Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1973 Pr. Bjarni Jónsson, yfirlæknir: Hagsýni í spítalarekstri? Sunnudaginn 25. febrúar s.l. gerir dr. Friðrik Einarsson, yf- irlæknir handlæknisdeildar Borgarspítalans, að umræðu- efni í Morgunblaðinu hvemig séð sé fyrir gömlu fólki og lasburða i þessum bæ og getur þess jafnframt, að þegar grein in er skrifuð hafi 56 sjúklingar legið í Borgarspítala sem alveg eins hefði mátt vista í stofnun, sem væri miklum mun ódýrari bæði í byggingu og rekstri. Ég vil þakka dr. Friðrik fyr ir þessa hugvekju. Það er sannast sagna, að ali- ir þeir sem starfa við þrjá að aispítala Reykjavíkursvæðis- ins — Borgarspítala, Landa kotsspítala og Landspítala — vita þetta og hafa vitað lengi og þó að enginn hafi kveðið upp úr með það fyrr opinberlega, þá hefir oft verið um það rætt, bæði meðal lækna og við yfir- menn heilbrigðismála. Ég skal leiða hjá mér, það sem rætt er um stofnanir fyrir gamalt fólk og lasburða, sem er ekki þann veg farið, að það þurfi sérstaka hjúkrun eða læknishjálp og er það þó ærið umhugsunarefni. Það eru fá heimili í dag, sem vilja eða geta haft gamalmenni á sínum snærum. Þjóðfélags- byggingin hefir breytzt, þriggja kynslóða heimilið er liðið undir lok og tveggja kynslóða heim- iiið virðist vera á sömu leið. Það eru æ fleiri af ungu fólki, sem vilja láta bamaheimili ala upp böm sín, ekki einasta ein- stæðir foreldrar eða aðrir sem verða að gera það af illri nauðsyn, t.d. vegna sjúkdóma, heldur líka hinir, þar sem heim ilisfaðirinn aflar nógra tekna tii þess að sjá fyrir heimilinu, en húsmóðirin fullfrisk. vill sinna öðru en heimilisstörfum og uppeldi barna sinna. Mér sýnist stefnan vera i þessa átt, hvort hún er heppileg, skai ég eftirláta öðrum að dæma um. En það er vist, að þeir sem byggðu þennan bæ meðan þeir höfðu orku tU, mega nú marg- ir glíma hjálparlitið við Elii kerlingu með þverrandi kröft- um þar til yfir lýkur. Væri þó ástandið enn verra, ef ekki nyti við einkaframtaks tveggja þekktra stofnana, Ellibeimilis- ins Grundar og Dvalarheimiiis aldraðra sjómanna og hefir sú stofnun skotið skjólshúsi vfir æði marga, sem aldrei hafa ver ið viðriðnir sjósókn. En svo ég víki aftur að því, sem dr. Friðrik segir i grein sinni, að um þessar mundir séu 56 sjúklingar í Borgarspítala, sem ekki þyrftu þar að vera ef um annan stað væri að ræða, þá skal ég geta þess, að nú eru í Landakotsspitala 28 sjúkl ingar, sem eins er ástatt um. Mér er ekki kunnugt um, hvem veg þessu er farið í Landspítala, en þykir liklegt að þeir hafi svipaða sögu að segja þar. Ef ætlað er á, að þar væru jafnmargir og í Landakoti þá gæti verið um að ræða 112 sjúklinga, sem ekki þyrfti að vista í þessum spítöl- um og gætu þetta vel verið meðaltalstölur fyrir árið. Nú er það á almanna vitorði, að þröngt er í þessum spítöl- um öllum þremur og alls stað- ar langir biðlistar. Ætið fellur mikið til af slösuðu fólki og bráðveiku, sem verður að taka inn strax og verður þá biðin oft nokkuð löng hjá hinum, sem ekki eru í bráðri hættu. Ef hægt væri að losa u.