Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 11
11 MORGÖiNfBLAÐIÐ, LAUGAROAGUR 3. MARZ 1973 forum worldfeatures Fallandi gengi gaullista Líkur eru á. óvæntum úrslitum í þingkosningum þeim í Frakklandi, sem fram eiga að fara á sunnudag- inn kemur og sunnudaginn þar á eft- ir. Stuðningur sá, sem frambjóðend ur gaullista nutu áður hjá miklum meirihiuta frönsku þjóðarinnar, fer nú þverrandi, svo að gaullistar gina nú yfir hverju atkvæði, sem kann að tapast sökum vaxandi vinsælda vinstrisinna. Það, sem í hættu er að þessu sinni, er meirihluti Georges Pompidou for- seta í þjóðþinginu. Þessum meirihluta er nú alvarlega ógnað af samfylkingu jafnaðarmanna og kommúnista, sem hljóta naar örugg- lega samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu að treysta stöðu sina á þjóðþinginu. Á undanförnum þremur mánuðum hafa skoðanakannanir leitt i ljós, að hylli gaullista hefur farið síminnk- andi. f skoðanakönnun fyrtr skömmu hjá hægrablaðinu Le Figaro svöruðu 48% a ðspurðra kjósenda, að þeir myndu styðja vinstri samíylkinguna, en 38% kváðust styðja gauilista áfrEun. Vinstri samfylkingln var ekki mynduð fyrr en á s.l. sumri, er jafn- aðarmenn og kommúnistar felldu nið ur vígorð sin hvorir í annars garð og tóku í staðinn upp sameiginlega kosningastefnuskrá. Hún hefur ver- ið nefnd „Stefnuskrá sameiginlegm aðgerða" og er fyrst og fremst sam- in af þeim Francois Mitterand, leið- toga jafnaðarmanna og Georges Marchais, leiðtoga kommúnista. Mitterand hefur reynzt lífseigur persónuleiki í stjórnmálaheimi Frakk lands. Hann gegndi 11 ráðherraemb- ættum á dögum fjórða lýðveldisins og hlaut furðu mörg atkvæði 1965 í forsetakosningunum þá gegn Charles de Gaulle. Hann tók þann kost, að vera ekki I framboði gegn Pompidou, frambjóðanda gaullista í forsetakosningunum 1969, aðeins einu ári eftir þau ofboðslegu upp- þot, sem orðið höfðu vorið á undan. Pompidou var þá kjörinn til sjö ára sem forseti og gjörsigraði vinstri menn. Eftir þær kosningar byrjaði Mitt- erand að safna saman að nýju vinstri mönnum, sem voru mjög tvístraðir. Hann hélt fjölmargar ræður viðs veg ar um Frakkland og stóð fyrir stöð- ugum stjórnmálafundum innan síns eigin flokks. Árið 1971 var hann kjörinn leiðtogi jafnaðarmanna. 1 því skyni að sameina alla vinstri menn i Frakklandi, gerði Mitterand samkomulag um samvhmu við Georges Marchais, sem þá var ný- lega orðiim leiðtogi kommúnista. 1 júní sl. birtu þeir síðan áðurnefnda „Stefnuskrá sameiginlegra aðgerða“, sem síðan hefur notið verulega vax- andi fylgis. AFRÍKUHEIMSÓKN POMPIDOUS Það er greinilegt, að Pompidou hcf ur verið að reyna að vinna ákaít gegn minnkandi vinsældum gauil ista með því að vera sjálfur eins mik ið í sviðsljósinu á opinberum vett- vangi í Frakklandi og unist er. Hann gerir sér glögga gnein fyrir þvi, að utanrikismál eru einmitt það, sem athygh fólks beinist hvað helzt að nú á timum. Einmitt með tilliti tíl þessa byrjaði hann röð heimsókna tál a n narra landa. Hann dvaldist fyrst nokkra daga 1 Afriku, þar sem hann byrjaði á því að heimsækja sið- ustu nýlendu Frakklands, Sómalí- land I Austur-Afriku, þar sem hann lagði áherziu á aukna aðstoð Frakka. Siðan hélt Pompidau til Eþíópiu, þar sem honum var forkunnar vel fagn- að af Haile Selassie keisara. Frönsku blöðin skýrðu ítarlega frá þessu Afrikuferðalagi Pompidous á forriðum símum, sem var kannski megintilgangur forsetans. En áður en Pompidou hélt til Afríku, hafði hann rætt við Leonid Brezhnev, leiðtoga sovérica kommún istaflokksins I tvo daga í Minsk I Sovétríkj unum. Auk umfangsmikiHa Eftir Terrence Maitiand Greorg«s Pompidou forseti viðræðna um öryggísmál Evrópu og Austurlöndin fjser, var heim- sókn þessari ætlað að hafa áhrif á marga frjálslynda Frakka, sem kunna að hneigjast til vinstri, en hafa þó fulla gát á öllu þvi, sem samfylking vinstri manna segir og gerir. Daginn áður en Pompidou hélt til Sovétríkjanna, hafði hann rætt við fréttamenn í sjónvarpi og virtist þar gera mikil mistök með því að for- dæma f und alþjáðasamtaka jafnaðar manna, sem áformaður hafði verið næstu helgi á eítir í Paris. Sagði forsetíim fund þennan vera „aug- Ijóts aískipti af innanlandsstjórnmál- um i Frakklandi". Þennan alþjóðafund jafnaðar- manna sóttu ýmsir foringjar þeirra, svo sem Olof Palme forsætisráðherra Sviþjóðar