Alþýðublaðið - 08.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1958, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið Föstudagur 8. ágúst 1958, Viðtal við uhgan listmálará: „ÞAÐ ER einmitt svona b’f- fcjól, sem mig hefur alltaf lang að til að reyna“, varð Salvador Dali fyrst að orði. Og hann lét ekki vl'ð það sitja, en steig á bak bifhjóli Steinþórs og ók •allgreitt nokkurn spöl. Þegar liann kom til baka kvað hann "bifhjól þetta skemmt Jegasta farartæki, bauð þeim félögum til stofu og sátu þeir þar um Jhríð í góðum fagnaði. Salvador Dali er óþarft að kynna. Hann er sennllega um- ■deildast; —• og um leið fræg- asti — núlifandi listmálarl; ber á myndum hans yfirleitt mest á eyrum, andlitslausum, svo og vekjaraklukkum og kveðst hann verka á undirmeðvitund inanna með þessum listaverk- um. Ekki er honum þó nóg að mála öðru vísi en aðrir, heldur hagar hann sér óvénjulega um flest — og er heimsfrægur fyrir hvort tveggja. Hinn Dst- málarinn, Steinþór Sigurðsson eigandi bifhjó'ls’ns, er ekk-i eins kunnur — enn sem komið er. Hann ei' 25 ára að aldri, fæddur í Stykkishólmi en flutt ist seytján ára til Reykjavíkur, var einn vetur í Kennaraskói- anum, annan í Handíðaskólan- um, loks fjögur ár í Svíþjóð, þar sem hann lauk námi í hin um mikla listiðnaðarskóla' •— Konstfackskolen, •—- sem er víð kunn stofnun. Að því námi loknu hélt Steiiiþór til Frakk- lands og keypti sér bifhjól. Á bifhjótí þessu ferðaðist hann síðan víða um Mið- Evrópu og lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Um hríð settist hann að í listaháskóla nokkrum á Spáni, í grennd við Barcelona; hét sú stofnun „Escuela Superior De Bellas Artos De San Jorge“, og má vera merk stofnun, sem ekki kafnar undir svo löngu nafni. Ekki kveðst Steinþór vera í vafa um að stofnunin sé merk, en gamaldags þótti honum öll kennsla þar, og ekki hélzt hann þar lengi við. Eftir ferðalög um Sþán, þver an og endilangan, settist Stein. þór að í smJáþorpi hjá Malaga, hé’lt þar kyrru fyrir og málaði í átta mánuði. Torremolinos er .merkilegt þorp um margt. Þangað sóttu erlendir málarar og listamenn fyrr á árum og gerðu það svo frægt fyrir nátt- úrufegurð, að það varð fjölsótt af ferðamönnum, svo íbúatalan margfaldast suma mánuðina. Og loks er það, að einn fræg- asti málari, — Picasso, — er i þar borinn og barnfæddur, og hefur arfieitt héraðið að öilum I Istaverkum sínum, þeim er verða í eign hans er hann fell- ur frá. En ekki kveður Stein- þór þar um auðugan garð að gresja nú hvað myndir eftír þann umdeilda meJstara snert- ir, — aðeins eitt málverk í safnsal og leirskjöldur lítill á vegg í tónlistasal þorpsi’ns, en þann skjöld mun Picasso hafa gert ungur. í þorpi þessu þótti Steinþóri gott að vera. Þrátt fyriir hinn mikla ferðamanna- straum eru þorpsbúar furðulítt snortnir af erlendum áhrifum. Spænsk alþýðumenning stend- ur á gömlum merg, þjóðin er stolt og íhaldsöm, ekki hvað Steinþóv á biíhjólinu. V£TT¥A#6tfít 9A6SMS NÓVEMBEIiVEÐUR í byrjun ágústmánaðar. Lauf í garðinum tnínum er farið að fölna, rauð- brúnn litur kominn á laufnlöð * næsta garði. Það er svo mikjil kuldi að giktin sækir að fólki og krakkar fyllast af kveíi, ea fólk, sem þýtur í tjaldtúr, flýr Jbeim til sín eins liratt og það ^etur eftir aðj hafa skolfið í svefnpokanum í eina nótt. ÞAÐ segi ég satt, að ef nokk- ur möguleiki væri á því að ’kenna einhverjum stjórnmála- foringja um þetta, þá myndi hann sannarlega fá orð að heyra — jafnvel þó að hann væri for- ingi míns eigin flokks ,en ég er í gerðinni svo sanngjarn að ég finn ekki sök hjá neinum. — Morgunblaðið er fundvísara á það — og ekki er fyrir það að synja að Þjóðviljinn gæti fundið sök hjá Bandaríkjunum ef hann .legði sig í framkróka. EINHVERNVEGINN er ég -ekki ánægður með þetta sumar, að. minnsta kosti ekki það sem af er. Mér finnst að það hafi ver- ið kalt og stutt, en því er ekki lokið og það er sjálfsagt að vera bjartsýnn fram í rauðan dauð- ann. Annars segir mér fólk, sem Jbefur vit á, að blóm þroskist illa í sumar og mikil vanhöld séu í skrúðgörðum, plönturnar deyi svo að eyður séu í beðun- um. Þarf maður þá nokkurra Nóvemberveður í ágúst. Rauðbrúnn litur á laufi. Ein lyfjabuð opin í sextíu þúsund manna borg. Dæmi um óþolandi fyrir- komulag. Wr-^% annarra