokkru skilið viðskipta- lega séð. Hag'smunir Norður- landanna eru ólíkir í þeim efnum og hver Norðurlanda- þjóðanna velur þann kostinn, sem farsælastur er. Með sama hætti er ljóst, að stjórn- málalegu samstarfi eru viss takmörk sett. Við getum ekki krafizt þess, að Norðurlanda- þjóðirnar styðji okkur í öll- um málum og þær geta held- ur ekki krafizt slíks af okk- ur. Þess vegna er það ákaf- lega barnaleg framkoma, þegar forsætisráðherra ís- lands er sí og æ að tönnlast á vonbrigðum sínum vegna afstöðu frændþjóða okkar í landhelgismálinu. Slíkt þjón- ar engum tilgangi. Við eigum að hagnýta okkur norrænt samstarf, þar sem það á við, en gera okkur grein fyrir því, að leiðir okkar liggja ekki alltaf saman. HAGNYTT GILDI N0RRÆNS SAMSTARFS Eftir Robert B. Semple Jr. Hægri hönd Nixons forseta New York — Nixon forseti og ráða mennirnir i Hanoi og Saigon eiga auðvitað heiðurinn af samningunum um Víetnam, hvort sem þeir verða til blessunar eða leiða til hörmunga. En samningagerðin er auðvitað ekki sízt að þakka Henry A. Kissinger, sem trúði frá byrjun að deiluna mætti leysa með samningum og vann ósleitilega að því marki þrátt fyrir allar hrakspár. Þrautseigja hans, kænska og jafnvel hroki báru glæsi- legan árangur að lokum. Samningarnir og sá þáttur sem Kissinger átti í þeim eru einhver stórkostlegasta leiksýning Nixons stjórnarinnar og sýna hvernig tiltölu lega litt kunnur fræðimaður hefur breytzt og orðið áhrifamesti ráðu- nautur forsetans, fimari öllum öðr- um ráðgjöfum hans i línudansi utan- ríkisstjórnmála, fágaðasti og trúverð ugasti málsvari hans á opinberum vettvangi og eftirsóttastur allra gesta í kvöldverðarboðum í höfuð- borginni, í fáum orðum sagt sannkall aður landsfaðir, sem virðist „eiga jafnvel heima í stássstofum menning arfrömuða og á rikisstjórnarfund- um“, eins og Kissinger hefur sjálfur lýst Metternich fursta, sem gnæfði yfir vettvangi utanríkismála Evrópu frá dögum Vínarkongressins til bylt- inganna 1848. Samlikingin er kaldhæðnisleg í augum fréttamanna sem sáu fyrst þennan aðsópslitia og tunnulaga mann í fámennu kvöldverðarboði í Jamaicakránni í Key Biscayne á Flor ida í desember 1968. Hann hafði rætt við Nixon fyrr um daginn og sagðist umfram allt vilja forðast sviðsljósin og verjast ágangi fréttamanna. „Ég ætla ekki að gera sömu mistök og fyrirrennarar mínir. Ég ætia mér ekki að verða opinber málsvari einnar eða annarrar stefnu, tala við fréttamenn og koma fram í sjón- varpi af því þá get ég ekkert gagn gert sem trúnaðarráðgjafi." Þessar vonir urðu að engu. Kiss- inger hefur ekki horfið úr sviðsljós inu síðan, og síðan hefur álit manna á honum stöðugt aukizt. Hann hefur verið meira fréttaefni á fieiri stöðum — Washington, París, Peking, Moskvu og Hollywood — en allir aðrir aðstoðarmenn forsetans og allir ráðherrar stjórnar hans til samans. Persónuleiki hans er margslung inn og hann er maður með mörg and lit. David og Elizabeth, börnum hans og Ann Fleisher sem hann skildi við 1964, finnst hann stoltur og ástúð- legur faðir. Keppinautum hans í skriffinnskukerfinu finnst hann óþol inmóður og hrokafullur verkstjóri. Ýmsir ungir hæfileikamenn, sem