og Golda Meir, forsætís- ráðherra ísraels. Þessi fundur vaktl miklu meiri athygli en ella, ef franski forsetímn hefði vifúiaft meárí aðgát og styggðaryrði hans voru mjög gagnrýnd í frönsku blöðunum og af leiðtogum jafnaðar- manna. Stuttu eftír komu slna heim frá Afríku tók Pom|»dou á móti Wffly Brandt, kanslara Vestur-Þýzka- lands, sem kom tll Parísar tíl tveggja daga viðræðna um mál- efni útvíkkaðs Efinahagsbanda- lags Evrópu og um vináttusamning Fraktoa og Vestur-Þjóðverja, sem nú er 1<0 ára. Til alirar óhamingju fyrir franska forsetaran féll sá fund- ur i skuggann hjá frönsku fjöhniðl- unum fyrir vopnahléi því I Víetnam, sem þá stóð fyrir dyrum og verið var að semja um i Paris. Gruradvallarástæðan fyrir hnign- un gaullista er óánægja á meðal verkamanna með kjara- og félags- mál, sem stjóm Pompidous virðist hafa gefið Htinn gaum, en vinstri samfylkingin hefur tekið vandamál á þeim sviðum sérstakiega fyrir. Frakkland og þó einkum París hef ur verið þjakað af óþeegilegum smá- verkföllum, sem staðið hafa frá fá- einum dögum allt yfir eina viku og eru fyrst og fremst merki um óánægju lægri stéttanraa með ástand- ið. 1 desember hrúgaðist sorp upp á gangstéttum Parlsar í næstum tvær vikur, áður en herinn var kallaður til og láíirnn útvega menn til þess að starfrækja sorpbílana. Verkamenn- irnir, sem voru einkum Frakkar frá Norður-Afríku og blökkumenn, kröfðust 1.000 franka lágmarkslauna á mánuði. Bankagjaldkerar hafa farið tvisv- Francois Mitterand, leiðtogi jafnað- armanna. ar sinnum í verkfall, nú síðast síðla i desember og olli það miklum vand- ræðum fyrir jólaverzlunina og árs- uppgjör við áramót. Starfsemi pósts- ins var í lamasessi í næstum viku, þegar bréfberar gerðu fyrst verk- fall, en síðan fylgdu bréfaflokkau*- ar í kjölfar þeirra. Fyrir skömmu gerðist þó það kald hæðnisiega, að stjóm Pompidous birti skýrslu frá bandarískri efna- hagsstofnun, sem spáði því, að Frakkar myndu verða orðnir efna- hagslega öflugasta þjóð Vestur- Evrópu í kringum 1985. Skýrsla þessi var byggð á samaraburðarrann- sóknum á möguleikum hagvaxtarins á meðal þjóða Vestur-Evrópu og nið urstaða hennar var á þann veg, að Frakkland færi fram úr öðrum lönd um Vestur-Evrópu á næsta áratug og að Vestur-Þýzkaland og Bretland drægjust mjög aftur úr þvi. Þeir, sem skrifa um hagfræði í frönsku blöðin, tóku þessari skýrslu með miklum efasemdum og margir ef- ast um, að þesssi spá svo laragt fram í tímann eigi eftir að hafa veruleg áhrif á kosningarnar í marz. Ef til vill er nærtækasta ástæð- an fyrir sýnilegri hnignun gaullism- ans fráfall de Gaulles sjálfs, sem lét svo lengi til sín taka á vettvangi franskra stjómmála. Eftir dauða hans 1970 hafa eftirmenn hans ekki megnað að stemma stigu við þeirri gagnrýni, sem komið hefur upp vegna örðugleika á efnahagssviðinu og hneyksla á meðal manna úr hópi gaullista. Ungur leigubilstjóri lét hafa eftir sér þessi einföldu orð, sem segja tals verða sögu: — De Gaulle er látinn. Ég þekkti hann varla. Hvemig gat hann verið gaullisti. Röskar ungar stúlkur á hótel í Danmörku Vtö óskum að ráða 3—4 röskar ungar stúlkur, gjarnan vinkonur, sem fyrst á hótel í Danmörku. Við getum boðið veilaunaða vinnu sem felhst I hjálparstörf um, f e'dhúsi, herbergisþjón- ustu og ein'hverjum fram- reiðslustðrfum. — Skrifið til Ebha Kjeldsan, Hotel Svejbæk Færgogærd Virklund, Silkeborg, Danmark, sími (06)84 60 07. Eininga-skáli Steinsteyptar veggja og þakeiningar fyrir 250 ferm. skála efú til sölu á Þoriákshöfn á Langanesi. Nánari upplýsingar í síma 81776 eða 26999. Enskunóm í Englandi English Language Summer Schools og Southe- bourne Schoois of EngJish kenna útlendingum ensku. Skólinn í Botirnemouth starfar allt árið, ennfremur verða sumamámskeið í Poole, Brighton, Torquay og London. Upplýsingar veitir Kristján Sigtryggsson í síma 42558 klukkan 18—19 daglega. Einbýlishús eðn rnðhús Óskum að taka á leigu nú þegar eða með vorinu. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Tilþoð merkt: „Góð umgegni 150" sendist afgr. sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. Takið eftir önnumst viðgerðir á ísskápum og frystikistum og breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. FROSTVERK, Reykjavikurvegi 25, Hafnarfirði. Sími 50473.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.