vitna við um kuldann í sumar? FREYJA skrifar mér á þessa leið: „Ég fékk áþreifanlega reynslu fyrir því síðastliðinn mánud.ag, að ékki er vel hugs- að urn þarfir þeirra, sem þurfa að leita til lyfjabúðanna á há- tígisdegi. Hér í Reykjavík eru sjö lyfjabúðir dreifðar um bæ- inn. í borginnj eru um 60 þús- undir manna eða rúmlega það. Á mánudaginn var helgidags- vörður aðeins í einnj lyfjabúð, Ingólfsapóteki. ÞAR VAR svo mikið að gera, að það tók jafnvel tvo tíma að fá lyf. Fólk þurfti að fara vest an af Seltjarnarnesi og innan úr Langholtshverfi í Ingólfsapótek til þess að leggja inn lyfgeðil og annað hvort var fyrir það að gera, að bíða í allt að tvo tíma eftir afgreið-slunni eða að fara aftur heim til sín og síðan að sækja lyfið. ÉG SÁ mæður með börn á handleggjunum koma í lyfja- búðina, híma þar tímum saman eða fara aftur í strætisvagninn og koma á tilskyldum tíma aft- ur með börn sín til þess að sækja lyfin. Þetta fyrirkomulag nær ekki nokkurri átt. Ég hélt að venjan væri sú að hafa tvær lyfjabúðir opnar og skipuleggja það þapnig að sem auðveldast væri fyrir fólk að leita til þeirfa eftir því hvar það ætti heima í bænum. EN ÞETTA var ekki gert þenn an dag hvernig svo sem það er aðra helgidaga. Mönnum hlýtur þó að vera það ljóst, að ein lyfjabúð nægir ekki fyrir 60 þús und manna borg. Það hlýtur að vera skylda lyfjabúðanna að skipuleggja starf sitt með hlið- sjón af þörfum borgaranna, á því mun og rétturinn til rekst,- ursins hvíla. Ég vil af þessu til- efni beina því til þeirra, sem þessum málum ráða, að slíkt og þetta sé ekki látið viðgangast“, ÞETTA eru orð í tíma töluð. Hannes á horninu. Frá Torremouvos — ljósmynd, sízt á fornar venjur og v ’ðhorf. Yfirleitt er mjög ódýrt að lifa á Spáni, — ef menn hafa er- lendan gjaldeyri. Þó eru ein- staka nauðsynjar e.inkennilega dýrar. Til dæmis kostar mjólk, — sem þorandi er að neyta, —• Hundurinn, sem var í fæði hjá Steinþóri. Hann var ekk'. í húsum hæfur, fyrr en eftir tvö eða þrjú þrifaböð. allt að sjö krónur potturinn. Vínið kostar hins 'vegar ekki. nema um sjötíu aura pottur- inn, og það mjög gott vín. Sögu kann Steinþór til dæm- is um nægjuseml og íhaldsemi Spánverja, en hún segir frá í- búum í fiskiþorpi nokkru, sem. er fjöUum girt á alla vegu og Iiggur enginn vegur þaðan né þangað á landi, en langt mteð hafnleysuströnd að fara til næstu þorpa. Þorpsbúar una þó glaðir við sitt þótt ekki geti mikið kallast. Tll dæmis er að- eins eitt útvarpstæki til þar og í e'ign „borgarstjórans“. Geng- ur það fj^rir handknúnum raf- vaka, •— og á hverju kvöldi set ur borgarstjórinn tækið' upp á þar til gerðan pall á torgi þorps ihs, en alhr safnast saman til að hlusta á fréttirnar og annað það, sem það hefur að flytja fil íróðleiks og skemmtunar. Þyk- ir þar virðingarstaða að fá að snúa rafvakanum, og ekki fær neinn að „stjórna“ tækinu nema „borgarstjórinn". Fátt kveður Steinþór sér minnistæðara úr Spánardvöl- inni en sigaunahellana í grennd við Granada, — og þó einkum „drottningu“ þeirra, sígaunakonuna, Lólu Medinu, ET.e'lar þessir eru höggnir inn I eins konar mó'b'erg, hver við hliðhia á öðrum og hver af öðrum, og hefur Lola eignar- rétt á ,,hamraborg“ þeYri. Býr hún sjálf í helli, sem hólfaðub er í sex eða sjö stofur og sali, er hún menntuð vel og fjölgáf uð, og stjórnar „hamraborg- inni“ af festu og dugnað', sem mun og við þurfa, því sígaunai’ eru skapheitir og ofsafengnir. Eins og sá kynþáttur yfirleitt ihefur Lóla viðsk' Iptavit í betra lagi, og er það henni að þakka að he'llar þessir eru nú afar fjölsóttir ferðamönnum, en húra efnir 11 skemmtana þar á hverju kvöldi þegar svo ber undir, þar sem svarteygar sí- gaunameyjar stíga trylltan dans við undirlei'k sígauna- hljómsve’ta, — og mun sú gamla sjá svo um að ekki sé skemmtun sú gefin. Er svo sagt m . jyjaia„a. að spænskir sígaunar telji auð sinn í koparskálum, — og í ein um sa^ í hamráhöll liennar þekja koparskálar álla veggi, til merkis um að sú gamia sé ekki á vonarvöl. Og loks er það Salvadorinn. Hann býr öðru hvoru á Spáni. Ste-'lnþór hafði komizt í kynni við ungan, spænskan listmál- Framhald á 9. síðu.. Málverk efíir Steinbór. — Frá Torremouvos — hverfið og á ljósmyndinni. sama um-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.