þ.b. 100 rúm á þessum þremur spítöl- um, samsvarar það stækkun þessara spítala, sem þessu nem ur og væri hægt að vista ann- ars staðar jafnóðum þá sjúkl- inga, sem ekki þarfnast ann- ars en hjúkrunar og þjáifunar, þá ættu biðlistarnir fljótlega að vera úr sögunni og spitala þörfinni fullnægt. Spítalarnir þrír í Reykjavík eru allir miðaðir við það að geta veitt fullkomna þjónustu í handlæknis- og lyflæknisgrein um og er það dýr rekstur. Borgarspítalinn kostar nú kr. 5100.00 á legudag og ætti þá kostnaður hinna spítalanna tveggja að vera álíka, því þó að ekki séu allar deildir á öllum spítölunum, heldur kominn vís ir að verkaskiptingu, þá hlýt- ur kostnaður á þessum spítöl- um að vera mjög svipaður, ef sömu hagsýni er gætt á þeim öllum. Heilbrigðisþjónusta kostar geypifé. Verður að hafa ýtr- ustu gát, að ekki sé þar sóað almannafé, en um leið að gæta hins að spara ekki til skaða. Verður þar sumum erfið sigling milli skers og báru. Það er á spítölum líkt og á heimili, ef húsmóðirin er óspilunarsöm fer allt í súginn og ekkert stendur við, hversu mikið sem húsbóndinn ber í bú. En sé konan aðgætin, ráðdeildarsöm og nýtin, verður henni mikið úr litlu, oft svo að undrum sæt ir. Hiúkrunarheimilið við Grensásveg Annað atriði, sem þrengir að sjúkrahúsum og þó sérlega lyf læknisdeildum þeirra, eru sjúklingar sem lagðir eru inn til rannsókna. Nú er sumum sjúkJingum svo farið, að þeir verða ekki rannsakaðir nema í spítaia og eru þeir utan við þetta mál. En hinir eru ekki allfáir, sem má fullrannsaka ut an spítala. Með hækkandi aldri aukast kvillar fólksins, það er þá að miklum hluta aldr að fólk, sem þarfnast þessara rannsókna. Þeir sem misst hafa vinnu- þrek sökum vanheilsu eða ald- urs búa við knappan kost vel- flestir, nema þeir njóti annarra við og mörgum er það lítt að skapi að vera bónbjargamenn. Aukaútgjöld, hve smávægileg sem þau eru, geta eyðilagt af- komu þeirra. Sé sjúklingur rannsakaður utan spítala, greiðir hann fjórða hluta af kostnaðinum — læknisvinnu, rannsóknastörfum og röntgen- skoðun. Það dregur sig sam- an. Fullkomin röntgenskoðun á meltingarvegi kostar t.d. kr. 6000.00 Liggi sjúklingur á spít ala greiðir hann engan eyri. Setjum svo, að itarleg rann- sókn kosti kr. 16.000.00, þar af greiðir sjúklingur kr. 4000.00 en sjúkrasamlögin kr. 12.000.00 Þeir sem ekkert hafa upp á að hlaupa nema ellilaun sín, þeim er þessi kostnaður ofviða. Þess vegna biðja læknar þessa fólks um spítalavist fyrir það. Ef nú þessar rannsóknir taka tíu daga á spítala, kosta þær í raun kr. 51.000.00. Hefðu trygg- ingamar líka greitt hluta sjúkl ings, hefðu þær kostað kr. 16.000.00 af almanna fé. Mis munurinn, sem kemur á herðar skattborgarans er kr. 35.000.00. Mér finnst þetta skrítinn spamaður, lái mér hver sem vill. Elliheimilið Grund, þar sem vistuð eru mörg rúmliggjandi gamalmenni, sem þuifa mikla hjúkrun, fær úthlutað af dag- gjaldanefnd kr. 800.00 á legu- dag. Þarf sérstaka útsjónar- semi, til þess að láta það hrökkva til. Má nefna til sam- anburðar, að sjúkrahús Hvíta- bandsins við Skólavörðustíg, en þar hafa sjúklingar fótavist, fær kr. 1700.00 á dag. Hjúkr- unardeildin við Barónsstig fær kr. 1900.00, en þar eru sjúkl- ingar rúmliggjandi. Bæði þessi sjúkrahús eru rekin af Reykja vikurborg. Vífilsstaðahæli, sem hefir að