hættu störfum hjá honum eftir stutt an tíma eru ennþá þeirrar skoðunar að hann sé tortrygginn, haldinn mannfyrirlitningu, ófús að deila völd um sínum með öðrum og leyfa öðr- um að hafa aðgang að forsetanum. Þeir sem hafa haldið áfram að starfa með honum viðurkenrta að hann sé Kissinger. ráðríkur, en halda því fram að hann hafi knúið þá til miklu meiri afreka en þeir töldu sig hæfa til, og þeim finnst þeir hafa mikið lært af þess- ari þolraun. Tízkublaðamönnum finnst að „ást- arævintýri Henrys" hafi veitt kær- komna tilbreytingu frá gráum hvers dagsleika Nixons. En þau virðast hafa verið laus við alvöru eða ást- ríðu. „Það sem máli skiptir er hversu mikilvægar konur eru í lífi mínu, ef þær fara með aðalhlutverkið. En þær gera það ekki. Fyrir mig eru konur aðeins skemmtilegt tómstunda garnan," sagði hann itölsku blaðakon unni Oriana Fallaci. Nixon hefur leyft Kissinger að njóta meira frelsis en öðrum undir mönnum sinum, af þvi hann treystir honum betur en flestum öðrum mönn um. En ýmsir hafa átt erfitt með að sætta sig við þá ákvörðun Kissing- ers að starfa með forsetanum og þær yfirlýsingar hans síðan að hann sé sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörðun, af því mörgum finnst erf- itt að koma heim og saman fyrri ferli Kissingers og núverandi valda- aðstöðu hans. Samvinna þeirra þótti strax með ólíkindum. Kissinger v ar Harvard- prófessor. Nixon hefur ekki beinlínis notið hylli í Harvardháskóla, hvorki þá né nú. Kissinger hafði að visu ráðlagt forsetunum Eisenhower, Kennedy og Johnson og ráð hans voru þakksamlega þegin, en völd hans þá voru engin miðað við það sem þau eru nú. Og sú ákvörð- un Nixons að ráða Kissinger i sina þjónustu var alls ekki fráleit eftir á að hyggja. Báðir voru sannfærðir um að nauðsynlegt væri að endurskipu- leggja stjórn utanríkismálanna, hrista upp í kerfinu til þess að sam- ræma betur ráðleggingar skrifstofu báknsins og treysta og styrkja stefnuákvarðanir forsétans og gerð þeirra í Hvíta húsinu. Kissinger bjó til kerfið, sem Nixon vantaði. Kerfinu er ekki hægt að lýsa enn- þá með nokkurri nákvæmni, en eitt er þó hiklaust hægt að segja: Kiss- inger stjórnar því öllu. Hann er í forsæti á flestum mikilvægustu fund um, sem fulltrúar ólíkra ráðuneyta halda til þess að finna grundvöll fyr ir samræmdum aðgerðum. Síðan fer Kissinger á fund forsetans í skrif- stofu hans og leggur fyrir hann ráðleggingar og meðmæli frá þess- um fundum. Loks beinir hann fyrir- mælum forsetans aftur til ráðuneyt- anna og annarra stjórnardeilda. Kiss inger stjórnar einnig starfsmönnum utanríkísþjónustu forsetans, úrvals- mönnum sem samræma sjónarmið, brjóta mál til mergjar og skilgreina markmið og leiðir. Kannski er of vægt til orða tekið að segja að Kissinger „stjórni", ef lýsa á aðferðum hans. Hann rikir og drottnar og hann skipar fyrir og hann rekur menn áfram. Sextán tíma vinnudagar eru algengir, og háttsett ir menn vinna næstum alla daga vikunnar. Fullkomnun er takmarkið. Kissinger er fæddur 27. maí 1923 i bænum Furth í Sváfalandi skammt frá Niirnberg, sonur virðulegra Gyð Framhald á bls. 2®.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.