mestu leyti langlegu- sjúklinga, fær kr. 2050.00 á dag. Það er rekið af rikinu. Gísli Sigurbjömsson, for- stjóri Elliheimilisins Grundar, hefir tjáð mér i samtali, að hæfilegur kostnaður við hjúkr unardeild væri væntanlega kr. 1500.00—1600.00 á legudag með núgildandi verðlagi, ef vel á að Biireiðaeigendur athugið Ryðið er ykkar versti óvinur. Verið á verði og gleymið ekki endurryðvörninni. Pantið tíma. BÍLARYÐVÖRN HF., Skeifunni 17, símar 81390 og 81397. Vinsælasta ameríska sælgætiö Almennur félagsfundur N.L.F.R. verður haldinn mánudaginn 5. marz kl. 9 síðdegis í Guðspekifélagshúsinu Ingólfsstræti 22. Einar Helgason yfirlæknir sjúkrahúsinu á Akranesi talar um ,,sykursýki“. Allir velkomnir. Stjórnin. Bjarni Jónsson. gera við vistmenn. Hafa ekki aðrir hér um slóðir meiri reynslu í slíkum rekstri en hann og hefi ég raunar fengið þessar tölur staðfestar úr ann- arri átt. Nú er kostnaður Borgarspít- alans á legudag kr. 5100.00 og þá væntanlega likur á hinum spítölunum tveimur, eins og fyrr var sagt. Sé tekin hærri tala Gísla Sigurbjörnssonar, kr. 1600.00, þá er mismunur- inn á legudag á spitölunum og hjúkrunarheimili kr. 3500.00, en sé miðað við hjúkrunar- deildina vlð Barónsstíg er mis- munurinn 3200.00. Ef nú eru u.þ.b. 100 sjúkl- ingar vistaðir í dýrum spitöl- um, sem eins vel gætu verið i ódýrum hjúkrunarspítolum, mætti spara mikið af fé skatt- borgarans með byggingu slíkra stofnana. Sé miðað við hærri tölu Gísla Sigurbjörnssonar myndu spar- ast kr. 127.750.000.00 á ári, væru þessir sjúklingar til dval ar á hjúkrunardeild, en sé mið að við hjúkrunarspítalann í Heilsuverndarstöðinni myndu sparast kr. 116.800.000.00. Reykjavíkurborg hefur byggt hjúkrunarspítala við Grensásveg, kostar hann full- búinn um 1 milljón kr. á rúm. Þá mætti byggja a.m.k. 115 rúma hjúkrunarspítala fyrir eins árs spamað á legukostn- aði og tveggja ára sparnaður gæfi 230 rúm. Væri þá séð fyr- ir þeim þörfum um næstu framtið. Jafnframt ykist nýtan legur rúmafjöldi á spítölunum þremur um 100 og þyrfti þá ekki að bæta sjúkradeildum við þá að sinni. Æskilegast er, að hjúkrunar deildir séu í sambandi við full komna spítala og geti notið góðs af kjama þeirra, svo sem eldhúsi og rannsóknadeildum. Nú er þröngt bæði á Landa- kotshæð og Grænumýrartúni og óhægt um byggingar þar sökum skorts á landrými. Hins vegar sýnist ekki skorta land í Fossvogi og þar er spít- ali fullkominn að allri gerð. Sýnist þá liggja nærri að reisa hjúkrunarspitala í tengslum við hann, en spítalamir allir hafi þar greiða inngöngu fyrir hjúkrunarsjúklinga sína. Nú ber ekki að skilja orð mín svo, að ég haldi að þetta sé fundið fé. Að sjálfsögðu yrðu spítalarnir þrír reknir áfram með sama rúmafjölda. En mér sýnist þetta vera einfaldasta, fljótvirkasta og langódýrasta leiðin til þess að bæta úr spít- alaskortinum nú og nokkuð fram í tímann og bæta þjón- ustu við alla sjúklinga sem þurfa spítalavist, hvort heldur er langan tíma eða skamman. Er þessum hugleiðingum hér með komið á framfærl til vin- samlegrar íhugunar fyrir heil- brigðisyfirvöld jafnt ríkis sem borgar — og skattborgarann. Reykjavík 1. marz 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.